Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977 Eru íslenzkir kettir skild- ari norskum en írskum? Þessi köttur er þverbröndóttur en kettir með þau litareinkenni eru mjög algengir. Annað afbrigði af bröndóttum köttum, skellibröndóttir, eru hins vegar frekar sjaldgæfir. RANNSÖKNIR fara nú fram hér á landi á litum fslenzkra katta og er unnið að hliðstæð- um rannsóknum f Noregi og á Irlandi. Vitað er hvernig litir katta erfast og er með þessum rannsóknum ætlunin að finna út hvort ísfenzkir kettir séu skyldari norskum eða frskum köttum. Vinnur dr. Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri búf járdeildar Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins, að þessum rannsóknum hér f sam- vinnu við aðra erfðafræðinga f þessum löndum, sem starfa að búfjárrannsóknum. Hefur Stefán þegar rannsakað um 30 ketti á Snæfellsnesi en alls ætl- ar hann að rannsaka hátt á ann- að hundrað ketti og verða þeir allir að vera utan höfuðborgar- svæðisins. Stefán sagði í samtali við blaðið, að eins og menn vissu þá hefði samanburður á skildleika Islendinga við t.a og Norð- menn verið rannsakaður með ýmsu móti áður. Sögur hefðu sitt að segja um uppruna okkar, blóðflokkar íslendinga bentu til mikils skildleika við íra en blóðflokkar í nautgripum hér bentu til að þeir væru einungis frá Noregi. Sagðist Stefán skoða kettina og dæma lit þeirra en þar með væri vitað um erfðasamsetningu fyrir litn- um. Og þannig mætti rekja ætt kattanna. Aðspurður um hvers vegna hann skoðaði ekki ketti í ná- grenni Reykjavikur, sagði Stefán, að áður væri búið að rannsaka ketti í Reykjavík og næsta nágrenni og þar hefði komið í ljós mismunur. á tiðni ákveðinna lita milli Reykjavík- ur og svæða, sem fjær liggja. Væri því talið að kettir i byggð- um fjær þéttbýlisstöðum gæfu betri mynd af uppruna katta hér á landi. Stefán sagði að þeir, sem hefu áhuga fyrir að aðstoða við framkvæmd rannsóknanna gætu gert það með þvi að senda sér litmyndir af köttum sínum ásamt upplýsingum, hvort þar sé um að ræða högna eða læðu og um uppruna þeirra. Upplýs- ingar um uppruna eiga þó fyrst og fremst við séu kettirnir ekki greinilega i ætt við erlenda ketti. Kjósi fólk að afla frekari upplýsinga bað Stefán það fólk að hafa samband við sig. Sýning á Hælinu í Hvera- gerði Hveragerði, 6. ágúst: — Sú gamla góða listakona Kristmunda á Hælinu i Hveragerði tjáði mér að nú stæði yfir sýning í Heilsu- hælinu, sem væri áhugaverð. Þetta reyndist rétt, þar sýnir Viet- or Gestsson 50 myndir, vatnslita-, tuss- og olíumálverk. Victor Gestsson er læknir að mennt, en varð að hætta vegna veikinda og gefur sér nú meiri tima en fyrr til að sinna málara- listinni. Victor lét lítið yfir listkunnátt- unni, en segist hafa málað síðan hann var i barnaskóla og aldrei lært nema af reynslunni. Mynd- irnar eru til sölu. — Georg. Stóri- messudag- ur í Skál- holti á sunnudag HINN árlegi Stóri-messudagur, sem svo hefur verið nefndur, verður haldinn í Skálholti n.k. sunnudag. Hefst hann eiginlega með lesmessu á laugardag kl. 17.00 ef gesti verður farið að bera að garði þá og um kvöldið kl. 21.00 verða kvöldbænir. Að sögn sr. Guðmundar Öla Ólafssonar sóknarprests í Skál- holti, verður einnig tekin upp sú nýbreytni að hafa umræður um ýmis mál og verða þær síðdegis á laugardag, að lokinni lesmess- unni. Mál þau, sem verða þar til umræðu eru m.a. um leikmanna- starf innan kirkjunnar, samskipti við fjölmiðla og stjórnmálaflokka, kristniboð og kristindómsfræðsla í skólum. A sunnudeginum verða siðan messur, hin fyrsta kl. 10 en þá verða morgunbænir og síðan barna- og fjölskyldusamkoma. Kr. 16.00 halda Glúmur Gylfason og Ólafur Sigurjonsson orgeltón- leika. Auk sr. Guðmundar Óla hafa aðrir prestar í Arnessýslu undir- búið þennan messudag svo og sr. Arngrimur Jónsson og sr. Sigurður Pálsson, fyrrum prestur á Selfossi, sem á mikinn þátt i að þessum messudögum var komið á og að sögn sr. Guðmundar Óla Ólafssonar eru nú í niunda eða tíunda sinn. Leiðrétting I frásögninni af verðlaunum Fegrunarnefndar Kópavogs í blaðinu í gær stóð, að forseti bæj- arstjórnar hafi rætt um hve fram- lag bæjarins væri mikilvægt. Þar átti að standa bæjarbúa. AUGI.ÝSINGASIMINN ER: 22480 jMargunblabib Loksins.'A1 II t i Sumarið við eigum stórkost legt úrval af sumar fatnaði og skóm. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS tUnT) KARNABÆR J* W AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi Ira skiptiborði 281S5 ml(lr ,\VV 1' & &

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (12.08.1977)
https://timarit.is/issue/116864

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (12.08.1977)

Aðgerðir: