Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977 Upptökur hafnar á leikgerð sögunnar í útvarpi í ÚTVARPINU eru nú hafnar upptökur á framhaldsleikriti f fjórum þáttum, sem Guómundur Danielsson rithöfundur hefur gert eftir skáldsögu sinni, Hrafnhettu. Af þessu tilefni ræddi hlaóamaður Morgunblaðsins stuttlega við Guðmund. Guðmundur sagði, að stuttu eftir að Hrafnhetta kom út, árið 1958, hefði Haraldur Björnsson leikari komið að máli við sig og bent sér á, að'sagan væri einkar vel til þess fallin að verða endurskrifuð sem leikrit. Það varð þó ekki af því, að leikgerð væri skrifuð og fyrir um það bil tólf árum las Guðmundur sög- una i útvarp i óbreyttri mynd. Það var svo fyrir tveimur ár- um, að hann hóf að velta fyrir sér þeim möguleika að gera leikverk eftir sögunni. Guð- mundur sagði, að sig hefi ekki langað að vinna leikgerðina á þann hátt sem leikgerðir verka Halldórs Laxness hefðu verið gerðar, þ.e. að breyta sögu i myndröð fyrir svið. Hann gerði uppkast að leikgerð og var ekki ýkja hrifinn af árangrinum. Verkið var allt of langt til flutn- ings í leikhúsi. Guðmundur sýndi þó Gísla Halldórssyni og Klemensi Jónssyni uppkastið og var það samdómi álit þeirra að verkið væri í þessari mynd sérlega vel fallið til flutnings i útvarpi. Guðmundur skrifaði nú ann- að uppkast og skipti verkinu i fjóra þætti, hafði engan sögu- mann i verkinu, aðeins kynni. Þessi gerð leikritsins var síðan samþykkt sem framhaldsleikrit og sem fyrr sagði eru upptökur þegar hafnar. Verður verkið væntanlega flutt i byrjun vetr- ardagskrár um mánaðamótin október-nóvember. Þess má geta, að ýmsir sér- fróðir menn á sviði kvikmynd- unar hafa lýst áhuga sinum á að gera kvikmynd eftir Hrafn- hettu og er það að vonum þar sem sagan er mjög leikræn og myndræn. - UJU3III. uillllld. Leikendur I hinni nýju leikgerð Hrafnhettu við upphaf upptöku ásamt höfundinum, Guðmundi Danfelssyni. Áhugi á að kvikmynda Hrafn- hettu Guðmundar Daníelssonar Alþingi greiði allt að 126 þús. kr. á mánuði og síma- og ferðakostnað þingmanns ÞINGFARARKAUP, þ.e. laun þingmanna, eru nú á mánuði 218.050 krónur og hækka um næstu mánaðamót í 226.772 krón- ur. Hækkunin, sem verður nemur Nýfundnaland: Loðnuveiði ÍSLENZKU loðnubátunum tveim- ur, sem nú eru við veiðar við Nýfundnaland, hefur gengið vel að undanförnu, og f gærkvöldi, þegar Morgunblaðið ræddi við Jens Eysteinsson f Catalina, var Harpa væntanleg þangað með 480 lestir og vitað var að Grindvfking- ur var kominn með 350 lestir í gærmorgun. Sagði Jens, að í upphafi hefðu batarnir fengið samtals 300 tonn skammt undan Catalina, en nú 4% og er f samræmi við hækkun, sem kjaradómur veitti opinber- um starfsmönnum. Um sfðastlið- in mánaðamót hækkuðu laun þingmanna úr 204.299 krónum. gengur vel væru miðin meira en sólarhring í burtu. Grindvíkingur væri búinn að landa tvisvar af þeim miðum samtals 1141 'tonni og 95 tonnum af loðnuhrognum og Harpa 998 tonnum og 58 lestum af hrognum. Sagði hann, að Grindvíkingur hefði fengið heldur meira fyrir hrognin úr síðasta farmi en loðn- una sjálfa, eða rösklega 20 þús. dollara fyrir 47 tonn af hrognum en 19.600 dollara fyrir 578 tonn af loðnu. Var það vegna hækkunar kaup- greiðsluvfsitölu og nam hækkun- in 6,7%. Samtals hefur þvf þing- fararkaupið hækkað um 11% frá þvf f mafmánuði og þar til nú um mánaðamótin um 22.473 krónur. Þingfararkaup fá allir þing- menn, þar með taldir ráðherrar. Ráðherralaun eru í dag 261.447 krónur og þau hækka um 4% um mánaðamótin og verða því 271.905 krónur. Laun forsætisráð- herra eru nú 288.200 krónur og hækka um mánaðamótin í 299.728 krónur. Launalega hafa ráðherrar ekki aðrar tekjur frá rfkissjóði, en Alþingi greiðir þeim þingfar- arkaup eins og öðrum þingmönn- um. Samtals hefur þvf ráðherra nú 488.219 krónur, en hækkar um mánaðamótin í 507.748 krónur. Forsætisráðherra hefur nú í rað- herralaun og þingfararkaup Framhald á bls. 30. Auknar framfarir í skák utan Evrópu speglast í áhuga á að færa skrifstofu FH)E um set ÉG TEL Friðrik Ólafsson tnjög hæfan frambjóðanda til forsetaembættis AIþjóðaskáksambandsins“, sagði Kanadamaðurinn J.G. Prentice f samtali við Mbl. f gær, en hann er einn af varaforsetum FIDE nú. Prentice kvaðst hafa þekkt Friðrik persónulega allar götur síðan 1952 og sér blandaðist ekki hugur um að hann hefði með fágaðri framkomu sinni gegnum árin eignazt marga vini í hópi skákmanna og þeirra sem að skákmálum vinna. Því myndu efalaust margir treysta honum til að fara með embætti forseta Alþjóðaskáksambands- ins. Hins vegar sagði Prentice, að enn væri rúmt ár til forseta- kjörsins og' hefði hann heyrt um tvo eða fleiri frambjóðend- ur til e.mbættisins auk Friðriks, þannig að of snemmt væri að ' spá okkru um framvindu mála. Skáksamband Kanada myndi efalaust ekki taka ákvörðun í málinu fyrr en ljóst væri, hversu margir byðu sig fram og hverjir það væru. Þegar Mbl. spurði Prentice, hvort þessar kosningar myndu fyrst og fremst snúast um það, hvort höfuðstöðvar FIDE ættu að vera áfram í Evrópulandi eða ekki, svaraði hann: ,,Það hafa orðið geysimiklar framfar- ir í skákinni utan Evrópu á síðustu árum og mér kæmi ekk- ert á óvart, þótt þessar framfar- ir endurspegluðust I áhuga á því að flytja höfuðstöðvar Al- þjóðaskáksambandsins um set." — 0 — Niutíu og sjö skáksambönd munu greiða atkvæði við for- Framhald á bls. 30. 65 þús. tunnur af síld til Finnlands og Sovétríkjanna Heildarverðmœtið 1400 millj. kr. Síldarútvegsnefnd hefur nú gengið frá sölu á samtals 65 þús- und tunnum af saltaðri Suður- landssfld til Sovétríkjanna og Finnlands og er heildarverðmæti þessara samninga 1400 milljónir króna. Til þess að fullnægja fram- angreindum samningum þarf um 9.200 lestir af sfld, en alls hefur verið heimiluð veiði á 25.000 lest- um af sfld I haust við Suður- og Suðausturland. I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst I gær frá Síldarútvegsnefnd, segir, að hinn 3. júnf s.l. hafi verið undirritaður í Moskvu fyrirframsagmningur um sölu á 45.000 tunnum af salt- aðri Suðurlandssíld til Sovétrikj- anna, þar af eigi 35.000 tunnur að vera hausskorin og slógdregin, sérverkuð síld eða svokölluð Þrjú fyrirtæki hafna tilboði ráðuneytisins MORGUNBLAÐINU er kunn- ugt um þrjú fyrirtæki, sem hafa haft samstöðu um að hafna tilboði f jármálaráðu- neytisins um greiðslur á skuld- um Þörungavinnslunnar. Hafa fyrirtækin gert fjármálaráðu- neytinu Ijóst, að þau vilji fá vexti á skuldarupphæðirnar, en bjóðast að öðru leyti til að fallast á að helmingur skuldar- innar verði greiddur nú og hinn helmingurinn á næsta ári. Fjármálaráðuneytið hefur enn ekki svarað þessu. I framhaldi af þessu hafði Mbl. samband við Jón Magnús- son, formann Félags islenzkra stórkaupmanna, og spurði hann, hvort á döfinni væru einhvers konar samtök kröfu- hafa í málinu um viðbrögð við greiðslutilboðum fjármála- ráðuneytisins. Kvaðst Jón ekki vita til þess, að samtök á breið- um grundvelli væru í bigerð, en hins vegar væri það svo, eins og fram hefði komið í Mbl., að mikill urgur væri í mönnum yfii tilddddd- edddddedeoðum fjármálaráöu- neytisins. „specialsild“, og 10.000 tunnur heilsöltuð síld. Segir að nokkur hækkun hafi orðið á söluverðinu frá fyrra ári. Heildarsöluverð- Framhald á bls. 30. Jón L. Áma- son keppir í World open HINN ungi Íslandsmeistari f skák, Jón L. Árnason, hélt f gær til Bandarfkjanna til þátttöku f skákmóti þar. Hér heima hefur hann að undanförnu teflt sjö f jöl- tefli við 92 manns og hlotið 88 vinninga, eða 95,65%. Jón vann 85 skákir, tapaði einni og sex lauk með jafntefli. Mótið, sem Jón tekur þátt f vestra, World open, fer fram í Philadelphiu og stendur til 4. júli og 8.—18. setpember tekur Jón þátt f heimsmeistaramóti ung- linga innan 17 ára, sem háð verð- ur i Frakklandi. Bróðir Jóns, Ás- geir Þ. Árnason, tekur i sama mánuði þátt i heimsmeistaramóti unglinga, sem háð verður i Austurrfki. Stálvík með fullfermi SiglufirAi 27. júnf Stálvik landar hér i dag 210—220 lestum af góðum fiski og var tog- arinn með fullfermi þegar hann kom að landi. Af þessum afla voru 110—120 tonn grálúða. Þá kom flutningaskipið Vestur- land hingað í dag með nýja pressu í Sfldarverksmiðjur rfkisins, og ennfremur mjölpoka sem verða notaðir í sumar. —mj — Eru þeir að fá 'ann ■ — MIÐFJARÐARÁ Á hádegi i gær voru komnir um 130 laxar á land úr Mið- fjarðará, en þar hófst veiði 11. júnf og er veitt með 9 stöngum. Una Árnadóttir ráðskona í Laxahvammi sagði okkur, að sfðasta holl, sem hætti veiði i gær hefði fengið 43 laxa á þremur dögum. Sagði hún að laxinn væri almennt vænn, 9—11 pund og upp I 17 pund. Sæmilegt vatn er nú orðið í 'anni og töluverður lax genginn að sögn veiðimanna, en nokkuð erfitt að fá hann til að taka. Nokkuð gott veður var í gær, þurrt en kalt. LAXÁí KJÓS „Hér eru menn i sólskins- skapi,“ sagði Troel Bendtsen veióivörður í Laxá í Kjós er við hringdum í hann í gær. 208 laxar voru þá komnir á land frá 10 júní á 10 stangir. Islendingar og útlendingar eru nú við veið- ar í ánni, en 1. júlí koma flugu- veiðimenn erlendir og verða fram yfir fyrstu vikuna í ágúst. Troels sagði að laxinn hefði sjaldan dreifst svo snemma um alla á og nú og veiddist fiskur jafnt í neðsta hyl og efsta, þar sem yfirleitt var ekki veiðivon fyrr en um miðjan júlí. Miklar göngur hefðu verið undanfarna daga og laxinn vænn og útlitið þvi einkar glæsilegt hvað sem verður sagði Troels. Hann sagði einnig að vatnið í ánni væri mjög gott eftir að hún ruddi sig i síðustu viku og væri hún i dag hvers manns hugljúfi og laxinn mun vænni en á sl. ári. VlÐIDALSÁ Gunnlaug Hannesdóttir ráðs- kona i Vfðigerði við Vfðidalsá sagði okkur að þar hefðu i fyrrakvöld verið komnir á land 120 laxar, yfirleitt 10—12 punda fiskar en sá stærsti 18 pund. Veiðimenn segjast sjá talsvert af laxi en að hann taki fremur illa, enda hefur verið kalt í veðri undanfarið og að- eins 4 stiga hiti I gærmorgun. Útlendingatimabilið f Víðidalsá hefst um mánaðamótin og er veitt á8 stengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.