Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 32
u <;i,ysin<;asimi\n kr: 22480 B'orsjimMníii ti Í»»0íiwlí>feíj»ií> FÖSTUDAGUR 12. AGÚST 1977 Reynslukeyrsla vélasamstæð- unnar í Kröflu- virkjun tókst vel Gífurlegur taprekstur fry sti- húsa á Suður- ogVesturlandi Skilaverð hefur hækkað um 17% á sama tíma og fiskverð og laun hafa hækkað um 50% Kröflu. 11. ágúst frá Sighvati Blöndal hlaðamanni Morgunhiaðsins. „ÞETTA start tókst í alla staði mjög vel, allt gekk eins og fyrir- fram hafði verið ráð gert fyrir,“ sagði Einar Tjörvi Elfason, yfir- verkfræðingur Kröflunefndar, þegar Mbl. ræddi við hann skömmu eftir að vélar fysta hluta virkjunarinnar höfðu verið settar af stað kl. 16.00 f dag. Einu vandamálin sem komu fram var að einn þrýstiloki var lítillega skemmdur, líklega eftrr flutning hingað upp eftir, en því var kippt í liðinn fljótlega. Að sögn Einars Tjörva er véla- samstæðan ekki keyrð á fullum snúningi, heldur á 400 snúning- um til að bryja með, sem verður smáasaman aukið upp i 3000 snúninga á mínútu, sem er eðli- legur snúningshraði. Næstkomandi mánudag er áætl- að að vélasamstæðan verði keyrð á yfirsnúningi og þá látið reyna á öryggiskerfi samstæðunnar. Hér eru staddir bæði japanskir og bandarískir verkfræðingar til að- stoðar við þessar prófanir, cn þeir Samkomulag við skipstjóra á farskipum „J(J, ÞAÐ er rétt, samkomulag hefur náðst f deilu yfirmanna og kaupskipaútgerða", sagði Asgeir Sigurðsson skipstjóri, formaður Skipstjórafélags Is- lands f samtali við Morgun- hlaðið f gærkvöldi „málið er leyst og eðlileg staða komin upp". Engin vinnustöðvun varð f deilu þessari, en Samn- inganefndir Félaga yfirmanna á farskipum og kaupskipaút- gerðanna sendu frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu í gær- kvöldi og fer hún hér á eftir: „Samkomulag hefur náðst milli samninganefnda félaga yfirmanna á farskipum og kaupskipaútgerðanna um fyrirkomulag . starfsaldurs- hækkana skipstjóra. Vegna ófullnægjandi orðalags ný- gerðra samninga reis nokkur óvissa um fran^kvæmd starfs- aldurshækkana hjá skipstjór- um, en málið hefur nú verið leyst eftir sömu leiðum og voru farnar gagnvart öðrum yfirmönnum." Sjöstjarnan selur skut- togarann HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Sjöstjarn- an i Njarðvikum hefur nú selt skuttogarann Dagstjörnuna til Keflavíkur h.f. og Miðness h.f., jafnframt hefur fyrirtækið selt bát fyrirtækisins, Hilmi, til Vest- mannaeyja. A síðasta ári seldi Sjöstjarnan hlut sinn í skuttogar- anum Framtíðin. A fyrirtækið því ekkert fiskiskip iengur og hefur þar af leiðandi ekkí jafntryggt hráefni og áður. munu halda af landi brott um mánaðamótin, en þá á öllum meiriháttar prófunum að vera lokið. Töluverð leynd hefur hvílt yfir þessum prófunum, og spurði Morgunblaðið Einar Tjörva hvað ylli þessari leynd. Sagði hann, að þeim hefði fundizt nógu mikið hafa verið skrifað um Kröflu- virkjun og vildu menn nú fá að vinna að þessu í friði og ró. Að lokum sagði hann, að allir væru mjög ánægðir með þann áfanga sem nú væri náð. Ft'LLTRÚAR frystihúsa á svæð- inu frá Hornafirði að Patreksfirði gengu í gærmorgun á fund Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra og Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra til að ræða við þá um gífurlega greiðsluerfið- leika frystihúsa á þessu svæði. Er Morgunblaðinu kunnugt um að a.m.k. þrjú frystihús hafa stöðv- azt og nokkur munu stöðvast á næstu dögum ef ekkert verður að gert. Þeir forráðamenn fyrsti- húsa, sem Morgunhlaðið ræddi við f gær sögðu, að á sama tíma og skilaverð til húsanna hafi hækk- að um 17%, hafi laun, fiskverð og annar kostnaður hækkað um 50%. Þvf sé Ijóst að fr.vstihúsin geti ekki starfað lengi á þessum rekstrargrundvelli. „Það er allt að fara í sama horf- ið á svæðinu frá Hornafirði að Patreksfirði og var á árunum 1967 og 1968, en munurinn er sá að nú er vandinn heimatilbúinn, en 1967 hrundi fiskverðið í mark- aðslöndunum,“ sagði Guðmundur Karlsson forstjóri Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Guðmundur kvað ástandið á þessu svæði vera ámóta hjá frysti- húsunum og saltfiskverkunar- stöðvunum. Saltfiskverkendur stæðu hins vegar að því leitinu betur að vígi, að þeir hefðu haft nokkrar fyrningar að undanr förnu, en frystihúsin ekki vegna vanda siðustu ára. „Fyrrihluta þessa árs var gífur- legur taprekstur á frystihúsunum á Suður- og Vesturlandi. Síðan kom kauphækkunin i júní og fisk- verðshækkun skömmu seinna, og allir sjá því hvert stefnir. Það liggur ljóst fyrir að viðskipta- bankarnir geta ekki haldið frysti- húsunum gangandi, enda engum greiði gerður með því. Þar af leið- andi munu frystihúsin stöðvast hvert af öðru á næstunni og leiðir það að sjálfsögðu til mikils at- vinnuleysis á þessu svæði. Síld- veiði er nú framundan og ástand- ið er þannig að menn hafa ekki fé til að undirbúa sig fyrir vertíð- ina,“ sagði Guðmundur. Þá sagði hann að frystihúsa- menn hefðu haldið fundi um mál- ið að undanförnu. Niðurstaða þeirra væru sú, að nú þyrfti að fá viðurkennt hvort reka ætti fisk- vinnslu áfram við suðurströndina við þær aðstæður sem fyrir væru, eða ekki. „Það sem verður að gera, er annað hvort að hækka tekjuliði fyrirtækjanna með ein- hverju móti eða draga úr kostn- aði. Það er hins vegar ekki i okkar valdi að taka ákvörðun um þá leið, sem valin verður.“ Aðspurður sagði Guðmundur, að það ætti sér ýmsar orsakir að hið hefðbundna vertíðarsvæði ætti nú í þessum erfiðleikum, á meðan frystihús á Vestfjörðum og Norðurlandi spjöruðu sig. „Þeir stunda nú veiðar svo til eingöngu Framhald á bls. 31 Sjómanna- samningarnir; Mánaðarlegt uppgjör tók ekkigildifyrr en 1. ágúst KOMIÐ hefur fram, að sjómenn á Suðurnesjum hafa kvartað undan því, að útgerðarmenn þar hafi ekki staðið við nýju sjómanna- samningana, þ.e. að gera eigi upp mánaðarlega. Vegna þessa hafði Morgunblaðið samband við Kristján Ragnarsson, formann Landssamhands íslenskra útvegs- manna, og spurði hann hverju þettasætti. Kristján sagði að það sem hann hefði heyrt frá Suðurnesjum kæmi sér spánskt fyrir sjónir, þar Framhald á bls. 31 Rannsóknir rússnesku vísindamannanna: „Það nötruðu öll hús hér í sprengingunni” MIKILL urgur er í laxveiði- mönnum og bændum Norðan- lands vegna sprenginga rússneskra vfsindamanna og manna frá Orkustofnun f Fnjóská og víðar. 1 Mbl. í gær kom fram í samtali við Sigurð Ringsted, formann Veiðifélags- ins Flúða á Akureyri, að félag- ið mun krefjast skaðabóta vegna sprenginganna. Þá munu sprengingarnar hafa orðið það öflugar nálægt byggð að hús hafa nötrað og rúða brotnaði í verzlun á Fosshóli. Gunnar Árnason á Akureyri, sem sér um sölu veiðileyfa fyrir Flúðamenn, sagði í samtali við Mbl. i gærkvöldi að menn hefðu orðið varir við óeðlilegan seiða- dauða í Fnjóská eftir spreng- ingarnar og t.d. kvað hann búið að sprengja litinn gig skammt frá veiðistað í Fnjóská og væri gígurinn 7—10 metrar i þver- mál. Kvað hann steinhnullunga hafa kastazt þar, svo þunga að þeir væri varla tak eins manns. Þá kvað hann tvo bændur sitt ’ hvorum megin við ána hafa kvartað undan því að hús þeirra hefðu nötrað við spreng- ingarnar. „Það er einnig búið að eyði- leggja litla sérstæða tjörn skammt frá bænum Litlu Tjarnir", sagði Gunnar,„hún er um 70 m i þvermál og krakkar veiddu þar oft lítinn silung sem ávallt hefur verið í tjörninni. 1 þessa tjörn er ákveðið rennsli, en ekkert sjáanlegt úr henni. Þetta var skemmtilegt náttúru- fyrirhrigði". Þegar sprengt var á einum stáð í Skjálfandafljóti sprakk rúða í verzlun á Fosshóli, en sprengingin var gerð nokkur hundruð metra frá verzluninni. „Þetta var dálitið mikið dúnd- ur“, sagði Jónina Björgvins- dóttir á Fosshóli, „en talsmaður Orkustofnunar kom og bauðst til að borga rúðuna“. Þegar sprengingin varð við Fossvelli fór Bjarni Pétursson oddviti í Ljósavatnshreppi á vettvang og heimtaði að vís- indamennirnir hættu þegar sprengingum á þessu svæði. „Þeir komu til að fá leyfi til að sprengja hér á svæðinu í kring“, sagði Bjarni, „og vildu sprengja i Ljósavatni, en það leizt okkur óráðlegt og ég benti þeim á tjörnina skammt frá bænum Litlu Tjörnum. Sú tjörn er í landi Ljósavatns- hrepps og einskis virði hvað silung snertir vegna þess að það hefur verið svo smár silungur i henni. Hins vegar má gera til- raun til að rækta upp silung þar ef botninn hefur ekki skemmzt í tjörninni. Það var hins vegar svakalega mikil sprengingin hjá þeim í fljótinu hér og varð af mjög snarpur kippur. Það nötruðu öll hús hér i sprengingunni og þau hefðu alveg eins getað skemmzt alvarlega".

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (12.08.1977)
https://timarit.is/issue/116864

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (12.08.1977)

Aðgerðir: