Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 12. AGUST 1977
radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í 1 5 þúsund fiskikassa fyrir
Bæjarútgerð Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, R.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið-
vikudaginn 1 4. september n.k. kl. 11.00
f.h.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR !
| Fríkirkjuvegi é — Sími 25800 ) j
Útsala — Útsala
Mikil verðlækkun.
Glugginn, Laugaveg 49.
Frá gagnfræðaskólanum
á Sauðárkróki
Enn getur skólinn tekið við nemendum í
framhaldsnám næsta vetur, í eftirtöldum
brautum:
Almennt bóknám, iðnbraut, viðskipta-
braut, uppeldisbraut og fornám. Heima-
vist er fyrir hendi. Umsóknir sendist sem
fyrst til skólastjóra, Friðriks Margeirsson-
ar, Hólavegi 4, Sauðárkróki.
Skólanefnd.
Til sölu
Chevrolet Nova árgerð 1974 ekinn 46
þús. km. Philips kassettu útvarpstæki
fylgir. Vel með farinn.
BHkk og stá/ h. f.
Bíldshöfða 12
Sími 86666.
Akranes
Til sölu er 5 herbergja íbúð. íbúðin var
byggð til útrýmingar heilsuspillandi hús-
næði og skal við ráðstöfun slíkra íbúða
láta þær fjölskyldur sitja fyrir sem í lök-
ustu húsnæði búa og mesta ómegð hafa
eða eiga samkvæmt vottorði læknis við
verulega vanheilsu að stríða. Umsóknir
þar sem greint er frá ástæðum viðkom-
andi sé skilað til undirritaðs sem jafnframt
veitir nánari upplýsingar. Umsóknir þurfa
að berast fyrir 20. ágúst n.k.
Akranesi 12. ágúst 1977
Bæjarritari
Garðabær-
skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði óskast í Garðabæ fyrir
fræðsluskrifstofur Reykjanesumdæmis.
Tilboð sendist í pósthólf 133 Garðabæ
fyrir 1 8. ágúst 1977.
Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis
Iðnaðarhúsnæði
Til leigu 240 fm. iðnaðarhúsnæði á jarð-
hæð við Vesturvör í Kópavogi. Góð loft-
hæð og góð aðkeyrsla. Upplýsingar í
síma: 4327 7.
Vestfjarðarkjördæmi
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Vestfjarðarkjördæmi, verður
haldinn í Félagsheimilinu, Hnífsdal,
sunnudaginn 4. sept. kl. 1 0 f.h.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Sumarferð
sjálfstæðisfélaganna
á Akureyri
Farið verður frá ferðaskrifstofu Akureyrar
Ráðhústorgi kl. 9.30, sunnudaginn 14.
ágúst. Farið verður um Skagafjörð og til
baka yfir Lágheiði — Ólafsfjörð. Komið
við á Hólahátíð. Fararstjóri: Halldór Blön-
dal.
Þátttökugjald 2000 kr. Matur innifalinn.
Þátttaka tilkynnist fyrir föstudagskvöld.
Nánari uppl. og tilkynning þátttöku hjá
Halldóri Blöndal sími 11202, Gunnlaugi
Jóhannssyni sími 23670, Sólveigu Dag-
bjartsdóttur sími 21678 og Sverrir Leó-
syni 22841.
Sjálfstæðisfélögin Akureyri.
Kveðja — Guðný
Maren Valsdóttir
Tíð og átakanleg hafa slysin
verið á þessu sumri. Margt hjarta
helsært við sviplegan missi ást-
vinar, og ekki ofsagt — þjóðin í
heild harmi lostin æ ofan i æ. —
Eitt þessara hörmulegu slysa varð
að kvöldi hins 17. júií, er tvær
stúlkur í blóma lifs létu lífið í
bilslysi vestur í Dölum — og al-
þjóð veit. — Önnur þeirra, Guðný
Maren Valsdóttir var aðeins 15
ára gömul, fædd á Akranesi hinn
28. september 1961 — og var nafn
ömmu sinnar. Hún átti til góðra
að telja. Foreldrar hennar eru
Sigríður Garðarsdóttir og Valur
•Jónsson húsasmiður. Afar hennar
og ömmur: Garðar Fínnsson,
kunnur skipstjóri og aflamaður,
og kona hans Guðný Maren
Matthíasdóttir og Jón Guðmunds-
son húsasmíðameistari frá Guðna-
bæ á Akranesi, og kona hans Sig-
urrós Guðmundsdóttir. Guðný
Maren ólst upp í skjóli ástríkrar
móður, við mikla umhyggju
ömmu sinnar og nöfnu og Garðars
afa síns, en var frá bernsku löng-
um hjá föður sínum og Rósu
ömmu á Akranesi, sem hún unni
mjög, og föðursystkinum þar, svo
og á Arnbjargarlæk, hjá Guð-
rúnu, föðursystur sinni og hennar
fjölskyldu. í þessum vina- og
frændahópi átti hún sínar yndis-
stundir, og öllum þeim var hún
einkar hugljúf og kær.
Maren var mikið náttúrubarn
og kunni vel að meta það, sem
sveitin er og á með öllu sinu,
gróðri og grösum og skepnunum
— i fegurð sinni og frjálsræði,
sem borgarlífið hefur ekki uppá
að bjóða. — Þó að árin hennar
yrðu ekki mörg, lét hún eftír sig
þau spor, sem af lýsir og ljómar,
og varðveitast i hugum og hjört-
um ástvina hennar og vina. Þar er
vissulega bjart yfir — enginn
skuggi, ekkert ljótt, allt fagurt og
tært.
Maren var falleg stúlka, svip-
hrein — með skæru augun sín,
sem sögðu það, er inni fyrir bjó.
Blíðlynd var hún og ástúðleg og
tiilitsöm enda átti hún hlýjan
streng í allra brjósti, sem henni
kynntust. Dul var hún nokkuð og
bar ekki tilfinningar sínar á torg,
eigi að síður glaðlynd og naut
þess að vera í hópi jafnaldra
sinna. Er nú stórt skarð opið og
ófyllt í þeirra röðum — og sár
tregi. En dýpst er sárið að sjálf-
sögðu i hjörtum ástvina hennar,
móður hennar og föður. — Við
mannanna börn erum undur lítil
og vanmegna, ekki síst þegar
stóru og þungu höggin dynja yfir.
Geislinn bjarti i sortanum mikla
er okkar kristna trú, trúin, að
góður Guð standi að baki, leiði
lífið á hverri stund — og einnig í
sárustu sporunum, af visdómi sín-
um.
Með hjartans þökk fyrir allt hið
unaðslega, sem við eigum og
geymum um okkar blessuðu Mar-
en, brosið hennar, einlægnina og
ástúðina, feium við hana hand-
leiðslu föður lífsins og Freslar-
ans. Guð græði sár móður hennar
og föður — og okkar allra, sem
urtnum henni, og þerri tárin
höfgu, er fylgja henni.
Föðursystkinin.
Ivan H. Rasmus-
son — Minning
Fæddur 21. sept. 1903.
Dáinn 3. ágúst 1977.
3Í dag kveðjum við góðan vin og
félaga, ívan H. Rasmusson. Hann
var fæddur í Kaupmannahöfn 21.
sept. 1903, foreldrar hans voru
sænsk en voru búsett i Kaup-
mannahöfn. Innan við fermingu
missti hann móður sína og nokkr-
um árum síöar föður sinn. Þetta
var þung raun fyrir ungan dreng
að missa sína nánustu og standa
einn eftir á eigin fótum, en hann
var ákveðinn og hafði dugnað og
kjark tíl að bjarga sér. 14 ára
gamall réði hann sig á skip, sem
sigldi til Austurlanda, en einnig
þar varð hann fyrir mótlæti, því
hann veiktist og dvaldi þar á
sjúkrahúsi um tíma. Siðan hélt
hann aftur heim til Danmerkur.
Árið 1921 kvaddi Ivan aftur
fósturjörð sína og héit i þétta
skipti til norðurs og 2. febr. sama
ár steig hann á land í Reykjavík
og átti hér heima til dauðadags.
Hér held ég að hafi orðið mikil
umskipti í lífi hans. Fljótt eftir
komu hans hingað byrjaði hann
að læra rennismíði hjá h/f Hamri,
þar sem hann vann síðan alla æfi
meðan þrek og heilsa leifði, sem
mjög tryggur og traustur vinnu-
kraftur. Þar rétti hann mörgúm
hjálparhönd, svo og víðar annars
staðar.
Hann steig hér líka mesta gæfu-
spor lífs síns, er hann kvæntist
eftiriifandi eiginkonu sinni,
Ölínu Bjarnadóttur, (Pétursson-
ar) 14. jan. 1928. Þau eignuðust 2
syni; Werner lyfsala og Carl Flug-
vélstjóra.
í félagslifi lét hann til sín taka,
hann sat i mörg ár í stjórn Det
Danske Selskab í Reykjavík, hann
var þar sem alltaf reiðubúinn til
að hjálpa. Þannig var Ivan.
A hlýlegt heimili Ivans og Ölinu
var mjög ánægjulegt að koma og
gestrisni mikil, þó ekki sé þar
hátt til lofts né vítt til veggja. Mér
var sjálfum tekið sem væri ég
einn af sonum þeirra frá því ég
kom fyrst hingað til lands, þau
vildu allt fyrir mig gera. Ég mun
minnast stundanna, er við Ivan
sátum og töluðum um Kaup-
mannahöfn og margt annað, því
hann var mjög minnugur og gat
frá mörgu sagt.
Ekki er langt síðan Ivan talaði
um að hann hlakkaði til að halda
hátiðlegt gullbrúðkaup þeirra
hjóna, sem orðið hefði á næsta
ári, en enginn veit sína ævina fyrr
en öll er.
Nú er Ivan horfinn, og er sárt
saknað af fjölskyldu hans, sem
hann var stoð og stytta, en minn-
ingarnar geymast um góðan
mann.
Konan min og ég þökkum fyrir
góða vináttu og ógleymanlegar
stundir á heimili Ivans og Ólínu.
Við hjónin vottum Ölinu, sonun-
um og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð.
O. L.