Morgunblaðið - 28.07.1977, Page 44

Morgunblaðið - 28.07.1977, Page 44
U <;LYSIN<;AS!MINN ER: 22480 FIMMTUDAGUR 28. JULÍ 1977 Ljósm. Mbl. Friðþjófur). BROSAÐ A GAMLA VERÐINU — Bensínlítirinn hækkar í dag úr 80 krónum í 88 krónur, svo það var eins gott að fylla á tankinn í gær. „Þurrt en þó þurrkleysa” Heyskapur gengur skrykkjótt hjá bændum HEYSKAPUR hefur gengið sæmilega víðast hvar um landfð að undanförnu, en bændur bfða þó eftir góðum þurrki. Eru tún viðast vel sprottin og viðast þarf að slá á næstu dögum svo þau spretti ekki úr sér. Enn eru hey óhrakin og er það ef til vill stærsti munurinn frá þvf, sem var sfðastliðið sumar. Ifjalti Sigurbjörnsson bóndi unnt að fara að þurrka fyrr en á Kiðafelli í Kjós. sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þar gengi heyskapurinn heldur skrykkjótt. Vel væri sprottið á túnum og bændur búnir að slá töluvert nú upp á siðkastið. Hey væru ekki legin að neinu ráði vegna þess hversu seint hefði yfirleitt verið slegið, en vand- kvæði væru á því að ná heyinu inn. Þurrkdagarnir sem kæmu nýttust fremur illa, því að yfir- leitt tæki það heilan dag að þorna undir og væri því ekki hinn næsta, en slikir samfelldir þurrkdagar væru fágætir enn sem komið væri. Þó kvað hann bændur yfirleitt hafa komið nokkru inn í síðustu viku, og sunnudagurinn hefði einnig verið góður. Mánudagurinn hefði einnig nýtzt bændum í innsveitinni en ekki þeim sem væru næst ströndinni. Hann kvað menn yfirleitt heldur bjartsýnni á heyskapinn nú en í fyrra, enda þótt ekki væri búið að hirða ýkja miklu meira af Tvílembingarnir byrjaðir veiðar: „Gengur vel að toga en vantar þéttari lóðningar - segir Steingrímur Sigurðs- son skipstjóri á Bjarnarey Vestmannaeyjabátarnir Bylgja og Bjarnarey byrj- uðu í gær kolmunnaveiðar með tvílembingstrolli úti fyrir Austfjörðum, en þeir fóru út frá Vestmannaeyj- um á laugardag og reyndu þá trollið kringum Vest- mannaeyjar. ,,Við erum núna með fyrsta hal- ið hér fyrir austan og gengur okkur ágætlega að toga og trollið virðist fara vel i sjónum. Hins vegar höfum við lítið sem ekkert fundið frá því að við komum hing- að,“ sagði Steingrímur Sigurðs- son, skipstjóri á Bjarnarey, i sam- tali við Morgunblaðið síðdegis i gær en Bjarnarey og Bylgja komu á kolmunnamiðin úti fyrir Aust- fjörðum um hádegisbilið. Steingrímur sagði í samtalinu við Morgunblaðið, að bátarnir sem eru um 150 rúmlestir væru í minnsta lagi til að draga jafn stórt troll og þeir væru með. Kvað hann op trollsins vera 25 faðma á hvern kant eða alls um 2000 fer- metra. Það væri örugglega mjög gott fyrir stærri báta að vera tveir saman með troll. Þá sagði Steingrimur að tilfinn- anlega vantaði leitarskip á Aust- fjarðamið til að svipast um eftir kolmunnanum. Bliðuveður væri þar núna, en það vantaði aðeins þéttari kolmunnalóðningar í sjón- um, og leitarskip. Skattskrár á Reykjanesi og Vestur- landi lagðar fram á morgun SKATTSKRAlN I Reykjanesum- dæmi verður lögð fram á morgun og að þvf er stefnt að svo verði einnig gert í Vesturlandsum- dæmi. Skattskrár I þeim þremur umdæmum, sem þá verða eftir, Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandskjördæmi vestra, verða væntanlega lagðar fram á tfmabilinu 5.— 12. ágúst. Að því var stefnt að skattskráin í Reykjanesumdæmi yrði lögð fram í gær, en af þvi varð ekki þar sem ýmislegt tafði fyrir. Svartsýnir á sól í dag — IIELDUR erum við svartsýnir á að mikil sól verði um landið á morgun, sagði Markús Einarsson veðurfræðingur, er Mbl. ræddi við hann I gærkvöldi. — Útlit er fyrir að skýjað verði á suðvestur- horninu og jafnvel rigning með kvöldinu. Annars staðar á land- inu spáum við þokulofti og skýj- uðu veðri við strendur og á annesjum, en bara góðu veðri yfir hádaginn I innsveitum, sagði Markús. Mestur hiti á landinu mældist á Hellu í gær, 20 stig. A Kirkjubæj- arklaustri og Mýrum mældist mest 19 stiga hiti. í Reykjavik varð mestur hiti 13 stig og 12 stig á Akureyri. heyi en í fyrra. Hins vegar þyrfti ekki nema 3—4 sam- fellda þurrkdaga til að þokka- leg útkoma fengist með hey- skapinn. Björn Jónsson, Bæ á Ilöfða- strönd hafði svipaða sögu að segja. Hann kvað bændur þar Ljósm. Mbl. RAX. langt komna með að slá og þeir ættu þannig mikil hey liggj- andi, en þurrkinn vantaði til að ná þeim inn. Þurrkdagarnir sem kæmu nýttust illa, þar sem hluta dagsins væri þoka og. jafnvel skúrir. Biðu menn nú Framhald á bls. 24. Jón og Guðlaug í efetu sætunum Fyrsta almenna lodnuveidin: ISLANDSMEISTARINN Jón L. Arnason vann Ilelga Olafsson I æsispennandi skák á Norður- landamótinu I Ilelsinki I gær- kvöldi. Er Jón nú kominn I efsta sætið á mótinu með 6 vinninga að 7 umferðum loknum, en efsta sætinu deilir hann með Finnan- um Hurme, sem á erfiða biðskák frá því í gærkvöldi. Guðlaug Þor- steinsdóttir heldur sfnu striki á mótinu og vann andstæðing sinn f gærkvöldi næsta auðveldlega. Er Guðlaug efst í kvennaflokki á mótinu ásamt Karmlin frá Svf- þjóð. Ilefur Guðlaug Norður- landatitil að verja og er enn tap- laus f mótinu. í skák þeirra Helga Olafssonar og Jóns L. Arnasonar i gærkvöldi, hafði sá fyrrnefndi hvitt og fékk betra tafl út úr byrjuninni. Komst Jón fljótlega í tímahrak og bauð Átta skip með 3000 lestir í fyrrakvöld og gærmorgun hann Helga jafntefli eftir 24 leiki. Þáði Helgi það ekki, en sjálfur bauð hann siðan jafntefli eftir 30 leiki. Þá var það Jón, sem sagði nei og tryggði sér sigur í skákinni með að leika síðustu leikina mark- visst þó tími hans væri á þrotum. Biðskákir úr 6. umferð voru tefldar i gærmorgun og vann Jón þá m.a. Danann Anderson. Er Jón nú með 6 vinninga, en Helgi Ólafsson er með 5 vinninga. AIls taka 10 íslenzkir skákmenn þátt í mótinu. NOKKUR loðnuveiði var á miðunum norður af Slraumnesi í fyrrakvöld og gærmorgun, en frá því seint í fyrrakvöld þar til Ouólaug Jón L. um kl. 8 í gærmorgun til- kynntu 8 skip um afla, samtals 2920 lestir. Fóru skipin með loðnuna til Bol- ungavíkur og Siglufjarðar. Þá bárust þær fréttir af miðunum í gær að mörg skipanna væru komin með góðan afla og hefðu þau verið að kasta í gær. Alls munu nú um 20 skip vera byrjuð loðnuveiðar. Fyrsta skipið sem tilkynnti um afla í fyrrakvöld var Harpa RE, sem fór til Bolungavikur. Þangað fóru lfka Árni Sigurður AK með 130 tonn og rifna nót og Bjarni Ólafsson AK með 480 tonn: Þá hélt Vörður til Grindavíkur með 150 tonn og rifna nót og Sæberg SU fór með 30 tonn til Siglufjarð- ar, en eitthvað hafði bilað um borð. í gærmorgun fóru þrír bátar til Siglufjarðar. Voru það Kap 2. VE með 500 tonn, Gullberg VE með 560 tonn og Súlan EA með 670 tonn. Þá fregnaði Morgunblaðið að Guðmundur RE hefði verið bú- inn að fá 500 tonn i gærmorgun og Eldborg GK 300 tonn. Jón Þórðarson leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Árna Frið- rikssyni sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir leit- uðu nú loðnu austur af aðalveiði- flótanum, á svipuðum slóðum og loðnuskipin hefðu fundið loðnu í síðustu viku. Sagði Jón, að þeir væru rétt að koma á svæðið, og ekkert fundið enn. Kvað hann þá verða á svæðinu við loðnuleit fram á föstudag, en þá halda til lands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.