Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JÚLl 1977
21
Jón II. Þorbergsson á Laxamýri. — Myndin er tekin nokkrum dögum
fvrir 95 ára afmæli hans.
Hallgrimur heitinn bróðir minn
sömdum reglugerð um, hvernig
ætti að verðlauna hrútana. Sú
reglugerð gildir að mestu enn í
dag. Ég sótti um og fékk styrk frá
Búnaðarfélagi íslands til að verð-
launa hrúta gegn jöfnu tillagi frá
sveitunum. Búskaparlagið var
alltof gamaldags á þessum árum,
en sveitafólkið var kjarnmikið og
bændur í vakningu og tóku öllum
leiðbeiningum vel og þakksam-
lega. Ef ég ætti nú að gefa bænd-
um gott ráð í sauðfjárbúskap,
væri það að koma upp öðru sauð-
fjárkyni með því að hreinrækta
fyrsta liðs kynblendinga til
sláturfjárbóta undan þingeyskum
úrvalsám og Border-
Leichester-hrútum. Á því gætu
bændur grætt milljónir árlega án
aukins tilkostnaðar.
— Og svo eru það nú félagsmál-
in. Þegar ég fór að búa á Bessa-
stöðum, stofnaði ég Búnaðarfélag
Garða- og Bessastaðahrepps og
varð formaður þess. Þetta var
fyrirmyndarfélag. Ég stofnaði
sjóð i félaginu til að lána bænd-
um, sem þurftu að ræsa fram
mýrar og kaupa tilbúinn áburð.
— Annars vil ég skjóta því hér
inn, að ég tel, að farið sé að nota
tilbúinn áburð alltof mikið og
okkur vanti búvisindi í sambandi
við áburðinn, en það er nú verið
að vinna að þeim. Það er nauðsyn-
legt fyrir jörðina að fá búfjár-
áburðinn, sem inniheldur lifræn
efni, en of mikill tilbúinn áburð-
ur eyðir þeim. Jörðin sveltur, ef
hana skortir lifræn efni, og það
kemur svo fram i sjúkdómum í
búfénu, og svo óhollustan með
tíma’num i fólkið. Okkur hefnist
fyrir, ef við skilum ekki jörðinni
aftur þvi, sem jarðarinnar er.
— Meðan ég var á Bessastöðum,
var ég í stjórn Búnaðarsambands
Kjalarnesþings og fulltrúi i
Mjólkurfélagsráði Reykjavíkur.
Svo þegar ég kom hingað 1928,
átti ég mestan þáttinn i að stofna
Búnaðarsamband Suður-
Þingeyinga og vann sem formað-
ur þess í 20 ár, kauplaust auðvit-
■að. Búnaðarsambandið kom ýmsu
góðu til leiðar eins og að slétta öll
tún á 10 árum, gera tilraun með
Border-Leichesterféð, sem var
mjög jákvæð, auka jaróræktina
bæta meðferð og notkun búfjár-
ábúrðar, auka garðyrkjuna o.fl.
— Ég var einn af stofnendum
félagsins Landnáms, sem komaf
stað nýbýlamálinu. Ég var fram-
kvæmdastjóri félagsins i 10 ár,
ferðaðist um og hélt fyrirlestra
um nýbýlamálið upp á eigin
reikning. Upp úr þvi var svo
Landnám ríkisins stofnað. — Þá
átti ég frumkvæðið að þvi, að far-
ið var að halda árlegan bænda-
hátíðardag. Ég skrifaði öllum
búnaðarsamböndum á landinu
um þetta og sendi erinúi inn á
búnaðarþing. Ég stóð fyrir
bændahátíð á Laugum i 6 ár, en
þá tók Búnaðarsambandið við þvi.
— Nú, svo hef ég stundað bú-
skapinn sjálfur og haft af honum
lífsuppeldi. Ég keypti Bessastaði
á Álftanesi 1917 og var þá sama
sem eignalaus maður. Ég þurfti
að taka allt jarðarverðið að láni,
og þeir reyndust mér vel, Magnús
Sigurðsson og Björn Kristjánsson,
sem þá voru bankastjórar Lands-
bankans. Mér hafði verið boðin
ráðunautsstaða hjá Búnaðarfélagi
Islands, en hafnaði henni, þvi að
ég hafði alltaf ætlað mér að verða
bóndi og framkvæma það sjálfur,
sem ég hafði verið að segja bænd-
um um allt íand, að þeir ættu að
gera. Ég vildi ekki kaupa kot, því
að ég sá, hvernig kotabændurnir
börðust i bökkum úti um allt land.
Þess vegna keypti ég jörð, þar
sem möguleikar voru miklir, þó
að ég tefldi nokkuð djarft.
— En Bessastaðir eru ekki fjár-
jörð og ég gat ekki búið þar sauð-
fjárbúi, eins og ég vildi. Eftir 11
ára búskap þar keypti ég þvi
Laxamýri, sem þá va'r auglýst til
sölu, og fluttist hingað 1928. Jörð-
in var þá í gamla ástandinu, með
torfhús út um allt tún, og ég
byggði strax á fyrsta ári fjárhús
fyrir 300 fjár og hlöðu vió. Og nú
er búið að byggja upp alla jörð-
ina. Túnið gaf 300 hesta, þegar ég
kom, en nú hefur töðufengur
meira en tifaldazt. Hér búa nú
tveir synir mínir, og þeir hafa líka
mikið gert. Við höfum unnið þetta
i féiagi, við höfðum lengi svona
félagsbú eða fjölskyldubúskap. —
Svo höfum við gert mikið að þvi
að rækta ána, og hér hefir verið
og er enn mikið laxaklak. Það er
mikil framtíð í því. Og Laxamýri
er góð jörð, og hér hefir verið gott
að búa og gott að vera. það hefir
oft verið ánægjulegt að fylgjast
með náttúrunni, til dæmis fugla-
lifinu hér. Þvi miður sýnist mér,
að æðarfuglinn sé óðum að
hverfa, og kenni ég það aðallega
svartbaknum og grásleppunetjun-
um.
— Ég hef alla mina ævi hugsað
um það að verða landi minu og
þjóð til gagns og hef unnið kaup-
laust í ótrúlega mörg ár ævi minn-
ar i þágu almennra mála. Guð
hefir lika gert margt fyrir mig, og
ég hef oft orðið fyrir bænheyrslu.
Hann hefir gefið mér góða fjöl-
skyldu, konu og börn, og veitt mér
allsnægtir. Fyrir þetta er ég hon-
um af hjarta þakklátur.
Sv.P.
leggja mig út af upp við stein-
inn, en þá var eins og hvíslað að
mér: ,,Þú vaknar aldrei aftur,
ef þú leggur þig.“ Eg geng því
þarna fram og aftur í myrkrinu
og hríðinni.
Ég fer svo að biðja drottinn
að hjálpa mér. Þá verður sú
breyting á, að ég finn ekki, að
ég hafi reynt á mig neitt, og ég
finn, að það stendur einhver
við hliðina á mér. Þarna gekk
ég um i hríðinni, alveg óþreytt-
ur, að mér fannst, i átta klukku-
tíma. Þá tók að birta upp, og þá
lagði ég af stað. Svo komst ég að
sæluhúsi um hádegi. Þar lét ég
hestana inn og gaf þeim það
seinasta af brauðinu, sem ég
hafði með mér. Svo hélt ég
áfram,-en þá voru öll vötn vit-
laus, það var svo hvasst, nærri
óstætt rok á austan, en hríðin
var birt upp.
Jökulfall heitir vatnsfall, sem
fellur í Hvitá skammt fyrir
austan ósinn, og ég hélt, að reitt
mundi vera yfir Jökulfallið á
eyrunum, því að ofar fellur það
í fossum. Ég hafði alltaf staf
með mér til þess að prófa vötn-
in með og athuga dýpið á þeim,
hafði hann á þverbakstösku-
hestinum. Ég fer nú að þreifa
fyrir mér, en það er alveg botn-
laust krap og ekkert viólit að
komast yfir, og rokið var svo
mikið, að skóf ána og vatnið
upp. Nú, ég fer nú upp með
Jökulfallinu, sem fellur þarna i
smáfossum um stalla. Ég fer
svo að prófa, hvort fært sé yfir
á einhverjum stallinum. Þeir
voru allir mjóir, en þó legg ég
út á einn, hef baktöskuhestinn
neðan við, svo að hann komi
ekki á mig, og vatnið rann upp i
hnakkinn, en ég var í olíufötum
og ákaflega vel klæddur. Þarna
komst ég svo yfir. Þeir fóru
Biskupstungnamenn í göngurn-
ar, rétt þegar birti upp, sáu
slóðina eftir hestana mína og
sögðu mér síðar, að engum
hefði dottið í hug að ríða þarna
yfir. Þetta var allt saman vernd
drottins.
N ú, svo segir ekki af þvi
meira. Ég hélt svo áfram, og
næst fór ég yfir Sandá. Hún var
á sund, og þar blotnaði ég, en
fötin í þverbakstöskunni voru
öll þurr, því að hún hélt vatni,
og ég hafði nóg föt, svo að ekki
sakaði. Svo þegar ég kom
lengra ofan i heiðarnar, þá var
þar snjólaust og ég gat látið
hestana grípa niður. Svo kom
ég á eyðikot nálægt Gullfossi,
sem mig minnir að héti Ham-
arsholt. Ég þoldi ekki að koma
nálægt Gullfossi, hann hafði
svo hátt, ég var orðinn svoleiðis
í höfðinu eftir þriggja daga
vökur. Svo fann ég götur frá
eyðibýlinu og kom aö beitar-
húsum frá Tungufelli, efsta bæ
f Hreppum. Þar ætlaði ég að
láta hestana inn, en dyrnar
voru svo lágar, að ég kom þeim
ekki inn, en ég stal heyi úr
hlöðunni og gaf þeim í skjóli
við húsið. Sjálfur fór ég inn í
heyið og fór i þurr föt, en ég
sofnaði ekki blund, enda var þá
komið langt fram á nótt og
svartamyrkur. Strax og birti
hélt ég svo áfram heim að
Tungufelli og fékk þar ágætar
viðtökur, en fór þaðan um
kvöldið að Gýgjarhóli í Tung-
um. Ég átti að byrja sýningarn-
ar i Biskupstungunum og hafði
einn dag til að hvíla mig, en þá
var ég búinn að vaka í fjórar
nætur. Ég náði mér fljótt, og
hestarnir lágu hér um bil allan
daginn og hvíldu sig.
Það var undursamlegt, að eft-
ir að ég bað drottinn um að
hjálpa mér, þá var hann alltaf
meó mér, þessi verndarengill.
Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim sem
glöddu mig á níutíu ára afmæli mínu, 9. júlí s.l.
með gjöfum, heimsóknum og heillaóskum. Guð
blessi ykkur öll.
Helga Eggertsdóttir
Melum
Melasveit.
Veislumatur
viö vægu verði
Mánudagur
Hádegisverður
Ofnsteiktur kjúklingur með
pönnusteiktum kartöflum
og grænmeti.
Kvöldverður
Steiktur lambshryggur með sykur-
arúnuðum kartöflum og brúnni sósu.
Kaffiveitingar
Bragðgóðar kökur og tertur
á boðstólum alla daga.
Þaö er ódýrt aö boröa hjá okkur
Verið velkomin
0ÐAL - 0ÐAL - 0ÐAL
LOGflR
...mikiðvar.....
Síða 1
1.ALUR AFÆTUR
2.SALARFLÆKJA
3. EITT SINNENN
4. SKERJAROKK
Siða 2
1. MIG VANTAR ViXlL
2. HÚN EiNERMÍN VON
3. ÞÍN SVANHVlT
4.STAKKELS JIM
5. VESTMANNAEYJAR S.FÖOURLANDSVINURINN
/\ A