Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977 Nafnbirting 400 norskra njósnara? A myndinni gæti virzt að knapinn í veðhlaupi ( Cincinnati f Bandarlkjunum hefði talið vænlegast til sigurs að hlaupa af hestinum til að geta slitið marksnúruna í tæka tfð, en sannleikurinn f málinu er að hesturinn fældist rétt áður en hann kom f mark og sveif þá knapinn fram af honum og árvakur Ijósmyndari náði þessari skemmtilegu mynd. Hestur og knapi voru dæmdir úr leik, sem er hart þegar sigurinn er svo rétt innan seilingar. Samvinnan eflist miDi Kúbu ogUSA — heimsókn til Bandaríkjanna innan fimm ára, segir Castro Ósló, 11. ágúst. Reuter. AÐ sögn lögreglunnar í Ósló er um þessar mundir til yfirheyrslu maöur að nafni Ivar Johansen vegna lista með um 400 nöfnum Carter afhöfð- ingja- ættum Lundúnum, 11. ágúst. Reuter. BREZKIR fræðimenn hafa komizt að því, að Carter Bandaríkjaforseti er einum of lítiliátur þegar hann lýsir sjálfum sér sem „alþýðu- manni“. Forfeður hans voru margir hverjir höfðingjar þar á meðal „King“ nokkur Carter, sem var fyrsti meiriháttar landeigandi í Norðurríkjum Amerfku. Grúskararnir hafa rekið ættir Jimmy Carters f Bretlandi aftur til ársins 1350, en um þær mundir hafði fjöl- skyldan ofan af sér með vagna- smfði og fólksflutningum, og hafði aðsetur f King’s Langley skammt frá Lundúnum. Þá hefur tekizt að rekja mægðir Carter-fjölskyldunnar við fjöl- skyldu Georgs Washingtons sem var fyrsti forseti Banda- rfkjanna. Brooks-Baker, útgáfustjóri Debrett’s Peerage, sem er nokkurs konar biblfa áhuga- manna um ættir brezks hefðar- fólks, sagði í gær, að Carter væri ekki aðeins gáfumenni, sem hefði sýnt fimi í mann- virðingastiganum, heldur væri hann kominn af einni merk- ustu ætt í hinum enskumæl- andi heimi og margir forfeðra hans hefðu haft gífurleg áhrif síðustu sex hundruð ár. A sautjándu öld þegar Thomas og John Carter fluttust vestur um haf og settust að f Virginiu voru margir af ættinni þegar orðnir áhrifa- og auðmenn í Bretlandi. norskra njósnara, sem fundizt hefur í fórum hans. Johansen hefur fengizt við blaðamennsku án þess að hafa hana að föstu starfi og hefur vikublaðið Ny tid, sem er málgagn Nýja vinstriflokksins birt grein- ar eftir hann. Ritstjóri blaðsins hefur lýst því yfir, að málinu verði vísað til norska blaðamannafélags- ins þar eð upptaka listans brjóti í bága við þann rétt f jölmiðla að fara leynt með heimildir. Komi einnig til greina að fara með málið fyrir dómstóla ef lögreglan skili ekki gögnunum. Ny tid hefur f hyggju að birta á næstunni ymis þau nöfn, sem á listanum eru, í greinaflokki um öryggisþjónustuna í Noregi. Norska útvarpið hefur eftir ónafngreindum starfsmanni norsku gagnnjósnaþjónustunnar, að birting nafnanna muni skaða öryggishagsmuni Noregs og At- lantshafsbandalagsins. Möguleiki á 24 ára fangelsis- dómi Moskvu — 11. ágúst — Reuter BREZKI námsmaðurinn, sem handtekinn var fyrir andsovézka starfsemi í Úkraínu í síðustu viku, á yfir höfði sér ákæru í þremur liðum, og komist sovézk stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að allar sakar- giftir eigi við rök að syðj- ast, má búast við því að hann verði dæmdur til 24 ára fangelsisvistar, að því er skýrt var frá í brezka sendiráðinu í Moskvu í dag. Havana, 11. ág. Reuter. BANDARÍSKA ríkisstjórnin vinnur nú að því f samráði við Kúbustjórnina að aðstoða við að gera að engu áform kúbanskra útlaga í Bandarfkjunum um að gera árás á Kúbu, að því er Fidel Castro forseti, hefur skýrt frá. I yfirlýsingu sem sýnir hversu mjög samskipti rfkjanna eru að batna sagði Castro, að hann gerði sér vonir um að geta farið f heim- sókn til Bandaríkjanna innan fimm ára. Castro sagði þetta í ávarpi sem hann flutti blaða- mönnum, eftir að hann hafði átt viðræður við Frank Church, öldungardeildarþingmann frá Bandarfkjunum, og farið með þingmanninn í skoðunarferð um Kúbu. Bæði af sýndri vináttu svo og yfirlýsingum bæði Castros og Church mátti ráða að heimsóknin væri mikilsháttar skref á vegi bættrar sambúðar Bandaríkjanna og Kúbu og er útlit fyrir að róið sé að þvi öllum árum að koma á viðræðum fulltrúa landanna, er hafi það verk að fjalla um veru- lega alvarleg ásteitingarefni ríkj- anna síðustu árin. Castro sagði að Bandarikin hefðu veitt Kúbu- mönnum upplýsingar um iðju and-kommúniskra Kúbubúa í Bandaríkjunum, þar sem þær væru í útlegð. Sagði Castro að slik upplýsingamiðlun væri ekki meiri en sjálfsagt og rétt þætti, vegna þess að engin þjóð mætti leyfa hryðjuverkamönnum að skipuleggja árásir á aðra þjóð á sínu lahdi. Líkti Castro þessu við ef á Kúbxi væri hópur manna sem undirbyggju atlögu á Bandaríkin. Að öðru leyti fór Castro ekki nán- ar út í málið. Frank Church hefur meðal ann- ars farið til Svínaflóa þar sem hersveitír Castros hröktu á brott innrásarher frá Bandaríkjunum árið 1961. Castro og Church sögðu að með- al þeirra mála sem þeir myndu ræða væri staða tuttugu Banda- ríkjamanna sem eru í kúbönskum fangelsum, þar af sitja sjö inni fyrir „glæpi gegn ríkinu.“ :ellsmúla 24-26 ■ Hreyfilshúsinu • Sími 82377 Flugumfer ðars tj ór- ar aftur til starf a Ottawa 11. ág. Reuter. KANADÍSKIR flugum- ferðarstjórar hlýddu í dag skipun frá kanadíska þing- inu um að hefja störf á nýjan leik og lauk þar með þriggja daga verkfalli þeirra. Flugumferð varð þó ekki með fullkomlega eðlilegum hætti að hragði, þar sem ekki náðist í alla mennina. Háttsettur em- bættismaður sagði að flug- vellir um gervallt Kanada gætu nú tekið á móti flug- vélum eins og f.vrr, en í Toronto höfðu ekki nægi- lega margir komið til vinnu í gær og því gekk umferð hægar en venju- lega. Þar sem öllu flugi yfir Ontario er stjórnað frá Toronto urðu umtalsverð- ar truflanir á flugi þar. Talsmaður flugumferðarstjór- anna sagði að samtök þeirra hefðu reynt að koma félögum sín- um í skilning um að verkfallinu væri lokið en einhverra hluta vegna hefði ekki tekizt að koma þeim boðum áleiðis til allra. Talið er að útgjöld stærri flugfélaganna vegna verkfallsins megi áætla 2.5 millj. dollara á dag. Samþykkt var að flugumferðarstjórarnir fengju 7,4 prósent kauphækkun og gildir samningurinn til 31. desember. Þeir höfðu krafizt þess að fá ^12,6% kauphækkun. Árslaun þeirra eru á bilinu 8 þúsund — 25 þúsund dollarar. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (12.08.1977)
https://timarit.is/issue/116864

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (12.08.1977)

Aðgerðir: