Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 12. AGUST 1977
Hér fer á eftir ræða, sem Jimmy Carter
forseti Bandaríkjanna flutti á ráðstefnu þing-
manna Suðurríkjanna í Charleston í Suður-
Karólínu 21. júlí s.l. Fjallar hann þar um
samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eft-
ir þá miklu gagnrýni, sem fram hefur komið á
stefnu Bandaríkjamanna í utanríkismálum. Fer
Carter ekki dult með að hann telur mikla þörf á
góðum samskiptum þessara risavelda, ekki
aðeins þeirra vegna heldur heimsins alls. En
þau samskipti verði að vera heiðarleg og engu
megi fórna er stofnað gæti öryggi hins frjálsa
heims í hættu.
Það cr mér mikið gleðiefni að
hitta ykkur hér í dag í einni
yndislegustu borg þessa lands til
að ræða um vandamál og vonir,
sem við eigum allir í sameiningu
bæði sem Suðurrfkjamenn og sem
Bandaríkjamenn.
Ég finn til náinnar samkenndar
með ykkur, þingmönnum ríkis-
þinganna, því að ég var öldunga-
deildarþingmaður ríkisþings
Georgiu um fjögurra ára skeið og
met rikisþingin mikils, ekki að-
eins vegna hæfni þeirra, er þar
sitja, heldur einkum vegna þess,
að þau eru í nánum tengslum við
fólkið, sem þau eru fulltrúar fyr-
ir.
Við Suðurrikjamenn höfum frá
fornu fari haft mikilsverðan
sjálfsákvörðunarrétt um eigin
málefni, og þá hefð ber ykkur að
varðveita. En við höfum ekki far-
ið varhluta af ýmsum örum breyt-
íngum, sem orðið hafa á síðari
tímum, og ef til vill hafa þær
snert okkur meira en marga aðra.
Daglegt líf okkar mótast æ meira
af atburðum, sem verða í öðrum
borgum, ákvörðunum, sem teknar
eru í öðrum rikjum, og átökum,
sem verða i öðrum heimshlutum.
Við erum Bandarikjamenn og get-
um ekki horft framhjá því, að
ingarvopn en hingað til hafa
þekkzt.
Förum afvega ef við
mótum stefnu okkar
út frá stundargeðhrif-
um
Bæði Bandarikjamönnum og
Sovétmönnum hefur lærzt það, að
hvorugt ríkið er almáttugt, þrátt
fyrir mikla auðlegð. Við höfum
einnig sannfærzt um það, að enda
þótt heimurinn sýnist minni nú
en áður i krafti hinna tæknilegu
framfara, er hann eigi að síður of
stór og margbreytilegur til að
annað hvort stórveldanna geti
lagt hann að fótum sér. Og loks
kemur þriðja atriðið, sem er lik-
lega mikilsverðast, — við Banda-
rikjamenn höfum gert okkur
grein fyrir þessum staðreyndum,
en ekki í uppgjöf, heldur vegna
aukins þroska og víðsýni.
Ástæðan fyrir þvi að ég rek hér
þessar alkunnu breytingar er sú,
að ég held að tengsl Sovétríkj-
anna og Bandarikjanna verði að
skoðast Ot frá ýmsum hliðum,
bæði í sögulegu samhengi og í
ljósi þróunar heimsmálanna í
heild.
SO reynsla, sem fengizt hefur af
samskiptum okkar við Sovétrikin,
hefur fært okkur heim sanninn
um, að við förum afvega, ef við
mótum stefnu okkar Ot frá
stundargeðhrifum, hvort sem þau
geðhrif eru góð eða slæm. Við
munum öll eftir timum, þegar
veður virtust válynd, en einnig
öðrum tímum, þegar allt lék i
lyndi. Við höfum áður farið yfir
þau fjöll og þá dali. Hins vegar er
okkur ljóst, að stefnan hefur ver-
ið jákvæð og markviss á sfðasta
þriðjungi þessarar aldar.
BOast má við, að ríkisstjórnir
Sovétrfkjanna og Bandarikjanna
muni eftir sem áður greina veru-
lega á f viðhorfum til frelsis,
valds og andlegs lifs manna. A
sama hátt mun samkeppni þjóð-
anna á ýmsum öðrum sviðum ugg-
laust halda áfram. Þar er um að
ræða raunverulega samkeppni,
sem á sér djúpar rætur i sögu
þjóðanna og verðmætamati. En á
hitt ber einnig að lita, að þessi tvö
ríki eiga mörg sameiginleg hags-
munamál. Okkur ber að gefa þess-
um hagsmunamálum aukinn
gaum og hagnýta okkur þau til að
vikka samstarfsgrundvöll þjóð-
Þegar ég tók við forsetaembætti
fyrir réttum 6 mánuðum, var far-
ið að gæta óánægju hjá mörgum
Bandarikjamönnum með hina
svonefndu „batnandi sambúð"
við Rússa, og jafnframt með þá
stefnu, sem tekin hafði verið í
samskiptum við Sovétríkin. Utan-
rikisstefna okkar hafði beðið
hnekki vegna atburða síðasta ára-
tugs, en nú vorum við farnir að
öðlast á nýjan leik sjálfstraust
okkar og þjóðarstolt.
