Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI teigi við Rangá og það má með þessu dæmi áminna ferðafólk um að ganga betur frá tjaldstæðum og áningarstöðum sínum en þetta. Hvort þetta er hrein gleymska viðkomandi eða ásetningur að skilja þetta svona eftir, skal ósagt látið, en það hefði í það minnsta ekki verið svo mikið verk að grafa þetta niður, eða brenna og grafa öskuna, þvf þarna rétt hjá var smá melur sem var vel til þess fallinn að fela þetta. Það væri fremur óvistlegt að koma að hótelherbergi, sem þyrfti að þrífa áður en fólk gæti komið sér fyrir og það gildir einnig um ferðalög úti í sveitum, þar verður einnig að skilja vel við. Með þessum orðum fylgja svo óskir um góða ferð f sumarfríið. % Um andatrú „Nytsami Velvakandi. Það er bláköld staðreynd að hér á landi og hjá mörgum öðrum þjóðum er rfkjanda ógnvekjandi geysisterk trú sem er nokkurs konar sambland kristinnar trúar og andatrúar, og það er sorglegt að heyra mjög fullorðið fólk, og gamalt, sem vill þjóna þeim drottni sem Biblían talar um, tala um lifið eftir dauðann og þá látnu 'stvini, sem andatrúin segir að bíði þeirra. Því staðreyndin er sú að ekkert þannig er til í því formi, sem spfritisminn kennir. Ekki það? segir þú kannski. En þar sem ég geri ráð fyrir þvf að þú, lesandi góður, sért innan kirkjunnar þá bannar kirkjuvald- ið að fólk trúi á þetta illa afl, sem spíritisminn kennir um, þvf það stendur skýrum stöfum í hinni helgu bók, innblásinni leið- beiningarbók til mannkynsins, frá Guði. Þær algengu syndir, sem andatrúarmenn drýgja móti vilja Guðs, eru m.a.: Trú á drauma, trú á spákonur, trú á stjörnuspár, trú á helgimyndir og miðla sem eru dregnir á tálar af þessum illu öndum Satans og um leið draga þeir á tálar mörg hundruð manns sem sitja fundi þeirra og þá oft óafvitandi. Það gætir mikils misskilnings eða hugsunarleysis hjá stórum hópi fólks að lesa ekki Bibliuna fyrr en á efri árum og finnst þvf þá einmitt tfmi til kominn að lesa bókina. En þetta fólk myndi virki- lega þjóna Guði sinum ef það læsi hana á sinum unglingsárum þvf þá vissi það hvernig breyta ætti rétt í gegnum allt lffið. Bókin, Sannleikurinn, sem leiðir til eilífs lffs, er mjög góð útdráttarbók fyr- ir helztu megin boð og bönn þau er Biblían setur. Hún er á góðu máli og stóru letri og leiðir þann mann eða konu vissulega á rétta braut, til lffsins. Þessa bók hafa Vottar Jehóva gefið út en þeir hafa gegnt miklu starfi í þágu Guðs eins og kunnugt er. Um leið og ég vildi koma á framfæri þökkum fyrir þessa bók vottanna vil ég hvetja fólk til að athuga hana því á meðan það leit- ar eða er sælt f andatrú sinni sem margir eru í dag vita þeir ekki hvers þeir fara á mis. Hvers vegna leitar fólk ekki með sín vandamál til Guðs, skap- ara sfns almáttugs heldur en að leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi? Allt sem þú þarft að vita finnurðu f bók Guðs, Biblíunni, þar er vikilega hamingjuna að finna. Með þakklæti fyrir birtinguna, Einar I. Magnússon.** Það er ekki ólfklegt að einhverj- ir vilji út frá þessu bréfi hugleiða einhver atriði varðandi þessi mál og ef svo er stendur rúm Velvak- anda opið eftir þvf ástæða er til. Þessir hringdu . . . • Of léttar refsingar? Móðir: —Ég vil byrja á því að þakka fyrir bréf i Velvakanda ný- lega um fíkniefnamálin og ég vil taka undir þessa umræðu. Það er ljöst að við verðum að þyngja þessar refsingar að mun, þetta eru nærri því hlægilegir dómar að minu mati og þetta er ekki bara mál nokkurra fárra manna, þetta skiptir okkur öll máli, ekki sizt unglingana okkar og það er voða- legt ef æskan á eftir að hrynja niður í þessu siðleysi. Svo er ann- að sem mig langar að spyrja um en það er hvar menn fái þennan SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti f Quito í Equador i desember í fyrra kom þessi staða upp f skák stórmeistar- anna Vasjukovs, Sovétrikjunum, og Panno, Argentínu, sem hafði svart og átti leik: • b c d • fgh 33. ,.Rg5l, 34. Hgfl (Eftir 34. hxg5 — Dxg5, 35. Hel — Hg6+, 36. Kgl — f3, 37. Dfl — Dh5 verður hvítur mát) — Rf3, 35. Bcl — Hh6, 36. Bdl — Hxh4+ og hvftur gafst upp, því mát verður ekki umflúið. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Panno 13‘/4v. af 17 mögu- legum. 2 Tarjan (Bandarfkjun- um) 1214 v. 3. Vasjukov 11V6 v. 4—5. Grefe (Bandaríkjunum) og Rubinetti (Argentínu) 10XA v gjaldeyri til að flytja inn nektar- dansmeyjar? Hver gefur leyfi fyr- ir þessum innflutnangi og hversu mikill gjaldeyrir fer í þetta? Fólk sem ferðast til útlanda getur varla keypt sér nokkurn hlut, sem það langar í en svo er þetta leyft. Þetta finnst mér líka allt að því hlægilegur atvinnuvegur og hver skyldi hafa ánægju af þessu? En það væri fróðlegt að vita hvað fer mikill gjaideyrir í þetta „húllum- hæ.“ Og varðandi fákniefnin þá vil ég minna á að það er þörf á því að taka upp strangari refsingar og við verðum að vera velvakandi þarna og það er ekki nóg að lesa greinar eftir fólk í blöðum, við verðum að styðja við það i verki. Byrgjum brunninn áður en barn- ið er dottið ofan í hann, það á við í þessum efnum. Kattavinafélagið gefur út kort með teikningu Ríkarðs KATTAVINAFÉLAG íslands hefur gefið út kort til styrktar félaginu og á þvf er mynd af sofandi ketti eftir teikningu Rfkarðs Jónssonar, en listamaðurinn ákvað á sfnum tíma að gefa Kattavinafélaginu birting- arrétt á þessari teikningu. Teikningin sýnir heimiliskött Rfkarðs sofandi, en eins og segir í fréttatilkynningu frá Kattavinafélaginu, þá getur hún jafnframt verið táknmynd fyrir félagið. Kortin verða til sölu f öllum helztu bókaverzlunum. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. I Hverfísgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.