Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 1977 licima SAMKÓR VESTMANNAEYJA Heima, hljómplata Sam- kórs Vestmannaeyja SAMKÓR Vestmannaeyja hefur gefíð út hljómplötuna Heima, en þar flytur kórinn fjölbreytt val laga, bæði innlendra og erlendra, undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Á plötunni eru 10 lög, en í sumum laganna leikur hljóm- sveit með kórnum og í nokkrum laganna syngja einsöngvarar með kórnum einnig. Meðal laga má nefna Heima eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson, lög úr söng- leiknum Hárinu, rússneskt vöggu- ljóð með texta Jóhönnu G. Erling- son, grískt þjóðlag einnig við texta Jóhönnu. Þá er hið kunna sjómannalag Ása I Bæ, í verum, esluhers, eins og það var orðað. Fulltrúi Zambíu, sem einnig á landamæri að Rhodesíu, sagði að í sunnanverðri Afríku væri um þessar umdir róið að því öllum árum að vekja upp deilur, sem senn mundu hafa áhrif um allan heim. Öryggisráðið hefur ekki tekið afstöðu til málaleitunar Mósam- bique enn sem komið er. — Trygginga- bætur Framhald af bls. 32 Þá á enn eftir að ganga frá bráðabirgðalögum um sérstaka heimilisuppbót á lifeyri allra ein- hleypra einstaklinga, sem búa einir á eigin vegum, en i fyrir- heiti rikisstjórnarinnar um þetta atriði var gert ráð fyrir að hún yrði 10 þúsund krónur. Þetta atr- iði hefur verið til umsagnar hjá tryggingaráði, og mun hafa verið tekið fyrir þar i gær. — Hafnaði dómsátt Framhald af bls. 32 setti 1.200 þúsund króna tryggingu fyrir sektar- greiðslum. Skipstjórinn krefst sýknu og til vara að refsing verði látin falla niður. Byggir hann mál sitt á for- dæmi, sem Hæstiréttur veitti á árinu 1971, en þá gerðist sam- bærilegt atvik við Suðvesturland á alfriðuðu svæðí, en leyfi bátsins var bundið ákveðnum svæðum, sem óleyfilegt var að veiða á. Svo er einnig í máli Árna, þar eru tvö svæði tekin fram í leyfi hans, sem óleyfilegt er að veiða á og er þetta svæði þar ekki tilgreint. tvö verk eftir Sigurð Rúnar, Neið- kvæða og Fantasía no. 2 op. 31. Þá er einnig ljóð Jóhönnu, Engillinn í Landakirkjugarði og Sumar- morgunn á Heimaey, ljóð Sigur- björns Sveinssonar við lag Brynj- úlfs Sigfússonar. Sigurður Rúnar Jónsson sá um útsetningu lag- anna og einnig leikur hann á flest hljóðfæranna. Trompettleikari er Hjálmar Guðnason. Upptaka fór fram í Hljóðritun í Hafnarfirói. Guðjón Óiafsson sá um útlit plötuumslags og skrifar m.a. alla texta á opnu umslagsins, en myndir tók Sigurgeir Jónasson. Framhald af bls. 2. Eftir setningu reglugerðarinnar veitti ráðuneytið nokkurn um- þóttunartíma, unz nýja möskva- stærðin gekk í gildi, þar sem svo margir togarar voru með óslitin net og þótti rétt að taka tillit til þess aukakostnaðar, sem útgerðir skipanna þyrftu að leggja i vegna breytingarinnar. — Handrit Framhald af bls. 32 og Landsbókasafnið hættu. Guð- mundur keypti latneskt rit eftir Eggert Ólafsson um norræn goð- fræðileg efni á 1.900 pund, rúm- lega 637 þúsund krónur, handrit Jóns Erlendssonar með uppskrift- um á Skírnismálum og Hyndlu- ljóðum á sama verði og loks Sam- antekt um skilning Eddu og Höf- uðlausnarskýringar Björns Jóns- sonar frá Skarðsá á 2.400 pund, sem er jafnvirði rúmlega 800 þús- und króna. Fjórða handritið keypti Vestur- íslendingur Vilbur Jónsson próf- essor, en það var Háttalykill Snorra Sturlusonar með hendi Jóns Ólafssonar frá Grunnavík og skýringar hans. Af hálfu Stofnunar Árna Magn- ússonar og Landsbókasafns ís- lands var ákveðið að bjóða í hand- ritin og var skipt þannig að Árna- stofnun lét bjóða í handrit með Edduefni, handritið, sem talið er með hendi Jóns Erlendssonar og handritið að verkum Jóns lærða og Björns á Skarðsá. Landsbóka- safnið lét bjóða i handrit Eggerts Ólafssonar og Jóns frá Grunna- vík. ________ , _____ — Nú skal skrifa Framhald af bls. 32 ályktunartillaga um að hrundið skyldi þeirri ákvörðun að fella bókstafinn z niður úr íslenzku rítmáli. Framhaldið varð svo að tvö frumvörp um íslenzka staf- setningu komu fyrir Alþingi 1975 — 76. Annað var frum- varp menntamálaráðherra, Vil- hjálms Hjálmarssonar, „um Gott er að hafa góð- an sitjanda Newcastle, 28. júnl. AP. DÝRATEMJARINN Martin Lacey notaði óvenjulega að- ferð til að koma 1 veg fyrir að 6 Ijón slyppu út úr búri sfnu skammt frá Newcastle I gær eftir að það féll af vörubfl í flutningi og gat kom á það. Gerði hann sér lftið fyrir og brá holdugum sitjanda sfnum fyrir gatið og talaði sfðan ró- andi við Ijónin f rúmar 30 mfn- útur áður en vegfarendur komu að og gátu kaliað á lög- reglu honum til aðstoðar. Ekki þurfti að taka svo mikið sem eitt spor f buxurnar, en Lacey mun hafa létt verulega er hann gat staðið upp á ný. setningu reglna um islenzka stafsetningu" og hlaut það ekki afgreiðslu. Hitt var þingmanna- frumvarp um að stafsetningin frá 1929 yrði alfarið tekin upp aftur. Það frumvarp hlaut ekki endanlega afgreiðslu efri deild- ar, en menntamálanefnd deild- arinnar visaði málinu til ríkis- stjórnarinnar með ósk um að menntamálaráðherra efndi til ráðstefnu með íslenzkukennur- um og öðrum móðurmálssér- fræðingum, „þar sem reynt verði að ná sem viðtækustu samkomulagi um meginstefnu varðandi stafsetningarreglur og ákvarðanatöku um breyting- ar á þeim“. í fréttatiikynningu menntamálaráðuneytisins I gær segir að þessi ráðstefna hafi farið fram i október 1976 og hafi síðan „verið rætt við mál- vísindamenn og móðurmáls- kennara". Framangreind breyt- ing á reglum um stóran og lít- inn staf er árangur þeirra við- ræðna. Þá segir í fréttatilkynn- ingu menntamálaráðuneytisins, að margir virðast „hallast að tilhögun líkri þeirri sem frum- varp menntamálaráðherra frá 1976 gerir ráð fyrir. Verður það frumvarp endurskoðað í sumar og væntanlega lagt fyrir Al- þingi í haust. í auglýsingu menntamála- ráðuneytisins í gær, eru settar fyllri reglur um ritun lítils' stafs, þannig að nú skal rita lítinn staf I nöfnum fylgis- manna stefna og einstakra for- ystumanna; framsóknarmaður, nýguðfræðingur, maóisti, og í nöfnum trúflokka og fylgis- manna þeirra; múhameðstrú, húgenotti. — 23 handteknir í Pretóríu Framhald af bls. 1 Ekki urðu meiðsl á mönnum í átökum í dag, eftir þvi er næst verður komizt. Lögreglan kom fyrir vegatálmunum á öllum veg- um, sem liggja út úr Soweto af ótta við að námsmenn efndu til mótmælaáðgerða í miðri Jóhannesarborg. I Soweto leið dagurinn þó án þess að til tíðinda drægi og var skólasókn þar með eðlilegum hætti, að sögn lögregl- unnar. Á undanförnum tveimur vikum hafa 14 látið lifið og um 60 særzt i átökum blökkumanna og lögreglu í Jóhannesarborg og nágrenni. — Málið átti Framhald af bls. 32 En ráðherrann taldi sig ekki bundinn af því. Núverandi menntamálaráðherra lýsti því yfir skömmu eftir að hann tók við starfi, að hann hefði ekki breytt stafsetningunni, ef hann hefði verið ráðherra, þegar breytingin var gerð. En fyrst búið væri að gera breytinguna, vildi hann ekki hringla með málið. Hann hefði vitað um vilja Alþingis, eins og hann hefði komið fram í áiyktun og skriflegri áskorun á mennta- málaráðherra, en engu að síður hefur ekkert gerzt fyrr en núna, að einum þætti hinnar nýju stafsetningar er breytt. Rétt fyrir þinglok fóru þó fram viðræður milli ráðherra, þingforseta og þingmanna um málið og lyktaði þeim þannig, að málið skyldi biða þings í haust. Þess vegna kemur þessi aug- lýsing alveg á óvart og hún er ekki i samræmi við þá skoðun menntamálaráðherra að forðast beri hringl með stafsetningu. Það er vissulega rétt. Það var mikið ógæfuspor, þegar staf- setningunni frá 1929 var breytt, en þær reglur voru þaul- hugsaðar og settar að beztu manna yfirsýn. Þessar reglur eiga í heild að taka gildi aftur. Það eitt tryggir nauðsynlegt samhengi í íslenzkri mál- þróun.“ — Sovétkerfið Framhald af bls. 2. hópnum á flugvöllinn snemma næsta morgun. Þegar á flug- völlin kom spurðust íslend- ingarnir fyrir um landa sinn sem eftir hafði orðið. Var þeim þá sagt að hann væri á transit- svæðinu. Þar fundu menn hann þó ekki. Var þá enn spurzt fyrir um hann og var svarið þá að hann myndi koma i transit. Biðu íslendingarnir þá rólegir, unz brottför vélarinnar var til- kynnt, en þá fóru ferðalangarn- ir enn að spyrjast fyrir um manninn. Var þá sagt, að komið yrði með hann út í flugvélina. Létu íslendingarnir það gott- heita og fóru um borð í vélina. Þegar þeir urðu þess varir að vélin var þéttsetin og fara átti að loka henni, fóru þeir enn á stúfana og spurðust fyrir um, hvort ekki yrði beðið eftir manninum, sem ætti að vera með. Kom þá einhver maður upp í tröppurnar með talstöð. Ekki var sögumanni Morgun- blaðsins ljóst, hvort hann not- aði tækið, en alla vega sagði þessi maður að landi þeirra hefði farið með vél til Kaup- mannahafnar um nóttina. Þar með var dyrum vélarinnar lok- að og urðu íslendingarnir að láta sér þessa skýringu nægja. Þegar komið var til Kaup- mannahafnar var manninn þar hvergi að finna. Var siðan hald- ið áleiðis heim til Reykjavikur og málið kannað nánar. Var þá kannað, hvort hann hefði verið á farþegalista, en hann fannst hvergi. Fulltrúi ferðamann- anna hafði síðan samband við Pétur Thorsteinsson, sendi- herra í Kina, sem búsettur er i Reykjavík. Hringdi hann þá til Moskvu og hafði samband við Jón Ögmund sendiráðsritara. Kom tilkynning síðan síðar þann dag um að maðurinn væri fundinn, hefði hann setið i mat- sal transit-svæðisins á Moskvu- flugvelli og hefói þar beðið eft- ir flugfari. Töfin vegna þessa varð tveir sólarhringar hjá hon- um. Ferðalangurinn, sem skýrði Morgunblaðinu frá þessari sögu, taldi að hér væri aðeins um að kenna embættisafglöp- um starfsmanna á Moskvuflug- velli. „Það er eins og enginn maður nenni að gera neitt þarna,“ sagði hann, „hver vísar á annan, og til þess að losna við vandræði er eitthvað sagt út í loftið. Maður hefur það a.m.k. á tilfinningunni. Við vorum teymd fram og aftur á asnaeyr- unum og alltaf sagt eitthvað til viðbótar, sem við gátum alls ekki staðreynt. Vorum við þvi algjörlega varnariaus og gátum ekkert gert. Við tókum við öll- um þessum skýringum og færð- umst smám saman út í vél og þá varð ekki aftur snúið. Þetta er bara embættismennskan í Rúss- landi. Þannig er hún. Helzt þarf maður að rétta Rússunum ein- hverja kópeka og flösku eigi málin að ganga. Það hefur ekk- ert breytzt hjá þeim hvað það snertir siðan á keisaratiman- um. Þetta þekkist hins vegar ekki í Kina — þar er allt kiapp- að og klárt." — Andstæðing- ar Ecevit Framhald af bls. 1 Ráðherranum varð tíðrætt um ráðstafanir til að binda enda á óróleikaástandið i landinu, og sagði stjórnina stefna að nýrri lagasetningu um meðferð skot- vopna. Þá ræddi hann um nauð- syn þess að koma I veg fyrir af- skipti hinnar opinberu öryggis- þjönustu af stjórnmálum. Ecevit sagði, að hið alvarlega ástand i efnahagsmálum og gífur- legur halli á utanríkisviðskiptum, væri alfarið að kenna fráfarandi samsteypustjórn Demirels, og hefði þetta orðið til þess að rýra mjög álit Tyrkja út á við. Hann boðaði innflutningshöft til að minnka viðskiptahallann og að- gerðir til að afstýra því að skrif- finnska stæði í vegi fyrir því að útflutningur gæti gengið greið- lega, en gerði ekki frekari grein fyrir aðgerðum í þessu efni. — Furðu lostinn Framhald af bls. 32 setningarmálum fyrr en Al- þingi kemur aftur saman í haust. Menntamálaráðherra bauð I vor fram breytingar á stórum staf og litlum, en þingmenn höfnuðu boðinu, þar sem vitað var, að meirihluti alþingis- manna vildi einnig taka z aftur upp i ritmálið. Sjálfur bauðst ég til að fallast á að z yrði aðeins tekin upp i stofni orða, en ekki rituð í miðmyndarend- ingum sagna. Lyktir urðu þær að láta málið bíða til hausts. Þessi auglýsing um breyting- ar á aðeins stórum og litlum staf er því hrein ögrun við Al- þingi íslendinga. En þeir skulu ekki halda það þessir menn, að þeir komist upp með að lítils- virða vilja meirihluta Alþingis lengur. Mér finnst sjálfsagt að láta reyna á það strax og Al- þingi kemur saman, hvort skal ráða; Alþingi íslendinga eða ósvífnir embættismenn og ráó- herra, sem lætur teyma sig til að vanvirða Alþingi islend- inga“. — Eru þeir að fá ’ ann Framhald af bls. 3 Þingvallavatn í Þingvallavatni er alltaf veiðivon og hefur veiðin í sum- ar verið eins og gengur og ger- ist, allt frá þvi að vera léleg og uppí það að vera góð. Þyngsti fiskur sem við höfum heyrt tal- að um i þjóðgarðinum, var bleikja sem vó 4,5 pund og veiddist á flugu. Veiðileyfi fást I sjoppunni við Valhöll og kosta 500 krónur fyrir daginn. — íþróttir Framhald af bls. 31 1962 — Laugardalsv., ís- land—Noregur 1—3. Mark ís- lands. Ríkharður Jónsson, ÍA. 1968 — Laugardalsv.. ísland— Noregur 0—4. 1969 — Þrándheimur, Noregur— island 2—1. Mark ísiands. Ellert B. Schram, KR. 1970 — Laugardalsv., island— Noregur 2—0. Mörk íslands. Her- mann Gunnarsson, ÍBA. 1971 — Bergen, Noregur—ísland 3—1. Mark íslands. Hermann Gunnarsson, Val. 1972 — Stavanger, Noregur—ís- land 4—1. Mark íslands. Örn Ósk- arsson, ÍBV. 1973 — Laugardalsv., ísland—Noregur 0—4. 1975 — Laugardalsv., island— Noregur 1—1. Mark íslands. Árni Sveinsson, ÍA. 1975 — Bergen, Noregur—island 3—2. Mörk íslands. Teitur Þórð- arson, ÍA. Jóhannes Eðvaldsson, Holbæk. 1976 — Ósló, Noregur—ísland 0—1. Mark íslands. Ásgeir Sigur- vinsson, Standard Liege. — Mosambique Framhald af bls. 1 Trollpoki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.