Morgunblaðið - 28.07.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.07.1977, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 Ve GíeVn tnxííOi1' ifl og, „Næst Dví að vera fuglinn fllúgandi” Efst á Breiðadalshelðl um mlðla nóll Drekafluj; á vaxandi vinsældum að fagna á Islandi og er það nú stundað af ungum mönn- um á Vestfjörðum, Norð- urlandi ojí Austurlandi. Eitt kvöldið fyrir skömmu á leið um Breiðadalsheiðina frá Dýrafirði til ísafjarðar ókum við fram á flug- dreka sem hafði lent við veginn í nokkur hundruð metra hæð yfir sjó. Ann- ar var á flugi hátt fvrir ofan Breiðadalsheiðina og notaði uppstreymið frá fjöllunum til þess að svífa fram og til haka eins og fýllinn. „Hann er að reyna við nýtt íslandsmet í dreka- svifi“, sögðu þeir sem fylgdust með frá vegin- um, en sá sem var í loft- inu var Hálfdán Ingófs- son frá ísafirði. Hann átti sjálfur íslandsmetið, 37 mín. svif, en nú ætlaði hann að reyna að hnekkja því. Hann sveif i rólegheitunum fram og til baka og hélt hæð auð- veldlega og það var auð- séö að hann var öllum hnútum kunnugur. Þeg- ar hann hafði verið í loft- inu í 37 mín. þeytti Ragn- ar bróðir hans bílaflautu af miklum móð, en Ragn- ar hafði tekið stutt svif og lent þarna við veginn. Þegar Hálfdán hafði svifið í 54 mínútur var auðséð að hann hafði fengið nóg, því hann tók stefnuna niður til lend- ingar, en auðséð var að hann átti hægt með að haida sér lengur á lofti í hinu stöðuga uppstreymi sem þarna var. Nýtt íslandsmet, 54 mín í drekanum. í spjalli við Hálfdán sagðist hann hafa stund- að drekaflug í 3 ár og hefði því talsverða æf- ingu. Hann sagðist hafa svifið í allt að 850 metra hæð yfir sjó. Um verzlunarmanna- helgina verður íslands- mót i drekaflugi á skáta- mótinu að Úlfljótsvatni. Hálfdán sveif í allt að 300—400 m hæð þarna yfir Breiðdalsheiðinni, u.þ.b. 800 m. yfir sjó, og sagði hann að það hefði verið skemmtilegt að svífa þegar þokuslæður fóru þarna um „og maður sá vindinn koma á móti manni“. Hálfdán sagði að menn þyrftu ekki margar æf- ingar til þess að geta tek- ið flugið í þessum drek- um, en þeir kosta úm 150 þús. kr. meö öllum bún- aði. „Það þarf þó vel að gæta þess að fljúga við góðar aðstæður í upp- hafi“, sagði Hálfdán," og það er hættulegt að spreyta sig í of hvössum vindi. Maður hangir í ól- um í drekanum og stjórn- ar honum með því að færa sig til miðað við grindina sem heldur drekanum saman. Þá leggst þunginn þannig að það verður eins og stýri. Ef fljúga á langt flug get- ur það verið þreytandi og þá er þægilegra að leggj- ast á bakið og hafa það notalegt, en þá hefur maður ekki eins góða stjórn á drekanum.“ Hálfdán kvað það nýj- asta í þessum efnum vera mótor á drekana og sagö- ist hann fylgjast spennt- ur með þeirri þróun og vonandi yrði ekki langt þangaö til hann gæti reynt það. „Þetta er spennandi", sagði Hálfdán," og að svífa svona held ég að sé næst því að fljúga eins og fuglarnir“. 1 800 m. hæð yfir sjó. Hálfdán nýlentur eftir tslandsmetið I drekaflugi, 54 mín. á lofti. Ragnar og Ilálfdán Ingólfssynir. III I •■■•••■■■■■■••■••■•■•«•■■■■■■ III I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.