Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST1977 IRISASLAGUR A þriðjudag og miðvikudag f næstu viku fer fram á Laugar- dalsvelli alþjóðlegt stórmót I frjálsum fþróttum, sem nefnt hefur verið Reykjavfkur leikar. Mót þetta var fyrst háð 1972 og þá f tilefni 25 ára afmælis Frjálsfþróttasamhands Islands. Síðan hefur þetta verið árlegur viðburður — Reykjavfkurleik- ar eða „Reykjavik (iamcs“, eins og það heitir í erlendum móta- bókum. Mótið er að verða þekkt erlendis og nú er svo komið, að fleiri óska eftir þátttöku i þvf en FRt hefur efni á að taka á móti. Reykjavíkurleikarnir í næstu viku eru þeir 6. f röðinni og jafnframt 30 ára afmælismót FRt. Einnig fer fram minn- ingarhlaup vegna andláts Svavars Markússonar á sl. hausti, keppt verður I 1500 metra hlaupi. Mót eins og það sem hér um ræðir er gffurleg áhætta peningalega fyrir Frjálsíþróttasamhandið og má það þó ekki við miklu, eíns og fjárhagur þess er erfiður. Það sem heldur uppi von stjórnar- manna er, að fóik kunni að meta gott frjálsiþróttamót, þar sem margir heimsfrægir íþróttamenn eru mcðal þátttak- enda. Slfkt mót á að veita mikla og góða skemmtun, sérstaklega þegar svo er nú komið, að fs- lenskir frjálsíþróttamenn eru orðnir slíkir afreksmenn, að gcta veitt hinum erlendu fþróttastjörnum harða keppni og jafnvel bera sigur úr býtum. Hápunktur keppninnar á þriðjudag verður án vafa kúlu- varpið, en keppendur verða 7 talsins, þar af fjórir afreks- menn, sem allir eru f fremstu röð f heiminum. fyrrverandi heimsmethafi, bandarfskur meistarí, evrópumeistari utan- húss og að ógleymdum Hreini Haildórssyni evrópumeistaran- um okkar frá EM innanhúss f OmGðsson vetur. Það verður mikið tekið á í Laugardalnum á þriðjudag í næstu viku — sannkallaður risaslagur! Eitt er það sem stundum vill gleymast, þegar rætt er um það hvernig fþróttahreyfingin er raunverulega fjármögnuð, en það eru framiög ýmissa ein- staklinga og fyrirtækja. Ef ekki kæmi til mikill skilningur og fórnfýsi þessara aðila væri stór- mót eins og það, sem hér um ræðir algerlega óhugsandi. Veðrið skiptir auðvitað gífur- Iga miklu máli og einnig, hvort Íslendingar hafa áhuga á því að sjá sinn mesta afreksmann í fþróttum keppa við helstu topp- menn heimsins i iþróttinni. Stjórn FRÍ trúir ekki öðru en að fólk meti það, að slfkri keppni hefur verið komið á, og fjölmenni á vöilinn, bæði til að veita okkar fólki stuðning og til að sýna það, að afreksfólk i íþróttum og drengileg keppni þess er einhvers virði. Hreinn Halldórsson Tveir til Manilla Golfsamband Islands barst ný- lega boð um að sendá tvo íslenzka kylfinga til þátttöku f hinni svo- nefndu „World Cup“ golfkeppni sem f ár mun fara fram í Manilla á Fillippseyjum. Keppni þessi fer nú fram f 25. sinn, og munu flest- ir beztu golfleikarar heims taka þátt f henni ef að líkum lætur. Allmargir áhugamenn munu einnig keppa. Þetta er í fyrsta sinn sem ls- lendinguín býðst að senda þátt- takendur i þessa frægu keppni, og má ætia að ferð þessi verði ein mesta ævintýraferð sem islenzk- um íþróttamönnum hefur boðist til þessa. Mun framkvæmdaaðili mótsins greiða allan kostnað við ferðalög keppendanna, svo og uppihald þeirra á mótsstað. Eftir keppni Islandsmótsins í golfi n.k. laugardag munu verða valdir tveir þátttakendur í ferð þessa og tveir til vara, og er ekki að efa að mikil eftirvænting ríkir í herbúðum golfmanna. Mótið mun hefjast 7. desember n.k. og stendur það i fjóra daga, eða til 11. desember. Þá er ekki talið óiiklegt að Golf- sambandinu bjóðist að senda keppendur á Evrópumeistaramót unglinga, 18 ára og yngri, er hald- ið verður í Svíþjóð á næstunni. Handknattleiksþjálfari 3 deildar lið UMFN karla óskar eftir að ráða þjálfara. Uppl. í síma 92-1403 milli kl. 12—13 og 19 — 20. Irskt flugfélag mun taka að sér að sjá um mót þetta og greiða allan kostnað þess. Ennfremur má svo geta þess að Golfsamband Islands hefur sótt um að halda Evrópumeistaramót unglinga árið 1980, og hefur sú málaleitan fengið mjög jákvæðar undirtektir, þannig að liklegt verður að teljast að mótið verði haldið hérlendis. Skagamenn leika a' heimavelli sínum AKURNESINGAR hafa nú ákveð- ið að leika leik sinn f Evrópu- bikarkeppni bikarhafa á heima- velli sfnum á Akranesi. Er það jafnframt fyrsti Evrópubikarleik- urinn sem fram fer þar, en einu sinni áður hefur Evrópuleikur farið fram utan Reykjavíkur er Keflvíkingar léku við skozka liðið Dundee United í Keflavfk. — Það eru margar ástæður fyr- ir þvi að við kjósum að leika leik þennan á Akranesi, sagði Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnuráðs Akraness, í við- tali við Morgunblaðið í gær, en Gunnar er i nefnd er sér um undirbúning leiksins og fram- kvæmd hans. — I fyrsta lagi sleppum við þar með við vallar- leiguna og i öðru lagi eigum við VALURÍ I fyrrakvöld tryggðu Valsmenn sér sigur í sínum riðli í útimótinu f handknattleik er þeir sigruðu Hauka með 23 mörkum gegn 13. Sem kunnugt er þá eru Valsmenn núverandi handhafar lslands- meistaratitilsins og má mikið vera ef honum verður ógnað að þessu sinni. Líklegt er að Vals- menn leiki við Víkinga eða Fram- ara til úrslita, en þau lið stóðu hezt að vígi i hinum riðlinum. Valsmenn sýndu ágætan leik er þeir mættu Haukum í fyrrakvöld. Leikurinn var reyndar ekki mjög ójafn til að byrja með, og var staðan 9:6 i hálfleik, Valsmönn- um í vil. I seinni hálfleik höfðu Islandsmeistararnir svo leikinn í hendi sér og skoruðu þá og skor- uðu án þess að Haukum tækist oft að svara fyrir sig. Var það einkum von á fleiri áhorfendum hér en ef leikurinn færi fram i Reykjavík. Við gerum okkur vonir um að daginn sem leikurinn fer fram verði vinnu hætt á Akranesi tímanlega og að stór hluti bæjar- búa komi á völlinn. Við þurfum að fá 2500 áhorfendur til þess að ekki verði tap á Brann- heimsókninni, en í fyrra, þegar við lékum við tyrkneska liðið Trabzonspor á Laugardalsvellin- um fengum við ekki einu sinni 1000 áhorfendur. Nokkrar breytingar þarf að gera á aðstöðunni á Akranesi til þess að völlurinn þar geti talizt fullgildur fyrir Evrópuleik, og munu þær lagfæringar gerðar á næstunni. ÚRSUT Jón Pétur Jónsson sem var at- kvæðamikill í leik þessum, en Jón Pétur er greinilega i hörkuformi um þessar mundir. Var hann jafn- framt markhæstur Valsmanna, • skoraði 9 mörk. I fyrrakvöld léku einnig Ár- mann og I R í A-riðlinum og lauk þeim leik með sigri Ármenninga 13-11. í B-riðlinum léku HK og KR og sigruðu KR-ingar í þeim leik með 17 mörkum gegn 8. Urslitaleikir útimótsins fara fram n.k. sunnudag og verður þá leikið um 3. sætið kl. 16.00 og um 1. sætið kl. 17.15. Þrír leikir verða i mótinu í kvöld. Valur og Ár- mann leika kl. 18.30, Haukar og FH kl. 19.45 og HK og Víkingur kl. 21.00. Fara allir leikirnir fram við Austurbæjarskólann í Reykja- vík. Liverpool greiddi 400 þús. pund fyrir Kenny Dalglish LIVERPOOL greiddi í fyrra- kvöld hæstu upphæð sem greidd hefur verið til þessa fyrir knattspyrnumann á Bret- landseyjum er liðið keypti hinn kunna leikmann Kenny Dalg- lish frá skozka félaginu Celtic. Upphæðin sem Liverpool greiddi fyrir Dalglish var hvorki meiri né minni en 400 þúsund pund. Mun skozka leik- manninum vera ætlað að koma í stað hins fræga leikmanns Kevin Keegans sem Liverpool seldi fyrr i sumar til vestur- þýzka liðsins Hamburger SV og fékk svimandi háa fjárhæð fyrir. Fyrsti leikur Dalglish með hinu nýja félagi sinu verð- ur n.k. laugardag er Liverpool leikur við Manchester-United á Wembley leikvanginum i Lund- únum, þ.e. Englandsmeistar- arnir leika við ensku bikar- meistarana. Bob Paisley, framkvæmda- stjóri Liverpool, var búinn að leita lengi að leikmanni sem gæti komið i stað Keegans, áður en hann ákvað að gera tilboð i Kenny Dalglish, en Dalgiish er sagður líkjast Keegan í mörgu, þótt tæplega sé hann talinn eins fljótur og fylginn sér. Hefur Dalglish verið einn bezti maður Celtic-liðsins undanfar- in ár og muna sjálfsagt margir eftir honum úr leik Vals og Celtic í Evrópubikarkeppninni ^^runun^Tah^e^a^40^000 pundin standi ekki lengi við i fjárhirzlum Celtic. Stein, fram- kvæmdastjóri liðsins mun sennilega fljótlega reyna að ná til sin góðum leikmönnum, og er sagt að hann hafi hug á því að gera töluverðar breytingar á liði sínu í vetur. Sem kunnugt er leikur Jóhannes Eðvaldsson með Celtic-liðinu. Gerði hann við það þriggja ára samning og er komandi keppnistimabil það siðasta sem hann er skuldbund- inn félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.