Morgunblaðið - 31.07.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULI 1977
3
Sigrfður E. Magnúsdóttir
Ljóðatónleikar í
Norræna húsinu
Söngvararnir Sigriður E.
Magnúsdóttir og Simon Vaughan
munu, ásamt píanóleikaranum
Jónasi Ingimundarsyni, halda
tónleika í Norræna húsinu næst-
komandi þriðjudagskvöld. A
efnisskránni eru verk eftir Schu-
bert, Brahms og Hugo Wolf.
Tónleikarnir á þriðjudagskvöld
hefjast kl. 21.00.
Simon Vaughan
Jónas Ingimundarson
Tímakaup bænda 13%
lægra en verkamanna
MEÐALVERÐMÆTI framleiðsiu
þeirra 168 búa, sem færðu
búreikninga á árinu 1977 og voru
tekin til endanlegs uppgjörs af
Búreikningastofu iandbúnaðar-
ins var rétt um 5 milljónir króna.
Kostnaður við búreksturinn
reyndist vera 3,5 milljónir kr. þar
af var fyrning 321 þúsund krónur.
Laun bóndans og fjölskyldu hans
við búreksturinn námu þvf rétt
um 1,5 milljónum króna. Tekjur
höfðu hækkað að meðaltali um
23% frá árinu 1975. Meðalvinnu-
stundafjöldi var 4147 klst. og
kaup á hverja klukkustund var
þvf 365 krónur. Meðal tfmakaup
verkamanna á sfðastliðnu ári var
32% hærra en bænda og verka-
kvenna 13% hærra. Miðað við
þessar tölur var kaup bænda og
þeirra af fjölskyldum þeirra sem
störfuðu við búreksturinn, 68%
lægra en verkamanna en enn
liggja ekki fyrir upplýsingar um
hlutfall tekna bóndans í saman-
burði við tekjur þeirra viðmið-
unarstétta, sem laun bænda skulu
miðuð við samkvæmt verðlags-
gundvelli.
Komu þessar upplýsingar fram
í síðasta fréttabréfi Upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins. Á
árinu 1976 færðu 224 bændur bú-
reikninga i samvinnu við Bú-
reikningastofu landbúnaðarins
en til endanlegs uppgjörs voru
tekin 168 bú. Meðalstærð búanna
var 560 ærgildi, en það svarar til
tuttugu og tveggja mjólkurkúa
auk geldneytis eða 560 kinda.
Meðal framleiðsa af kindakjöti
var rétt um 4,0 tonn, af mjólk 42
þús. ltr. og af nautakjöti 787 kg.
Búreikningabúið lagði til 409 kg.
af ull og 235 gærur af dilkum til
iðnaðarins. Mjög mikill munur er
á afkomu búreikningabændanna.
Framleiðslutekjur á kind voru að
meðaltali 9.779 kr., en breytilegur
kostnaður var 3.656 kr., framlegð
var því 6.123 kr. á kind. Sá bónd-
inn sem hæsta framlegð hafði var
með um 11.000 kr. á kind. Hæstu
fjölskyldulaun á vinnustund við
fjárbú reyndust vera 1.000 kr. en
þau lægt + 69 kr. Ástæðan fyrir
þvi að viðkomandi bóndi varð að
greiða með sinni eigin vinnu var
mikil fjárfesting og miklar vaxta-
greiðslur. I mjólkurframleiðsl-
unni var ennþá meiri munur á
tekjum bændanna en í sauðfjár-
ræktinni. Mesta framlegð á
mjólkurkú var 180 þús. kr. en sú
minnsta rétt innan við 40 þús. kr.
Hæstu fjölskyldulaun á vinnu-
stund voru 1300 kr. en þau lægstu
+ 164 kr.
Sérhæfður búskapur gafst bet-
ur en blandaður búskapur að
sögn upplýsingaþjónustunnar. Ef
tekið var tillit til bústærðar þá
var ekki verulegur munur á af-
komu sauöfjárbænda og mjólkur-
framleiðanda. Skuldir námu að
meðaltali 2,3 millj. kr. í árslok og
meðal vaxtargreiðsla á árinu var
286 þús. kr.
Að undnaförnu hefur bfli á vegum Simrad verksmiðjanna f Noregi
verið á ferð um Island og áður en hann fer út verður hann- búinn að
koma við f svo til hverju einasta sjávarplássi á landinu. í bflnum eru
fjölmörg þeirra fiskileitartækja sem verksmiðjan framleiðir, enn-
fremur staðsetningartæki og talstöðvar. Að sögn Ögmundar Friðriks-
sonar, framkvæmdastjóra Simradumboðsins á lslandi, Firðriks A.
Jónssonar h.f., er ekki fjarri lagi að heildarverðm æti bfisins og þeirra
tækja sem í honum eru sé f kringum 50 millj. kr. Myndina tók Emilfa,
af Ögmundi Friðrikssyni og Jóni Ölafssyni sölustjóra í sýningarbfln-
um.
Útsýnarferö sólskinsferð með kostakjörum
Ferðaskrifstofan
UTSYN
Símapantanir: 20100—27209
Skrifstofutími: 09.00—17.30
AUSTURSTRÆTI 17, II. HÆÐ.
Afríka/Tanger -
Granada, Sevilla
Cordoba, Malaga,
Nerja-hellarnir, Tívoli,
Burrow-safari o.fl.
Brottför vikulega
á sunnudögum.
Tveggja daga ferð
til ANDORRA
- Barcelona, Montserrat,
ofl.
Brottför vikulega
á föstudögum.
Feneyjar- Flórens
- Gardavatn - Verona
Dolmiti-alparnir,
Júqóslavía/Austurriki
og fl.
Brottför vikulega
á miðvikudögum.
Geysifjölbreytt úrval skoðunarferða
Frá
Frá
Costadel Sol Costa Brava Lignano
NÚ
fer hver að verða síðastur
að komast í Útsýnarferð
á þessu sumri