Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGUST 1977
Sæluhús Ferðafélagsins við Hvftárvatn.
Flestum mun þ.vkja Bláfells-
háls óskemmtilegur fjallvegur,
enda eru viðbrigði mikil á inn-
eftirleið eftir að hafa farið um
iðjagræn lönd Biskupstungna,
stórgrýttir melar, en á milli gil,
enn stórgrýttari, talsverð
brekka i fang, enda er fyllilega
300 m. hæðarmunur frá Grjótá
og upp á háhálsinn, sem er
meira en 600 m. hár, gróður
harla lítill og þeim mun minni
sem ofar dregur.
Utsýnið fram undan er ekki
heldur glæsilegt lengi vel,
grjótapall og annað ekki. En
norðan á hálsinum verður
skyndileg breyting. Grjót skort-
ir þar að vísu ekki heldur en
fyrr. En fram undan blasir við
nýtt útsýni, svo gerólíkt hinu
fyrra að vegfarandinn fær hér
enn eina sönnun þess að Island
er land andstæðna. Þarna er
Hvitárnes.
Hvítárnes er einn af mörgum
stöðum á tslandi sem eiga eng-
an sinn Iika. Sjálft er nesið
grasflæmi mikið austan við
Hvitárvatn. Þar er víða ærið
votlent, en gróður svo mikill
sem í byggð væri.
En það er ekki aðeins gras-
lendið sjálft sem gerir Hvítar-
nes svo eftirminnilegt, heldur
einnig umhverfið. Fegurð og
tign óbyggðanna birtist þar í
svo stórbrotinni mynd að
óvenjulegt er. Andstæður eru
þar slikar að ógleymanlegar
verða hverjum þeim er þar
kemur.
Vestan Hvitárvatns rís
austurbrún Langjökuls. Austur
undan jöklinum teygir sig mik-
ið fjall með skriðum og hömr-
um allt i vatnið fram. Er ógengt
undir fjallsrótum með vatninu.
Fjallið heitir Skriðufell. Skrið-
jöklar falla niður beggja vegna,
og náðu fyrrum báðir allt fram
í vatn. En nú hefur hinn syðri
hopað svo, að hann kemst
naumast hálfa ieið frá megin-
jöklinum, en hinn nyrðri er
þverbrattur og ærið úfinn, nær
allt fram í vatn og endar þar í
háum jökulhamri. Brotnar si-
fellt af honum og sveima jak-
arnir út á vatn, svo að ætíð má
sjá þar á siglingu hin hvítu skip
issins sem hefur verið hrundið
á fiot undan jöklastálinu. Sjálft
er vatnið jökullitað af rennsli
kvísla undan jöklinum, þótt
þær sjáist fáar. Einnig rennur í
vatnið allvatnsmikil á, Fúla-
kvísl, sem á innstu upptök sin
við vatnaskil langt fyrir innan
Þjófadali. Hvitárvatn mjókkar
mjög til suðurs, og þar hefst
afrennsli þess, Hvítá. Er hún
þar lygn og breið, svo að
óglöggt sést hvar vatninu lýkur
og rennsli árinnar hefst.
Langt er siðan menn hafa
fyrst komið í Hvitárnes. Þegar
á landnámsöld var farið í land-
könnun upp á fjöll bæði að
norðan og sunnan. Þekktar eru
slikar ferðir þriggja skag-
firzkra landnámsmanna.
Lengst þeirra komst Rönguður,
þræll Eiriks I Goðdölum. Hann
Blaðinu hefur borizt
eftirfarandi samþykkt um
tóbaksmál frá Krabba-
meinsfélagi Reykjavíkur:
Undanfarið hefur margt bent
til þess að nú séu að verða þátta-
skil í afstöðu landsmanna til
tóbaksnotkunar og lokið sé ára-
tuga löngu skeiði sem hefur að
komst allt suður á Kjalhraun og
kom þar á manns spor sem lágu
að sunnan „og þaðan af tókust
ferðir um fjallið miili Sunn-
iendinga fjórðungs og Norð-
lendinga".
Sýnt er að Sunnlendingurinn
hefur verið gangandi og Röng-
uður sennilega líka. Hér er því
heimild um fyrstu gönguferðir
langt inn i óbyggðir landsins og
einnig þá um fyrstu ferð manna
í Hvítárnes, því að ekki er að
efa að göngumaðurinn sunn-
lenzki hefur komið þar. Síðan
hefur Kjalavegur verið helzti
fjallvegur milli Norður- og
Suðurlands og Hvitárnes þá
kærkominn áfangarstaður, þvi
að hagar eru þar sem beztir.
Staðurinn hefur verið i þjóð-
braut vor og sumar. Þar hafa
menn farið flokkum á leið til
aiþingis og frá, og þar fóru stór-
flokkar á Sturlungaöld.
Eitt sinn varð hrifning slík af
frjósemi Hvítarrness og fegurð
að menn urðu til að reisa þar
bú. Eru glöggar bæjarrústir á
bökkum Tjarnár. Engar heim-
ildir eru um búalið það, en hitt
er víst að vonglöð bjartsýni
varð að vikja fyrir dökkri stað-
reynd. Bærinn féil i eyði, og er
talið að Heklugosið mikla árið
1300 hafi grandað byggðinni,
hið sama og eyddi byggð i
Þjórsárdal.
Talið er að ferðir um Kjala-
veg hafi mjög iagzt niður eftir
1780, svo miklum óhug sió á
landsmenn við hina hörmulega
slysaför Reynistaðarmanna það
ár. Þá hefur orðið fáförult i
Hvítárnesi um skeið og fáir
komið þar aðrir en fjallamenn í
fjárleitum, en ferðir glæddust
að nýju nokkru fyrir siðustu
mestu einkennst af síaukinni
tóbakssölu hér á landi.
Vafalaust er hér um að ræða
árangur af því mikla fræðslu-
starfi og áróðri sem beitt hefur
verið að undanförnu í baráttunni
gegn reykingum og fyrir rétti
þeirra sem reykja ekki.
Vill stjórn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur þakka öllum þem
aldamót. Þó komu þar enn um
sinn fáir aðrir en fjallamenn og
langferðamenn. En Hvítárnes
þekktu margir af afspurn. Það
var i hugum margra fjarlægur
dýrðarstaður sem fáum mundi
hlotnast að iíta augum eða stíga
fæti á. Leið inn í Hvítárnes var
löng og ógreið og illur þrösk-
uldur á veginum: Hvitá, vöð
djúp og vandrötuð eða ferja.
Frá Húnavatnssýslu voru ekki
slíkar torfærur, en leið svo óra-
löng að menn höfðu ekki ráð á
slikum ferðum, enda fátt um
fristundir hjá öllum almenn-
ingi.
Árið 1929 verða tímamót í
sögu Hvítárness. Þá um vorið
ákveður Ferðafélag ísiands að
reisa þar sæluhús. Slíkar hús-
byggingar voru þegar frá stofn-
un félagsins eitt af helztu
í Karlsdrætti.
sem lagt hafa hönd á plóginn.
Jafnframt er lögð áhersla á að
ekki megi láta sitja við þann
árangur sem þegar hefur náðst og
að meiriháttar slys væri að missa
hann aftur úr höndum sér.
Fyrir því hvetur stjórn Krabba-
meinsfélags Reykjavikur til enn
stærri átaka i baráttunni og telur
timabært að Islendingar setji sér
áhugamálum þess. Má segja að
skjótlega hafi verið horfið að
framkvæmdum, þvi að þetta
vor var ákveðið að gera sælu-
hús i Hvítárnesi. Var félagið þá
aðeins hálfs annars árs gamalt.
Hér var horfið að miklu stór-
ræði. Efni var flutt á bilum
austur að Geysi, en á klökkum
þaðan til Hvitárness, rúmlega
50 km. leið eða, eins og frá
Reykjavik og austarlega í
Ölfus, og auðvitað varð að ferja
allt á bátum yfir Hvítá. Félagið
var fámennt og févana þá, og
hefur þessi framkvæmd þvi
sennilega verið hin erfiðasta
sem félagið hefur ráðizt í fyrr
og siðar. Jón Jónsson frá Laug
sá um flutning inn eftir, Jakob
Thorarensen skáld annaðist
smiði, en Guðmundur Einars-
son frá Miðdal skar vindskeiðar
að þessu leyti ákveðið markmið til
að keppa að. Er í þvi sambandi
minnt á að unga kynslóðin i land-
inu fylkir sé í sívaxandi mæli
undir kjörorðið Reyklaust land.
Stjórn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur vill fyrir sitt leyti
taka undir með hinu unga fólki og
telur vafalaust að unnt verði á
tiltölulega skömmum tima að
komast nærri þessu marki ef sam-
an fer skipulegt fræðslu- og varn-
aðarstarf í skólunum, markviss
áróður i fjölmiðlum, aukin aðstoð
við þá sem vilja hætta að reykja
og auknar skorður við reykingum
á almannafæri.
þær sem enn má sjá þar á göfl-
um. Gekk verkið vel, og var
húsinu að mestu lokið i septem-
ber það ár. Húsið rúmaði 30
næturgesti, hið vandaðasta að
allri smíð og tók langt fram
þeim sæluhúsum sem þá þekkt-
ust i óbyggðum.
Brátt varð mikil aðsókn þang-
að inn eftir. Olli þar miklu
ágæti hússins, einnig fegurð
staðarins og frægð. Einkum
varð för þangað mikil eftir að
Hvitá hafði verið brúuð árið
1935 og Bláfellsháls gerður bíl-
fær. Þá opnaðist Kjalavegar-
svæðið ferðamönnum, og siðan
hefur það verið eitt helzta
ferðasvæði landsins í óbyggð-
um. Hvítárnes var nú í þjóð-
braut að nýju.
Nú hefur svo skipazt að Kjal-
vegarfarar gista oftar f öðrum
skálum er siðar voru reistir, í
Ásgarði eða á Hveravöllum. Þó
er gestkoma enn mikil í Hvítár-
nes, enda ánægjulegt að koma
þar þó að ferð þangað þyki nú
ekki slik ævintýraferð sem
fyrrum. Enn er þar sama glæsi-
lega útsýnið sem áður, enn
sömu ógleymanlegu andstæð-
urnar. Og sá sem vill gera þar
meira en horfa á fagurt útsýni,
á kost á góðum gönguferðum.
Fúlakvísl er þar oft væð, og má
þá ganga út i Karlsdrátt og allt
út að skriðjöklinum. Þá má
ganga á Leggjabrjót og á Lang-
jökul, einnig á Hrútafell, sem
er hæsta fjall á þessum sióðum,
1410 m.
Stundum eru bátar þar innra,
jafnvel allvænir vélbátar, og
hefur ferðamönnum einatt gef-
izt kostur á ferð um vatnið.
Slikar bátsferðir eru eftir-
minnilegar. Ögleymanlegt er að
sigla um blátt vatnið með iðja-
grænt flæmi Hvitarness á aðra
hönd, en á hina er svart fjall,
Ijós jökull, grænir íshamrar, en
hvitir jakar á við og dreif, en
fyrir vatnsbotni skarta blóm-
skrýddar brekkur Karlsdráttar.
Og gaman er eftir góðan ferða-
dag að hverfa aftur heim í hús-
ið góða eða setjast á bæjarvegg-
inn gamla og reyna að draga
fram fyrir sjónir sér það líf sem
þar var lifað fyrir meira en 600
árum. Þá mætist fortið og nú-
tíð, þótt aðeins sé f huga manns.
Enn stendur elzta hús Ferða-
félags Islands á balanum milli
Tjarnár og rústanna fornu,
sómir sér vel sem fyrr og er
ætíð eitt fegursta hús félagsins,
þótt hærri sé burst á öðrum.
Hefur félagið kappkostað að
varðveita það óbreytt f sinni
fornu mynd. En viðhald húss-
ins hefur verið nokkrum erfið-
leikum bundið, einkum vegna
þess að í jarðvegi er þar tals:
verður raki, og hefur hann sótt
í gólfið. Þótti þvf sjálfsagt nú á
fimmtugasta ári félagsins að
ein aðalframkvæmd ársins yrði
að gera á húsinu verulega
endurbót sem mætti endast
lengi og sjá þó um að svipur
hússins raskaðist ekki. Hefur
verið unnið að þeim umbótum
nú í sumar, og munu þær langt
komnar nú er þetta er skrifað.
Sæluhúsið í Hvitárnesi lætur
litið yfir sér, gerir enga tilraun
að draga að sér athygli frá hinu
fagra umhverfi. En það sómir
sér vel sem fyrr og fær vonandi
að standa þar enn langa stund
til ánægju og skjóls þeim er þar
koma.
Haraldur Matthfasson.
Er Krabbameinsfélag Reykja-
vikur staðráðið I að leggja sitt af
mörkum til að svo megi verða.
Unga kynslóðin fylkir sér und-
ir kjörorðið „Reyklaust land”