Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULÍ 1977 27 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Miðaldra maður óskar eftir léttri vinna, vanur vélum, æskilegt utan Reykja- víkur. Simi: 26532, á kvöld- in. Múrverk Tek að mér múrviðgerðir utanhúss. Uppl. í síma 84736. Steypum bilastæði og gangstéttar. S. 81081 — 74203. Munið sérverzlunina með ödýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. s. 31330. Sandgerði Til sölu 2ja—3ja herbergja íbúð á neðri hæð við Hliðar- götu ásamt bilskúr. Stærð samtals um 1 26 fm. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns Vatnsnesvegi 20 Keflavik. Simar: 1 263 og 2890. Njarðvik Til sölu vel með farin 2ja herb. ibúð við Grundarveg. með sérinngangi. Fasteignasalan Hafnargötu 27 Keflavik sími 1420. Keflavik Til sölu 3ja herb. ibúð i smið- um við Nónvörðu. Útb. 2 millj. Fasteignasalan Hafnargötu 27 Keflavík sími 1420 Njarðvik Til sölu 2ja herb. ibúð í smíðum við Hjallaveg. Verður afhent væntanlegum kaupanda tilb. undir tréverk. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. Bill! Hver vill kaupa 5 manna Ford lúxusbil. árgerð 1977. Selst með góðum kjörum. Tilboð merkt: Bill 431 3 sendist Morgunbl. fyrir 1. ágúst. Hjálpræðisherinn ( kvöld kl. 20.30. Fagnaðar- samkoma fyrir foringjana til Reykjavíkur, Akureyrar og ísafjarðar. Allir velkomnir. Filadelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20:30. Nýtt lif Vakningarsamkoma i kvöld kl. 20.30. Beðið fyrir sjúk- um. Allir velkomnir. [[RflflfÍUIG ÍSUWDS OLOUGOTU3 r SÍMAR 11í98jik19&33. . - Ferðir um verzlunar- mannahelgina. Kl. 18.00 1. SkaftafellÞjóðgarðurinn skoðaður. Ekið að Jökullón- inu á Breiðamerkursandi. Gist i tjöldum. 2. Norður á Strandir. Gist tvær nætur að Klúku i Bjarnarfirði og eina nótt að Laugum i Dalasýslu. Sund- laugar á báðum stöðunum. Gist i húsum. Kl. 20.00 1. Þórsmörk 2. Landmannalaugar — Eldgjá. 3. Veiðivötn — Jökulheimar. Gist i húsum 4. Hvanngil — Land- mannaleið syðri. Gist i tjöldum. Laugardagur 30. júlí. Kl. 08.00 1- Hveravellir — Kjölur. 2. Kerlingarfjöll 3. Snæfellsnes — Flatey. Gist i húsum. Kl. 13.00 Þórsmörk Gönguferðir um helgina verða auglýstar á laugardag. Pantið timanlega. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag íslanas. I.O.G.T. Félagskonur athugið Móttaka á formkökum og kleinum fyrir Galtalækjamót- ið verður í Templarahöllinni fimmtudaginn 28. júli kl. 8—9 e.h. Einnig sótt heim ef óskað er. Upplýsingar í sima 23230. Ferðir um verzlunarmanna- helgina 29. júli 1. Þórsmörk 2. Syðri Fjallabaks vegur. Farmiðasala og nánari uppl. á Farfuglaheimilinu Laufás- veg 41, sími 24950. i,yj UTIVISTARFERÐIR Verzl.m. helgi 1. Þórsmörk, tjaldað i Stóraenda i hjarta Þórsmerk- ur, gönguferðir. Fararstj. Ás- björn Sveinbjarnarson o.fl. Lómagnúpur, Núpstaðarskógur. Gengið á súlutunda. að Grænalóni og viðar. Fararstj. Þorleifur Guðmundsson og Sólveig Kristjánsdóttir. 3. Kerling-Akureyri, geng- ið um fjöll í nágrenni Akur- eyrar. Fararstj. Erlingur Thor- oddsen. Upplýsingar og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606. Munið Noregsferðina 1.—8. ágúst, allra siðustu forvöð að kaupa miða. Útivist raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Útboð á vélum, rafbúnaði, þrýstivatnspípum og lok- um fyrir Hrauneyjar- fossvirkjun Landsvirkjuri óskar óskar eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á vélum og búnaði fyrir 140 MW virkjun við Hraun- eyjafoss í Tungnaá. Útboðsgögn eru í tveim hlutum. Annar hlutinn, útboðsgögn 304, er fyrir hverfla, rafala, spenna, tengivirki, stjórnbúnað o.fl., en hinn hlutinn, útboðsgögn 305, er fyrir þrýstivatnspípur, lokur og stöðvar- hússkrana. Tilboða er leitað í hvorn hluta fyrir sig eða báða saman. Útboðsgögnin verða fáanleg hjá Lands- virkjun, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, frá og með 2. ágúst 1977 gegn óaftur- kræfri greiðslu að fjárhæð kr. 50.000.- fyrir eitt eintak af útboðsgögnum fyrir hvorn verkhluta. Verð á viðbótareintökum er kr. 20.000.- Tilboðum skal skilað til Landsvirkjunar eigi síðar en kl. 14:00 að íslenzkum tíma hinn 1 6. desember 1977. Reykjavík, 28. júlí 1977. Landsvirkjun. Utboð Tilboð óskast í málun fjölbýlishússins Eyjabakka 18—32. Upplýsingar í sím- um: 73813 og 76373 eftir kl. 7:00 næstu kvöld. Tilboðum skal skila fyrir 7. ágúst 1977. Iðnaðarhúsnæði óskast Vantar 80 —130 fm. iðnaðarhúsnæði fyrir léttan, þrifalegan iðnað. Upplýsingar í síma: 33131. Njarðvík Til sölu 475 fm. fiskverkunarhús við Bakkastíg. Á efri hæð eru tvær 120 fm. íbúðir. Húsið er laust til afhendingar strax. Fasteignasa/a Vi/hjá/ms og Guðfinns Vatnsnesvegi 20 Keflavík, símar: 1263 og 2890. Hafnfirðingar — Ferðafólk Ýmislegt á grillið, kjúklingar þrjú verð: 840.- 915.- og- 1 1 50.-kr. Alikálfakjöt, T-steik 940.-. Lærissneiðar 890.-. Bógsteik 740 - Ungkálfakjöt og kótilettur 520.-. Steikarasneiðar einnig 520.-. Dilkasteikarsneiðar 930.-, einnig úrval af niðursoðnum vörum og nýjum ávöxtum. Ath: flest allar matvörur í ferðalagið. Kjötkjallarinn Vesturbraut 12. Stúdentagarðamir Umsóknarfrestur um Garðsvist, næsta vetur rennur út 1 . ágúst n.k. Umsóknareyðublöð, liggja frammi á skrif- stofu Félagsstofnunar stúdenta, sem jafn- framt veitir frekari upplýsingar. Félagsstofnun stúdenta, S túden taheimilinu, v/Hringbraut, sími 16482. Hesthús fyrir 5—6 hesta óskast til kaups í nágrenni Reykjavíkur. Sími 20175 og 31078. — Minning Pétur Framhald af bls. 33. sitt og óhætt var aö treysta. Það gerði sitt til að allt gengi sem best. Pétur var tvikvæntur: Fyrri kona hans var Benedikta Jóns- dóttir frá Iragerði á Stokkseyri. Börn þeirra eru þessi: Daniel flugstjóri hjá Loftleiðum, Guðný, húsfrú i Reykjavík, Jón hús- gagnasmíðameistari, Garðabæ. Siðari kona hans var Rannveig Ásgrimsdóttir. Þau eiga einn son, Ragnar. Hann er starfsmaður Flugleiða og vinnur í Osló. Skyldmennum sinum reyndist Pétur vel og var ævinlega boðinn og búinn til hjálpar, ef til hans var leitað. Grunur minn er sá, að þessi trausti og reglusami maður, sem ætið gætti skyldu sinnar og reyndi að verða við óskum gesta sinna muni lifa lengi i minningu skyldmenna og viðskiptavina. Ég heyrði nýlega á Pétri, að hann hyggðist láta af störfum inn- an skamms tíma. Við höfðum þá ráðgert ferð saman austur á æsku- stöðvar okkar og ætluðum að rifja upp nokkrar sólskinsstundir æskuáranna. Sú ferð verður aldrei farin. Konu hans, börnum og systur sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Þ. Eyjólfsson Kveðja frá Sambandi Veitinga- og gistihúsaeigenda: Með Pétri Danielssyni er fall- inn í valinn einn af elztu og beztu hótel- og veitingamönnum okkar lands. Alla tíð stóð hann i fylkingar- brjósti okkar stéttar, bæði hér- lendis og erlendis, hann var einn af stofnendum félagssamtaka okkar og átti sæti í stjórn þess i áraraðir, var fulltrúi okkar í Nordisk Hotel og Réstaurantfor- bund í mörg ár og sótti fundi alþjóðasamtaka hótel- og veitinga- manna (IHA) i yfir tuttugu ár fyrir okkar hönd. Allsstaðar þar sem Pétur Danielsson var fór svipmikill og traustvekjandi maður, sem ávann sér hylli og vináttu allra, sem honum kynntust, þvi hann kunni að umgangast jafnt konunga sem húskarla með þeirri drenglund og alúð, sem honum var i blóð borin. Við sem vorum svo lánsamir að kynnast Pétri Danielssyni í starfi og einkalífi, kunnum vel að meta hæfileika hans og drengskap og munum ávailt sakna hans sem mannsins, sem með framkomu sinni og starfi hjálpaði til að gera íslenzka hótel- og veitingamanna- stétt það sem hún er í dag. Við vottum eftirlifandi eigin- konu hans, Rannveigu Asgrims- dóttur, og börnum hans okkar dýpstu samúð. Þorvaldur G uðmundsson — Minning Sigurlaug Framhald af bls. 26 sinni, og komst hún heim af sjúkrahúsinu stuttu fyrir ferm- inguna sl. vor, en ekki varð sú dvöl heima nema fáar vikur. Ég veit, að ég mæli fyrir munn allra samstarfsmanna Sigurlaug- ar hjá Sakadómi Reykjavíkur og rannsóknarlögreglunni í Reykja- vík, þegar ég sendi Gunnari Inga, Pálma, Ingibjörgu, Jórunni og öðrum ættingjum Sigurlaugar, samúðarkveðjur og óskir um, að Guð blessi þau og styrki I sorg þeirra. Sverrir Éinarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.