Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 48
u;<;lYsin<;asími\n eh:
22480
al<;lysin(;asímíN'n er.-
22480
JKorennliInöit)
139. tbl. 64. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 28. JtJNl 1977
Boris Spassky:
íslendingur í Kínaferð
kyrrsettur í Moskvu
SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur
aflað sér, var tslendingur kyrrsettur f Moskvu nýlega, er
hann ásamt fieiri Kfnaförum átti þar leið um. Komst
maðurinn ekki frá Moskvu í tvo sólarhringa, þar sem
skilrfki hans voru ekki f lagi. Ferðamannahópurinn, sem
maðurinn var með og var á vegum Kfnavinafélagsins,
varð þvf að fara á undan manninum frá Moskvu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun Islendingurinn
hafa týnt úr vegabréfi sfnu blað-
inu, sem vegabréfsáritunin til
Sovétríkjanna var letruð á. Ann-
an mann í ferðamannahópnum
vantaði einnig þessa vegabréfs-
áritun og tafðist hann frá morgni
til kvölds af þessum sökum, en
síðan var honum sleppt. Ekki er
ljóst, hvers vegna hinum mannin-
um var haldið svo lengi, sem raun
ver vitni.
Það þótti mörgum gott að fá sér ís í góða veðrinu f gær.
Ljósm. MbL: RAX
Eg er sterkari núna
en ég var í Reykjavík
„fiti TEL að mér hafi nýtzt vel tfminn sfðan ég kom heim frá Islandi til að hvfla mig eftir einvfgið við
Hort og undirbúa mig fyrir átökin við Portish. Eg held að ég sé betur undirbúinn nú, en þegar ég kom
til Reykjavfkur og þess vegna geri ég mér góðar vonir um árangurinn f Genf. Og konan mfn verður
minn aðstoðarmaður," sagði Boris Spassky, stórmeistari f skák, er Mbl. ræddi við hann f gær, en 3ja
júlf setjast þeir Portish að taflborðinu f Sviss.
Sem kunnugt er var sovézki
stórmeistarinn og fyrrverandi
heimsmeistari í skák, Smyslov,
aðstoðarmaður Spasskys f ein-
vígi hans við Hort. Eftir sigur
Spasskys í því einvígi bauðst
skáksamband Sovétríkjanna til
að styðja Spassky enn frekar og
útvega honura aðstoðarmann í
einvígið við Portish. „Þetta er
auðvitað ákaflega vel boðið og
ég er þakklátur fyrir það,“
sagði Spassky. „En eins og sak-
ir standa held ég, að mér sé
fyrir beztu að treysta á sjálfan
mig. Ég hef því ekki þegið boð-
ið um aðstoðarmann í einvígið
við Portish, en eiginkonan
verður minn aðstoðarmaður."
ekkert geta látið uppi um, hvað
þeim fór á milli.
Þá spurði Mbl. Spassky,
hvaða augum hann Iiti á fram-
boð Friðriks Ölafssonar til for-
Framhald á bls. 30.
80% dýrara að landa tog-
arafiskinum í Reykjavík en
bæði á Akureyri og ísafirði
SAMKVÆMT þeim upp-l
lýsingum sem Morgun-
blaðið hefur aflað sér, þá|
er um það bil 80% dýrara
pr. tonn að landa afla úr
togurum í Reykjavík en á
ísafirði og Akureyri. Á ísa-
firði og Akureyri kostar að
meðaltali 1700 kr. að landa
hverju tonni en í Reykja-
vík 3070 kr. i þessum töl-
um eru hvorki talin með
bryggjugjöld, ístaka, vakt-
menn né annar kostnaður
sem fylgir óhjákvæmilega.
Morgunblaðið fékk þær upplýs-
ingar hjá útgerðarfélaginu Ögur-
vik að fyrstu fimm mánuði þessa
árs hefði það þurft að greiða kr.
3070 að meðaltali fyrir að Ianda
hverju tonni af fiski úr togaran-
um Ögra. Unnið væri við löndun i
Reykjavík í tímavinnu og gengi
misjafnlega hratt að landa aflan-
um, og færi það nokkuð eftir
hvaða fisktegundir togarinn væri
með og hve margir menn í lönd-
un. Mest hefði fyrirtækið þurft að
greiða kr. 4460 fyrir að landa
hverju tonni úr veiðiferð, en
minnst kr. 2720 á tonn en meóal-
kostnaðurinn væri eins og fyrr
segir kr. 3070.
Þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Jón Pál Halldórsson
framkvæmdastjóra Norðurtanga
á ísafirði sagði hann, að þar væri
greitt ákveðið verð fyrir að ianda
hverju tonni kr. 1703 og skipti
engu hvort um dag- eða nætur-
vinnu væri að ræða. Vilhelm Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri ÚA,
sagði Morgunblaðinu að löndun-
arkostnaður úr Akureyrartogur-
unum hefði á síðasta ári verið kr.
1700 á hvert tonn og hefðu þessar
tölur litt eða ekkert breytzt á
þessu ári fyrr en þá nú með nýj-
um kjarasamningum.
Þegar Mbl. spurði Spassky,
hvort hann hefði eitthvað heyrt
frá Fischer síðan sá síðarnefndi
hringdi í hann í Reykjavík,
svaraði hann játandi, en kvaðst
Spassky og Marina sitja að morgunverði á Hótel Loftleiðum meðan
á einvfgi hans og Horts stóð. Nú er Spassky aftur að ganga f slaginn
og Marina verður aðstoðarmaður hans f einvfginu gegn Portish.
Banaslys und-
ir Eyjafjöllum
BANASL’"S varð við bæ einn undir Eyjafjöllum í gær,
en þá lézt 4 ára gamalt piltur af völdum bifreiðaslyss.
Slysið átti st-r stað rétl um kl. 15
í gær, en þá var pilturinn að leik
ásamt fleiri unglingum og börn-
um heima við bæinn, en foreldrar
hans voru ekki heima. 12 ára
Óheimilt að
flytja inn
nautakjöt
— KEIDNI um innflutning á
nautakjöti hefur ekki komið
til mín en mér er kunnugt um,
að það hefur gengið verulega á
birgðir af nautakjöti að undan-
förnu. Ég er líka ekki viss
nema óheimilt sé að flytja til
landsins kjöt vegna laga um
gin- og klaufaveiki en sé
ákvörðun um þennan innflutn-
ing í mínu valdi þarf að taka
til skoðunar fjölmörg atriði og
þá t.d. hvað miklar birgðir
væru til og hvort kjöt væri
væntanlegt á markað, sagði
Halldór E. Sigurðsson, land-
búnaðarráðherra, er hann var
spurður, hvort leyfður yrði
innflutningur á nautakjöti, ef
til þess kæmi að nautakjöts-
birgðir þryti hérlendis en eins
og fram kom f frétl í Morgun-
blaðinu sl. laugardag eru Ifkur
á að lítið verði um nautakjöt f
verzlunum f sumar.
Páll A. Pálsson, yfírdýra-
læknir, sagði að í lögum væri
lagt bann við innflutningi á
nautakjöti sem öðrum sláturaf-
urðum, hráum eða lítt sölt-
uðum. Væri ákvæði um þetta
að finna í Iögum um gin- og
klaufaveiki. Páll sagði að einu
sinni eða á árinu 1952 hefði
Framhald á bls. 30.
drengur sem þarna var fór inn í
fólksbíl, sem var á hlaðinu, og
setti í gang en pilturinn sem beið
bana sat aftan á kistuloki bíslsins.
Skyndilega rykkti drengurinn,
sem sat undir stýri, bílnum af
stað með þeim afleiðingum að
pilturinn kastaðist aftan af kistu-
lokinu og féll í götuna og mun
hann hafa látizt svo til samstund-
is.
Ekki er hægt að greina frá
nafni piltsins, þar sem ekki hafði
náðst í alla ættinga hans í gær-
kvöldi.
Tóku rækju-
bát á alfrið-
uðu svæði
VARÐSKIPIÐ Óðinn stóð djúp-
rækjubátinn Sigrúnu ÍS 113 frá
Súðavfk að veiðum á alfriðaða
svæðinu úti af Kögri f fyrrakvöld
og hófust réttarhöld f málinu f
gær hjá bæjarfógetaembættinu á
ísafirði og verður framhaldið f
dag.
Þegar varðskipsmenn komu að
bátnum, var hann 5,2 sjómílur
inni á friðaða svæðinu. Skips-
menn bátsins sýndu varðskips-
mönnum leyfisbréf fyrir rækju-
veiðunum og f því stóð, að þeir
mættu veiða útí fyrir öilum Vest-
fjörðum og Norðurlandi, nema á
tveimur tilteknum stöðum, hvergi
var minnzt á friðaða svæðið á
Kögri. Varðskipsmenn vitnuðu
hins vegar til reglugerðar um al-
gjört bann við öllum veiðum á
þessu svæði.
Jón B. Jónasson, deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, sagði er
Framhald á bls. 30.