Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNÍ 1977 15 í stórhættu - Þorskstofninn í stórhættu - H Texti og myndir: Þorleifur Ólafsson „Gallinn er sá að það vill enginn taka á sig ábyrgðina” — segir Bergur Hallgrímsson útgerðarmaður á Fáskrúðsfirði „AFLINN er ákaflega tregur, og floti stórra skipa er orðinn svo mikill á miðunum, að bátar eins og ég geri út komast hvergi að,“ sagði Bergur Hallgrfmsson fram- kvæmdastjóri á Fáskrúðsfirði þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Bergur er aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Pól- arsfldar á Fáskrúðsfirði og gerir fyrirtækið út tvo báta, Þorra og Flosa. Að sögn Bergs hafa bátarn- ir lftið verið á sjó eftir vetrarver- tfð, bæði hefur verið dyttað að þeim eins og kallað er, og eins hefur gengið ákaflega illa að fá góða menn á þá, sökum þess hve þessir bátar eru aðþrengdir er þeir stunda togveiðar en þetta stafaði af þvf hve fiskgengdin f sjónum væri orðin Iftil. — Hvernig á þá að takmarka sóknina I þorskstofninn, þannig að hann stækki á ný? „Ef ég fengi að ráða léti ég skipta aflanum milli skipa, og þá. þannig að miðað yrði við höfða- tölu en ekki tonnatölu. Þetta ætti að vera mjög auðvelt í fram- kvæmd með þvf að láta öll skip vera með kassa og telja síðan úr þeim af handahófi. Með þessu á móti verður hægt að fyrirbyggja smáfiskadráp að mestu." — Hefur þú eitthvað heyrt um að smáfiski hafi verið hent fyrir borð frá skuttogurunum? „Já, ég hef heyrt ljótar sögur af Digranesflakinu, um að þar hafi smáfiski verið hent fyrir borð. Þarna voru 50 skip að veiðum og fengu vist um 150 tonn að meðal- tali hvert. En ef við segjum að 30 skip hafi fengið þarna 4500 tonn og allt að 30% af þvi, sem kom upp í trollinu hafi ekki verió nýtanlegt, hefur 1350 tonnum verið fleygt. Gallinn við okkur tslendinga er sá, að það vill enginn taka á sig ábyrgðina við að stöðva sóknina í smáþorskinn, hvað þá að skammta skipum afla.“ — Hvernig er með þína bata og þitt fyrirtæki? „Sjálfur er ég með tvo báta og sá þriðji leggur upp hjá fyrirtæk- inu og er nú að fara á troll, en það er ákaflega erfitt að fá menn til starfa á togbátum á þeim stöðum, þar sem skuttogarar eru einnig. Því horfir maður vonaraugum til síldveiðanna I haust. Þessir bátar hafa svo til enga möguleika á tog- veiðum, þar sem enginn fiskur sleppur inn á þeirra veiðislóðir. Hann er allur drepinn fyrir utan þær. Já, það er ekki nokkur vafi á, að fiskurinn fer minnkandi." — Hvernig gekk netavertíðin hjá ykkur i vetur? „Þó svo að sæmilega hafi geng- ið hjá okkur í vetur, þá ber að geta þess, að aldrei hefur verið borið eins mikið i þessar veiðar. Bátarnir voru með ný net I sjón- um allan tímann og allt krafta- verkanet sem eru miklu fisknari en áður hefur þekkzt. Um hvort minir bátar voru með of mörg net í sjó veit ég ekki, þar sem ég er ekki á sjónum. Maður getur ekki sagt neitt um hvað á eftir að gerast með okkar fiskstofna, en ég held að útlitið sé ljótt ef ekkert verður gert næstu tvö árin. Eitt ráð til að sækja ekki of stíft i fiskstofnana er að stunda með veiðar með linu. Færeyingar hafa verið með linu hér djúpt úti fyrir Austfjörðunum og hafa fisk- að vel, og að sjálfsögðu er þessi fiskur 1. flokks vara. Sjálfur gerði ég út á linu fram í febrúar á þessu ári með góðum árangri, en það var langt að sækja. Það er alltof mikið einblint á togarana, þrátt fyrir að vitað er að fiskur fer minnkandi. Sú stefna virðist rikjandi að bæta bara við skipum um leið og fiskurinn fer minnkandi til aó veiða það sem hægt er. Þetta tel ég vera lélega hagfræði, þó svo að það haldi i horfinu og fyrirbyggi atvinnu- leysi um hrið á viðkomandi stöð- um. Fiski landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. ig að frekari friðun bitnaði jafnt á öllum.“ — Kæmi til greina að stanza meira í landi eftir hverja veiði- ferð en nú er gert? „Sjálfir erum við oft inni I um tvo daga eftir hverja veiðiferð. Mín skoðun er hins vegar sú, að ég held að flestir sjómenn séu sama sinnis, að það mætti stöðva fiskiskipaflotann frá 15. desem- ber fram yfir áramót og eins yfir aðrar stórhátíðir, slík stöðvun hefði anzi mikla friðun í för með sér. Með aðgerðum sem þessum mætti ná anzi langt i friðun þorsk- stofnsins að mínu mati.“ — Er mikið um v-þýzka togara úti fyrir Austfjöróum enn? „Það er kannski ekki hægt að segja að það sé mikið um það, en engu að síður sjá þeir um að halda grunnunum við SA-land hreinum, og þurfa austfirzkir togaraskip- stjórar ekki að hafa áhyggjur af of litlum veiðiskap þar. Þarna hirða V-Þjóðverjar smáufsa sem við lítum ekki við og þorskaflinn sem þeir segjast veiða hér stenzt engan veginn. Það kemur oft fyr- ir að þeir toga við hlið Austfjarða- togara svo dögum skiptir á slóð sem við fáum ekkert nema þorsk, en þá segjast þeir fá ufsa, hvernig getur slíkt staðizt og nú orðið er ég algjörlega á móti endurnýjun samninga við það.“ — Hvernig eigum við þá að haga okkar veiðum i framtíðinni? „Það er ljóst að ef aflinn fer mikið fram úr þvi sem fiskifræð- ingarnir segja, þá er ég hræddur um þorskstofninn. Ef við viljum að stofninn nái sér á ný, þá vil ég að það verði farið eftir þvi sem fiskifræðingarnir segja, þvi þeir hafa mikið til sins máls. Þá er ég algjörlega á móti þeirri miklu og öru endurnýjun sem hefur átt sér stað á fiskiskipaflotanum. Það er allt i lagi að kaupa nýtt skip, þegar annað er orðið úr sér geng- ið, við erum bara alltof stórtækir i einu og svo verður allur flotinn úreltur á þvi sem næst sama ár- inu.“ Beitt á fullu áður en farið er f róðurinn. ,,íslenzk rán- yrk ja er ekkert betri en brezk” — segir Bergkvist Jónsson á Fáskrúðsfirði „ÆI, ÉG HEF alltaf verið hlut- laus I öllum deilum, enda kannski betra þegar menn tala ekki um annað en lax og aftur lax. Þá er ég að verða 74 ára, og er nú búinn að stunda sjóinn f 61 ár, þetta er ekkert Ifkt þvf sem áður var,“ sagði Bergkvist Jónsson, sjómaður á Fáskrúðsfirði, þegar Morgunblaðið hitti hann að máli. Bergkvist gerir nú út bátinn Bergkvist SU-409 ásamt syni sfn- um Jóni. Er þetta 11 tonna bátur, og reru þeir feðgar með Ifnu við þriðja mann er við hittum þá. Auk þess sem þeir sækja sjóinn stíft, þá beita þeir lfka. — Var þá meiri fiskur i sjónum þegar þú byrjaðir til sjós? „Það er ekkert svipað að fara á sjó núna miðað við það sem þá var. Fiskurinn í sjónum minnkar ár frá ári, og undanfarin ár hefur ástandið verið þannig að við höf- um ekki fengið nema smátitti á miðunum frá Gerpi suður að Kambanesi. Já, og ef ég mætti segja frá fiskigengdinni hér áður fyrr, þeg- ar ég var að hefja mina sjó- mennsku á miðunum við Skrúð. Ég man þá eftir Færeyingum sem voru á handfærum og sá ég þá draga fisk á hverjum öngli, en veiðarfærin voru ekki fullkomin þá, og ekki nóg með það, beitan sem þeir notuðu var söltuð sild. Það fengi enginn kvikindi úr sjó nú til dags með þessum veiðiað- ferðum.“ — En hefur ástandið ekkert batnað á ykkar miðum, siðan brezku togararnir yfirgáfu fisk- veiðilögsögu íslendinga? „Vist var gott að losna við Bret- ann, en það sem kom í staðinn er rányrkja íslenzkra skipa inn að 6 og 4 mílna mörkunum, og ég get ekki séð að íslenzk rányrkja sé betri en brezk. Það er haldið áfram I sífellu að bæta við skut- togurum, þannig að nú má heita að skuttogari sé kominn á hverja kúvik á landinu og þeir hamast stanzlaust I að róta upp fiski og botni fyrir utan smábátamiðin." — Ertu þá á móti skuttogurum eins og sakir standa? „Þó svo að skuttogararnir fiski vel um þessar mundir og færi mikinn afla að landi, þá ættu allir vitibornir menn að athuga hvað það er sem þeir drepa. Hér á ég við ungviðið, þetta er eins og að drepa lömbin um leið og þau fæó- ast. Og einnig heyrir maður að smáfiski sé hent fyrir borð af skuttogurunum. Þetta er ljótasti sálmur sem ég hef heyrt. Ég man þá tíð er ég reri frá Eyjum og sá fiskhaugana á bryggjunum þar. Aflinn sem barst að var oft svo mikill að ekki tókst að vinna hann allan, það var synd, þvi þá kom ekkert annað en aulaþorskur á land.“ — Hvað eigum vió þá að gera? „Friða stofninn meira, það smá- gengur á stofninn sem er eðlileg þróun þegar hver bleyða er skafin upp. Það versta er að skuttogar- arnir eru orðnir of þýóingarmikl- ir. Þeir eru stórvirkir, koma með mikinn afla að landi, en hvað eyðileggja þeir mikið. Spyr sá sem ekki veit? Hvar þessi ósköp enda veit ég ekki, og vil helzt ekki hugsa til þess,“ sagði Bergkvist að lokum. Bergkvist Jónsson f beitingar- skúrnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.