Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1977 7 r „Söguleg yfirlýsing” Þjóðviljinn segir í upp- hafi leiðara sl. laugardag: „Aðalmálgagn ríkisstjórn- arinnar, Morgunblaðið, birti í gær sögulega yfir- lýsingu. Það tilkynnir að rlkisstjómin hafi i reynd gefizt upp í baráttunni við verðbólguna..... Hvert mannsbarn veit, að hækk- un tilkostnaðar i fram- leiðslu leiðir til hærra verðs framleiðslunnar; að nýgerðir kjarasamningar eru verðbólguhvetjandi og þýða óhjákvæmilega meiri verðbólgu i landinu en verið hefur um sinn. Þetta er viðblasandi stað- reynd. Það að eygja stað- reyndir og þora að horfast i augu við þær er hins vegar ekki það sama og að gefast upp fyrir þeim. Þvert á móti. Þeir sem loka augunum fyrir við- blasandi staðreyndum efnahagslífsins eru nær I________________________ uppgjöfinni. Raunsæi er betra en blinda þegar framundan er torfær leið og erfið yfirferðar. Samningarnir 77 og 74 Alþýðubandalagið var i ríkisstjórn árið 1 974 þeg- ar hinir frægu febrúar- samningar voru gerðir. Hverjir gáfust þá upp fyrir óraunhæfum kjarasamn- ingum? E.t.v. mundi verð- lagsmálaráðherra Alþýðu- bandalagsins i vinstri stjórninni siðari vilja upp- lýsa, hvers vegna visitala kaupgjalds i landinu var tekin úr sambandi i kjölfar þeirra samninga? Afnám kaupgjaldsvisitölu var þó bein afskipti af gjörðum kjarasamningi á frjálsum vinnumarkaði, þann veg að kaup hækkaði ekki lengur til samræmis við verðlag, óðaverðbólguna. sem vinstri stjómin hafði leitt yfir þjóðina. - Máske þessi sami Alþýðubanda- lagsráðherra vilji jafn- framt upplýsa, hvers vegna hann sem yfirmað- ur bankamála stóð með samráðherrum sinum að gengislækkun i vinstri stjórn, að söluskatts- hækkun, að verðjöfnunar- gjaldi á raforku, sem allt leiddi til rýrnunar kaup- máttar launa og — ásamt afnámi visitölunnar — tók nýgerðan kjarasamn- ing „úr sambandi"? Slíkar gjörðir vinstri stjórnar, með aðild Alþýðubanda- lagsins, voru sennilega ekki „uppgjafartilkynn- n « SIÐA — ÞJÓDVILJINN U«|irfcp» t». jtri mi MOÐVIUINN UPPGJAFAR- TILKYNNING Aðalmálgagn rikisstjómarinnar, Morg- unblaðið, birti i gær sögulega yfirlýsingu. Það tilkynnir að rikisstjómin hafi i reynd gefist upp i baráttunni við veröbólguna. Rikisstjómin hafi ekki lengur nein ráö við ingar"? Ekki heldur þá er vinstri stjómin gafst endanlega upp fyrir verð- bólguvandanum, sem hún hafði vakið upp. og sagði hreinlega af sér? Hörundsflúr Alþýðubanda- lagsins Alþýðubandalagið stóð einnig að hinni fyrri vinstri stjórn. Sú stjóm sat heldur ekki út sitt kjörtimabil. heldur gafst upp á miðri leið! Það er eftirtektarvert, hvar „ uppgjaf a rtilky nning" þeirrar ríkisstjórnar var upp lesin. Það var á þingi Alþýðusambands jslands, heildarsamtaka verka- lýðsins i landinu. Sú stjórn taldi sig ekki geta lifað kjörtimabilið á enda. nema að til kæmu kjara- ■-i»ncir« efnahaes- legar fómir verkafólks til að leysa þeirrar tiðar verð- bólguvanda. Verkalýðs- hreyfingin neitaði. Og vinstri stjórnin, með Al- þýðubandalagið innan- borðs, gafst upp. Það var hin fyrri „uppgjafartil- kynning" Alþýðubanda- lagsins. Þessar umræddu vinstri stjómir héldu ekki heilsu nema nærast á „kjaraskerðingu". sem þá hét að sjálfsögðu ein- hverju öðru og geðþekk- ara nafni. Það sýnir hins vegar seinheppni Þjóðviljans að velja leiðara sinum ein- mitt þetta nafn: „Upp- gjafartilkynning". Reynslan sýnir nefnilega að sú stjóm, sem hefur Alþýðubandalagið innan- borðs, hefur „uppgjafar- tilkynninguna" einnig til staðar. Hún er hörunds- flúruð á bakhluta Alþýðu- bandalagsins! Meó stærra og rúmbetra húsnæói er okkur unnt aö veita mun betri þjónustu en áóur. Verió velkomin, lítió inn eóa hringió, símanúmerin eru þau sömu 24460 & 28810 Bílaleigan GEYSIR Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 AÐSTOÐ VIÐ INNFLUTNING Get aðstoðað innflytjendur við að innleysa vörusendingar — þóknun er lögleg heildsölu- álaging á hverjum tíma. Þeir sem áhuga hafa á framangreindu vinsam- legast sendi tilboð til Morgunblaðsins merkt: Beggja hagur No. 6063. KOMMÓÐUR 4 SKÚFFUR BREIDD 60 CM OG 75 CM 6 SKÚFFUR BREIDD 60 CM. OG 75 CM Ólituð fura, Brúnbæsaðar, Hvítlakkaðar. HAGSTÆTT VERÐ. V © Vörumarkaðurinn hf. || Ármúla 1 A, húsgagnadeild sími 86112. J \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.