Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNl 1977 Nóg jarðgas í heila öld Cleveland — 27. idnl — AP Talið er, að i níu af austurríkjum Bandarikj- anna sé að finna nóg gas í jarðlögum og megi með því fullnægja gasþörf Banda- ríkjanna næstu 100 ár. hægt að vinna nema 10 af hundr- aði heildargasmagnsins, þá muni það bæta mjög úr gasþörfinni. Laföi Baden- Powell látin Lundúnum — 27. júnf — AP LAFÐI Olave Baden-Powell lézt f Lundúnum s.l. sunnudag, 88 ára að aidri. Útförin verður gerð f kyrrþey f Lundúnum, en jarðneskar leifar kvenskáta- höfðingjans verða fluttar til Kenya, þar sem þær verða sett- ar f grafreit Baden-Powells lávarðar f Nyeri. Lávarðurinn var stofnandi skátahreyfingarinnar og æðsti leiðtogi hennar til dauðadags. Kona hans, sem var 32 árum yngri en hann, var æðsti kven- skátahöfðingi, en kvenskátar eru nú 20 milljónir að tölu i yfir 100 löndum. Lafði Baden Powell Brendan kominn til Nýfundnalands: „Okkur tókst það sem við ætluðum okkur” — sagói Tim Severin — Ráðgerir aóra ferd Brendan nálgast strönd Nýfundnalands. námunda við St. Johns. Kanad- ískt varðskip dró bátinn siðasta spölinn, en þá höfðu Brendans- menn beðið klukkustundum saman undan ströndinni eftir byr, sem átti að fleyta þeim að landi. Um 400 manns fögnuðu bátnum við lok ferðarinnar, sem tók alls 13 mánuði. Brendans-menn höfðu sem kunnugt er vetursetu á íslandi, en lögðu af stað héðan 1. maí s.l. Gekk ferðin vestur ágæt- lega, að öðru leyti en þvi, að veður gerðust válynd þegar bát- urinn var á milli Islands og Grænlands og stórsjór gekk yfir bátinn. Þá lentu leiðangurs- menn i ís við strönd Labradors og rifnaði þá gat á bátinn. Var skjótlega gert við lekann með því að sauma á hann leðurbót. í simtalinu við Morgunblaðið sagðist Tim Severin vonast til þess að hann gæfi fljótlega byrjað að skrifa bók um leið- angurinn, enda þyrfti hún að koma sem fyrst út því að ferðin hefði verið kostnaðarsöm. „VIÐ ERUM bráðhressir, en þó þreyttir eftir ferðina," sagði Tim Severin þegar Morgun- blaðið náði sfmasambandi við hann f gærkvöldi. „Við verðum hér f viku að minnsta kosti, svona til að kasta mæðinni, en sfðan förum við með bátinn til Boston. Það er ýmislegt, sem þarf að athuga f sambandi við bátinn, en okkur hefur tekizt það, sem við ætluðum okkur f upphafi, — að sanna að hægt er að komast á skinnbáti frá tr- landi að strönd Kanada, þannig að Brendan munkur gæti hafa verið fyrsti Evrópumaðurinn sem sigldi vestur um haf,“ sagði hann ennfremur. Þegar Severin var að því spurður hvað hann ætlaðist fyrir á næstunni sagðist hann fyrst og fremst vilja ljúka við þær rannsóknir, sem fyrirhug- aðar væru á bátnum, en síðan sagðist hann ætla að snúa sér að þvi að undirbúa næstu ferð. Báturinn i þeirri ferð yrði frá- brugðinn Brendan, en hvorki Tim Severin vildi hann upplýsa hvert halda ætti og hvenær, né hvernig far- kosturinn yrði úr garði geróur. „Þetta er leyndarmál,“ sagði hann. Brendan kom að landi I gær i Musgrave, sem er smáþorp i Orlov sakaður um „lygar og óhróður,, Moskvu — 27. júní — Reuter EIGINKONA sovézka andófs- mannsins Yuri Orlovs sagði f dag, að maður hennar ætti yfir höfði sér að verða ákærður fyrir að hafa ófrægt Sovétrfkin og mætti búast við þvf a hann yrði dæmdur f allt að þriggja ára fangelsi fyrir þær sakir. Irina Orlov tjáði vest- rænum fréttamönnum, að hún hefði verið kölluð til yfirheyrslu f aðalstöðvum KGB f Lubyanka- fangelsinu, þar sem sér hefði meðal annars verið greint frá því, að maður hennar hefði „af yfir- lögðu ráði dreift lygum og óhróðri um Sovétríkin og þjóð- skipulagið, sem þar er við lýði“. Yuri Orlov, sem er 52 ára eðlis- fræðingur, var handtekinn i febrúar-mánuði s.l. Hann var upp- hafsmaður Helsinkinefndarinnar, sem hefur það markmið að fylgj- ast með efndum á Helsinkisátt- málanum. Hingað til hafa niu meðlimir Helsinkinefndarinnar verið handteknir, en ekki er vitað til að ákærur hafi komið fram nema á hendur Orlov og Anatoly Scharanski, sem handtekinn var i marz. Ákæran á hendur Orlov er talin vægari en þær sem í flestum tilvikum hafa verið birtar á hend- ur andófsmönnum. Þannig var Scharanski til dæmis sakaður um Ráðherra flýr frá Úganda Lundúnum — 27. júní — Reuter BREZKA innanríkisráðuneytið hefur skýrt frá því, að Semei Nyanzi, ráðherra í stjórn Idi Amins, hafi flúið frá Uganda og dveljist nú i Bretlandi. Hafa þá þrír ráðherrar Amins leitað hælis í Bretlandi á skömmum tima, og hafa þeir allir fengið leyfi til að dveljast þar fyrst um sinn. landráð, en refsing fyrir slíkt brot er mun þyngri en sú, sem liklega bíður Orlovs. Irina Orlov sagði að i yfirheyrsl- unni hjá KGB hefði ekki verið minnzt á Helsinki-nefndina, held- ur hefðu allar spurníngarnar ver- ið viðkomandi hjónabandi hennar og einkahögum. Hún neitaði að svara öllum spurningum. John Macdonald, brezkur lög- fræðingur, sem óskað hefur eftir að fá að verja Orlov, var í siðasta mánuði neitað um vegabréfsárit- un til Sovétríkjanna. Hafréttarráðstefna SÞ: Kynntu sér mengunar- rannsóknír neðansjávar Sameinuðu þjóðunum — 27. júní — AP. FULLTRÚUM á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna var um helgina boðið í siglingu með bandarísku hafrannsóknaskipi i þeim tiigangi að kynna þeim mengunarrannsóknir neðansjávar og eyða grun- semdum um að slikar rann- sóknir færu fram i annar- legum tilgangi. 54 þjóðir, sem þátt taka í hafréttarráðstefnunni, áttu fulltrúa um boð, þar á meðal íslendingar. Sadat sakar Vinstri flokk- inn um njósnir í þágu Sovét Kalrí — 27. júnl — Reuter. ANWAR Sadat forseti Egyptalands sakar stjórn- málasamtök vinstri manna í landinu um að vera hand- bendi Sovétríkjanna, og Fanga- flótti Asli, Itallu. 27. júni. AP. TtU fangar flúðu úr fangelsi í Asti á Ítalíu f dag og þar með hafa um 1.000 fangar flúið úr ftölskum fangelsum á undanförnum þrem- ur árum. Fangarnir söguðu í sundur rimlana í klefum sínum og yfir- buguðu fjóra verði sem voru í byggingunni. Skömmu siðar rændu tveir menn 1.5 milljónum líra af gam- alli konu sem hafði tekið út eftir- laun sin. Talið er að þar hafi tveir fanganna verið að verki. segir að þeir hafi gerzt sek- ir um landráð. Vinstri flokkurinn var einn þriggja stjórnmálaflokka, sem stofnaðir voru þegar egypzka stjórnin sam- þykkti að koma á fjöl- flokkakerfi í landinu i fyrra. í byrjun júní hittust utanríkisráðherra Egypta- lands og Sovétríkjanna í Moskvu til að reyna að koma á bættum samskipt- um ríkjanna, en upplýs- ingamálaráðuneytið í Karíó skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, að sú til- raun hefði mistekizt. Er talið að þessi ummæli Sadats um vinstri flokkinn staðfesti að bætt sambúð ríkjanna sé úr sög- unni að sinni. Forsetinn tók fram, að hann væri ekki andvígur marxisma, og benti á framkvæmd hans í Kína í því sambandi. Hann hældi Kínverjum og sagði, að þeir reyndu ekki að hlutast til um innanrikismál annarra ríkja. Samskipti Egypta og Sovét- manna hafa verið afar stirð frá því í fyrra að Sadat vísaði sovézk- um ráðgjöfum úr landi og nam úr gildi vináttusamning ríkjanna. SEXTAN ára gamall unglingur truflaður á geðsmunum hefur verið ákærður fyrir að hafa kveikt f klefa sfnum f fangelsi skammt frá Nashville í Tenn- essee með þeim afleiðingum að 42 biðu bana. Unglingurinn Andy Zimmer, liggur sjálfur þungt haldinn f sjúkrahúsi með brunasár. Hann hefur tvisvar sinnum áður verið Niðurstöður rannsókna benda til þess, að í jarðlög- unum séu um 2.400 trilljónir rúmfeta af gasi, en ársnotkun í Bandaríkj- unum nemur nú um 21 trilljón rúmfeta. (í trilljón eru þúsund milljarðar). Forstöðumaður gasstofnunar Bandarikjanna, William J. Over- bey, segir, að hingað til hafi vinnsla þessa gass talizt of kostn- aðarsöm, en nú hafi verið ákveðið að hefja vinnslutilraunir. Heldur Overby þvi fram, að þótt ekki sé ákærður fyrir ikveikju eða hótun um fkveikju. 34 þeirra sem biðu bana voru lokaðir inni í klefum sinum en hinir sem fórust voru gestir. Reykmökkurinn var svo mikill að slökkviliðsmenn með gasgrimur komust ekki inn. Það tafði björgunarstarfið að lögreglumaður týndi lyklunum að klefunum þegar hann rakst á gesti sem flúðu. Að lokum fund- ust aðrir lyklar. Ikveikja orsök fangelsisbruna Columbia, Tennessee, 27. júní. Reuter. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.