1 þessari aðstöðu ákvað ég að
mál væri komið til að efna til
málefnalegrar umræðu um al-
þjóðamálefni við bandarísku
þjóðina. Ég taldi knýjandi að
byggja upp á ný þann siðferðis-
grunn, sem bandarisk utanríkis-
málastefna hvflir á, og mér þótti
það skipta miklu, að samskipti
okkar við Sovétrikin yrðu gagn-
kvæmari, raunhæfari og umfram
allt arðbærari fyrir báða aðila.
Hér er hvorki um að ræða harða
eða lina stefnu, heldur blátt
áfram viðurkenningu á því,
hvernig við verndum bezt öryggi
okkar og leggjum bezt okkar
skerf til nýskipunar alþjóðamála.
Það er takmark okkar.
Beri áþreifan-
legan árangur
Við höfum leitazt við að skoða
vandamálin í samskiptum Banda-
rikjanna og Sovétrikjanna Ot frá
nýju sjónarhorni og reynt að tak-
ast á við þau á djarfan og raun-
hæfan hátt. Tillögur okkar eru
við það miðaðar að þær beri bein-
harðan, áþreifanlegan árangur:
0 I viðræðunum um útrýmingu
gereyðingarvopna höfum við lagt
fram mjög yfirgripsmikla tillögu
um verulegan niðurskurð og tak-
markanir, ennfremur að hætt
verði við nýjar tæknilegar upp til
að viðhalda hernaðarjafnvægi.
0 Við höfum beitt okkur ákaft
fyrir þvf, að endir verði bundinn
á allar tilraunir með kjarnorku-
vopn og samningaviðræður þar að
lútandi eru þegar komnar vel á
veg. Ef þeim lyktaði með sam-
komulagi myndi merkum áfanga
verða náð f samskiptum Banda-
rfkjanna og Sovétrfkjanna.
0 Þjóðirnar vinna nú f samein-
ingu að þvf að bann verði sett á
eiturefnahernað og að birgðir
þær, sem til eru af eiturefnum,
verði eyðilagðar.
RÆÐA CARTERS BANDARIKJAFORSETA Á
RÁÐSTEFNU ÞINGMANNA í S-KARÓLÍNU
ORLOG OKKARl
SMHTVINHUB 0W.ÖBU—
ANNARRA MÚBA^H
örlög okkar eru samtvinnuð örlög-
um annarra þjóða. Við erum öðr-
um þjóðum háðir, m.a. hvað snert-
ír heilbrigt efnahagslíf og orku-
öflun. Heimurinn hefur breytzt
og víð getum ekki leyft okkur
þröngsýni, einstrengingshátt og
eiginhagsmunastefnu í samskipt-
um við aðra.
Þegar ég tók við forsetaembætti
áttum við Bandaríkjamenn við
margs konar erfiðleika að stríða
viðs vegar um heiminn — í Suður-
Afriku, Mið-austurlöndum, i sam-
skiptum við bandamenn okkar í
NATO, og einnig brunnu á okkur
margs konar erfið vandamál, svo
sem útbreiðsla kjarnorku, samn-
ingaumleitanir við okkar fyrri
andstæðinga, samningar um
Panamaskurð, mannréttindi og
fátæktin í heiminum. Við höfum
opinberiega, og án þess að tví-
nóna, snúið okkur að þessum við-
fangsefnum svo og að ýmsum öðr-
um, sem menn hafa hingað til
hliðrað sér við eða ekki gefið
gaum. Eins og ég gat um á siðasta
blaðamannafundi minum, var
óhjákvæmiiegt að hefja umræðu,
efna til misklíðar og brjóta mál til
mergjar. Við höfum ekki leitað
eftir auðveldum og skammvinn-
um samningum, heldur vakir það
fyrir okkur að finna úrlausn, sem
skiptir máli, er vegin og metin og
reynist varanleg.
Samskiptin við
Sovétríkin
Forsetanum ber að gera þjóð-
inni grein fyrir framgangi flók-
inna og þýðingamikilla mála. Að
þessu sinni vil ég ræða einn þátt
utanríkismála okkar, sem er afar
þungur á metunum, og gæti bein-
línis mótað friðarhorfur . fyrir
okkur og afkomendur okkar. Mig
langar til að skýra, frá mínum
sjónarhóli, hvað við höfum gert
og hvert við stefnum í samskipt-
um við Sovétrfkin og til að kveða
fast á um grundvallarreglur
bandariskra stjórnmála.
Áratugum saman hefur utan-
ríkisstefna okkar snúizt um fjand-
skap tveggja andstæðra fylkinga
— önnur er undir handleiðslu
Sovétríkjanna, en við Bandaríkja-
menn erum sjálfir i fararbroddi
fyrir hinni. Hefur öryggi banda-
rfsku þjóðarinnar nær eingöngu
miðazt við að standa Sovétríkjun-
um á sporði í hernaðarlegu tilliti.
Þessi samkeppni er tvíeggjuð
og gæti leitt til styrjaldar, en þótt
hernaðarjafnvægi stórveldanna
sé ennþá þýðingarmikið, megum
við ekki einblína á það og leiða
hjá okkur aðra þætti alþjóðamála,
sem snerta báða aðila. Enda þótt
okkur takist að draga úr viðsjám
við Sovétríkin, yrðum við þess þó
kannski áskynja einn góðan
veðurdag, að margar aðrar þjóðir
hefðu komið sér upp kjarnorku-
vopnum. Við gætum reynt að
draga úr styrjaldarhættu með
gagnkvæmri fækkun hergagna,
en stundað jafnframt takmarka-
lausan útflutning á vopnum um
allan heim. Bæði löndin eru mikil
iðnaðarveldi, og hjá báðum er
langvarandi orkukreppa fram-
undan. Bæði eru þau knúin til að
beita sér að hóflegri nýtingu
orkulinda og þróun annarra orku-
gjafa en oliu og jarðgass, hvað
sem öllum stjórnmálaágreiningi
líður. Hvorir tveggja þurfa að
axla þá ábyrgð, sem veðrabrigði í
samskiptum þjóða hafa lagt þeim
á herðar.
Aðrar miklar breytingar hafa
umturnað gerð hins alþjóðlega
leiksviðs. Evrópa og Japan, sem
risu upp úr rústum heimsstyrjald-
arinnar, eru nú orðin mikil efna-
hagsveldi. Kommúnistaflokkar og
kommúnistastjórnir eru nú víðar
en áður, en jafnframt margbreyti-
legri. Nýfrjálsar þjóðir hafa risið
upp og hlotið nafnið þriðji heim-
urinn. Þær gbgna nú sívaxandi
hlutverki á alþjóðavettvangi.
Tækniafrek mannsins hafa gert
það að verkum, að fjarlægðir hafa
minnkað, en þau hafa einnig lagt
okkur f hendur háþróaðri gereyð-
anna, þannig að jafnrétti og gagn-
kvæm virðing ráði ferðinni.
Leitum eftir sam-
komulagsgrundvelli
I samningaviðræðum okkar við
Sovétrfkin munum við hafa að
leiðarljósi drauminn um betri,
frjálsari og ríkari heim, en sú
draumsýn er í órafjarska frá vett-
vangi dagsins. Enn er ekki grund-
völlur fyrir algerlega gagnkvæmt
traust, en af þeim sökum verða
þeir samningar, sem við náum, að
vera hvorum tveggja í hag. Þess
vegna leitum við eftir samkomu-
lagsgrundvelli þar sem saman
fara hagsmunir okkar og Sovét-
ríkjanna.
Við viljum að Rússar taki rikari
þátt i ýmiss konar alþjóðlegum
aðgerðum, sem miða að því að
leysa mannleg vandamál. Sú ósk
er ekki einungis sett fram vegna
þess að Rússar gætu orðið þar að
miklu liði, heldur myndi þátttaka
þeirra verða til þess að bæði þeim
og okkur yrði það mikið kappsmál
að leggja sem mest af mörkum til
uppbyggingar og friðar í heimin-
um.
0 Við höfum. lagt til að sala og
flutningar á venjulegum vopna-
búnaði til annarra ríkja verði tak-
mörkuð.
0 Við gerum nú tilraunir til að
hafa hemil á hinni uggvænlegu
útbreiðslu kjarnorkuvopna á
meðal þjóða heims.
0 Við höfum hafið mikilvægar
samningaviðræður um takmörk-
un vígbúnaðar á Indlandshafi.
0 Við höfum hvatt Sovétmenn til
að undirrita Tlatelolco sáttmál-
ann, en samkvæmt honum yrði
bannað að flytja kjarnorkuvopn
til sunnanverðra Vesturlanda.
0 Við Bandarfkjamenn og Sovét-
menn erum f forsæti fyrir Gen-
farráðstefnunni til að koma á
friði f Mið-Austurlöndum, og
höldum reglubundnar samninga-
viðræður þar um.
0 Við Bandaríkjamenn og
bandamenn okkar annars vegar
og Sovétmenn og bandamenn
þeirra hins vegar vinnum nú að
samkomulagi um fækkun herafla
i Evrópu.
0 Við höfum endurnýjað sam-
komulag frá 1972 um samvinnu á
sviði vfsinda og tækni og svipað
samkomulag um samstarf f geim-
vfsindum.
0 Við leitum nú leíða, þar sem
við getum beitt okkur f samein-
ingu að þvf að bæta heilsugæzlu f
heiminum og vinna gegn hungur-
vofunni.
Framhald á bls. 19