Morgunblaðið - 28.07.1977, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
w(/j*nvK''UJS'»it
Nóg um það og hér er á eftir
verið að hugleiða orkumálin eða
öllu heldur
0 Hvað kostar
að bora?
„Það ætti að vera öllum ljóst,
hve þýðingarmikið það er fyrir
Isiendinga að borað sé sem viðast
eftir heitu vatni. Jarðhitinn hlýt-
ur að vera ódýrasta orkan í nútið
og í framtíð, ef hún er ekki látin
greiða aðra dýrari niður. En þá er
spurningin, sem margir velta
fyrir sér og þá sérstaklega þeir,
sem bíða eftir hitaveitu: Vegna
hvers er borunin í fósturjörðina
svo dýr sem raun ber vitni um?
Er þjóðin ekki eigandi að borun-
um og öllum verkfærunum, —
hvað þarf marga menn til að
starfa við hvern bor?
Nú vilja væntanlegir neytendur
fá skýr svör frá þeirri stofnun,
sem hefir með þessi mál að sýsla.
Sundurliðun á kostnaði óskast
sem fyrst.
Getur ein borhola kostað 130
milljónir króna þótt smá sé?
Júlíus.“
Hvað kostar ein borhola —
sjálfsagt eru margir kostnaðarlið-
ir kringum eina borholu og því
væri e.t.v. fróðlegt eins og Júlíus
spyr að fá að sjá sundurliðun á
því.
£ Slæm nýting?
„Það hefur vakið athygli mina
að undanförnu, að í Fisehersundi
standa nú auð a.m.k. tvö verzl-
unarpláss og trúlega er ekki full
nýting á öðru því húsnæði sem
þarna er.
Mikið væri nú gaman ef eig-
endur húsa við Fishersund sam-
einuðust um að gera þarna
skemmtilega verzlunargötu fyrir
smáverzlanir og ýmiss konar
þjónustu og ekki skaðaði að fá
þangað veitingasölu lika. Jafnvel
mætti setja plasthimin yfir sund-
ið og koma þar fyrir gróðri í pott-
um og bekkjum fyrir vegfarendur
til þess að hvila sig á.
Ég held að eigendur húsanna
þarna myndu ekki tapa á þessu,
ef vel tekst til að borgarbúar allir
og unnendur gamal bæjarins sér-
staklega myndu eignast „sjarmer-
andi“ stað, sem gæti gefið borgar-
lífinu aukna ánægju.
Gömlu húsin eru aðeins til ynd-
is, að i þeim endurrómi hjartslátt-
ur mannlifsins á hverjum tima.
Vegfarandi."
Þessir hringdu . . .
0 Skemmtiferð
eða hvað?
Ferðamaður:
„Ég er undrandi yfir því
hvernig sumir fara með sitt
sumarleyfi. S.l. laugardag var ég i
skemmtisiglingu með Baldri til
Flateyjar á Breiðafirði. A bátnum
í þessari ferð var auk annarra
ferðahópur úr Reykjavik auðvitað
i sumarleyfi enda mikill gustur á
mannskapnum. Mér skildist að
hér væri um að ræða stofnun
vissra bændasamtaka á höfuð-
borgarsvæðinu og létu sumir í það
skina að hér væri á ferð aðall
samvinnumanna. Það fór ekki
milli mála að þorstanum var ekki
svalað i kartöfludjúsi eða tómat-
safa. En hvort þessir skemmti-
kraftar hafa vakið allmenna
ánægju meðal farþega skal ósagt
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
I fjórðungsúrslitum áskorenda-
móts kvenna i skák kom þessi
staða upp I níundu einvígisskák
sovézku kvennanna Chiburdan-
idze, sem hafði hvitt og átti leik,
og Alexandriju:
wm mk. • WB.
111 wm w, 1 m i
A ■ w '
wm hp Jl |§ igr 9
§jj m g|É|
m jj A WM wk fé , .
& ÍH m Í>77TtM 0
m ÉH S wm
26. Bf6! — IIb8, (Eftir 26 . . . gxf6,
27. Hg3+ verður svartur mát) 27.
Dg5 — Bf8, 28. Bxg7! — Bxg7, 29.
Hg4 — Kf8, 30. Dxg7+ — Ke8, 31.
Dg8+ — Kd7, 32. Kxf7+ og
svartur gafst upp. Hin 15 ára
gamla Chiburdanidze sigraði i
einvíginu. Hún hlaut 5'A vinning,
en andstæðingur .hennar 4'A. í
undanúrslitum kvennaáskorenda-
mótsins leiða saman hesta sina
annars vegar þær Chiburdanidze
og Achmilovskaja (báðar frá
Sovétríkjunum) og vegar Le-
inacko (Búlgaríu) og Kushnir
(ísrael).
Iátið, en eftir þessu var tekið bæði
af Eyjabúum og öðrum. Ósjálfrátt
flaug i hugann að kostnaðarliður
stofnunarinnar hlýtur að bólgna
við svona ferðalög og hinn al-
menni íbúi úti á landsbyggðinni
veltir þvi fyrir sér hvort ekki
væri gott fyrir svona hópa að eyða
sumarleyfi sinu á annan hátt i
stað þess að „spandera" þvi i aug-
lýsingaferð meðal landsbúa á
vafasaman hátt.“
% Um rusl
í Reykjavík
Kona i Reykjavík:
— Ég fagna þeirri umræðu og
þeim ummælum sem höfðeru eft-
ir erlendum ferðamanni I Velvak-
anda á dögunum um rusl í mið-
borg Reykjavikur. Ég hef mikið
ferðast og ég undrast hversu mik-
ið rusl getur safnast hér á götun-
um, sumir henda hreinlega úr
öskubökkum bílanna á göturnar
og það þótt öskutunnur séu i
grenndinni. Það þyrfti að hefja
herferð meðal barnanna strax á
unga aldri og kenna þeim að bera
virðingu fyrir umhverfinu, því
mér virðist þetta einatt vera fólk
af yngri kynslóðum, þó að eldra
fólk eigi líka nokkra sök. Islend-
ingar eiga hús á heimsmæli-
kvarða, en svo er allt látið reka á
reiðanum með ytri umgengni, því
eru íslendingar svona?
HÖGNI HREKKVÍSI
Hvur f j... — ég verð að bæta þetta!
^Stórmót
Sunnlendingar efna til sameiginlegs hesta-
móts, og kynbótasýningar á Rangárbökkum
viS Hellu, dagana 6 og 7. ágúst. n.k.
Dagskrá: á laugardag.
kl. 10. Hryssur mæti til dóms. Dómnefnd starfar allan
daginn.
kl. 13. Unglingakeppni. 1 2 ára og yngri og 1 3— 1 5 ára.
Töltkeppni fyrir félagsmenrv viðkomandi félaga. Einnig
töltkeppni fyrir unglinga 1 3 ára og yngri.
Á sunnudag.
Undanrásir kappreiða. 1 500 m brokk, 250 m folahlaup,
350 m stökk, 800 m stökk, 250 m skeið, 1 500 m stökk.
Peningaverðlaun í kappreiðum
25% af inngangseyri á mótssvæðið
3 fyrstu hross, í hverri grein, sýninga og keppni fá
áletraðan minnispening til eignar.
Bezta hryssan, færauk þess farandsgrip, stóðhryssuna.
Þátttaka i kynbótasýningu og kappreiðum tilkynnist
til Magnúsar Finnbogasonar, Lágafelli. sími um
Hvolsvöll fyrir miðvikudagskvöld 3. ágúst.
Unglingar og þátttakendur í töltkeppni, tilkynni við-
komandi formanni, fyrirsama tíma.
Undirbúningsnefnd.
Allttil
að
grilla
Útigrill og allt sem þeim fylgir: grill-
tengur, viðarkol og uppkveikjulög-
ur. Ekkert af því má gjeymast þegar
ætlunin er að njóta Ijúffengs mat-
ar undir beru lofti.
Lítið á sumar- og ferðavörurnar á
bensínstöðvum Shell.
Olíufélagið
Skeljungur hf
Stór
ÚTSALA
hefstídag
Kjólaefni, handklæði,
metravara, þurrkur
W
Otrúlega lágt verð.
Verzlið meðan úrvalið er mest
Egill 3acobsen
Austurstræti 9