Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977
JMtogtntÞIfifrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands.
í lausasolu 70.00 kr. eintakiS.
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjórn GuSmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
Aðalstræti 6. slmi 10100.
ASalstræti 6. slmi 22480.
Samdráttur
í opinberri
fjárfestingu
A næstu vikum hlýtur ríkisstjórnin að meta viðbrögð
sín við þeim verðbólgusamningum, sem gerðir voru á
vinnumarkaðnum í síðustu viku. Alveg sérstaklega hljóta hin
nýju viðhorf að koma til meðferðar við undirbuning fjárlaga
fyrir árið 1 978 nú á þessu sumri. Eitt af því sem eðlilegt er, að
ríkisstjórnin fjalli sérstaklega um, er opinber fjárfesting.
Fjárfesting er mjög mikil hér í samarburði við t.d. nágranna-
lönd okkar og þess vegna eðlilegt, að við hugum að þeim
þætti þjóðarbúskapar okkar sérstaklega. Opinberir aðilar eiga
mjög ríkan þátt í þessari miklu fjárfestingu og þess vegna
nauðsynlegt, að ríki og sveitarfélög taki núverandi fjárfesting-
aráform sin til endurskoðunar.
Kjarasamningar þeir, sem nú hafa veriðgerðir, munu stuðla
að auknu fjármagni í umferð og skapa hættu á vaxandi
spennu á vinnumarkaðnum. Gera má ráðfyrir, að einstakling-
ar hugsi til aukinnar fjárfestingar með auknum fjárráðum.
Hættan er sú, að mikið kapphlaup hefjist um það takmarkaða
vinnuafl, sem til er, en afleiðingar sliks kapphlaups þekkja
allir. Hitastig efnahagskerfisins verður alltof hátt, ef svo má
að orði komast. Aukin fjárráð leiða til aukinnar eftirspurnar
eftir innfluttum vörum og er þá augljóslega hætta á, að sú
hagstæða þróun sem orðið hefur í utanrikisviðskiptum okkar
með minnkandi halla á viðskiptajöfnuði og batnandi gjald-
eyrisstöðu stöðvist og staðan verði neikvæðá nýjan leik.
Gegn þessu getur ríkisstjórnin spornað með samdrætti í
opinberri fjárfestingu. Ef ríki og sveitarfélög draga saman
segiin i fjárfestingu á sama tima og gera má ráð fyrir, að
einstaklingar auki fjárfestingu sina er engin hætta á því að
atvinnuleysisástand skapist, þótt opinberar framkvæmdir
minnki, en jafnframt dregur úr líkum þess, að æðisgengið
kapphlaup hefjist um vinnuafl milli einstaklinga og opinberra
aðila. Þá er á það að lita, að innflutningur á fjárfestingarvörum
til opinberra framkvæmda getur haft mjög mikil áhrif á
utanríkisviðskipti okkar, gjaldeyrisstöðu og viðskiptajöfnuð
og eðlilegt, að ríkisstjórnin mæti fyrirsjáanlegri aukningu
innflutnings vegna aukinna fjárráða einstaklinga með sam-
drætti í innflutningi á erlendum fjárfestingarvörum, sem
notaðar eru til opinberra framkvæmda. Þannig getur ríkis-
valdið skapað nauðsynlegt mótvægi vegna viðskiptastöðu
okkar við útlönd. Loks er augljóst, að minnkandi umsvif ríkis
og sveitarfélaga almennt stuðla að því, að spennumark
efnahagslífsins verði ekki of hátt.
Ekki er ástæða til að ætla, að ágreiningur verði um þá
almennu stefnu, sem hér er lagt til, að ríkisstjórnin marki i
sambandi við opinbera fjárfestingu. Þvert á móti má ætla, að
hún njóti mjög almenns stuðnings. Það er vitað, að afstaða
almennings hefur i langan tima verið sú að draga bæri úr
ríkisumsvifum og að því hefur núverandi ríkisstjórn stefnt.
Þar að auki má minna á, að ein af tillögum kjararáðstefnu
Alþýðusambands íslands í vetur um aðgerðir í efnahagsmál-
um var einmitt sú, að dregið yrði úr opinberri fjárfestingu.
Þess vegna má ætla, að mjög almenn samstaða geti tekizt um
þá stefnu milli ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins og þá
ekki síður á Alþingi, ef reiknað er með, að þeir flokkar, sem
kalla sig „verkalýðsflokka" styðji þá stefnu í efnahagsmálum,
sem Alþýðusambandið mótaði á kjararáðstefnu í vetur.
Reynslan hefur hins vegar sýnt, að það er ákaflega erfitt að
draga úr opinberum framkvæmdum eftir að þær eru komnar á
ákveðið stig, og reynslan hefur líka sýnt, að þrýstingurinn er
mikill á þingmenn að koma fram ýmsum framkvæmdum í
kjördæmum þeirra, ekki sizt í samgöngumálum. Þess vegna
ríður á, að rikisstjórnin og einstakir ráðherrar beiti þeim
áhrifum, sem þeir hafa til þess aðskapa almannastuðning við
aðgerðir af þessu tagi og auðvelda þar með þingmönnum að
standa að verulegum niðurskurði framkvæmda, sem hlýtur að
verða ekki sízt á sviði orkumála og samgöngumála. Með
skynsamlegum aðgerðum er hægt að draga mjög verulega úr
verðbólguáhrifum þeirra kjarasamninga, sem nú hafa verið
gerðir Óframkvæmanlegt er að draga svo mjög úr áhrifum
þeirra, að verðbólgan haldi áfram að minnka. Samningarnir
voru í raun samningar um aukna verðbólgu og við verðum að
horfast í augu við það. Engu að síður er hægt að halda
neikvæðum áhrifum þeirra í skefjum með sérstökum aðgerð-
um og að því þarf rikisstjórnin að huga nú þegar á næstu
vikum.
Kristján G. Gíslason:
Ráðgjafinn og
rithöfundurinn
Þaö er ekki aö furða þótt for-
svarsmenn verslunarstéttarinn-
ar, sérstaklega innflytjenda
hafi orðið ókvæða við er þeir
lásu viðtalið við Stanley Carter
viðskiptaráðgjafa, sem birtist í
Morgunblaðinu 12.3 1977.
i viðtalinu er Carter þessi tal-
inn sérfræðingur í smásölu-
verslun en þó virðist hann
nokkuð kunnugur heildsölu-
kerfinu í Englandi, að minnsta
kosti áður en það, eins og hann
segir, leið undir lok, en þá
lækkaði vöruverð, segir hann,
þar í landi um hvorki meira né
minna en 10 til 15%.
Þegar málsmetandi menn í
Englandi voru spurðir nýlega
um álit þeirra á þessum stað-
hæfingum, brostu þeir aðeins í
kampinn og álitu staðhæfing-
arnar ekki umræðu verðar.
í viðtalinu við ráðgjafann
segir, að hann starfi fyrir sam-
tökin British Executive Service
Overseas, BESO, en þessi sam-
tök séu að hluta til fjármögnuð
af ráðuneytinu um þróun er-
lendis, en orðrétt segir:
„Carter sagði í samtali vió
Morgunblaðið, að tilgangur
BESO væri að veita ókeypis sér-
fræðiþjónustu við uppbyggingu
fyrirtækja i þróunarlöndunum,
ekki sízt í nýfrjálsum ríkjum
Afríku", ennfremur: „ísland
var eiginlega ekki á listanum
yfir þær þjóðir, sem áttu að
njóta þessarar aðstoðar, en
utanrikisráðuneytið f London
beitti sér fyrir því að ég yrði
sendur hingað þegar óskir bár-
ust um það frá íslandi. Þetta
var í lok þorskastríðsins og
ráðuneytið leit á þetta sem lið í
að bæta sambúðina við íslend-
inga,“ sagði Carter.“
Eins og nafnið ber með sér og
að ofan getur þá mun stofnunin
vera samtök breskra fyrirtækja
sem starfa á erlendum markaði,
nokkurskonar góðgerðarstofn-
un til þess að leiðbeina ókeypis
erlendum fyrirtækjum. Hins-
vegar á ég erfitt með að trúa
þvi að utanríkisráðuneytið
breska hafi sent okkur Carter
sem sárabætur fyrir misgjörðir
þeirra í nýafstaðinni land-
helgisdeilu.
Eins og áður getur þá er Cart-
er sérfræðingur í smásöluverzi-
un og var hann þess vegna
fenginn til hinnar velþekktu
verslunar Hagkaups. Hann seg-
ir: „Helzta vandamál fyrirtæk-
isins virtist vera það, að það
hafði vaxið mjög hratt á mjög
stuttum tíma og Pálmi Jónsson,
eigandi, gerði sér fulla grein
fyrir því að stæró fyrirtækisins
var orðin skipulagi þess of-
viða.“ Síðan lýsir Carter starfi
sínu fyrir Hagkaup í sambandi
við ýmsa skipulagsþætti fyrir-
tækisins, sem mér er sagt að
hafi verið vei af hendi leyst.
En síðan kemur að innkaup-
um Hagkaups, sérstaklega frá
útlöndum, sem eins og áður get-
ur var ekki aðal vandamál Hag-
kaups. Um þetta segir Carter
m.a.: „Við náðum góðum ár-
angri þannig'að þó verðið hjá
Hagkaup hefði verið lágt fyrir,
þá tókst okkur að lækka það
meira meðal annars með því að
okaupa sjálfir beint frá t.d. Bret-
landi í stað þess að kaupa i
gegnum heildsala."
Mér er kunnugt um að þessi
umsögn Carters fær ekki al-
mennt staðizt.
Ástæðan er m.a. sú að margar
annars ágætar breskar vörur
eru of dýrar fyrir okkar mark-
að, því hafa íslendingar eins og
t.d. Bandarfkjamenn og Bretar
sjálfir þurft að snúa sér með
innkaupin til fjarlægra landa
þar sem vörurnar eru ódýrast-
ar.
Það er ekkert óeðlilegt við
það þótt hann hafi getað bent
umbjóðendum sínum á hagstæð
innkaup i einstaka tilvikum
jafnvel frá Englandi. Þetta er
það sem innlendir innflytjend-
ur eru stöðugt að vinna að. Ég
er ekki trúaður á að Carter
valdi nokkrum straumhvörfum
f þessu efni, til þess skortir
hann alla möguleika.
Ráðgjafinn heldur áfram og
ræðir um helstu vandamál ís-
lenskrar smásöluverslunar:
„Mesta vandamálið tel ég vera
fjarlægð upprunastaðar margra
vörutegunda frá islenska smá-
sölumarkaðinum, sem auðvitað
stafar af litlum iðnaði hér á
landi."
Um þetta atriði, eins og mörg
önnur í viðtali Carters, er ég
sammála. Þetta sérstaka ís-
lenzka vandamál sem ráðgjaf-
inn hefir rekist á, krefst nefni-
lega hlutverks íslenskra heild-
sala, sem hafa á hendi þann
þátt verslunar, að leita uppi
Kristján G. Gíslason.
heimshornanna á milli heppi-
legar vörur fyrir okkar markað
og kaupa þær þar sem þær eru
ódýrastar, miðað við gæði.
Erlend sölufirmu, hvort sem
það eru útflutningsfyrirtæki
framleiðenda eða sjálfstæð
heildsölufirmu krefjast af ýms-
um ástæðum lágmarks pöntun-
ar, sem er í flestum tilfellum
ofviða íslenskum smásöluversl-
unum, jafnvel þótt stórar séu á
íslenskan mælikvarða.
Ég fæ þvi ekki séð aó bresk
fyrirtæki hafi sérstaka aðstöðu
til þess að greiða úr vanda ís-
lenskrar smásöluverslunar,
nema þá bresk heildsölufyrir-
tæki er útvega íslendingum
vörur á sama máta og islenskir
heildsalar gera en það hefði í
för með sér:
1) að arður og opinber gjöld
af íslenskum heildverslunum
yrði eftir í Englandi.
2) að islensk innflutnings-
verslun færðist á erlendar
hendur.
3) sennilega verri þjónustu.
Ýmislegt annað sem Carter
bendir á í viðtalinu s.s.
einokunartilhneigingar, hörð
samkeppni, opinberar
álagningarreglur og fl. tel ég
athyglisvert en óneitanlega er
hér um íslensk dægurmál að
ræða.
Ennfremur vildi ég vekja at-
hygli á hvað Carter segir m.a.
um kaupmanninn og eiganda
Hagkaups, Pálma Jónsson:
„Tilgangur hans er ekki að
reka viðskipti til að skapa sjálf-
um sér góð lífskjör heldur hef-
ur hann þá hugsjón að geta
veitt samfélaginu góðar vörur á
hagstæðu verði, auðvitað jafn-
framt því að reka fyrirtækið
vel.“ Þetta eru áreiðanlega orð
að sönnu og er það ósk mín að
heimfæra megi þau á islenska
verslunarstétt yfirleitt.
íslensk verslunarstétt flutti
verslunina, á sinum tíma, inn i
landið. Þá var þvi fagnað. Siðan
hefir stéttin keppt innbyrðis og
ennfremur við útlend firmu um
verslunina, þvi öllum hefir ver-
ið frjálst að taka þátt i henni og
að sjálfsögðu að betrunbæta
hana.
Hvort Carter verður að ósk
sinni um að íslensk innflutn-
ingsfyrirtæki leggist niður til
þess að íslendingar og þróunar-
löndin geti keypt vörurnar i
gegnum bresk fyrirtæki, veltur
að sjálfsögðu ekki eingöngu á
íslenskum innflytjendum. Hér
mun ráóa mestu árvekni og
skilningur íslenskra stjórn-
valda og penjngastofnana, en
umfram allt samstarfsvilji ís-
lensku verslunarstéttarinnar
innbyrðis og traust þjóðarinnar
á henni yfirleitt.
Undirtektir Sigurðar A.
Magnússonar
rithöfundar.
Einn af þeim mönnum sem
verður ekki ókvæða við lestur
þessa viðtals er Sigurður A.
Magnússon rithöfundur.
Hann vitnar í það í grein
sinni „Arðrán milliliðanna“, er
birtist í Dagblaðinu 2.4. 1977.
Þar segir hann m.a. frá erfið-
leikum sfnum í sambandi við
þýðingu á orðinu heildsali, sem
kemur fyrir í þessum „snjöllu"
ljóðlínum: sá ég hvar drottinn
máttugur kom vestan flóann
rfðandi á brokkgengum heild-
sala og lamdi fótastokkinn“
(leturbreyting rithöfundar-
ins), og hann bætir við: „Þá var
hugtakið „heildsali“ (wholesal-
er) nánast óskiljanlegt banda-
rískum lesendum þó það væri
til í máiinu: það hefur enga
merkingarbæra skírskotun f há-
borg auðvaldsheimsins! Ég
varð þvf að breyta heildsalan-
um f fésýslumann (business-
man) svo að ljóðlínan yrði
bandariskum lesendum skiljan-
leg.“ Svo mörg voru þau orð.
Þetta, í augum rithöfundar-
ins, dularfulla fyrirbrigði, virð-
ist mér ofur skiljanlegt. Erfið-
leikar rithöfundarins stafa
nefnilega af því að honum tókst
ekki að finna orð á ensku yfir
„heildsali" (wholesaler), sem
felur f sér það nfð, er ýmsir
hafa varið tfma sínum í að klfna
á orðið „heildsali" s.s.: arðræn-
ingi, þjófur, sníkjudýr, svikari,
þjóðníðingur o.s.frv.
Mér finnst orðið „busines-
man“ (fésýslumaður) sem rit-
höfundurinn notar í stað
„wholesaler" aldeilis ótækt orð
til þess að skila á ensku níðinu í
garð heildsalastéttarinnar, sem
skáldið vill að fram komi. Því
hlýtur ljóðið í þýðingu rithöf-
undarins að verða frjálsborn-
um bandaríkjamönnum
óskiljanlegt með öllu og
„snilld“ skáldsins að gloprast
niður í meðförum rithöfundar-
ins.
Ég ber ekki kvfðboga fyrir
framtið fslenskrar verslunar-
stéttar og þar á meðal heildsala-
stéttar, m.a. vegna þess að hún
er dugleg, ósérhlífin og starfi
sfnu vaxin.
Auðvitað er misjafn sauður í
mörgu fé og á það jafnt við um
heildsala sem aðra, t.d. rithöf-
unda. Margir rithöfundar hafa
Framhald á bls. 33