Morgunblaðið - 31.07.1977, Page 20

Morgunblaðið - 31.07.1977, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULl 1977 „Við þurfum kristilega vakningu umfram allt” Hugsjónamaðurinn og atorkumaðurinn Jón Helgi Þorbergsson, óðalsbóndi á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu er 95 ára í dag.Hann fæddist 31. júlí 1882 á Helgastöðum í Reykjadal. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Hálf- dánardóttir frá Öndólfs- stöðum og Þorbergur Hall- grímsson frá Hallbjarnar- stöðum í Reykjadal (af Hraunkotsætt). Bræður Jóns voru þeir Hallgrímur bóndi á Halldórsstöðum í Láxárdal og Jónas útvarps- stjóri, en þeir eru nú báðir látnir. Jón stundaði ungur nám, m.a. í búnaðarfræðum, i Noregi, Danmörku og á Bretlandseyjum, ferðaðist um landið um 10 ára skeið og leiðbeindi bændum, einkum um sauðf járrækt, á árunum 1909—1919, fyrstu 5 árin af eigin rammleik, en síðar á vegum Búnaóar- félags íslands. Á þeim ferð- um mun hann hafa komið á nær hvern sveitabæ á land- inu. Hann keypti Bessa- staði á Alftanesi 1917 og bjó þar til 1928, þegar hann keypti Laxamýri, þar sem hann hefir búið síðan, hin síðari ár með sonum sínum. Hann hefir átt frumkvæðið að fjölmörgum hagsmuna- og framfaramálum bænda og barizt fyrir þeim með athöfnum, í ræðu og í riti, um áratugi. Nefna má kyn- bætur og hirðingu sauð- fjár, jarðrækt, laxaklak og fiskeldi, landnám og ný- býli, hátíðisdag bænda o.fl. o. fl. Hann var yfirullar- matsmaður á Suðurlandi og ráðunautur 1916—1928, í stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings og fulltrúi í Mjólkurfélagsráði Reykja- víkur 1918—1928, stofn- andi og formaður Búnaðar- félags Garða- og Bessa- staðahrepps 1918—1928, stofnandi og í stjórn félags- ins Landnám og fram- kvæmdastjóri þess 1924—1934, stofnandi Bún- aðarsambands Suður- Þingeyjarsýslu 1928 og for- maður þess í 20 ár, búnað- arþingsfulltrúi í 15 ár og er heiðursfélagi Búnaðar- félags íslands. Þá ber að nefna, að Jón H. Þorbergsson er mikill trúmaður og áhugamaður um krikju- og kristnilíf og hefur ritað margar greinar og flutt fjölda erinda um kristindómsmál. Jón hefur ritað margt um dag- ana, og frá hans hendi hafa komið út bækur: Hirðing sauðfjár 1912, Kynbætur sauðfjár 1915, frá Skot- landi 1915, Hrossasalan 1916, Landirám 1930, Þjóðstjórnar- flokkur 1932, Tfmamót 1934, Endurskoðun lýðræðisins 1941, Vakning 1959 og Ævidagar (sjáifsævisaga) 1964. Þar að auki er sægur greina í blöðum og tima- ritum. Hann var fyrsti upphafs- maður að stofnun dagblaðsins Tímans og vann að henni þegar á árinu 1915, og hann var meðrit- stjóri búnaðarblaðsins Freys 1926—1936. Jón gekk að eiga Elínu Vigfús- dóttur frá Gullberastöðum i Borgarfirði árið 1921. Þau hafa eignazt 6 börn, og eru 5 þeirra á lífi. Jón ber hinn háa aldur vel og virðulega, er grannvaxinn og kvikur í spori og heldur óskertum sálargáfum og eldlegum áhuga sinum á öllum þeim framfaramál- um og öðrum þeim hjartans mái- um, sem hann hefur barizt fyrir um dagana. Fréttamaður Mbl. hitti Jón H. Þorbergsson að máli hér á dögun- um í tilefni afmælisins og bað hann segja lesendum nokkuð af ævi sinni og viðfangsefnum. Hann varð fúslega við því, og fer nokkuð af því hér á eftir: — Ég var alinn upp á mjög kristnu heimili. Móðir min, Þóra Hálfdánardóttir frá Öndólfsstöð- um, og amma min, Sigríður Illugadóttir frá Baldursheimi, innrættu mér i bernsku guðsorð og góða siðu og trú að skaparann. Þegar ég var átta ára, var gamla Sigríður búinn að láta mig lesa alla Biblíuna, og ég var fluglæs 6 ára gamall. — Móðir mín andaðist, þegar ég var 10 ára, og þá leystist heimilið upp. Ég fór til vandalausra og hef séð fyrir mér síðan. Húsbændur mínir urðu Nói Jónsson, þá bóndi i Glaumbæjarseli, en siðar á Hömrum í Reykjadal, bróðir Björns ritstjóra á Akureyri, og Sigurlaug Jónsdóttir frá Forna- stöðum. Hún var stórgáfuð kona og lét mig lesa og læra mikið. — Það var einn dag í skúra- veðri, þegar ég var nýkominn í vistina, að ég var að ganga við lambær. Ákaflega sterkur friðar- bogi var á himninum, og ég hafði heyrt, að maður mætti óska sér hvers, sem maður vildi, ef maður stæði undir endanum á honum, og það mundi rætast. Ég komst þarna undir endann á friðarbog- anum og fór að hugsa um, hvers ég ætti að óska mér. Þá var eins og hvíslað að mér, hvers mamma mín mundi vilja að ég óskaði mér. Og óskin varð sú að ég yrði góður og guði þóknarlegur maður. — Ég hef ævinlega verið trú- hneigður og trúrækinn maður, þó að ég segi sjálfur frá. Presturinn, sem fermdi mig, séra Helgi Hjálmarsson, innrætti okkur fermingarbörnunum guðsorð mjög ákveðið. Síðar var ég eitt ár i krisitlegum lýðskóla i Noregi og hafði mjög gott af þeirri dvöl. Vorið 1917 varð ég kirkjubóndi á Bessastöðum, og þá fór ég fyrir alvöru að hugsa um krikjuleg mál. Ég hóf að skrifa um þau 1920, og síðan hef ég fengið mörg þakkarbréf. Meðal þeirra, sem hafa þakkað mér þessa viðleitni . mína, er sjálfur biskupinn yfir Islandi. Þessa dagana er ég að semja grein um trúmál, sem ég — segir Jón H. Þorbergs- son á Laxamýri, sem er 95 ára í dag ætla að biðja Morgunblaðið að birta einhvern tíma innan skamms. Við þurfum vakningu, við þurfum kristilega vakningu umfram allt. Eg hef lesið daglega í Bíblíunni með konunni minni um tugi ára og haft bænarstundir hér heima. Þremur klukkustund- um á degi hverjum ver ég til að tala við drottinn minn, bið þá fyrir landi og þjóð og að kristnin megi fara sigurför um heiminn. Einnig bið ég fyrir vinum mínum og vandamönnum og öllum þeim mörgu, sem eiga við bágindi að búa. Bænin er styrkur minn og hefir eiginlega alltaf verið, og ekkert byggir mig upp eins og það að biðja fyrir öðrum. Þú sérð, hvað ég er sléttur að vangann og held mér vel þrátt fyrir þennan aldur. Ég þakka það bæninni og trú minni umfram allt. Bjartsýni og hugarstyrkur styrkir heilsuna meir og betur en nokkuð annað, og hvort tveggja hefir trúin veitt mér, vissan um guðlega föður- handleiðslu. — Upphaf ævistarfsins, seg- irðu. Já, ég reyndi að búa mig undir það með þvi að afla mér menntunar i búvísindum, fyrst í Noregi, en siðar fór ég nokkrum sinnum til Bretlandseyja i sama skyni. Það var Hallgrimur bróðir minn, sem studdi mig og hvatti til Noregsfararinnar og útvegaði mér þar skólavist, hann var búinn að vera þar á skóla áður. Ég aflaði mér einkum menntunar í sauð- fjárrækt, enda var hún megin- þáttur íslenzks búskapar á þess- um tima. Hallgrímur bróðir minn var brautryðjandi i íslenzkri sauð- fjárrækt. Hann ferðaðist um og benti bændum á, að þeir yrðu að velja lifféð eftir ákveðnum regl- um, sem hann gaf þeim, en á þessum tíma voru bændur mjög skammt á veg komnir við að bæta féð og vissu lítið, hvernig þeir áttu að fara að því. — Svo fór ég að ferðast um landið 1909, fyrstu fimm árin upp á minr eigin spitur með smástyrk frá Búnaðarfélagi íslands. Ég leiðbeindi bændum um kynbætur og fóðrun á þessum ferðum min- um. Ég fór fyrst um sveitirnar til bændanna, skoðaði féð hjá þeim og talaði við þá, en hélt svo fundi með þeim til að segja þeim hvað væri að og hvað þeir ættu að gera til úrbóta. Ég lét hreppstjórann annast fundarboðin. Á þessum ár- um kom ég bændum til að steypa sundbaðker með sigpalli eftir skozkri fyrirmynd, því að féð gat víða ekki þrifizt fyrir lús og kláða. Nú baða allir bændur i sundbað- kerum. — Arið 1911 fór ég að halda hrútasýningar, sem urðu og eru enn nokkurs konar námskeið fyr- ir bændur. Ég kom hrútasýning- unum á út um allt land, og við „Þú vaknar aldrei aftur, ef þú leggur þig ” Þessi ferðasaga er orðrétt munnleg frásögn öidungsins Jóns H. Þor- bergssonar, tekin á segulband á heimili hans á Laxamýri og rituð, eins og hann mælti fram níu dögum fyrir 95. afmælis- dag sinn án minnsta hiks og án stuðnings minnis- blaða. Jón sagði söguna tii að sýna dæmi þeirrar bæn- heyrslu og guðlegrar handleiðslu, sem hann telur sig hafa notið á langri og merkri ævi. — Ég hafði ferðazt um landið í 5 ár til að leiðbeina bændum um sauðf járrækt, en þá var landbúnaðurinn aðallega sauð- fjárrækt. Nú, ég varð að ríða öll vötn og oft að sundríða, því að þá voru engar brýr, en ég lærði fljótt að sjá vötnin út, eins og vatnamennirnir gömlu, því að þeir fylgdu mér fyrst yfir vötn- in. Ég lenti náttúrlega oft í svaðilförum, en ég ætla nú að- segja þér frá þeirri, sem var alvarlegust. Sumarið 1914 hafði ég verið í Skotlandi og Hjaltlandi, — var oft í siglingum til að leita mér nýrra upplýsinga, — og átti að mæta þetta haust á hrúatsýn- ingu á búnaðarsambandssvæði Suðurlands. Nú var ég kominn heim og fór af stað með tvo ágæta og duglega hesta og kom við i Stóradal hjá Jóni vini mín- um Jónssyni. Hann segir mér, að gangnamenn úr Svinadal fari i göngur eftir tvo daga og muni hitta Biskupstungna- menn í Kerlingaf jöllum, og það sé bezt fyrir mig að hvíla mig og fara með þeim og verða svo samferða Biskupstungnamönn- um suður af. Það var svo á laugardegi, að við lögðum upp. Það var norðanhald, svona hálfvont veður. Við fórum suður heiðina og lágum þar í tjaldi. En enginn sofnaði nokkurn blund, þvi að svo var mikið kveðið og sungið, og Sigurður Erlendsson á Stóru-Giljá var sá, sem sá um kaffið. Svo kemur gangnafor- inginn inn um morguninn og segir, að við verðum að reyna að halda áfram, þó að útlitið sé ekki gott. Þá var norðan hríð. Svo lögðum við af stað. Ég er fæddur með þvi, að ég tapa aldrei áttum, og ég varð var við það, þegar leið á daginn, að við fórum einlæga króka, en ég skipti mér ekkert af því. Svo birti upp, og þá voru þeir komn- ir langt afleiðis. Þeir fara svo að Hveravöllum um kvöldið. Þar var gamalt sæluhús, en þakið var komið inn, svo að það var engin leið að vera þar í rólegheitum. Við sváfum þar heldur ekki þeitt þessa nótt. Svo segja þeir við mig þarna um morguninn: ,,Ja, Biskups- tungnamenn hafa ekki komið, það gerir stórhríðin í gær,“ og segja, að ég skuli bata koma með þeim aftur til baka. Ég segi, að þá verði ég of seinn á sýningarnar, og þeir verði að vísa mér veginn. Ég hafði eldrei farið þetta, hafði ekkert kort og ekkert tjald, bara hest- ana tvo, nóg skjólföt og annan hestinn með þverbaktösku, deig handa hestunum og nóg af góðu nesti, sem Jón vinur minn i Stóradal hafði látið mig fá. Einn gangnamanna fór með mér til að sýna mér vörður á Kili. Ég fór svo Kjalaveg. Þar var umbrotafæri og hestarnir rétt komust áfram gegnum snjóinn. Þó að ég hefði aldrei farið þetta, vissi ég, hvernig lands- lagið var og ætlaði mér að reyna að ná í ferðamannakofa við árós Hvítár, þar sem hún kemur úr Hvitárvatni. En svo fer að skyggja og kemur myrk- ur, áður en ég kemst svo langt, að ég sjái þangað almennilega. En ég tók stefnuna á Bláfell fyrir sunnan Hvítá, en lenti of vestarlega og varð að setjast að, þegar orðið var dimmt, undir stórum steini. Þarna var mýri með miklu grasi, þar sem hest- arnir höfðu góða beit. Undir steininum ætlaði ég að vera um nóttina. En svo brestur á grenjandi stórhríð Ég fer strax að ná í hestana. Þeir voru báðir styggir í haga, og ég hafði ekki getað heft þá, fyrir það að höftin voru svo frosin. Þeir hétu Rauður og Sokki, og Sokki minn kom i fangið á mér þarna i hríðinni, þó að hann væri afskaplega styggur, og Rauður kom á eftir. Ég tók þá báða, lagði við þá, lagði á þá reiðtygi og þverbaks- tösku og batt þá saman sunnan undir steininum. Eg var þræl- uppgefinn af ferðalaginu og svefnleysinu og langaði til að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.