Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977
23
Guðrtín Halldórsdóttir
frá Varmá—Minning
Fædd 30. ágúst 1904
Dáin 30. júlí 1977
Þegar ég sezt niður til að skrifa
fátækleg minningarorð um
Guðrúnu Halldórsdóttur, er mér
tregi í huga. Hún var mér hjart-
fólgin vinkona um langan aldur.
Hún var ljósmóðir barnanna
minna og stóð við hlið mér sem
sannur vinur. Auk þess var hún
skemmtilegur félagi, því að hún
var glaðsinna og einlæg.
Guðrún Halldórsdóttir átti lang-
an starfsdag að baki. Hún hafði
tekið á móti á sjöunda þúsund
börnum. Um árabil rak hún
fæðingarheimili sem einkastofn-
un á Rauðarárstig 40 hér í borg.
Guðrún var fædd að Álafossi í
Mosfellssveit 30. ágúst 1904. For-
eldrar hennar voru Gunnfríður
Guðlaugsdóttir og Halldór Jóns-
son, sem siðar verzlaði að Varmá
á Hverfisgötu. Þáu systkinin voru
fjögur, sem upp komust: Ólafur,
Þorbjörg og Oddný, sem búsett er
í Reykjavík og er orðin ein eftir-
lifandi þeirra sysfkina. Einn
fósturbröður átti hún, Grímar
Jónsson, sem verzlar nú að Varmá
á Hverfisgötu. Hún tók þrjú
fósturbörn: Steinþór Guðmunds-
son, Önnu Guðmundsdóttur og
Magnús Sveinsson, sem fórst með
togaranum Júli frá Hafnarfirði.
Þessum fósturbörnum reyndist
hún sem bezta móðir, og þau
endurguldu það eftir beztu getu.
Guðrún tók próf úr Ljósmæðra-
skóla Islands árið 1925 og vann
sem ljósmóðir í Gerðum i Garði,
þar til hún fór til framhaldsnáms
1927 á Rikisspitalann i Danmörku
og lauk þaðan prófi 1928 með
fyrstu einkunn. Síðan starfaði
hún á fæðingardeild i Kaup-
mannahöfn hjá Fanney Fyn, þar
til hún kom heim í september
1930. Þá byrjaði hún sem að-
stoðarljósmóðir hjá mér og var
það í tvö ár. Og eftir að ég byggði
fæðingarheimili á Eiríksgötu,
gátu þær Guðrún Halldórsdóttir
og Vilborg Jónsdóttir lagt inn þar
sinar konur og setið yfir þeim ef
þær óskuðu.
S:mvinna okkar val alltaf jafn
góð. Öllum þótti vænt um Guð-
rúnu, þvi að hún var ágæt ljós-
móðir og traustvekjandi mann-
eskja. Hún var mjög virkur þátt-
takandi í Ljósmæðrafélagi
Reykjavíkur, átti sæti i stjórn
þess og var ritari frá stofnun
félagsins og til dauðadags. Hjálp-
semi var ríkur þáttur í skapgerð
hennar. Sem dæmi um það má
nefna, að meðan hún dvaldi á
sjúkrahúsum nú siðasta árið, var
hún óþreytandi að hjálpa þeim,
sem henni fannst með þurfa.
Ljósmæðrafélag Reykjavikur
hefur stofnað líknarsjóð, sem ber
nafn Guðrúnar Halldórsdóttur, og
langar mig að vekja athygli á, að
gögn þaraðlútandi liggja frammi í
Bókabúð Lárusar Blöndal á Skóla-
vörðustig og hjá Eymdundsson i
Austurstræti. Við vonumst til, að
þeir sem vildu minnast hennar
láti sjóðinn njóta þess.
Um leið og ég kveð vinkonu
mína og starfssystur hinztu
kveðju, votta ég aðstandendum
öllum míha innilegustu samúð.
Helga M. Nielsdóttir.
í dag er til moldar borin frá
Fossvogskapellu Guðrún Hall-
dórsdóttir ljósmóðir. Guðrún
fæddist 30. ágúst 1904, að Alafossi
í Mosfellssveit. Hún lagði stund á
ljósmæðranám og lauk prófi frá
Ljósmæðraskóla íslands 1925, og
frá Ríkisspitalanum i Kaup-
mannahöfn 1928.
Guðrún starfaði um hríð i Dan-
mörku, en vann mestan hluta ævi
sinnar i Reykjavík og rak fæð-
ingarheimili að Rauðarárstig 40.
Með Guðrúnu er nú horfin á
braut kona, sem var þannig inn-
rætt að vilja öllum hjálpa, án þess
að krefjast hins sama í móti.
Undirritaður er einn af þeim
mörgu, sem kynntist hjálpsemi
hennar, og það i ríkum mæli.
Leiðir okkar lágu ekki saman,
fyrr en ég kom til nánts í Reykja-
vik, en þá er Guðrún tekin að
eldast og likamlegum styrk að
hraka. Manngæzka og ósérhlifni
hennar voru þó þeir eiginleikar,
sem mér fyrstir birtust og aldrei
hurfu i þau sjö ár, sem ég þekkti
Guðrúnu.
Nú þegar leiðir skiljast og Guð-
rún hverfur til betri heima, verð-
ur eftir minningin um glaðlega
eldri konu, sem með hag annarra
fyrir brjósti, skilaði sínu ævi-
starfi hávaðalaust og vel af hendi.
„Hafðu þökk fyrir allt og allt“
Lalli
Guðrún Halldórsdóttir ljósmóð-
ir, Gunna á Varmá eins og hún
var venjulega kölluð, var fædd 30.
ágúst 1904 að Álafossi í Mosfells-
sveit. Faðir hennar, Halldór Jóns-
son Ólafssonar bónda að Sveins-
stöðum í Þingi, var sérstakt prúð-
m'enni, greindur og skemmtileg-
ur. Hann eignaðist um síðustu
aldamót tóvinnuvélar þær, er
Björn Þorláksson frændi hans
setti upp að Varmá en flutti síðan
að Álafossi. Voru þessar vélar
fyrsti vísirinn að Klæðaverk-
smiðjunni Alafossi. Halldór var
um nokkurt skeið eigandi og
verksmiðjustjóri á Alafossi, en
síðar bóndi að Varmá.
Móðir Guðrúnar, Gunnfríður
Guðlaugsdóttir frá Helgafelli í
Mosfellssveit, var fríð kona og
glæsileg, mikil húsmöðir, stjórn-
söm, glaðvær og gestrisin. Þau
hjónin eignuðust 5 börn, en
misstu fyrsta barnið, son tæpra
3ja ára. Síðan bættist þeim fóstur-
sonur sem strax varð eins og einn
af systkynunum.
Heimilið að Varmá var nokk-
urskonar miðstöð sveitarinnar,
Halldór bóndi var um mörg ár
oddviti hreppsins svo margir áttu
erindi við hann, þar var símstöð,
bréfahriðing o.fl., en framar öllu
öðru glaðværð, góðvild og gest-
risni, þar leið öllum vel og þangað
var bæði gaman og gott að koma.
Faðir minn og Halldór voru þre-
menningar að skyldleika og
myndaðist þvi strax gagnkvæm
vinátta milli heimilanna og var
mikil tilhlökkun hjá okkur börn-
unum þegar við fengum að fara í
heimsókn að Varmá. Á þessum
árum var farskóli í sveitinni,
skólaskylda miðuð við 10 ára ald-
ur og kennt var á tveimur eða
þremur stöðum, tvo mánuði á
hverjum stað annan fyrir og hinn
eftir hátíðar. Áttu börnin svo að
lesa heima eftir mætti, en að vor-
inu kom sóknarpresturinn sr.
Magnús Þorsteinsson, elskaður og
virtur af öllum sem prófdómari í
skðlann.
