Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1977 SJÓNARMIÐ SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Menningarmál Sjálfstæðisflokkurinn leggur höfuðáherzlu á fastheldni við þjóð- legan menningararf ásamt frelsi til alls menningarauka, hvort sem hans er aflað utan lands eða innan Aðeins með þessu tvennu verður menningarlegt sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar tryggt. en tilvist ís- lenzkrar menningar veitir Islenzku þjóðinni framar öllu tilverurétt i landi sínu nú og um ókomna tíð í önnum hversdagslffsins verður að gæta þess, að einstaklingurinn eigi kost á þeirri lífsnautn, sem fólg- in er í auðugu og frjóu menningarlffi og frjálsri listsköpun. Menningarlegt valdboð hins opin- bera samræmist ekki stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Rfkisvaldið getur styrkt einstaklinga. samtök og sveitarfélög til menningarstarfsemi. en á ekki sjálft að standa að henni. nema í skýrlega afmörkuðum undantekningum Gæta verður þess, að einhliða menningarstraum- ar berist ekki um hina ríkisreknu fjölmiðla eða aðrar stofnanir á veg- um ríkisins, svo sem t d skóla og útgáfufyrirtæki. Bent skal á eftirfarandi verkefni í menningarmálum 1. Sett verði heildarlöggjöf um stuðning við listir í landinu, sem miði m.a. að því að greiða fyrir útgáfu hugverka og stuðli að því, að listamönnum sé gert kleift að koma verkum sfnum til almennings 2. Komið verði á alhliða list- fræðslu í skólum. Almenn söngiðk- un verði aukin og rík áherzla lögð á að glæða sjálfstæða listsköpun nem- enda 3. Búið verði svo að Sinfóníu- hljómsveit íslands, að hún geti gegnt hlutverki sínu fyrir tónlistarlff landsmanna, hliðstætt því. sem Þjóðleikhúsinu er ætlað að vinna fyrir leiklistina. 4. Skattalöggjöf verði með þeim hætti, að fjárframlög til menningar- mála verði ekki skattlögð 5. Framlag ríkisins til fornminja- rannsókna verði stóraukið Kapp verði lagt á að varðveita minjar, sem hafa listrænt og menningarsögulegt gildi 6. Sett verði lög um raunhæfan stuðning við kvikmyndagerð í land- inu. 7. Búið verði svo að bókaút- gáfu, að hún geti gegnt hlutverki sfnu í þágu íslenzkrar menningar Sérstakiega verði athuguð erfið samkeppnisaðstaða fslenzkrar barnabókaútgáfu gagnvart innflutt- um fjölþjóðaútgáfum Bókaútgáfa njóti sömu lánamöguleika. lánakjara og skattskyldu og aðrar hliðstæðar atvinnugreinar Auknar verði greiðslur til rithöfunda fyrir afnot verka þeirra í almenningsbókasöfn- um Kanna skal hvort sjálfstæð útgáfu- fyrirtæki einstaklinga geti annazt þá útgáfu skólabóka. sem Rfkisútgáfa námsbóka hefur hingað til haft með höndum Alþingi kjósi nefnd. er starfi með fræðsluyfirvöldum að vali á náms- efni grunnskólans. 8. Sjálfstæðisflokkurinn skal ætfð leitast við að tryggja óhindraða og heiðarlega blaðamennsku og frjálsa útgáfu á bókum, tímaritum, blöðum, hljómplötum. segulbönd- um og öðru fjölmiðlaefni. Rfkisvaldið skal ekki kaupa árlega visst magn af málgögnum stjórn- málaflokka eða styrkja þau á annan veg með fjárveitingum af almanna- fé. þótt það geti á ýmsan hátt auð- veldað útgáfu blaða og tfmarita. 9. Einkaréttur ríkisvaldsins á rekstri útvarps verði afnuminn. Tryggja verður vandlega, að ríkis- fjölmiðlar, — hljóðvarp og sjónvarp —. gæti jafnan fyllstu óhlutdrægni í vali og túlkun á öllu efni. Gæta verður þess vandlega, að fslenzka ríkisútvarpið verði ekki háð erlendum ríkisfjölmiðlum um flutn- ingsefni vegna milliríkjasamninga Umhverfismál íslenzka þjóðin á að geta notið umhverfis sfns, án þess að auðlindir landsins séu ofnýttar, þannig að varðveitt séu auðæfi lands, lofts og lagar Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn 1. Vernda og bæta landið og stuðla að því, að ekki sé gengið á höfuðstól gróðurs og dýralffs, sem eru sérlega viðkvæm fyrir ýmsum áhrifum nútfma tækni vegna lofts- lags og legu landsins. 2. Efla uppgræðslu lands og auka sjávarnytjar með ræktun og verndunarráðstöfunum, þar sem þess er þörf. 3. Vernda umhverfi íbúa lands- ins þannig, að hver kynslóð skili landinu hreinu og óspjölluðu Skal því lögð áherzla á að forðast hvers konar mengun á landi, í lofti og í sjó 4. Að tryggt sé, að ítarlegar undirbúningsrannsóknir fari fram á áhrifum iðjurekstrar á umhverfið, áður en starfsleyfi eru veitt. Sér- stakrar varúðar sé gætt vegna mengunaráhrifa. Jafnframt sé þess gætt. að ekki sé um of raskað vist- kerfi lands við virkjunarframkvæmd- ir. 5. Efla virðingu þjóðarinnar fyrir fslenzkri náttúru með jákvæðri upp- fræðslu um vistkerfið í landinu, er stuðli að umgengnismenningu. með fræðslu fremur en með bönnum og skerðingu á athafnafrelsi. í þvf skyni verði aukin að mun, frá því sem nú er, fræðsla um umhverfismál f unglinga- og framhaldsskólum 6. Vinna að varðveizlu forn- minja og menningarverðmæta í húsagerð, sem núverandi kynslóð hefur tekið f arf, og að vönduðu skipulagi og mannvirkjagerð. en mannvirki verða sérstaklega áber- andi f svo beru og gróðursnauðu landi sem ísland er. 7. Stuðla að því, að landsmenn fái notið útivistar f hinu sérkennilega og fagra umhverfi íslands með bættri aðstöðu á útivistarsvæðum, um leið og örtröð sé afstýrt á þeim svæðum, sem viðkvæm eru fyrir náttúruspjöllum. Jafnframt sé miðað að því að hefta sem minnst athafnir og eignarrétt einstaklingsins að nauðsynjalausu. Stefnt sé að því að auka fjölbreythi í bæjarhverfum og forðast myndun þéttbýlishverfa, sem eru Ifflaus á vissum tímum sólarhringsins og aðgreind í vinnu- hverfi og svefnhverfi. 8. Sjálfstæðisflokkurinn vill sýna, hve mikla áherzlu beri að leggja á umhverfismál, með því að sameina stjórn umhverfismála f eitt ráðuneyti. og setja heildarlöggjöf um umhverfismál, sem m a taki til náttúruverndar, útivistar, mengunar- varna, fræðslu- og kynningarstarfs á sviði umhverfismála Utsýnisskífa sett upp á Hélgafell Stykkishólmi, 21. júnl. ROTARY1<lúbbur Stykkishólms hefir gefið vandaða útsýnissklfu sem sett hefur verið upp á Helgafell hér fyrir ofan Stykkishólm Hefur þetta verið áhugamál klúbbsins um nokkurt skeið, en upphafsmaður þessarar hugmyndar var Guðmundur Guðjónsson, kennari frá Saurum, sem var lengi I Rotary- klúbbnum en látinn er fyrir nokkru. Er sklfah gefín I minningu hans. Eins og kunnugt er, er ákaflega vlðsýnt frá Helgafelli I allar áttir Þetta er frægur staður og fjöldi ferðamanna kemur þarna árlega og þá er gott að hafa svona skifu til að sklra helztu staði I nágrenninu Skífan er teiknuð af Jóni Víðis og var hún sett upp fyrr I þessum mánuði Skifan er úr kopar og hin vandaðasta Fréttaritari JASSKJALLARINN OPINN í SUMAR FÉLAGSSKAPURINN Jassvakning hefur ákveðið að vera með vikulegar samkomur f litlu kjallarahúsnæði í sumar, og hefur fengist inni fyrir þessa starfsemi hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur að Frfkirkjuvegi 11. Jasskjallarinn opnaði í gærkvöldi og léku þá Viðar Alfreðsson og félagar. V estur-Islending- ar í heimsókn hér IIÓPUR Vestur-íslendingankom hingað I heimsókn 14. júnl með flugvél frá Winnipeg. — Listi yf- ir þátttakendur I ferðinni fer hér á eftir: Árnason, Frank, Maria, Roy, Lynne. Winnipeg, Man. Árnason, Ronald. Dauphin. Man. Árnason, Valdemar Magnús, Gimli. Árnason, Björn & Jónina. Gimli, Man. Árnason, Tryggvi Winnipeg, Man. Árnason, Kristján & Marjorie. Gimli, Man. Bernhöft, Orville & Judy Mountain, North Dakota Bjarnason, Carl & Edna M. 406 Admar Rd., Winnipeg, Man. Bjarnason, Hansina. Winnepeg, Man. Bjarnason, Ingólfur, Brandon, Man. Bjarnason, Arnþrúður. Brandon, Man. Björnson, Mrs. S. Wynyard, Sask. Björnson. Haraldur & Elísabet. Man. Robert. Björnson, Roy & Pauline, Calgary, Alta. Brandson, Huldi St. Rose, Man. Britton, Jonina & Normann. Winnipeg, Man. Böðvarson, Emil & Linda. Spruce View, Alberta. Barrieu, Þórunn J. Kenora, Ont. Corbin, Elva & Jacquline. Winni- peg, Man. Chatwin, Bertha. Winnipeg, Man. Cornish Bruce & Beverley. Cuqutlam, B.C. Craig William & Runa. Oakville, Man. Danielson Leo & Ingibjörg Lundar, Man. Dielh Garth & Ruth, Garcea. Winnepeg, Man. Einarson John, Flin Flon, Man. Eylands Val, Juanita & Kurt Eric Grand Forks, Bak. Eylands Valdimar. Grand Forks, N.-Dak. Eaton Mae, Moline, 111. Eyjolfson Eysteinu, Arborg, Man. Finnson Friðrik & Helga Arborg, Man. Frederickson Eunice. Winnipeg, Man. Gisladóttir Gunnþóra. Winnipeg, Man. Gislason Einar & Lilja. Arborg, Man. Goddman Davið & Pauline, Revelstoke, B.C. Gorrie Martha. N. Vancouver, B.C. Grimson Vilhjálmur. Sidney, B.C. Guðmundsson Laufey D. Winne- peg, Man. Isfeld. Arilius & Steinunn. Winni- peg, Man. Jakobson Brian & Vivienne. Tara & Tami. Winnipeg, Man. Johnson Steinunn, Gimli, Man. Johnson Jón & Rósa. Winnipeg, Man. Johnson Jóhanna. Winnipeg, Man. Johnson Johanna. Vancouver, B.C. Johnson Ruth. Winnipeg, Man. Johnson Guðmundur & Dorothy. Sylvan Lake, Alta. Johnson Johannes & Guðrún. Gimmi, Man. Johnson Leo. & Guðrún. Gimli, Man. Johnson Leo. & Jónina. Winni- peg, Man. Johnson Lincoln. Brampton, Ont. Johnson Tryggvi. & Hulda. Riverton, Man. Jonsson Jón & Margaret. Galiano Island, B.C. Jósephson Þorfinnur & Margaret. Mozart, Sask. Johannson Ina. L:ngdon, North Dak. Kilogour Arthur & Grace. Winni- peg, Man. Kissick Sigrun. Winnipeg, Man. Kjartanson Bruce & Kelly. Winni- peg, Man. Kristjansen Jon. Mountain, Dak. Kristjanson Hannes & Elisabet. Grand Forks, Dak. Kristjanson Gustaf & Lenorah. Winnipeg, Man. Kristjanson Willhelm & Jóna. Winnipeg, Man. Kristjanson Rubina. Winnipeg, Man. Larham Janice, Gimli, Man. Laxdal Johanna. Kelowna, B.C. Lindal Ólafur & Anna, Arborg, Man. Mabb Wilhelmina. Winnipeg, Man. Maceachern Agusta Jónína. Winnipeg, Man. MacDonald Þóra. Winnipeg, Man. Mashowski Columbine. Vancouver, B.C. Mason Sylvia. Winnipeg, Man. Markuson Albert & Margaret Gimli, Man. Magnuson Magnús & Júlía. Selkjrk, Man. Magnuson Ellen. Gimli, Man. Mills Stella. N. Vancouver, B.C. Mossis Stefania. Vancouver, B.C. Nelson Allan L. & Clarice. Winni- peg, Man. Nicholls Joena. Winnipeg, Man. Nordal Helgi. Winnipeg, Man. Nordal Einar, Lundar, Man. Norman Gísli & Lilja. Flin Flon, Man. Nygaard Patricia. Brandon, Man. Nygaard Paula. Brandon, Man. Olafson Einar & Harriette. Grand Forks, Dak. Olson Margaret. Winnipeg, Man. Palson Steingrimur & Ingibjörg. Riverton, Man. Roscoe Cora. Winnipeg, Man. Sexsmith Inga. Winnipeg, Man. Skarphéðinsdóttir Björg. Winni- peg, Man. Sigurdson Elaine, Eric & Kristine. Winnipeg, Man. Sigurdson Franklin &Dora. Oakpoint. Man. Sigurdson Kristján & Björg. Winnipeg, Man. Sigurdson Johannes & Bergljót. W. Vancouver, B.C. Sigurdson Olafia, Gimli, Man. Sigmundsdóttir Alda. Kingston, Ont. Sigvaldason Ingvar & Sigþrúður. Arborg, Man. Simpson Charles & Ólöf. Winni- peg, Man. Snorrason Alice, Gimli, Man. Sólmundson Bára. Winnipeg, Man. Stefanson Stefán & Olafía. Winni- peg, Man. Stefánson Ernest, Gimli, Man. Carollyn Stefanson Skúli & Effie, Grand Forks, Dak. Stevenson Herdis. Vancouver, B.C. Spurnway Sigrid, Dauphin, Man. Tergesen Terence, Lorna, Johann & Lristin. Winnipeg, Man. Tergesen Hans. Guðbjörg & Becky. Gimli, Man. Thordarson Tom & Alice, Onanole, Man. Thorlacius Helen, Ashern. Man. Thorlacius Ásthildur. Winnipeg, Man. Thordarson Johannes Gimli, Man. Thorvaldsson Albert & Ásta. Piney, Man. Timlick Sigrún. Winnipeg, Man. Tryggvadottir Vala. Winnipeg, Man. Ullyot Laura Helga. Winnipeg, Man. Vann Kenneth. Winnipeg, Man. Washburn Arthur & Sigriður. Gimli, Man. Wetten Hilmar. Burnaby, B.C. Wilson Gordon & Lilja. Thunder Bay, Ont. Wilson Emil & Þórdis. Surrey, B.C.Upplýsingaskrifstofa verður opin i Hljómskálanum frá kl. 2—5 daglega, sími 15035.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.