Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977 Erá 33. Evrópumótinu í bridge: Svíar Evrópumeist- arar eftir stórsigur gegn ítölum í gær EKKERT getur nú komið í veg fyrir sigur Svía í 33. Evrópumótinu í bridge sem fram fer í Danmörku þessa dagana. Svíar unnu ítali í 19. umferð með 19 stigum gegn 1 og var leik- urinn sýndur á sýningar- töflu. Sænska sveitin hefir hlotið 313 stig af 380 mögu- legum og er það mjög góð- ur árangur. Italir eru í öðru sæti með 275,5 stig og er einungis fræðilegur möguleiki að þeir geti náð Svíum að stigum. íslenzka liðinu hefir gengið illa á mótinu, en hefur þó unnið tvo síðustu leiki. 1 18. umferð unnu þeir Pólverja 15—5 en ekki 20—0 eins og lesið var út úr óljósu fréttaskeyti í gær. í 19. umferð vann ís- lenzka sveitin þá finnsku með 16 stigum gegn 4. Ás- mundur, Hjalti, Hörður og Þórarinn spiluðu þann leik. 1 gærkvöldi átti að spila við Þjóðverja en í dag gegn Austurríkismönnum í síðustu umferð mótsins. Staðan í mótinu eftir 19 umferðir af 21. Svíþjóð 313, ítalía 275,5, Danmörk 255, Israel 255, Noregur 243, Sviss 235, Ungverjaland 213, Bret- land 211, Þýzkaland 209, Frakkland 200, Pólland 197, írland 196, Holland 187, Belgía 183,5, Júgóslav- ía 171, ísland 149, Austur- ríki 145,5, Grikkland 133, Finnland 95, Spánn 88, Tyrkland 72, Portúgal 52,5. Það gæti orðið sárabót fyrir Ítali að vinna í kvennaflokknum en þar stefnir allt að sigri þeirra. ítalska sveitin er með 209 stig af 260 mögulegum, brezka sveitin með 204 stig og Svíþjóð með 163 stig. íslandsmótið íhandbolta: Urslit um næstu helgi TVEIR leikir fóru fram í ts- landsmótinu í handknattleik utanhúss i gærkvöldi. F’ram og Víkingur geröu jafntefli, 14:14 og FH vann IR með 23 gegn 17. Allar iíkur eru á þvi aö Valur keppi annað hvort viö Víking eða Fram í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn kemur, en það ræðast í kvöld er fram fara þrir síðustu leikirnir í riðla- keppni mótsins. Keppnin í kvöid hefst kl. 18 við Austurbæjarbarnaskólann og keppir Valur þá við Anuann, Víkingur við HK og FH við Hauka. FARÞEGUM f millilandaflugi F'lugleiða fækkaði um 2% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma f fyrra, en hins vegar fjölg- aði farþegum innanlands um 19.2% á þessum sama tfma. I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst frá Flug- leiðum í gær, segir, að heildar- flutningar með flugvélum F'lug- leiða hafi verið svipaðir fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs og á sama timabili i fyrra. Farþegum í millilandaflugi hafi fækkað litils- háttar, en vöruflutningar aukizt verulega, svo og póstflutningar. í innanlandsflugi hafi farþega- flutningar stóraukizt en vöru- Nafn mannsins MAÐURINN sem fórst í mótor- hjólaslysinu í Reyðarfirði í fyrra- dag hét Hrafn Halldórsson til heimilis að Brú í Jökuldal. Hann var á tuttugasta og áttunda aldursári. flutningar dregizt lítillega saman. Þá segir að póstflutningar innan- lands hafi aukizt. Fyrstu sex mánuði þessa árs flugu 152.580 farþegar með milli- landaflugvélum Flugfélags íslands og Loftleiða og er það 2% færri farþegar en á sama tímabili i fyrra. Vöruflutningar milli landa hafa hins vegar aukizt veru- lega. Þeir námu á fyrra h'elmingi þessa árs 16.5 millj. tonn-km. og jukust um 48.5%. Póstflutningar milli landa jukust um 12.4% mið- að við sama tfmabil i fyrra. Sem fyrr segir hafa farþegaflutningar ínnanlands aukizt verulega á fyrstu sex mánuðum ársins. Frá 1. janúar til 30. júni voru fluttir á innanlandsleiðum 110.000 farþeg- ar sem er 19.2% aukning miðað við sama timá i fyrra. Vöruflutn- ingar innaniands námu á þessu tímabili 573 þúsund tonnum og minnkuðu um 4.2%. Póstflutning- ar jukust á hinn bóginn um 14.2%. Geðdeildin: Sýning á verkum borgar- innar að Kjarvalsstöðum Í DAG föstudag kl. 4 verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýn- ing á málverkum i eigu Reykja- vikurborgar. A þessari sýningu eru verkin sett í lauslegt sögu- legt samhengi, til að gefa gest- um sýningarinnar nokkra mynd af þróun islenskrar myndlistar sl. 60 ár. Frá expressjónisma frumherjanna, gegnum kúbisma stríðsáranna, afstraktlist eftirstriðsáranna, raunsæi og loks nýjustu hrær- ingar. Aðalsteinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri listráðs Kjarvals- staða, Guðmundur Benedikts- son og Gunnar Örn Gunnarsson önnuðust uppsetningu sýning- arinnar, sem verður opin fram til 23. ágúst virka daga frá kl. 4—10 og um helgar frá kl. 2—10. Aðgangur er ókeypis. Svæðismót Zontaklúbbanna á Norðurlöndum haldið hér Farþegum fjölgar í inn- anlandsflugi Flugleiða DAGANA 12,—15. ágúst halda Zontaklúbbar á Norðurlöndum svæðismót sitt að hótel Loftleið- um í Reykjavík. Zonta er alþjóðieg félagssamtök kvenna, sem gegna ábyrgðarstörf- um í þjóðfélaginu. Aðalstöðvar samtakanna eru í Chieago. Sambandið skiptist i 16 svæði með starfssvið víða um heim. Norðurlöndin fimm mynda 13. svæði með 59 klúbba, þar af 3 á islandi, og samtals um 2200 fé- lagskonur. A mótinu verða rædd félagsmál samtakanna. Ennfremur mun Sig- urður Þórarinsson prófessor flytja erindi um náttúru landsins, og Stefán Karlsson mag. art. um handritin. Farnar verða skoðun- arferðir um Reykjavík og til ná- Iægra staða. Zontaklúbbar starfa að ýmiss konar menningar- og mannúðar- málum. T.d. má geta þess að Zontaklúbbur Reykjavikur hefur með námsstyrkjum og tækjagjöf- um beitt sér fyrir umbótum i mál- um heyrnarskertra, Zontaklúbb- ur Akureyrar stofnaði og starf- rækir Nonnasafnið á Akureyri og Framhald á bls. 31 Verkfall rafvirkja: Gústafs E. Pálssonar minnztí borgarstjóm Í UPPHAFI borgarstjórnar- fundar 9. ágúst minntist Ölaf- ur B. Thors, forseti borgar- stjórnar, Gústafs E. Pálssonar fyrrum borgarverkfræðings. 1 máli sínu sagði Ölafur m.a. að í tíð Gústafs sem borgarverk- fræðings hefði verið ráðizt í mörg stórverk sem bæru vitni um áhuga hans. Gústaf hefði verið maður framkvæmdanna og hann hefði áunnið sér virð- ingu og vináttu allra sem hann þekktu. Borgarstjórn Reykja- vikur sendi því ættingjum Gústafs samúðarkveðjur. Borgarfulltrúar risu siðan úr sætum og vottuðu hinum látna með því virðingu sina. RARIK má ekki við óhöppum „SAMNINGAR hafa ekki enn náðst við þá rafvirkja hjá RARIK sem ekki eru ríkisstarfsmenn", sagði Sigurður Lárusson starfs- mannastjóri í samtali við Mbl. í gær, „það voru fundir síðast í nótt, en án árangurs". Aðspurður svaraði Sigurður að ef upp kæmu alvarlegar bilanir á meðan verkfall stendur yfir, þá væri erfitt að leysa málin, þvi lítill hluti af þeim rafvirkjum sem starfa hjá RARIK eru ríkisstarfs- menn. Þó sagði Sigurður að linu- menn gætu gengið inn í sum störf rafvirkja, en öll tengivinna væri hins vegar á hendi rafvirkja og tefur verkfallið alla tengivinnu, t.d. við Norðurlínuna. 3. stigs vélskóla- nám — á Isafirói Verktaki á ad skila sjúkra- deildinniaf sér!5. apríl „EF'TIR þeim tíma, sem tiltekinn er í útboðinu, þá á verktaki að skila sjúkradeildinni af sér 15. april 1978,“ sagði Jónas Ilaralz, formaður byggingarnefndar geð- deildar Landspítalans, er Mbl. spurði hann, hvena-r fyrstu sjúkrarúmin á geðdeildinni yrðu tekin I notkun. En Jónas benti á, að deildin yrði ekki tilbúin til reksturs 15. apríl og kvaðst ekki geta sagt til um, hvað langan tíma þyrfti til þess eftir að verktakinn skilaði af sér. I viðtali við Mbl., sem biríist sl. þriðjudag, skýrði Skúli Guðmundsson hjá Innkaupastofn- un ríkisins frá þvi að verið væri að bjóða út ýmsa áfanga við geð- deild Landspitalans og verða til- boðin opnuð 16. ágúst. Fyrsti áfangínn, sem tekinn verður í notkun, er göngudeild á fyrstu hæð, sem stefnt er að að opna í lok janúar og siðan verður hver áfanginn á fætur öðrum tekinn í notkun, en öll á geðdeildin að vera kominn í notkun i árslok 1979. HINN 29. júlí s.l. fékkst sam- þykki menntamálaráðuneytisins fyrir starfrækslu þriðja stigs vél- stjórnarnáms við Iðnskólann á Isafirði. Hafa tólf nemendur þeg- ar látið innritast og hefst kennsl- an á komandi haustönn með öðru skólahaldi við Iðnskólann. Þriðja stig vélstjórnarnáms gefur rétt- indi til yfirvélstjórnar á skipum með allt að 1800 hestafla vélarafl, að fenginni tilskilinni starfs- reynslu. Eru nær allir Vest- fjarðartogararnir innan þeirra marka. Fram til þessa hefur nám til þriðja stigs einungis farið fram f Reykjavík. Fyrsta og annað stig vélskóla hafa nú verið starfrækt á ísafirði í sex ár samhliða öðrum námsbrautum við iðnskólann, sem eru: almennt iðnnám, 1. stig stýrimannanáms, tækniteiknun og undirbúnings- og raungreina- deild tækniskóla. Skólinn fékk viðbótarhúsnæði til ráðstöfunar sumarið 1975 og með fjárhagsáætlun undanfar- inna ára hefur m.a. verið stefnt að þvi að bæta tækjabúnað og kennsluaðstöðu að því marki að fært yrði að kenna til þriðja stigs vélstjórnarréttinda. 25—30 stiga hitií Siglufirði Siglufirði, 11. ágúst. STÁLVÍK landar hér í dag 150 lestum af stórum og góðum þorski. Þá er Selfoss að lesta frosinn fisk á Bandarikja- markað. Hér er nú 25—30 stiga hiti í forsælu og er þetta hlýjasti dagur sumarsins eða frá 17. júní s.l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.