Fyrir miðsveitina var skólinn
staðsettur að Varmá og þangað
gengu börn af næstu bæjum,
kennt var í stofu fram af bænum
og voru allir árgangar þar saman,
sumir að byrja að stauta, en aðrir
að lesa til fullnaðarprófs undir
fermingu. Það var mesta furða
hvað hægt var að troða í okkur
krakkana á svona skömmum tíma
og við þessi frumstæðu skilyrði og
minnist ég með þakklæti og virð-
ingu þeirra Guðrúnar Gisladóttir
frá Miðdal, sem kenndi mér
fyrsta veturinn og Önnu Þórðar-
dóttir frá Æsustöðum, sem
kenndi mér tvo þá næstu. Ég vil
geta þess hér að nokkrum árum
seinna, þegar ég tók inntökupróf í
þriðja bekk Kvennaskólans í
Reykjavik með námsmeyjum ann-
ars bekkjar, bæði feimin og
taugaóstyrk, var ég forviða á þvi
að sumir nemendurnir vissu ekki
svör við venjulegum spurningum
kennarans, því slikt þekktist
varla í litla skólanum á Varmá.
Það var ekki lítil viðbót við
heimilisstörfin að taka skólann
með kennara sem dvaldi á heimil-
inu og 12—14 ólátabelgi til viðbót-
ar við heimabörnin mestan hluta
dagsins. En allt gekk þetta með
friði og spekt, væri veðrið sæmi-
legt fóru allir út í frímínútum i
ýmsa leiki, en í rigningu eða hríð-
arveðri var farið í leiki eða dans-
að i baðstofunni. Fyrir kom að öll
börnin urðu veðurteppt, og varð
þá að hola þeim niður einhvers-
staðar i baðstofunni, en allt var
þetta eins og sjáifsagt og aldrei
var hastað á okkur þó við værum
af og til nokkuð hávaðasöm. A
þessu heimili var hver htutur á
sinum stað, hvergi sást rusl og
gólfin voru hvitskúruð út úr dyr-
um hvernig sem viðraði.
Þannig var æskuheimili Gunnu
og þeirra systkyna, öll voru þau
greind og með afbirgðum
skemmtileg, en það sem ein-
kenndi þau einna mest var góð-
vildin og hjálpsemi við alla.
Gunna var elzt af systrunum og ég
man vei þegar eitthvað bar út af i
leikjum, t.d. ef ágreiningur varð
um hvert liðið ætti að vera ,,inni“
sem kallað var i slagbolta sem
mikið var stundaður, þá sagði hún
alltaf „Við skulum koma út, það
verður hvort er eð ekki lengi.“
Hún var ávalt friðflytjandi og
sættir milli okkar krakkanna og
þannig hefir líf hennar verið
fram i andlátið.
Guðrún lærði ljósmóðurfræði
og varð það síðan ævistarf hennar
að hjálpa litlum verum til þess að
sjá dagsins ljós. Hún var virt og
elskuð í þvi starfi sem öðru,
fyrstu árin var hún suður í Garði
á Reykjanesskaga og eldri konur,
sem ég hefi hitt þaðan, mundu
Gunnu vel, nafni hennar fylgdi
ávalt hlýtt bros, slík var hennar
kynning þar. Hún var það trausta
bjarg, sem bæði systkyni hennar
og aðrir leituðu til þegar erfið-
leikar börðu að dyrum, því henn-
ar stóra hjarta átti líka frið og
gleði til þess að fagna og fleðjast
yfir velgengni annarra.
Að síðustu þakka ég þessu góða
fólki fyrir þá birtu og þann yl sem
það hefir veitt bernsku og æsku-
minninguga mínum og þá reisn
sem Varmárheimilið veitti hérað-
inu því ennþá ber ljóma þess yfir
staðinn þar sem skólinn hefir nú
verið endurreistur.
Um leið og ég sendi Oddnýju
systir hennar, Grimari, fóstur-
börnunum og öðrum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur bið
ég „Gunnu á Varmá" alls velfarn-
aðar og blessunar á leið sinni til
fyrirheitna landsins í fullri vissu
þess „að þar biða vinir i varpa,
sem von er á gesti.“
Helga Magnúsdóttir
t
Bróðir okkar og mágur
GUÐMUNDUR MAGNÚS HALLDÓRSSON,
frá Súðavtk,
er látinn.
Bálför hefur farið fram.
Þorkell Halldórsson,
Ólaffa Halldórsdóttir,
Karólfna S. Halldórsdóttir,
Anna Halldórsdóttir Grund,
Sigrún S. Halldórsdóttir.
Stefán Snælaugsson.
GuSmundur I. Gestsson,
Lothar Grund.
Jónatan Ólafsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir. amma og langamma
HELGA PÁLSDÓTTIR.
verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 1 3. ágúst.
Athöfnin hefst kl. 1.30 með bæn að heimili hinnar látnu Lágafelli
(Suðurgötu 16) Sandgerði.
Björgvin Pálsson,
Þórunn Fjóla Pálsdóttir.
Sveinn Pálsson,
Páll G. Lárusson
bamabörn og barnabarnaböm
Margrét Pálsdóttir,
Maron Björnsson,
Ingibjörg Margeirsdóttir,
Eiginmaður minn, faðir minn, sonur okkar og bróðir,
ÓLAFUR SIGURVINSSON.
Faxabraut 14
Keflavfk,
verður jarðsunginn frá Keflavlkurkirkju lauqardaginn 13. ágúst kl.
14.00
Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlega láti Hjartavernd njóta þess.
Gróa HávarSardóttir
Sigurvin Pálsson
Guðfinnur Sigurvinsson
Bergljót Sigurvinsdóttir
Ástríður Sigurvinsdóttir
Jóhanna Ólafsdóttir
Júlia Guðmundsdóttir
Agnar Sigurvinsson
Ævar Sigurvinsson
Páll Sigurvinsson
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför,
KRISTÍNAR E. VÍGLUNDSDÓTTUR,
Norðurbrún 1.
Óskar Magnússon,
Jóhanna Óskarsdóttir,
Vilbogi Magnússon,
Rósa Viggósdóttír.
t
Útför föðurbróður okkar
JÓHANNESAR NORLAND
frá Hindisvfk
fer fram frá Tjarnarkirkju laugardaginn 1 3. ágúst kl. 2.00 eftir hádegi.
Agnar og Sverrir Norland.
+
Eiginmaður minn og faðir,
SVEINN JÓNSSON
Skipalóni Höfnum
verður jarðsunginn i Voðmúlakirkju A-Landeyjum laugardaginn 13.
ágúst kl. 2.00 e.h.
Bima Jóhannesdóttir
og böm.
+
Þökkum sýnda samúð og vináttu við andlát og útför
MARGRÉTAR BJARKAR KRISTINSDÓTTUR,
Bogahlið 18.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar 4 B á
Landspitalanum fyrir góða aðhlynningu við hina látnu
Fyrir hönd vandamanna.
Yngvi Ólafsson Vilhjálmur Amarson,
Elsa og Kristinn Guðmundsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
föður mins og bróður okkar,
GUÐLAUGS SIGURÐSSONAR,
innheimtumanns.
Sunnubraut 15. Keflavík.
Fjóla Sigrún Guðlaugsdóttir
og systur hins látna.
+
Þökkum af alhug hluttekningu vegna fráfalls og jarðarfarar,
HILMARS JENSSONAR,
bakara,
Seyðisfirði.
Elfn Frfmann,
Erla Hilmarsdóttir,
Hildigunnur Hilmarsdóttir
Sigurður Hilmarsson,
Guðrún Hilmarsdóttir.
Einar Hilmarsson.
Erlingur Gissurarson,
Jón Ármann Jónsson,
Droplaug Kerúlf,
Guðmundur Einarsson,
Sólveig Sigurbjörnsdóttir,
Jóhanna. Elfn og Sigþrúður Hilmarsdætur, barnabörn og barna-
bamabarn.