Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977 + Eiginkona min og móðir okkar GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Brívallagötu 42. lést í Landspítalanum 27. júní Uuðmundur Hjörleifsson og börn. f Maðurinn minn HALLDÓR MAGNUSSON, SuSurgötu 124, Akranesi. andaðist i Sjúkrahúsi Akraness 27. júni. Fyrir hönd barna. tengdabarna og barnabarna, Helga Ásgrlmsdóttir. + Hjartkær eiginkona mín, móðir. tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA MAGNÚSDÓTTIR. Safamýri 69, andaðistá Landakotsspitala þann 23 þ m Útförin auglýst siðar Jón Sveinbjörnsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + ÓLAFUR E. GUÐMUNDSSON. Elliheimilinu Grund, lést i Landakotsspitala 27 júni Fyrir hönd aðstandenda Þorvaldur B. Gröndal. Eiginmaður minn, er látinn. + HARALDUR JÓNSSON Harbjörg Andrésdóttir. + Sonur okkar og bróðir. JÓN SÆVAR GUNNARSSON matsveinn, er lést 17. þessa mánaðar Verður jarðsunginn frá Fossvogskírkju miðvikudaqinn 29 júni kl 13 30 „ ......... Guðjona Pilsdóttir Þórir Magnússon Margrét Þórisdóttir Sólveig Þórisdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN SIGURÐSSON, Hringbraut 59, andaðist i Vífilsstaðarspitala þann 26 júní. Guðrún Einarsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Hilmar Karlsson. Gunnar Jónsson, Guðríður Ágústsdóttir, Sigurður Jónsson, Ágústa K. Magnúsdóttir og barnabörn. HANS P. PETER- SEN — MINMNG Fæddur 9. október 1916 Dáinn 18. júní 1977 Nú þegar vinur minn Hans Petersen er látinn, leitar hugur- inn til gömlu Reykjavíktír, i Þing- holtin, þar sem við báðir uxum úr grasi. Heimili hans stóð í Skóla- stræti, en mitt i Þingholtsstræti. Síðan ég man fyrst eftir mér hefir Hansi verið vinur minn. Það er bjart yfir þessum æskuminning- um úr hjarta Reykjavikur. Á vet- urna var Amtmannsstigurinn mikið notaður til sleðaferða og örstutt var niður á Tjörn, þar sem farið var á skauta. Þar var einnig gaman að fylgjast með ístöku fyr- ir íshúsin í bænum, en ísinn var fluttur á sleðum, sem hestar drógu. Þá þótti okkur strákunum mikið sport i þvi að dúa á isnum, eins og það var kallað. Fórum við + Eiginkona min - INGILEIF SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, fré Brautarholti verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29 júni kl 3. e h Aðalsteinn Baldvinsson. + Eiginmaður minn og faðir okkar, STEINGRÍMUR MAGNÚSSON, Bólstaðahllð 26. veiður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, miðvikudaginn 29 júní kl 1.30 Ingunn Sveinsdóttir og dætur. + Útför eiginonanns mins JÓH. BRAGA EYJÓLFSSONAR, Rauðalæk 51, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29 júnikl. 10.30 f.h. Fyrir hönd barna og tengdabarna Guðlaug Marteinsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa HJARTAR BJARNASONAR fré Akranesi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim. sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. RÓSU TH. EINARSDÓTTUR Hjarðarhaga 26. Petrlna H. Steinadóttir Magnus Guðmundsson Helga Magnúsdóttir Einar Th. Magnússon Kristin Magnúsdóttir Möiler Anna Magnúsdóttir Guðmundur Óli Ólafsson. barnabörn og barnabarnabörn Lokað miðvikudaginn 29. júní kl. 10—1, vegna útfarar BRAGA EYJÓLFSSONAR -TPgaij bjnfr*II kA Vegna jarðarfarar Hans P. Petersen forstjóra eru allar verslanir og deildir fyrirtækisins lokaðar frá hádegi í dag. HANS PETERSEN HF Lokað Lokað vegna jarðarfarar frá hádegi í dag vegna útfarar KARLS KRISTINSSONAR HANS PÉTERSEN, forstjóra frá kl. 2—4 í forstjóra. dag. Björnsbakarí Verzlunin Týli h.f. Vallarstræti 4 — Hringbraut 35 — Efstalandi 26 Austurstræti 7. þá nokkuð margir i hópi út á isinn meðan hann var enn ótraustur og myndaðist þá stór bylgja fyrir framan okkur og brakaði hraust- lega i ísnum. Stundum endaði þetta með þvi að isinn brast og var það ógurlega spennandi. Á vorin og sumrin var verið i ýmis- legum boltaleikjum og á haustin freistuðu hinir mörgu kálgarðar okkar strákanna. Þótti enginn maður með mönnum nema að hann nældi sér í nokkrar rófur og næpur, þegar skyggja tók á haust- in. Faðir Hansa var Hans P. Peter- sen, fæddur í Hafnarfirði 5.11 1873. Hann fluttist til Reykjavík- ur 1876 og ólzt hér upp til 12 ára aldurs, en fluttist þá til Keflavik- ur og starfaði hjá H.P. Duus, fyrst í Keflavík og síðar í Reykjavík, í meira en 20 ár. Árið 1907 stofnaði hann verzlun sina í Bankastræti. Verzlaði hann einkum með mat- vörur, en seldi jafnhliða ljós- myndavörur. Kona Hans Petersen eldra var Guðrún Jónsdóttir, fóst- urdóttir Guðmundar Hannesson- ar prófessors og er hún móðir Hans Petersen yngra. Hans ólst upp i stórum og glað- værum systltinahópi. Eftir barna- skólanám fór hann í Verzlunar- skóla íslands og brautskráðist þaðan 1934, en hélt síðan til Lun- dúna þar sem hann stundaði frek- ara verzlunarnám í eitt ár. Siðan fór hann að starfa við verzlun föður síns. Eins og margir ungir menn fékk hann mikinn áhuga á knattspyrnu og keppti fyrir Knattspyrnufélagið Val. Þótti hann sérlega snjall knattspyrnu- maður og hélt hann ævilangri tryggð við félag sitt. Einnig hafði hann mikinn áhuga á lax- og sil- ungsveiði frá unglingsaldri. En brátt tók alvara lifsins við. Faðir hans dó úti í Kaupmanna- höfn 8.5 1938. Þetta var á sunnu- degi, ég man það vel, því við vor- um saman með Hansa nokkrir fé- lagar, þegar skeyti barst um lát föður hans. Eftir þetta má segja að lif Hansa hafi verið vinna og aftur vinna. Þótt hann væri þá aðeins 21 árs að aldri, tókst hon- um ekki aðeins að halda i horfinu, heldur jók hann stöðugt verzlun- ina og ávann sér traust allra fyrir sakir dugnaðar, skyldurækni og nákvæmni í öllum sinum störfum. í þessu sambandi má ekki gleyma þætti móður hans, sem vann eins og hetja með honum að viðgangi verzlunarinnar á þessum árum. 1. júni 1940 var mikill gæfudag- ur í lifi Hans Petersen. Þá kvænt- ist hann glæsilegri stúlku, Helgu, kjördóttur Kristins Jónssonar, sem ávallt var kallaður Kristinn vagnasmiður og var þjóðkunnur maður. Eignuðust þau fallegt heimili og var Hans afar heima- kær. Þau eiga tvær dætur, Guð- rúnu Dóru, sem gift er Kjartani Magnússyni lækni, og Hildi, sem enn er í heimahúsum og er við nám í Háskóla ísands. Systkini Hans eru þessi: Una, gift Þor- steini Thorarensen borgarfógeta, Birna, látin 1969, var gift Agnari Guðmundssyni * skipstjóra, Búi, látinn, var kvæntur Þuríði Guð- mundsdóttur, Lilja, læknir, gift Jóni Sigurðssyni bifreiðastjóra og Margrét, gift Gunnari Ormslev hljóðfæraleikara. Hans Petersen var ákaflega vinnusamur maður, allt hans starf var í föstum skorðum og gat maður reitt sig á hann eins og á gang himintunglanna. Hann var einkar gamansamur, þótt hæglát- ur væri, og sagði oft frá skemmti- legum atvikum úr daglega lífinu. Hann var hlédrægur mjög og var öll sýndarmennska og auglýsinga- Elnholti 4 Slmar 2M77 og 14254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.