Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977 7 Iðnkynning Visir fjallar nýverið i leiðara um yildi iðnaðar i þjóðarbúskapnum og seg- ir m.a.: „Iðnkynning hefur nú staðið i hart nær ár. Þetta merka framtak hefur þeg- ar leitt til þess, að menn almennt lita iðnaðinn öðr- um augum en áður. Alveg er Ijóst, að iðnkynningin hefur eflt almennan skiln- ing á mikilvægi þessarar atvinnugreinar. Einmitt fyrir þá sök ætti þetta kynningarstarf að ýta við stjórnvöldum, þvi að aðstöðu iðnaðarins er óhjákvæmilegt að bæta. Iðnaðurinn er ekki aðeins vaxtarbroddurinn i islenzku atvinnulifi, held- ur er hér einnig um að ræða þann þátt, sem styðjast verður við i þvi skyni að auka fjölbreytni i þjóðarbúskapnum. Sjávarafurðir eru nú rúmlega þrir fjórðu hlutar af öllum útflutningi lands- manna. Sjávarútvegurinn er hins vegar háður mjög tiðum verðsveiflum á er- lendum mörkuðum. Þess- ar aðstæður hafa ráðið miklu um það jafnvægis- leysi, sem rikt hefur i þjóðarbúskapnum i ára- tugi og þó mest á siðustu árum. Til þess að draga úr áhrifum þessara verð- sveiflna á allt efnahags- kerfið er óhjákvæmilegt að skjóta stoðum undir fjölbreyttari atvinnustarf- semi en verið hefur. Endurreisn efnahagslifs- ins hlýtur að talsverðu leyti að byggjast á mark- vissum aðgerðum i þessa veru. Þungamiðjan i þess- um þætti endurreisnar- starfsins er efling út- flutningsiðnaðarins." Útflutningsmið- stöð iðnaðarins „ Útf lutningsmiðstöð iðnaðarins gegnir lykil- hlutverki i þessu efni. Hún hefur starfað við mjög þröngan kost, en eigi að sfður unnið gott starf, sem ástæða er til að vekja athygli á. Það hefur sett þessari stofnun stól- inn fyrir dyrnar, að hún hefur haft takmarkaða möguleika á að afla fjár til starfseminnar. Við svo bú- ið er ekki unnt að reikna með neinum kraftaverk- um á þessu sviði. Ljóst er, að útflutnings- miðstöð iðnaðarins hefur ekki setið við sama borð og aðrir útflutningsaðiiar að þvi er varðar opinberar fjárveitingar og aðstöðu til fjáröflunar. Hér er fyrir- tækjum sniðinn svo þröngur stakkur, að þau hafa litla sem enga mögu- leika á að greiða kostnað af jafn brýnni starfsemi og hér um ræðir. Að sjálfsögðu er eðlileg- ast, að fyrirtækin sjálf standi sem mest undir kostnaði við markaðsöfl- un og kynningu. Aðal- atriðið er, að viðurkennt verði að þau megi skila hagnaði i þvi skyni m.a. að geta fjármagnað þjón- ustustarfsemi af þessu tagi. í nýútkominni ársskýrs Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins er með skýrum rökum bent á nauðsyn þess að efla sameiginlega markaðsstarfsemi erlend- is. Nýir ónýttir möguleik- ar eru nú smám saman að opnast i Evrópu i kjölfar lækkaðra tolla. Þessar að- stæður verður að hag- nýta. En það verður ekki gert nema með aukinni og markvissri markaðsstarf- Útfluttar iðnaðarvörur og EBE „Skýrsla útflutnings- miðstöðvarinnar sýnir ýmsar athyglisverðar breytingar, sem átt hafa sér stað í þessum efnum. I þvi sambandi má t.a.m. benda á, að talsverð aukning hefur orðið á út- flutningi ullarvara. Mest- ur hluti aukningarinnar eða um 73% á rætur að rekja til aukinna kaupa Efnahagsbandalagsland- anna. Austur Evrópurikin voru áður stærsti kaup- andi þessarar vöru. Nú hefur blaðinu verið snúið við og Efnahagsbanda- lagslöndin eru orðin stærsti kaupandinn. Engum vafa er þvi undirorpið, að miklir möguleikar eru fyrir hendi i þessu efni. En til þess að þeir verði nýttir þarf rót- tækar aðgerðir. I fyrsta lagi þarf að búa iðnfyrir- tækjunum betri aðstöðu til þess að þau verði fylli- lega samkeppnishæf bæði að þvi er varðar verð og gæði. Og i annan stað verður ekki hjá þvi komist að bæta aðstöðu Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, sem þegar hefur unnið ágætt starf við erfiðar aðstæður, en á vissulega mörg verkefni óleyst. Þau góðu áform þarf að gera að veru- leika." I D E A L STANDARD OPA-LJI\IEEURpPA lE EUROPA-UNIE o blöndunartæki í eldhús og baÓ? herbergi, stílhrein og falleg, frábær ending. FRÁ IDEAL STANDARD J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagötu 30 — Sími 11280 ^RALDSFIt'V'' í kvöld: Hótel Stykkishólmur, Laugardagskvöld: Brún Borgarfirði ★ Stykilsberjafinnur og Kolbrún sýna dans it Júlli veður í kjallaranum Metaðsókn og mikið stuð allsstaða og nú á Vesturlandi. Allir íhreinum sokkum Laddi, Brimkló oq Halli... m rMeð hei!anní\vasanum? K Tölvan frá CAS/0 meö 36 vísindalegum möguleikum w— JL m ending á batteríi með k fl U fl 1 /2 tíma notkun á dag. llrt Eðaalltað 1000 klst. k— C/J ca RA°—x MQDE DEG -—C^jfi*********fc gra— 1 arc Wftl ««<v log 10* tn o ex %y O o ° * hyp o sín o ^CjQS^ tan O at>/c □ 1/X O Xf O o Min o MR O r— ~7 r ' B B C 14 L . íl S li e X B 1 L . II a III 3 II li 5 -i L° I • k 4 EXP M4-1 2x2 xi/y GRAD Aöems 1 rafhlaða Þyngd 93 g. B.67 mm L. 128 mm Þ. 14 mm ATH Bili lalva innan árs láió \lQffa þír nýja tölvu ! staóinn .. H tlrt Póstsendum aðeins Kí. I J> I /Uf‘ CASIO-umboðÍð Bankastræti 8, sími 27510

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (12.08.1977)
https://timarit.is/issue/116864

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (12.08.1977)

Aðgerðir: