Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977 15 Idi Amin skipu- leggur þrælahald — segir Alþjóðanefnd lögfrœðinga Genf — 11. ágúst — Reuter. IDI Amin Úgandaforseti tók nýlega upp þrælkunar- vinnu í því skyni að draga úr atvinnuleysi, en þetta háttalag er sambærilegt við lög um þegnskyldu- vinnu í Rhodesíu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa áður líkt við þrælahald og fordæmt, að því er Alþjóðanefnd lögfræðinga Stýrið bilaði Vancouver, Kanada, 10. ágúst. AP Greenpeace-stofnunin, sem vinnur að því að stöðva hvalveiðar, skýrði frá því í dag að annað tveggja skipa hennar hefði orðið fyrir því óhappi að stýrisvél þess bilaði í þung- um sjó um 1.000 mílum fyrir norðan Hawaii. Skip þetta hafði verið að elta sovézka hvalveiðiflota á Kyrrahafi frá því það fór frá Honolulu fyrir tíu dög- um. Hefur tekizt að koma keðjum á stýrið til mála- mynda, en skipstjórinn, George Korotova, segist ekki þora að reyna að snúa skipinu upp í vindinn vegna sjögangs. Stormur er á næstu grösum, og kveðst skipstjórinn vona að hann geti haldið áfram að trufla sovézka flotann þegar veðrið gengur niður, jafnvel þótt ekki takist að gera við stýrisvélina. skýrði frá í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. Reglur um samyrkjubú, sem gengu í gildi i Uganda fyrir tveimur árum bentu til þess að ætlunin væri að stofna til slíks búskapar fyrir þá, sem óskuðu að taka þátt i honum, en Alþjóða- nefnd lögfræðinga segir, að síðan hafi komið í ljós að um sé að ræða vinnubúðir og þangað hafi yfir- völd heimild til að senda alla at- vinnuleysingja á aldrinum 16 til 40 ára. Auk þess sé ráð fyrir gert að þangað fari börn, yfir 12 ára aldri, sem staðin hafi verið að belti eða flakki. Á þessu ári gengu svo i gildi reglur, sem heimiluðu samskonar þvingunarvinnu í iðn- aði eða „á hvaða vinnustað, sem vera skal“. Fr jóar hæn- ur í Sovét Moskva, 11. ág. Reuter. TASS fréttastofan sovézka skýrði frá því í dag að hæna ein í Kirghizia í Mið Asíu hefði verpt eggi með níu rauðum. Það var 14 cm langt og vó 420 kg að því er sagði í ítarlegri frétt Tass um málið. Fær Liz 150. millj. fyrir auglýs- ingu? New York, 11. ág. Reuter. LEIKKONAN Elizabeth Tayior mun fá hæstu greiðslu sem um getur fyrir að sýna sig I auglýsingu í bandarísku sjón- varpi, að því er. blaðafulltrúi leikkonunnar kunngerði í dag. Hann neitaði þó að staðfesta fregn sem birtist í New York Post, um að hún myndi fá 750 þús. dollara fyrir auglýsingu, en það lætur nærri að vera um 150 milljónir ísl. króna. Aug- lýsingin er frá General Motors og mun birtast áhorfendum á vesturströnd Bandaríkjanna í næstu viku. — Nýtt lyf Framhald af bls. 1 að nú væri verið að vinna að tilraunum með þetta lyf gegn bólusótt og öðrum veirusjúk- dómum og vísindamenn byggj- ust fastlega við árangri. Hann sagði að tilraunirnar væru nú á svipuðu stigi og pencillinið er það var kynnt. Alford sagði að grundvallarmunurinn á hvern- ig sýklalyf og veirulyf verkuðu væru að sýklalyfín störfuðu ut- an hinnar sýktu frumu, en veirulyfin yrðu að komast inn í frumuna til að hefta veiruvöxt- inn. Dr. Richard Whitley, sem einnig starfar við Alabama- háskóla, skýrði frá tilraun, sem gerð var á 28 sjúklingum með heilahimnubolgu. Var 18 sjúkl- ingum gefið ARA-A, en öðrum 10 önnur gervilyf. Án lyfjagjaf- ar hefðu 70% sjúklingar látizt af völdum heilahimnubólgunn- ar, sem hin skæða Herpesveira veldur. 