Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 3
T MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGÚST 1977 3 Auknir möguleikar mynd- höggvara á Korpúlfsstöðum NÝLEGA var haldinn aðalfundur Myndhöggvarafélagsins í Reykja- ívk. A fundinum voru samþykkt ný félagslög, sýningarreglur og eyðublaðsform fyrir þátttakend- ur á sýningum félagsins. Myndhöggvarafélagið er sem kunnugt er stéttarfélag þeirra myndlistarmanna sem vinna verk sín í þrividd, en fylgir engri sér- stakri stefnu í myndlist. Fundar- menn lýstu yfir áhyggjum sínum vegna litillar kennslu í þríviðu formi i Myndlista- og handiða- skóla íslands, og telja þeir að það geti haft skaðleg áhrif á framgang höggmyndalistar i landinu. Myndhöggvarafélagið er aðili að Listahátíð í Reykjavik og hefur undanfarin ár staðið fyrir viða- miklum sýningum í Austurstræti. Af alkunnum orsökum er ekki lengur grundvöllur fyrir þessum sýningum þar og hyggst þvi félag- ið leita nýrra leiða. Á aðalfundin- um var stjórn falið að gera áætlun fyrir hátið næsta árs og bréfa til framkvæmdastjórnar Listahátið- ar fyrirspurn um þann möguleika að fá til landsins 1980 einhvern af þekktari myndhöggvurum heims- ins. Þá voru á aðalfundinum rak- in bréfaskipti félagsins og Lista- safns Islands um höggmyndaeign safnsins. Fundurinn fól stjórn- inni að annast frekari fram- kvæmdir. Borgarráð samþykkti fyrir nokkru breytingu á leigusamn- ingi milli þess og Myndhöggvara- félagsins um húsnæðið að Korp- úlfsstöðum, sem felur í sér stór- aukna möguleika og stækkun á rými. Fagnaði aðalfundurinn þeim málalokum og taldi að fram- kvæmdir gætu gengið hraðar úr. þessu. I Myndhöggvarafélaginu i Reykjavík er nú 21 félagsmaður Framhald á bls. 31 Norræna bflgreina sambandið fund- aríReykjavík Bilgreinasamband Norður- landa hélt fund i Reykjavik dagana 9. og 10. ágúst sl. Að loknum fundahöldum síðari daginn var blaðamönnum greint frá helstu atriðum sem rædd voru á fundum sambandk- ins. Þar kom fram að funda- höldunum hafði verið skipt i tvennt. Annars vegar hafði ver- ið rætt um málefni vinnuveit- enda innan bílgreinarinnar og hins vegar um bíla- og vara- hlutasölu og aðra þjónustu. Á fundi um fyrra atriðið var mikið rætt um kaupgjaldsmál og annan kostnað, launahækk- anir voru mun lægri i Sviþjöð, Noregi og Danmörku, en í Finn- landi og Islandi. Var hækkunin í fyrrnefndu löndununi um 6—9% en i þeim síðarnefndu 20—30%. 1 öllum löndunum höfðtt samningarnir tekið langan tima. A siðari fundinum fluttu full- trúar skýrslu um bilasölu hver i sínu landi. Kom fram að met- sala hafði verið á bílum í Svi- þjóð, Noregi og Danmörku á siðasta ári, i Finnlandi hafði verið samdráttur i bílasölu undanfarin ár, en hér á landi var salan eðlileg. Það kom einn- ig fram að i þeim löndum þar sem salan var rnikil horfði nú illa fyrir bílasölum vegna þess hve þeir sætu nú uppi með marga notaða bíla sem þeir hefðu tekið sem greiðslu fyrir nýja bíla. Á þessum fundi var einnig rætt um bílaverkstæði á Norðurlöndum og kom fram að útseld vinna á bilaverkstæðum hérlendis er nokkru ódýrari hér en i Skandinaviu. Ennfrem- ur kom fram að meðalaldur bíla er nokkuð misjafn á Norður- löndum. Er hann um 5 ár i Svíþjóð og Noregi, 8 ár i Dan- mörku, 9 ár hérlendis og 11 ár i Finnlandi. Á fundum Norræna bil- greinasambandsins voru haldin mörg erindi um ýmis atriði er varða bila, bilasölu, verkstæði o.fl. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Geir Þorsteinsson formað- ur og Július Ólafsson fram- kvæmdastjóri Islenzka bil- greinasambandsins. Götur á Hvamms- tanga malbikaðar Hvammstanga, 10. ágúst. A FUNDI hreppsnefndar f gær, var ákveðið að leggja varanlegt slitlag á nokkrar götur hér f kaup- túninu, og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Aformað er að leggja úr 1300 tonnum eða einum Björn Birnir í Norræna húsinu HINN 13. þ.m. opnar Björn Birn- ir sýningu í Norræna húsinu. Sýn- ir hann þar svartkrftarmyndir og vatnslitamyndir, einnig olíumál- verk og myndir málaðar með acr- ýllitum. Björn stundaði nám við mynd- listadeild Handíða- og Myndlista- skólans og síðar við Teiknikenn- aradeild sama skóla og lauk þaðan teknikennaraprófi 1952. Árið 1955 lauk hann svo prófi sem skiltamálari og dekoratör við Bergenholts Dekorations fagskole i Kaupmannahöfn. Þá hefur Björn stundað nám i innanhúss arkítektúr. Hann er nú á förum til framhaldsnáms í list sinni við Indiana State University, Indiana í Bandaríkjunum. skipsfarmi og á það að duga á 1200 lengdarmetra. Aætlaður kostnaður við þessa framkvæmd er 16.8 milljönir króna. Þegar er búið að skipta um jarð- veg i nokkrum götum hér i kaup- túninu og verður olíumöl lögð á stóran hluta þeirra gatna, þar sem það hefur verið gert. Oliumöl h.f. lætur olíumölina í té og verður efnið flutt frá Reykjaík i byrjun september. Um þessar mundir er verið að ljúka vinnu við höfnina og á þessu ári verður unnið fyrir 15 milljónir króna. Gengið var frá viðlegukanti við grjótgarðinn, sem byggður var árið 1975, en alls hefur verið unnið fyrir 80 millj. kr. i höfninni s.l. 4 ár. Þá stendur jafnvel til að dýpka höfnina eitt- hvað í haust. Tveir bátar róa nú héðan með handfæri, en þessar veiðar hafa ekki verið stundaðar héðan i fjölda ára. Eru bátarnir búnir að landa um 60 tonnum af þroski, sem þeir hafa sótt norður á Horn- banka, en þangað er 10 tima sigl- ing. Fiskurinn hefur verið verk- aður hjá Meleyri h.f. 40 íbúðir eru nú i byggingu á Hvammstanga og er þvi fyrir- sjáanleg mikil fólksfjölgun á staðnum, eins og sést bezt á þvi að á árinu 1972 voru hér aðeins 90 hús. Heyskapur hefur gengið mjög vel að undanförnu, en þar til i siðustu viku var mjög vætusamt. Karl. K0MIÐ SJÁIÐ - SANNFÆRIST ^ sem tryggir beztu lagæðin hefur endurbætt hina flóknu þriggja geisla og fær þannig i áreiðanlegri litaupi hefur einnig fundið upp nýtt phosfor lag á skerminn, sem hindrar að litir renni saman, sem er stórkostleg uppfinning í heimi litsjónvarps sjónvarpstæki. eru mefial mest - : ■ se,du sjónvarpstækja i Bandarlkunum Sérfræðingar i sjónvarpstækni mæla með SHARP Sjálfvirk birtustilling, stillir birtuna á skerminum eftir birtunni íherberginu 100% einingarverk, auðveldar viðgerðir. 20" tæki verð kr. 284.900- ■ 18" tæki verð kr. 262.800- Hljómdeild Ars ábyrgð 3ja ára ábyrgð á myndlampa. KARNABÆR Simi trá skiptiborði 28155 |l\ 1 >Œ

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (12.08.1977)
https://timarit.is/issue/116864

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (12.08.1977)

Aðgerðir: