Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977 TÖNUITARIIM* NORRAINS JBSKUPÖLKl Ake Parmerud Snorrl Sigfús Birgiuon Erik Hejsgaard Hans Gefors Magnus Lindberg Fegurð og fírring Eitt af því sem verður æ ljós- ara, eftír því sem líður á Tón- listarhátíð Æskufólks er að ungir tónhöfundar á Norður- löndunum leitast nú við að tjá tilfinningar sínar, gagnstætt þvi sem var einkennandi fyrir nýja tónlist eftir seinna heims- stríðið, þegar bygging og stíll varð nauðsynlega að vera rúinn staðbundnum þjóðlegheitum eða tilfinningasemi. Nú er stíll og byggingarlegt samræmi ekki lengur nothæft sem mæli- kvarði. Blær og trúarlegt, til- finningalegt og myndrænt tákngildi hljóða er nú mjög til meðferðar í tónmáli ungu tón- skáldanna. Falleg blæbrigði, sem áður hefðu verið sögð væmin, eru nú að verða þunga- miðja. Á sjöttu tónleikum Tón- listahátíðar æskufólks komu fram tvö viðhorf, annarsvegar fegurðardýrkun og hins vegar hörkuleg framsetning sem hljóðræn túlkun á firringu nú- dagsins. Fyrsta verkið, Sex haust- söngvar, eftir Erik Höjgaard var dæmigert fyrir leit tón- skálds af hljóðlátri fegurð. Þrátt fyrir lítinn hljómstyrk og mikla sparsemi i notkun tóna, var verkið ekki leiðinlegt og en snerti ekki heldur við neinu. Eftir Snorra Sigfús Birgisson var leikinn kvintett fyrir tvær flautur, tvö klarinett og píanó. Verkið minnti á eldri aðferðir, byggingu tónbálks á stefrænni þróun, þó einnig brygði fyrir blæbrigðaleik. í verkinu er ekki fitjað upp á neinum ný- ungum en er vel samið og þolir áreiðanlega endurhlustun. Næsta verk átti að vera Geotaxis Epsilon, eftir Ole Lýtzow-Holm, en það var fellt niður og samkvæmt þvi sem tónskáldið tjáöi. undirrituðum, neitaði pianóleikarinn að leika verkið. Þetta atvik leiðir hug- ann að sams konar atviki, sem kom niður á áætluðum flutn- ingi fyrsta verks hátíðarinnar og gert var að umtalsefni I gagnrýni. Undirritaður vill gera þá játningu, að hafa reitt þar of hátt til höggs, svo að slæmt var að fleirum en skilið áttu og er rétt að geta þess hér, að Sigurður Björnsson átti einn þar hlut að máli. Þegar stutt var til tónleikanna mun Sigurð- ur hafa borið við og sýnt þar til skeyti, að hann þyrfti nauðsyn- lega að fara til Póllands að ráða hljóðfæraleikara fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands. Má vera að nauðsynlegt sé að bregðast hart við, er ráða skal hljóófæraleikara tii íslands, en á tímum talsíma og fullkominn- ar skeytaþjónustu hefði mátt, eins og reyndar kom á daginn, ráða þau mál til lykta með að- stoð þeirrar þjónustu, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Auðvit- að er hægt að halda I skeytið sem afsökun. Það sem undirrit- uðum þykir leitt, er að ógætni I meðferð orðanna að og ef gerði textann einum of grófan og setti alla íslenzka söngvara undir einn hatt, sem er bæði ósanngjarnt og rangt og eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á því, að hafa að ósekju verið dregnir inn I þetta leið- indamál. Má vera að upprifjun þessa máls kalli á frekari um- ræður og er undirritaður fús að leiðrétta missagnir allar og ljá eyra við því, sem hlutaðeigend- ur vilja að komi fram I þessu máli. Þrjú síðustu verkin á tónleik- unum voru Reveille, eftir Hans Gefors, poppsmitað, einfalt en ekki óþægilegt verk, Musik för Píano eftir Magnús Lindberg og Förortsnatt, eftir Ake Pamerud. Förortsnatt kallar höfundurinn fjöllistaverk og leitast við I því að lýsa þeirri firringu, sem ágerist meðal íbúa I úthverfum stórborga. Það sem hér bar fyrir augu og eyru var aðeins fyrsti hluti af fimm þátta verki og I þessum kafla er aðeins fjallað um það tilbreytingarleysi, sem fylgir því að arka úr skræpóttu inn- kaupamusteri I einangrunar- klefa íbúðarblokkanna. Verkið er samið fyrir upples- ara, fjögurfa rása segulband, fjögur hljóðfæri og sex mynd- varpa. Þetta minnir á tilraunir með samspil kvikmyndar og tónlistar. Af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið, virðist þessi túlkunarmáti vera mjög örðugur viðfangs. Það er erfitt að meta gildi þessa verks en eins og til stendur og ráða má að sé ætlun höfundar, er hér á ferðinni spennandi tilraun. UNG NORDISK MUSIK REYKJAVlK 1977 20. 6.-26. 6. Kvikmyndir og kammertónlist SJÖUNDU tónleikar Tónlistar- hátíðar æskunnar voru haldnir við húsfylli I Norræna húsinu og hófust á Hallljóðum, eftir Mikko Heiniö. Verkið er, eins stendur i efnisskrá, samið fyrir þýzka söngkonu að nafni Constanze Hall, við ljóð eftir systir hannar. Tónskáldið segir verkið byggt á „symmet- riskum" hljómum og hljóm- brigðum píanósins. Ljóðin eru fimm að tölu og féllu tvö síð- ustu undirrituðum bezt I geó. Næstu þrjú verk, Fantasía fyrir gitar, eftir Ivar Frounberg, Veins, fyrir fjórar fiðlur, eftir Gunnar Germeter og Sónatína fyrir pianó, eftir Jouni Kaipain- en, eiga það sammerkt að vera verk sem sennilega munu gleymast fljótt, þau líða fram án vekjandi árekstra og án þess að kalla fram nokkur geðhrif. Síðasta tón-verkið á tónleik- unum nefnist Fjögur næturljóð og er eftir George Crumb. Verkið er samið fyrir fiðlu og píanó og var flutt af Zakuksky og Þorkeli Sigurbjörnssyni. Verkið er byggt upp af mjög veikum blæbrigðum, afar hæg- feróugt en „malerískt" I tón- máli sinu. Síðast liðinn föstu- dag var flutt fjöllistaverk eftir Ake Parmerud, þar sem kyrr- Mikko Heiniö mynd, tali og tónlist var teflt saman, likt og þekkist I kvik- myndum en eimitt á þessum tónleikum gafst kostur á að sjá eitt sllkt tón-myndverk, unnið af Áke Parmerud og Dan Sæll. Myndin er stutt og er reynt að undirstrika áhrif og innhald mynda með því gera tónlistina og hljóðin að einskonar til- finningatali. Tilfinning verður trúlega aldrei skýrð til fullnustu I orð- um en þar er hugsanlegt, að upplifun geti með tilstilli tón- iistar staðið nær sannri merk- ingu hennar en nokkurt orð. Það má vera, að tónmynd eigi eftir að komast af tilraunastigi því, sem gerð slíkra verka er nú á og I framtiðinni muni tón- mynd taka við hlutverki segul- banda og hljómplatna. Raffiðluleikur ÞAR SEM undirritaður fór ekki á hljómsveitartónleikana s.l. fimmtudag, fóru umræðurn- ar um tónverkin, sem þar voru leikin, fyrir ofan garð og neðan. Talsverð umræða varð um jazz og var ýmist, að mönnum þótti hann ómerkilegur eða lögð var áherlza á gildi hans og áhrif á samtimatónlist. Deilt var um hvort þekking og reynsla I flutningi væri nauðsynleg for- senda þess að nota jazz og benti Crumb á, að þrátt fyrir upp- eldislega mótun af jazztónlist og tónlistarmenntun, sem tekur mikið mið af slikri tónlist, virð- ast tónskáld, eins og t.d. Schuller, ekki hafa náð árangri á þeim vettvangi. Gagnstætt þessu mætti svo nefna, að Stra- vinský, nýkominn frá Rúss- landi og hafandi kynnst jazz litillega i París, notar hann I sinum verkum með mjög góð- um árangri og auk þess á sér- stæðan hátt I verkum eins og Ragtime og Ebony- konsertinum, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtu tónleikar Tón- listarhátíðar æskufólks voru haldnir I Neskirkju s.l. föstu- dag. Tónleikarnir hófust á Strengjakvartett eftir Wayne Siegel. Verkið er I þremur þátt- um. Fyrsti þátturinn er eins konar uppgjör, þar sem fléttað er saman allskonar eldri stílteg- undum, rómantlk, klassik og ,,kántrí vestern“, sem rammað- ar eru inn I nýrri tóntakshug- myndir. Það sem gerði þessa samsetningu sannfærandi var hve þessi ólíku stílfyrirbæri voru vel saman tengd, jafnvel þar sem þeim var stillt upp sem andstæðum I samhliða flutn- ingi. Annar þáttur verksins var raftekinn og voru tækin stillt svo að hver tónn kom, skýrt afmarkaður en I minnkandi styrk, þrítekinn (reverb). Þessi George Crumb Wayne Siegel endurvörpun var hrynbundinn. Það má heita að með tilkomu fullkominna hljómmögnunar- tækni séu eldri hljóðfæri, sem hljóðgjafar, orðin ný hljóðfæri. Wayne Siegel er Bandaríkja- maður, hefur stundað nám hjá Per Nörgard og er B.A. frá Há- skólanum I Santa Barbara. Annað verkið á tónleikunum var verk sem nefnt er Xnoybis og er eftir Giacinto Scelsi. í efnisskrá er heilmikill texti um ekjti neitt og það eina sem skilst við lestur hans, er að Scelsi er búsettur I Rómaborg og segist bjóða velkomna og Tónilst eftir JÓN ÁSGEIRSSON veita þeim viðtal, sem leggi leið slna til Rómaborgar, en með því skilyrði að hringja ekki fyrir hádegi. Verk Scelsi er fyrir sólófiðlu og lék fiðlusnillingur- inn Zukofsky verkið, sem er að mestu umfjöllun á „míkró" tónbilum og innbyrðis afstöðu tveggja tóna I einundum og átt- undum. Lokaverkið á þessum tónleikum var „Svartengla- kvartettinn“ eftir George Crumb. Verkið er stórbrotið og fyrir utan að halda : thygli hlustenda á tónmyndunar- tækni, notkun kristalglasa, strokið og slegið gong og alls kyns tiltekta á strengi, er tón- verkið mögnuð tónræn upplif- un. Dagsbrún samþykkti samningana VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dags- brún hefur haldið féiagsfund um nýju kJarasStnningana og samþykkti fundurinn þá með öll- um atkvæðum gegn 14. Á fundin- um var samþykkt einróma álykt- un, þar sem segir m.a. að geti þjóðfélagið ekki borið umsandar kauphækkanir verkafólks án verulegrar verðbólgu „verður að taka kerfið til uppskurðar, en verkafóikið verður að halda sfnu.“ Ályktun fundarins er svohljóð- andi: „Fundur I Verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn 23. júní 1977, telur að með nýgerðum kjarasamningum hafi verkalýðs- hreyfingunni tekist að snúa vörn I sókn og bæta verulega fyrir kjara- skerðingu undanfarinna ára og fagnar þvi að megin stefna samn- inganna felur I sér launajöfnuð. Fundurinn mótmælir hinsvegar harðlega þeim fullyrðingum tals- manna atvinnurekenda, að samn- ingar þessir leiði til stór aukinnar verðbólgu. t þessu sambandi bendir fundurinn á, að næstu 6 mánuði verður algengasta kaup verkafólks 93 til 97 þúsund kr. á mánuði (3. taxti) og verður komið I 107 til 111 þúsund kr. I septem- ber á næsta ári þegar allar áfangahækkanir eru fram komn- ar. Geti efnahagskerfi þjóðarinn- ar ekki borið þetta kaupgjald verkafólks, án verulegrar verð- bólgu, verður að taka kerfið til uppskurðar, en verkafólkið verð- ur að halda sínu. Því skorar fundurinn á rikisstjórn að hafa hinar ströngustu hömlur á öllum verðhækkunum og telur að þvi aðeins geti vinnufriður haldist út’ samningstímabilið að verðbólg- unni verði haldið I skefjum og að ekki verði hróflað við vísitölu- ákvæðum samninganna.“ Með 90% af- kastaaukn- ingu ná þeir krónutölunni SAMBAND byggingamanna fékk við samkomulagið um áhrif kaup- hækkananna á ákvæðisvinnukerf- ið % af prósentuhækkuninni, sem viðmiðunartaxti viðkomandi stéttar hækkar um, inn á upp- mælinguna. Þótt þetta sé þannig orðað í samkomuiaginu og frá þessu var skýrt með þessum orð- um I Morgunblaðinu { gær, er ljóst að fæstir, skilja við hvað hér er átt. Upphafshækkun á dagvinnu- taxta, tímakaups er nú 104 krón- ur. Ef menn gefa sér síðan að iðnaðarmaður hafi ákveðna upp- hæð á tímann, t.d. 500 krónur, þá mynda þær ákveðið prósentuhlut- fall við 500 krónurnar, 20,8%. Af þessari tölu fá iðnaðarmennirnir % hluta af þeirri prósentu eða 13,87%, sem síðan færist inn á grunntölu ^ ákvæðisvinnunnar. Upphæðin, sem út kemur er mun minni en ef t.d. væru teknir % hlutar af sjálfri upphafshækkun- inni, sem er 12 þúsund krónur. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt að sögn Gunnars Björns- sonar, formanns meistarasam- bands byggingamanna að ekki gerist hið sama og gerðist I samn- ingunum 1974 og munu iðnaðar- menn þurfa að skila miklum af- köstum til þess að ná sömu krónu- tölu og aðrir launþegar, sem vinna ekki við ákvæðisvinnu- kerfi. Mun afkastaaukinn, sem þeir þurfa að ná vera á bilinu 80 til 90% til þess að haldið sé sömu krónutölu. AUCLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHírfiunblabiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.