7 af þessum 18 sjúkling- um lyfa nú tiltölulega eðlilegu lífi, en af hinum 10 lifa aðeins tveir. Dr. Whitley sagði að árangur ARA-A lyfjagjafarinn- ar hefði verið svo auðsær að tilrauninni hefði þegar verið hætt og öllum heilahimnu- bólgusjúkiingum gefið ARA-A. ARA-A er unnið úr karabísk- um sveppi, sem heitir Crypto Thetia Crypta, en verið er að rannsaka önnur efni úr þeim sveppi til hugsanlegrar lyfja- framleiðslu gegn krabbameini. Veirulyfseiginleikar svepps- ins uppgötvuðust fyrir tilviljun eins og gerðist með penicillinið. Tveir franskir visindamenn, Michel Rivate Garilhe og Jean Rudder, skýrðu frá þvi fyrir 15 árum, að þeir hefðu orðið varir við veirulyfseiginleika að því er þeir töldu, en við tilraunir hefði komið i ljós að veira, sem hefði átt að halda áfram að vaxa hefði ekki gert það. Er ekki vitað til að Frakkarnir hafi haidið tilraunum áfram, en það var gert í Bandarfkjunum og hafa vfsindamenn viö 15 háskóla unnið að slikum til- raunum í 15 ár með fyrrgreind- um árangri. — Bjartsýni Framhald af bls. 1 fyrir „harðlínuafstöðu" Israels- manna. „Við skulum vona að ísra- elsmenn geri sér grein fyrir að harðlínuafstaðan mun ekki þjóna hagsmunum þeirra.“ Síðasta borgin, sem Vance heimsótti, var Damaskus og ræddi hann við Assad Sýrlandsforseta i tvær klukkustundir áður en hann hélt áleiðis til London. í stuttri yfirlýsingu frá forsetahöllinni að viðræðunum loknum sagði aðeins að Vance hefði gefið Sýrlandsfor- seta skýrslu um viðræður sínar við leiðtoga þeirra 5 landa, sem hann hefði heimsótt. Engin við- brögð höfðu heyrzt frá sýrlenzk- um ráðamönnum vegna árangurs- litilla viðræðna Vance við isra- elska ráðamenn, en Vance skýrði frá því á fundi með fréttamönn- um í Jerúsalem í gærkvöldi að sér hefði ekk^ tekizt að mjókka bilið milli deiluaðila, en markmið sitt væri eftir sem áður að koma á óformlegum viðræðum utanrikis- ráðherra deiluaðila i New York í næsta mánuði er Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur sam- an. Það er álit bandariskra em- bættismanna að slíkar viðræður gætu orðið lykill að samkomulagi um nýja Genfarráðstefnu. Al (M.YSIN(,ASIMINN Klí: VOLKSWAGEN og Auói bílarnir eru Vestur-þýzk gæðaframleiðsla Auói 80 Auói ÍOO Auó l-bílarnir eru frábærir að gæðum og með fullkominn tæknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. - V.W. 1200 hefir aldrei verið betri og hagkvæmari í rekstri Golf fallegur nútímabíll með fullkomnum búnaði. LT sendibíll hagkvæmur og fáanlegur af mörgum gerðum. Komið — skoðið og kynnist Volkswagen og Auói — Landskunn viðgerða- og varahlutaþjónusta. — FÁUM BÍLUM ENN ÓRÁÐSTAFAÐ — Volkswagen 0000AuAi HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (12.08.1977)
https://timarit.is/issue/116864

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (12.08.1977)

Aðgerðir: