Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977 blMAK 28810 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 LOFTLEIDIR -ZT 2 1190 2 11 38 ® 22 022 RAUOARÁRSTÍG 31 V______________/ Þakkarorð Þakka heilshugar öllum nær og fjær sem mundu mig 30. júlí s.l. og gerðu mér daginn ógleyman- legan. Allt það besta blessi ykkur. Ásta Málfríður Bjarnadóttir frá Norðfirði nú til heimilis að Hrafnistu Reykjavik. ÍR car rental Útvarp Reykjavlk FÖSTUDKGUR 12. ágúst MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Helga Þ. Stephensen les söguna „Ilvíta selinn“ eftir Rudyard Kipling í þýðingu Helga Pjeturss (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt iög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25 Morguntónleikar kl. 11.00: Konunglega fflharmonfu- sveitin f Lundúnum leikur „The Perfect Fool“, hallett- músik eftir Gustav Ilolst; Sir Maleolm Sargent stjórnar/ Ida Ilaendel og Sinfónfu- hljómsveitin í Prag leika Konsert í a-moll fyrir fiðlu og hljómsveit op. 82 eftir Alexander Glazunoff; '7aclav Smetacek stjórnar/ ílljóm- sveit Tónlistarháskólans f Parfs leikur Sinfónfu nr. 2 eftir Darius Milhaud; Georges Tzipine stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 'reðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Föndr- ararnir" eftir Leif Panduro. Örn Ölafsson les þýðingu sfna (5). 15.00 Miðdegistónleikar. Josef Kodousek og félagar úr Dvorak-kvartettinum leika „Kýprusviðartréð", strengja- kvartett eftir Antonin Dvorák. Melos hljóðfæra- flokkurinn leikur Sextett fyrir klarinettu, horn og strengi eftir John Ireland. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 „Fjórtán ár í Kína“. Ilelgi Elfasson bankaútibús- stjóri les kafla úr bók Ólafs Ólafssonar kristniboða. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ ____________ 19.35 Ur atvinnulffinu. Magn- ús Magnússon og Vilhjálmur Egilsson viðskiptafræðingar sjá um þáttinn. 20.00 Islandsmótið f knatt- spyrnu, fyrsta deild. Iler- mann Gunnarsson lýsir frá Akureyri sfðari hálfleik milli Þórs og KR. 20.45 „Kalevala“. Andrés Björnsson útvarpsstjóri les úr þýðingu Karls Isfelds. 21.00 Finnsk tónlist. Ilallé hljómsveitin leikur „Finlandíu", sinfónfskt Ijóð op. 26 eftir Jean Sibelius; John Barbirolli stj. Izumi Tateno og Fflharmonfusveit- in í Helsinki leika Planó- konsert nr. 2 eftir Selim Palmgren; Jorma Panula stj. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn“ eftir Martin Andersen-Nexö. Þýðandinn, Einar Bragi. les (19) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sagan af San Michele“ eftir Axel Munthe. Þórarinn Guðnason les (28). 22.40 Afangar. Tónlistarþátt- ur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTÚDAGÚR 12. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúðu leikararnir (L) Gestur leikbrúðanna I þcss- um þætti er hinn fjölhæfi skemmtikraftur Ben Vereen. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Rétturinn til samskipta úmræðuþáttur um hlutverk og þýðingu esperantos sem alþjóðamáls. úmræðum stýrir Óskar Ingimarsson, og með honum eru þátttakend- ur frá fjórum heimsálfum. Umræðurnar fara fram á esperanto og verða fluttar með íslenskum texta. 21.25 Það rignir á ást okkar (Det regnar pá vár kárlek). Sænsk bíómynd frá árinu 1946. Leikstjéri Ingmar Bergman. Aðalhlutverk Barbro Kollberg og Birger Malmsten. Tvö ungmenni, Maggí og Davfð, hittast rigningar- kvöld eitt á járnbrautarstöð. Ilann er nýkominn úr fang- elsi, og þau eru bæði ein- mana. Þau dveljast á gisti- húsi yfir nóttina, og daginn eftir ákveða þau að hefja nýtt líf saman. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 23.00 Dagskrárlok í»ad rignir á ást okkar kl. 21.25: Nýttlíf I KVÖLD sýnir sjónvarp- ið sænska bíómynd frá árinu 1946 og það er eng- inn annar en Imgmar Bergman sem leikstýrir myndinni. Myndin heitir „Det regnar pá vár kárlek“ og fjallar um ungt fólk, Maggí og Davíð, sem hitt- ast rigningarkvöld eitt á járnbrautarstöð. Þau eru bæði einmana og hann er nýkominn úr fangelsi. Hún missir af lestinni og næsta lest kemur ekki fyrr en daginn eftir og þar sem hún er vita pen- Ingmar Bergman ingalaus býður Davíð henni að útvega henni húaskjól yfir nóttina, sem hún þiggur. Þau leggja nú leið sína á hótel og dvelja þar um nóttina og ákveða síðan að hefja nýtt líf í samein- ingu. Davíð leitar sér að vinnu en verður lítið ágengt og er m.a. vísað frá af gömlum félaga sín- um úr fangelsi. Þau hjú finna að lokum yfirgefinn sumarbústað og setjast þar að og þegar eigandinn birtist, leigir hann þeim bústaðinn áfram. Þar með er þó ekki vandræðum þeirra lokið. Aðalhlutverkin i þess- ari mynd Bergmans leika þau Barbro Kollberg og Birger Malmsten, en Malmsten hefur leikið í fleiri myndum hans, m.a. ,,Sommarlek“ (1950). Myndin er á dagskrá kl. 21.25. „Kalevala” kl. 20.45: Fornkvæði um finnskar hetiur I KVÖLD les Andrés Björnsson útvarpsstjóri kafla úr þýðingu Karls ísfelds á „Kalevala“, en það er safn finnskra þjóðkvæða um fornar hetjur og hálfguði, hlið- stætt Eddukvæðum okk- ar Islendinga. Þessi þátt- ur er fluttur nú í tilefni af opinberri heimsókn Kekkonens Finnlands- forseta hingað til iands. Karl ísfeld fékk styrk til að þýða þetta verk fyr- ir rúmum tuttugu árum og vakti þetta framtak mikla athygli á sínum tíma. Fyrra bindi þýð- ingarinnar kom svo út ár- ið 1957 í tilefni af því að þá var Kekkonen einmitt í opinberri heimsókn hér- lendis. Síðara bindið kom svo út nokkrum árum sið- ar. Lestur útvarpsstjóra úr ,,Kalevala“ hefst kl. 20.45. Andrés Björnsson

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (12.08.1977)
https://timarit.is/issue/116864

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (12.08.1977)

Aðgerðir: