Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 27 Sigurjón Fjeldsted — Minningarorð í dag er kvaddur hinstu kveóju Sigurjón V. Fjeldsted pípulagn- ingameistari, Veghúsastig 1 a, Reykjavík. Hann lést 2. ágúst i Landakots- spítala eftir stranga sjúkralegu. Utför hans verður gerð í dag frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Sigurjón fæddist 10. maí 1898 að Márahlíð í Lundáreykjadal, fpreldrar hans voru hjónin Vigdís Pétursdóttir og Vernharður Fjeldsted, hann var einn af 5 syst- kinum sem öll hafa nú kvatt þennan heim. Eftirlifandi eigin- kona Sigufjóns er Sigrún dóttir Guðna Stígssonar löggildingar- manns og Margrétar Guðbrands- dóttur sem bæði eru nú látin. Sigurjón var einm þeirra stóru og sterku manna sem settu svip á íþróttastarfsemi Ungmennafélags Islands á þeim árum sem kappar eins og Hermann Jónasson, og Hallgrímur Benediktsson o.fl. kepptu sem ákafast í islenskri glímu. Til eru myndir af Sigur- jóni á verðlaunapalli sem teknar voru á þeim árum. Ásamt verð- launagripum sem Sigurjón hlaut fyrir góða frammistöðu i okkar þjóðariþrótt, glímunni, má líka finna viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í skákíþróttinni. Góð frammistaða i þessum tveim íþróttagreinum lýsir nokkuð at- gerfi eins manns. Sigurjón og bróður hans Daniel heitinn lækn- ir voru alla tíð miklir sportveiði- menn og hef ég oft heyrt menn sem vit hafa á, tala um þá bræður sem mjög góða laxveiðimenn. Ar- ið 1928 var iðnlöggjöf sett á ís- landi. Um það leyti var Félag pípulagningameistara stofnað og var Sigurjón einn af stofnendum. Fyrir nokkrum árum sýndi það félag honum þann heiður að gera hann að heiðursfélaga. Þótt það sé ekki ætlun mín að skrifa tæm- andi lýsingu á Sigurjóni, þá vil ég ekki gleyma að minnast á hve ríka kímnigáfu hann hafði, sem kom fram þegar það átti við, hann skemmti oft sjálfum sér og öðrum með því að draga fram á hrekk- lausan hátt ýmsilegt spaugilegt. Þegar ég hugsa til þess hve frændrækinn Sigurjón var þá dettur mér í hug að það færi oft saman að vera sannur Islending- ur og frændrækinn þvi það var hann hvor tveggja. Sem meistari i einni af greinum byggingariðnað- arins hefur Sigurjón tekið þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem orðið hefur í Reykjavik á liðnum árum, það eu margir húsbyggj- endur og húseigendur sem hafa | notið hans verka og hans heiðar- leika i viðskiptum sem voru ávallt á þann veg að eftir var tekið. Ég sem þessar línur skrifa þekki vel hve sanngjarn Sigurjón var í öllum viðskiftum, við erum mörg af tengdafólki hans sem höf- um notið þess á umliðnum árum í sambandi við húsnæði. Fyrir það og fyrir öll önnur góð kynni vil ég nú þegar hann er kvaddur hinstu kveðju, þakka honum af heilum hug og biðja þann sem öllu ræður, að búa honum að eilífu góðan samastað. Innilegustu samúðarkveðjur fylgjaþessum línum til eiginkonu og annarra vandamanna. Blessuð sé minning Sigurjóns V. Fjeldsted. G.J. Kristjánsson. Með timans straumi skolast samferðamenn af sviði hins þekkta jarðlifs. Látinn er, 2. ágúst s.l., Sigurjón Fjeldsted pipulagningameistari, Veghúsastíg 1 A hér í borg, og fer útför hans fram í dag frá Dóm- kirkjunni. Sigurjón var fæddur i Mávahlíð í Lundarreykjadal, Borgarfjarð- arsýslu, hinn 10. maí 1898, sonur Vernharðs Daníelssonar Fjeld- sted og konu hans, Vigdisar Pétursdóttur Þorsteinssonar, bónda á Grund i Skorradal, og konu hans, Kristinar Vigfúsdótt- ur. En foreldrar Vernharðs voru Daníel Fjeldsted, lengst bóndi í Hvítárósi i Andakílshreppi, og kona hans Sigurlaug Ölafsdóttir. Átti því Sigurjón til merkra að teljast i báðar ættir. Hann var yngstur og siðastur á lifi fjögurra systkina, er tii þroska komust, en þau voru samkvæmt aldursröð. Þorsteinn, lengi bóndi á Vatns- hömrum Bf., Daníel, lengi læknir í Reykjavik og nágrenni, Petrina, er dó 1922 aðeins 25 ára gömul. Þegar Sigurjón var aðeins eins árs fluttust foreldrar hans til Reykjavíkur með syni sina Daníel og Sigurjón, en efnu munu hafa verið lítil og það valdið því, að systkini hans, Þorsteinn og Petrína, urðu eftir i Borgarfirði til fósturs hjá skyldfólkinu. Þor- steinn í Hvítárósi, en Petrína á Grund. Hinn 5. apríl 1908 varð það hörmulega slys, að Vernharður faðir Sigurjóns drukknaði, og var Fædd 24. október 1883 Dáin 8. júli 1977 Sú frétt barst nýlega hingað heim, að frú Jakobína Johnson skáldkona í Seattle hefði látizt að dvalarheimili i Bellevue í Washingtonriki 8. júli sl. Utför hennar var gerð frá Calvary Lutheran Church í Seattle 14. júli. Sr. Haraldur Sigmar jarð- söng, Tani Björnsson söng ein- söng, en Jón Magnússon orti minningarljóð. Jakobína fæddist að Hólmavaði í Aðaldal i Suður-Þingeyjarsýslu 24. október 1883 og var þvi á 94. aldursári, þegar hún lézt. Foreldr- ar hennar voru Sigurbjörn Jó- hannsson skáld frá Fótaskinni og seinni kona hans, Maria Jónsdótt- ir, f. á Höskuldsstöðum i Reykja- dal. Þau fluttust vestur um haf sumarið 1889, þegar Jakobina var á sjötta ári, og settust að i Argyle- byggð í Manitoba í Kanada. Jakobina hefur minnzt foreldra sinna fagurlega i grein um þau í bókinni Foreldrar minir, Reykja- vik 1956. Hún segir þar m.a.: „Kuldaveturinn 1903 veiktist faðir minn af liðagigt og var dá- inn eftir viku. Ég var við skóla- kennslu skammt frá, gat þvi komið heim og verið hjá honum siðustu dagana. Hann bað mig að lesa fyrir sig, eins og fyrri. 1 bókum fann hann fróun og gleði sína, allt til daganna enda, þessi gáfaði og hreinhjartaði maður, sem á kaldri vegferð lifsins hafði misst að miklu leyti traustið á sjálfum sér, en aldrei á guðs forsjón. Margar dýrmætar minningar á ég frá þessum fáu árum i litla bænum, sem horfði suður yfir stóra, grasigróna vatnsbotninn til skógivaxinna hæða. Þá fundust mér þær afar háar og skógurinn stór og mikill. Seinna vandist ég öðru langtum stærra, en máske ekki kærra. — Því þrátt fyrir ýmsan sársauka, sem æskunni fylgir oftast nær, á hún þó sínar hillingar og töfratök. Húsið okkar var nú flutt i burtu af rólega brekkuhorninu. Mörg- um árum seinna var mér sagt, að þar hefðu sprottið blóm, sem einn gamli nábúinn hafði nefnt „bióm- in hennar Bínu“ — og fært heim i garðinn sinn. Þó atvikið sé smátt, skal honum þakkað fyrir, þegar við sjáumst, sólarmegin tjaldsins mikla. Móðir mín hélt til í smáa hús- inu, meðan systkini min voru að vaxa upp, — í skjóli góðra vina. Hún vann oft hjá konum i ná- grenninu. Systir mín giftist þar ung að aldri. Hjá henni átti svo móðir okkar gott heimili, þar til er hún dó, 55 ára gömul.“ þetta þungt áfall fyrir konu hans og börn, sem þurftu að leggja hart að sér í lífsbaráttu komandi ára. Fram um tvítugsaldur var Sig- urjón við ýms störf, m.a. við hey- skap og önnur landbúnaðarstörf hjá frændfólkinu i Borgarfirði að sumrinu, en að vetrinum hafði hann snemma byrjað að læra pipulagningar og skyld störf hjá Ölafi Hjaltested (d. 1924) og fékk Fyrr í greininni rifjaði Jakob- ína upp eina af hinum frægu fer- skeytlum föður síns, þar sem dæmi er dregið af ferðamátanum vestra á frumbýlingsárunum, en löndunum var nýjung í að beita uxum fyrir vagn eða sleða, og þeim þótti að vonum seint ganga hjá þvi að þeysa á íslenzkum gæð- ingi: Minn uxagang nota í veröld ég verð, en við það ei sálina festi. Ég létti mér upp, þegar lýkur hér ferð. um Ljósheim á vængjuðum hesti. „Tvær sióustu hendingarnar eru letraðar á legsteininn, sem byggóarbúar reistu honum,“ segir Jakobína í minningargreininni. Jakobínu kom viðar að skáld- skapargáfan en frá föðurnum, þvi að móðir hennar átti ætt að rekja til austfirzku skáldanna kynsælu, Einars í Heydölum og niðja hans, þar sem hvert skáldið rak annað. En Jakobínu var afar létt um að yrkja og rita, og yfir öllu, er hún birti, var stíll og þokki. Þá var hún og viðurkennd sem einn fremsti þýðandi íslenzkra Ijóða á enska tungu. Hefur hún þá oft valið sér þau ljóðin, er falleg lög voru til við, því að hún trúði þvi, að ljóðin mundu lifa, ef þau næðu aó verða sungin. Ég rifja hér upp hina snjöllu þýðingu Jakobínu á kvæði Stein- grims Thorsteinssonar, Ég elska yður, þér Islands fjöll, og birti fyrsta og siðasta erindi bæði á islenzku og ensku: Eg elska yður, þér Islands fjöll! meó enni björt í heiðis bláma, þér dalir, hlíðar og fossaföll. og flúð þar drvnur brimið ráma. Eg elska land með algrænt sumarskart, eg elska það með vetrarskrautið hjart, hin heiðu kvöld, er himint jöld af norðurljósa leiftrum braga. Svo traust við tsland mig tengja bönd, ei trúrri binda son við móður, Og þó að færi’ eg um fegurst lönd og fagnaðvrði mérsem bróður, mér yrði gleðin aðeins veitt tilhálfs, 9 á ætt jörð minni nýt eg fyrst mfn sjálfs, þar elska eg flest, Þar uni eg bezt við land og fólk og feðra tungu. O. Iceland's mountains, I hold you dear. Your snowy brows the azure meeting. The valley, hill-side and waters clear And surf that roars the ocean’s greeting. I love my country decked in summer's green. Frú Jakobma John- son — Minning út á það nám og starfsreynslu réttindi í nefndri iðngein, þegar eftir að skóla- og prófréttindi voru upp tekin. Voru meginstörf Sigurjóns sið- an í nefndri iðngrein i meira en 50 ár, þar sem hann reyndist hag- sýnn og afkastamikill starfsmað- ur, sem kunnugir vildu flestum fremur fá til vinnu fyrir sig, og þeir voru margir á hinum langa starfsferli, sem kynntust Sigur- jóni og lærðu að meta störf hans og heiðarleika í gerð reikninga. Hann vildi engan svíkja. Vafalaust er, að dugnaður og mikil vinna Sigurjóns fyrir heim- ilið á Veghúsastíg 1 hjálpaði mjög til þess’ að Daníel bróðir hans gat lokið langskólanámi, í læknis- fræði, og stoð og stytta móður sinnar var hann alla tíð á gamla heimilinu, þar til hún lézt 1937, eftir að hafa verið lasburða og lítt vinnufær i 15—16 ár. Hinn 30. júlí 1939 kvæntist Sig- urjón eftiilifandi konu sinni, Sigrúnu Guðnadóttur Stígssonar, fæddum á Hvassáhrauni á Vatns- leysuströnd, og konu hans Mar- grétar Arndísar Guðbrandsdótt- ur, fæddri að Steinhóli í Fljótum í Skagafirði. Attu þau Sigurjón og Sigrún 4 I love it veiled in winter’s frostv sheen. Its starry nights When northern lights In rainbow flashes sweep the heavens. My native land. such enduring ties Are those uniting son and mother. Though I should travel 'neath warmer skies And strangers hail me as a brother, Such passing pleasures fail to brim my cup, My native land alone can fill it up. There finds my soul Its cherished goal In native tongue and land and people. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út ljóðaþýóingar Jakobinu 1959, og nefndust þær Northern Lights, en þær höfðu flestar birzt áður á víð og dreif i bókum, blöðum og timaritum vestan hafs. En jafnframt þýðingarstarfinu var Jakobína ótrauð að semja og flytja á ensku erindi um Island og islenzk efni og vann þar mikið og merkilegt land- og þjóðkynning- arstarf. Hún tók og jafnan virkan þátt i félagslffi Islendinga vestan hafs, og fjölmargir Islendingar, er til Seattle komu, nutu óspart gest- fisni hennar og fjölskyldunnar, og get ég sjálfur borið vitni um það. Skáldið Stephan G. Stephansson bregður upp ógleym- anlegri mynd af Jakobinu i bréfi til sr. Rögnvalds Péturssonar 15. október 1918: „Þökk fyrir grein- ina þína i „Kringlu" núna, um þýðingar hún er góð og réttmæt. Mér þótti vænt um líka, vegna Jakobínu. Hún ein þýðir sem skáld, að svo komnu. Svo er hún mér i minni, þvi ég kom til henn- ar snöggvast: Þessi litla, fagur- eyga barnamóðir, sjálf barn að útliti, innan um ljóðabækurnar, krakkana sína og kaffiáhöldin. Ég skildi varla, hvernig hún lif^i svo sumarglatt, fremur en fáein blóm, sem hún sótti út i garðinn og stóðu þær undir beru lofti, þó vetur væri.“ Jakobína ólst upp í Argyle til 16 ára aldurs, stundaði siðan nám við Collegiate Institute í Winni- peg og lauk þar kennaraprófi 1904, jafnframt þvi sem hún vann við barnakennslu í Argyle. mannvænlegar dætur í þessari röð, og hafa :llar hlotið góða menntun. Vigdis, meinatæknir gift Óttari Snædal járnsmið, Margrét, gift Gísla Jónssyni bifr. smið, Sigrún, gift Geirarði Geirarðssyni verzlunarmanni, og Anna, ógift við menntaskólanám. Sigurjón var nokkuð stórskor- inn i andliti, en myndarlegur á velli og karlmenni að burðum. A yngri árum iðkaði hann íþróttir, sund og glímur. Var hann vel liðtækur í báðum greinum og tók á sínum tima m.a. þátt i glimum með -„þekktustu glimumönnum landsins. Einnig var hann góður skákmaður og vann til verðlauna i þeirri grein. Við sjálfan sig var Sigurjón stundum varla nógu nærgætinn. Vinnan í iðngein hans er oft mjög erfið og hlífði hann sér lítt i þvi sambandi. En allt eyðist, sem af er tekið, og á siðari árum tók lúinn að ná glímutökum á þessum þrekmikla manni, sem nú hefir hlotið hvíld frá lifsins önn og skal til legu borinn í móðurjörð. Ég þakka frænda minum kynni og samfylgd og sendi hlýjar hugs- anir til konu hans og dætra. Guðjón F. Teitsson. Hún giftist 14. ágúst 1904 Isaki Jónssyni llýggingameistara. Hann var albróðir Gísla Jónssonar skálds og ritstjóra í Winnipeg, en hálfbróðir Einars Páls Jónssonar ritstjóra Lögbergs og skálds, sr. Sigurjóns Jónssonar i Kirkjubæ og þeirra mörgu systkina. Þau Jakobína og ísak bjuggu fyrst í Winnipeg 1904—07, þá í Victoria, B.C., en frá þvi i desem- ber 1908 i Seattle. Isak lézt í Seattle 13. október 1949. Þau hjónin eignuðust sjö börn, sex syni og eina dóttur, og eru fimm synir á lifi, búsettir i Seattle eða annars staðar á vest- urströnd Bandaríkjanna. Jakobina og Kári, elzti sonur þeirra, héldu heimili saman eftir lát Isaks, unz heilsu Jakobínu þraut og hún fór að dvalarheimili í Bellevue, einni útborg Seattle, þar sem hún lézt sem fyrr segir 8. júlí sl. Rit Jakobínu voru: Kertaljós, Reykjavík 1938, önnur útgáfa 1939, þriðja útg. aukin 1956; Sá ég svani, frumort kvæði 1942; The Wish, ensk þýðing á Galdra-Lofti, í Poet Lore 1940; The New Year’s Eve (Nýjársnóttin eftir Indriða Einarsson, ensk þýðing, óprent- uð); Northern Lights 1959, sem fyrr segir. Sr. Friðrik A. Friðriksson telur upp ritverk Jakobinu í formála fyrir seinustu útgáfu Kertaljósa. Jakobina Johnson heimsótti Is- land þrivegis, 1935 í boði ung- mennafélaga og kvenfélaga og Vestur-lslendingafélagsins i Reykjavík, 1948 í boði Halldórs Eiríkssonar og barna hans og 1959 i boði íslenzks námsfólks, er dvalizt hafði í Seattle. Jakobína var sæmd riddara- krossi Fálkaorðunnar 1933 og stórriddarakrossi 1959 í viður- kenningarskyni fyrir menningar- störf sin. Ég birti hér að lokum niðurlags- kafla í bréfi Jakobínu til Stephans G. Stephanssonar 1. október 1924, þvi að kaflinn lýsir henni sjálfri mjög vel og hug hennar til gamla landsins: „Nýstárlegt var það hér í sumar að sjá gamla Island nefnt í dag- legu fréttunum i öllum stórblöð- um borgarinnar, og það með stóru letri. Vonandi hefur margur hér fræðzt eitthvað um ibúa landsins, enda var þess þörf. Svo er að sjá sem óvenju gestkvæmt.hafi verið á gamla landinu í sumar sem leið, og sumt mjög góðir gestir. Það er eftirtektarvert, hve margir mætir menn, erlendir, hafa fest traust vináttubönd við gamla landið og lagt sig eftir að kynnast því. „Það haustar, það haustar." Og i dag má segja, að hreinviðraloftinu sé „brugðið til muna". Þéttar skúrir dynja á glugga við og við. En sól og sumar hefur rikt fram að þessu, svo ekki er yfir neinu að kvarta. Skógurit n er að skipta un: liti, og i þokulúður hcyrist neðan frá sjónum. Allt boðar komu vetr- arins, en þar á eftir kemur vor.“ Finnbogi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.