Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977
23
Sjö íslandsmet,
metjaf nanir og
ótalin persónu-
leg met keppenda
ÍSLENZKA íþróttafólkið fór ekkert alltof vel af stað I Evrópukeppninni, ef litið er
einvörðungu á röð þeirra. Sigrún Sveinsdóttir varð slðust I 400 m grindahlaupi kvenna, og
Þorvaldur Þórsson sfðastur I 400 m grindahlaup karla og á sama tíma hafði Friðrik
Óskarsson gert tvö fyrstu stökk sln I langstökkinu ógild. En þetta átti eftir að breytast, og
þegar fyrri dagurinn var allur höfðu bæði Tslenzka kvennalandsliðið og karlalandsliðið komið
andstæðingum slnum töluvert á óvart.
„I fyrsta
skipti sem
ég hef grát-
ið af kvölum
„ÞETTA er I fyrsta skipti sem ég
hef grátið i 200 m hlaupi," sagði
Ingunn Einarsdóttir eftir það
hlaup. Fíeinum mínútum áður
hafði hún sigrað i 100 m grinda-
hlaupi og tognað þá lítilsháttar I
nára, svo að hún var sárkvalin í
200 m, þó að hún næði þar öðru
sæti.
„Jú, jú, ég er hæstánægð með
árangurinn hingað til," sagði Ing-
unn, „Þrjú met i gær eða það er að
segja jöfnun i 100 m með 11,8 þar
sem var ekki rafmagnsklukkutaka,
met i 400 metrunum og met í
boðhlaupinu, svo að maður getur
ekki kvartað. En þetta er heldur
mikið álag, svo að núna eftir 200
metrana er ég alveg búin og treysti
mér ekki í boðhlaupið, eins og ég er
í náranum núna. En maður á vist
aldrei að segja aldrei, ætli maður
sjái ekki til hvernig þessu reiðiraf og
hvernig stigakeppnin þróast." Og
nokkru síðar hljóp Ingunn sprettinn
„ Þetta er f fyrsta skipti sem ég
stekk 7 metra á gervibraut (tart-
an|," sagði Friðrik Þór Óskarsson,
lang- og þrfstökkvari. „Það gerði
gæfumuninn að ég er búinn að
vera hér út f Kaupmannahöfn f
hálfan mánuð og æfa sérstaklega
á svona brautum, svo að maður er
að læra á hana.
Friðrik náði einnig sinum bezta
árangri I langstökki utanhúss hingað
til eða 7,37 og stefnir lengra I
sumar. „Ég var óheppinn I keppn-
inni að gera tvö fyrstu stökkin ógild,
sérstaklega þó hið fyrra sem var I
kringum 7,50. Það var dálítið mis-
vinda og þess vegna nýttist ekki
atrennan alltaf eins. Jú, það er mikill
munur að stökkva á þessum tartan-
brautum, þegar mað ur er kominn
upp á lag með það. Maður nær
miklu meiri hraða I atrennunni, en
slðan er það bara að kunna að nýta
það, og það er að koma núna hjá
mér. Það verður gaman þegar svona
braut verður komin heima, sem
verður vonandi strax næsta sumar á
nýja vellinum sem verið er að vinna
við I Laugardalnum '
Friðrik hefur ekkert átt við þrl-
stökk þar til nú frá því snemma f
fyrra sumar, er hann meiddist I
hásininni Eftir langstökkið fyrri dag-
inn reyndi hann að stökkva þrlstökk
og fór þá vel yfir 14 metra. Von um
annað sætið heillaði hann, svo að
hann afréð að taka þátt í þrlstökki u
seinni daginn — eftir miklar tilfær-
ingar. Sérstakur hæll var settur t
Ingunn Einarsdóttir stóó sig
einstaklega vel f Kaupmanna-
höfn, eins og reyndar mátti bú-
ast við af hlaupadrottningunni.
sinn í 400m boðhlaupinu, þar sem
þær urðu á undan grisku stúlkun-
um.
Ingunn ætlar að vera i Kaup-
mannahöfn fram eftir vikunni, og
keppa þá í íimmtarþraut, þar, sem
hún hefur einnig nýlega sett íslands-
met „Það er eiginlega komið að þvi
að ég verði að velja á milli hlaup-
anna og fimmtarþrautarinnar, en ég
ætla að sjá til fram eftir sunrinu.
skóinn, og fóturinn reifaður. I fyrsta
stökki fór hann liðlega 14,70 án
þess að taka á, svo að í öðru stökki
setti hann fullan kraft I það Þá v^r
ekki af sökum að spyrja; þegar hann
lenti eftir uppstökkið logverkjaði
hann i fótinn, svo að hann veinaði af
sársauka. en stökkinnu lauk hann og
það mældist 15,30 m. Fleiri urðu
stökk hans ekki. „Þetta þýðir að ég
verð að láta þristökkið alveg eiga sig
enn um sinn," sagði Friðrik.
400 m grindahlaup — konur
Þetta er grein sem íslenzku frjáls-
iþróttastúlkurnar hafa ekki lagt neina
rækt við, svo að íslandsmetið er mörg-
um sekúndum lakara en andstæðing-
anna. Sigrún hljóp nú þessa vegalengd
! fyrsta sinn í sumar, gerði sér litið fyrir
og sló íslandsmetið, enda þótt hún yrði
í siðasta sæti. Tími hennar var 66 94
en éldra metið 67.2, svo að hún má
vel við una:
1. M. Aives, Portúgal p. met 60.26
2. A. Flemstad, Noregi 60.30
3. A. Avraan, Grikklandi g met 64 25
4. §. Sveinsdóttir, ísl. ísl. met 66.94
Á Sölyst frá Danmörku tók þátt I
hlaupinu án þess að danska kvenna-
landsliðið tæki formlega þátt i lands-
keppninni, þar sem þær hafa þegar
tryggt sér rétt til áframhaldandi þátt-
töku. Flún fékk 62.77 eða 3ja bezta
tímann.
400 m grindahlaup — karlar
Fyrirfram var vitað að ísland yrði
þarna ekki I fremstu röð, þar sem
Stefán Hallgrímsson gat ekki keppt.
Engu að siður tókst Þorvaldi Þórssyni
að bæta árangur sinn um 7 sekúdnu-
brot i hlaupinu en úrslit urðu sem hér
segir:
1 Jose Carvalho, Portúgal 50 9
2 L. Ingemann, Danmörku 51.5
3. R Fiegen, Luxemborg 53 6
4. J Hunter, írlandi 54.5
5 Þ Þórsson, íslandi 55.2
Langstökk — karlar
Friðrik Þór Óskarsson var óheppinn i
tveimur fyrstu stökkunum þar sem
hann gerði þau bæði ógild, sérstaklega
þó I hinu fyrsta sem var yfir 7 og
hálfan metra en hárfínt fram yfir plank-
ann. Tugþrautarmaður Dana var hinn
öryggi sigurvegari með öll gild stökk
sin yfir 7.40 en Friðriki tókst að næla
sér i 2. sætið i næst síðasta stökki með
7.37 meðan helzti keppinautur hans
frá írlandi stökk 7.36 i sömu umferð.
1. J Törring, Danmörku með 7.48
2. F. Óskarsson, íslandi 7.37
3. P. Shine, írlandi 7.36
4. P. Pinto, Portúgal 7.28
5. F. Kipgen, Luxembog 6.55
100 m — konur
í þessu hlaupi stóð keppnin allan
timann milli grisku stúlkunnar og Ing-
unnar Einarsdóttur, sem þó var óhepp-
in i startinu og gaf eftir en þegar I
markið kom var það sjónarmunur sem
skildi á milli, timinn var hinn sami. Um
metjöfnun var að ræða hjá Ingunni en
meðvindur var litið eitt of mikill til að
sú metjöfnun teljist opinber.
sek
1. M Laorou, Grikklandi 1 1 8
2. I. Einarsdóttir,
íslandi 118
3. A. Moen, Noregi 12.2
4. V. Vilas, Portúgal 1 2.2
Utan keppni hljóp danska stúlkan
Söltoft og sigraði á 1 1.6 sek
800 m — konur
Hin hlaupadrottningin . okkar, Lilja
Guðmundsdóttir átti þetta hlaup frá
upphafi Strax eftir 300 metra var hún
orðin um 30—35 metrum á undan
þeim næstu hélt þessu bili síðustu 500
metrana, og bætti íslandsmet sitt um
sekúndu eða úr 2.07.3 minútum i
2 06.3.
1. L. Guðmundsd.,
íslandi 2.06.3
2. S. Bjeland. Noregi 2.08.3
3. G. Marques, Portúgal 2.11.6
4. G. Troubcuki,
Grikklandi 2.13.0
en utan keppni hljóp H. Flytting frá
Danmörku á 2.12.2
100 m — karlar
Þetta var hörkukeppni milli Vilmund-
ar og Luxemborgarans, þar sem hinn
Framhald
á næstu sfðu
m.
Ágúst Ásgeirsson í broddi fylkingar 11500 m hlaupinu.
Texti frá EM
% í Kaupmannahöfn.
V % Björn
J Vignir Sigurpálsson.
Mvndir. Asúst
AsRt*irsson og Friðrik Þúr
Óskarsson.
„Eraðlæraá
gervibrautir"
Gerist áskrifendur
Heimilisfang: er
Sport-
blaðið
SPORT-blaðið fer sigurgöngu um allt land
TAKIÐ ÞÁTT í SIGURGÖNGUNNI!
☆ SPORT-blaðið
kemur
út mánaðarlega
^ Vandað og skemmtilegt
aflestrar
☆
☆
Vinsælasta íþrótta-
blað landsins
Birtir litmyndir af 1. deildar-
liðunum í knattspyrnu
1. deild-
Pósthólf 4228
Reykjavík
Nýir áskrifendur fá f/rstu tvö tbl. SPORT blatfeins send heim þeim að Staður:
kostnaðarlausu.