Morgunblaðið - 11.08.1977, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977
| raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Tilkynnmg
til söluskattsgreiðenda.
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
því, að gjalddagi söluskatts fyrir júlí mán-
uð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattin-
um til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt
söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið 10. ágúst 1977.
Matvælarannsóknir
ríkisins
Skúlagötu 4
Lokað verður vegna flutninga 15. — 22.
ágúst.
Stofnunin flytur að:
Skipho/ti 15
Pósthólf 5285, sími 29633
Matvæ/arannsóknir ríkisins.
Hraðbátur
14 feta finnskur aluminium hraðbátur til
sölu ásamt vagni og Johnsons utanborðs-
mótor.
Allt í fyrsta flokks ástandi.
Til sýnis að Skeljanesi 8, sími 24459.
Namibía undir járnhæl kynþáttakúgunar - 3. grein
Skipulagðar pyntingar
Heimildum ber saman um, að
pyntingar séu stundaðar kerfis-
bundið í Namibíu. Þær eru allt
að því orðin regla í yfirheyrsl-
um öryggislögreglunnar yfir
pólitískum varðhaldsföngum,
bæði til að knýja fram „játning-
ar“ og fá upplýsingar um
stjórnmálastarfsemi þeirra.
Suðurafríski herinn í Norður-
Namibíu er einnig sagður beita
pyntingum óspart í því skyni að
afla upplýsinga um skæruliða
og hræða íbúana frá þvf að
veita þeim liðsinni. í ágúst 1976
staðhæfði suðurafrískur her-
maður, að herdeild hans ein
saman bæri ábyrgð á kerfis-
bundnum pyntingum nál. 200
afrískra borgara, sem voru
hnepptir I varðhald í einni
öryggisaðgerð í Ovambolandi í
júní 1976.
Margir pólitískir fangar hafa
gert opinskátt, að þeir bafi ver-
ið pyntaðir i yfirheyrslum.
Þannig er t.a.m. sagt, að 37 sak-
borningar hafi orðið fyrir
Ifkamsárásum og pyntingum
með rafmagnslosti, meðan þeir
voru í haldi hjá öryggislögregl-
unni f Pretoríu. 1 apríl 1973
skýrðu lútherskir kirkju-
leiðtogar í Namibíu forsætis-
ráðherra S-Afriku ýtarlega frá
málum 37 Afríkumanna, sem
voru pyntaðir í Ovambolandi
1972.
Margs konar pyntingarað-
ferðum er beitt, t.d. eru menn
sviptir svefni dögum saman,
Windhoek, höfuðborg Namibíu, er nútímaleg borg með nútímalegu fólki.
Siðlaus harðstjórn
og úrræði gegn henni
tæki til að þjóna siðlausri harð-
stjórn, sem misbýður virðingu
mannlegs lifs og verðskuldar
óskipta fordæmingu. Dómur
sögunnar á eftir að verða harð-
ur yfir þessari siðustu tilraun
hvítra manna til að „siða“ hinn
svarta kynstofn i Afríku.
Eins og fyrr sagði hafa Sam-
einuðu þjóðirnar tekið að sér að
ábyrgjast þjóðréttarstöðu
Namibíu og berjast gegn íhlut-
un S-Afrikustjórnar. Það er
EFTIR JÓN VAL JENSSON
barðir með hnefum og stöfum,
gefið rafmagnslost og brenndir
með sígarettuglóð. Ennfremur
hafa menn verið hengdir upp á
ökklum og úlnliðum langtímum
saman, kaffærðir í vatni unz
þeir hafa misst meðvitund, og
þeim hefur verið hótað að
verða hlekkjaðir eða drepnir.
S-Afríkustjórn hefur ævin-
lega hafnað öllum tilmælum
um óháða rannsókn á staðhæf-
ingum um pyntingar. Hefur
hún heldur kosið að halda því
fram, að slíkur framburður sé
gersamlega tilhæfulaus. Þann-
ig var áðurnefndum kirkjuleið-
togum tilkynnt, að enginn fótur
væri fyrir þeim ásökunum, sem
þeir höfðu gert heyrinkunnar.
Mörg suðurafrísk lög bjóða
upp á misnotkun, t.d. það atriði,
að hafa má menn i varðhaldi í
algerri einangrun (incommuni-
cado) í ótilgreindan tíma. Skv.
tilskipan R. 17 er opinberum
starfsmönnum S-Afríku heitið
sérstökum griðum fyrir öll
verk, sem framin eru „í góðri
trú“. Skv. Iögum um varnarmál
frá 1976 var öllum suðurafrísk-
um hermönnum gefin trygging
fyrir því, að ekki yrði höfðað
mál gegn þeim fyrir verk, sem
framin væru „I sambandi við
innanlandsróstur eða annað
hættuástand'*.
Ljóst er af þessu, að S-
Afríkustjórn reynir ekkert til
að koma i veg fyrir villimann-
legar pyntingar pólitiskra
fanga, heldur þvert á móti gerir
liðsmönnum sinum auðveldara
fyrir með lagasetningu aó of-
sækja svarta menn og traðka á
frumstæðustu mannréttindum
þeirra. Sjálf ber stjórnin því
ótvírætt beina ábyrgð á því at-
hæfi, sem látið er viðgangast í
hinum skuggalegu „aðgerðum"
hers og lögreglu á yfirráða-
svæðum hennar. Fyrir hálfu ári
voru nál. 46.000 manns úr
öryggissveitum S-Afriku
bundnir við „friðargæzlu" i
norður- og miðhluta Namibíu.
Niðurstöður
Hér hefur f stórum dráttum
verið sagt frá ástandi mannrétt-
inda í Namibíu, skv. þeim upp-
lýsingum, sem er að finna í
bæklingi Amnesty Internation-
al. Af þeim er óhætt að draga
þá ályktun, að kynþáttastefna
S-Afríku hefur það i för með
sér að landið getur ekki talizt
réttarríki, þvi að sjálfu dóm-
stólakerfinu er beitt til að
halda uppi réttarfarsofsóknum
og jafnvel til að fremja dóms-
morð. Islendingar, sem um
langan aldur hafa búið við milt
réttarfar og mannúðlegan hugs-
unarhátt, hljóta þvi að fyllast
hneykslun yfir þeirri svivirðu,
sem á sér stað í nafni st-jórnar,
sem þykist verða að útbreiða
„hvíta siðmenningu" í Afriku.
Skiptir þar engu máli saman-
burður við önnur ríki, þar sem
fjöldi pólitískra fanga er miklu
meiri (Indónesía, Iran, Sovét-
ríkin, Chile, Kúba) og þar sem
pyntingar og manndráp eru
enn algengari í dýflissum harð-
stjóranna (Kambódía, Indó-
nesía, íran, Chile, Brasilía, svo
að dæmi séu nefnd). Það, sem
er mergurinn þessa máls og
verður ekki falið eða afsakaó
með neinum samanburði, er sú
einfalda staðreynd, að löggjöf,
dómstólar, her og lögregla S-
Afríkustjórnar eru beinlínis
skylda hvers einasta aðildarrik-
is SÞ að gera hvað það getur til
að binda enda á þjáningar
Namibíumanna. Islendingar
eru þannig að sínu leyti ábyrgir
fyrir því, að fyrsta tækifæri
verði gripið til að tryggja hin-
um ofsóttu þjóðfrelsismönnum,
sem áður var sagt frá frelsi sitt
aftur.
Eftir ákvörðun SÞ 1966 og
úrslit gerðardómsins í Haag
1971 hefur S-Afríka engan rétt
til að ráðskast með málefni
Namibíuþjóðar. Það er þvf eng-
in furða þótt SÞ telji sér rétt og
skylt að samþykkja refsiaðgerð-
ir gegn S-Afríkustjórn, svo að
hún verði neydd til að láta af
nýlendustefnu sinni gagnvart
þessu landi, sem hún hefur
ekki einu sinni lögsögu yfir
skv. alþjóðarétti. Reyndar væri
ástandið í mannréttindamálum
S-Afríku og Namibíu vafalaust
enn verra, ef SÞ og sérstaklega
þó ríki Afríku hefðu ekki hald-
ið uppi harðri gagnrýni á kyn-
þáttakúgun stjórnvaldanna. En
hitt er jafnvíst, að hin óbil-
gjarna stjórn S-Afríku mun
ekki gefast upp fyrr en í fulla
hnefana eða a.m.k. ekki fyrr en
hún sér, að öllum viðskipta-
þjóðum hennar er fullkomin al-
vara með þvi að knýja hana til
að flytjast brott með her sinn
og hafurtask frá Namibiu. Það
er þess vegna ekkert annað en
stuðningur við stefnu S-
Afrikustjórnar, þegar helztu
stórveldi hins frjálsa heims
brjóta í bága við meginstefnu
SÞ með því að hafa við hana
viðskiptaleg tengsl. Og enn al-
varlegri er sú staðreynd, að
vesturveldin hafa hindrað SÞ i
frekari aðgerðum með því að
beita neitunarvaldi gegn álykt-
un öryggisráðsins um vopna-
sölubann á S-Afríku. Með slíku
athæfi er verið að lengja líf-
daga nýlendustjórnarinnar og
ofurselja fjölda blökkumanna í
hendur áðurgreindu dómstóla-
og refsikerfi i Namibíu.
Hvað er til ráða?
Þau gleðilegu tíðindi hafa nú
gerzt í mannréttindamálum, að
Bandaríkin eru farin að miða
stefnu sína í utanríkismálum að
nokkru leyti við siðrænar frum-
reglur og grundvallargildi eins
og virðingu fyrir einstaklings-
frelsi og mannhelgi í stað þess
að stjórnast af einberum eigin-
hagsmunum og diplómatiskri
samningalipurð við önnur ríki.
Þess er vænzt, að stjórn Carters
forseta láti sér ekki nægja að
gera siðferðislegar kröfur til
Sovétríkjanna og leppríkja
þeirra, heldur einnig og ekki
síður til þeirra ríkisstjórna,
sem löngum hafa staðió undir
verndarvæng Bandaríkjanna.
Því er sem leysing sé nú i
vændum í málefnum kúgaðra
manna víða um heim, enda hef-
ur frumkvæði Bandarikjanna
orðið til þess, aó fleiri vestræn
stórveldi hafa hrist af sér slen-
ið og farið að leggja áherzlu á
virðingu fyrir mannréttindum í
öllum heimshlutum. Aftur á
móti er hætt við þvi, að þessi
nýja viðleitni, sem hefur há-
pólitískar afleiðingar, renni út í
sandinn, ef sú almenna hreyf-
ing, sem kom henni af stað,
veitir ekki stjórnvöldum stöð-
ugt aðhald og hvatningu til að
hvika hvergi frá réttlætiskröf-
um sínum.
Þetta á í sérstökum mæli við
um afstöðuna til kúgunar-
stjórnar Vorsters í S-Afríku.
Vandamál Namibiu hefur um
árabil verið ákaflega viðkvæmt,
en samt hefur vestrænum rikj-
um haldizt uppi að standa i
verzlunarviðskiptum við hina
ólögmætu stjórn. Nú er hins
vegar sérstakt tækifæri til að
binda enda á þessi ósæmilegu
tengsl og einangra S-
Afrikustjórn með hafnbanni,
unz hún hverfur á brott frá
Namibíu. Vestrænum rikjum
mun ekki líðast sú tvöfeldni að
styrkja S-Afríku með viðskipt-
um eftir allar yfirlýsingarnar
um stuðning við baráttu kúg-
Framhald á bls. 25