Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGUST 1977 Syíarvilja miðlínu á Eystrasalti Stokkhólmi, 11. ágúst. Reuter. SÆNSKA stjórnin hefur lýst sig samþykka lagafrumvarpi um að færa fiskveiðilögsögu landsins út frá 1. janúar n.k. en ekki hefur verið skýrt frá hvar mörkin verða á Eystrasalti. Að sögn talsmanns stjórnarinnar munu Svíar ekki taka einhliða ákvörðun og standa nú samningaviðræður yfir við önnur Eystrasaltsríki. Sviar hafa áður lýst það markmið sitt að mið- línan verði dreginn þannig að þeir fái yfirráð yfir 45% af mið- um Eystrasalts, en skv. tillögu sem kommúnistaríkin við Eystra- salt hafa lagt fram fengju Sviar aðeins 10% af árlegum afla af Eystrasaltsmiðum. Hefur Sovét- stjórnin skorað á Svía að fallast á kvótafyrirkomulag en sænska stjórnin vísað því á bug á þeirra forsendu að kvótarnir væru byggðir á gífurlegum afla stór- virkra fiskiskipa kommúnistaríkj- anna á sl. árum. — Sonur Sáms Framhald af bls. 1 armiða á bifreið, sem stóð of nálægt brunahana. Maðurinn, sem hún rakst á gekk rakleiðis að bifreiðinni og ók af stað, en konan var svo hrædd um líf sitt að hún lét nokkra daga liða áður en hún fór til lögreglunnar. Lögreglan hóf þegar að taka saman alla sektarmiða frá þessu hverfi og er farið var að leita að eigendunum eftir mikinn undirbúning var bif- reið Berkowitz hin þriðja, sem lögreglumennirnir gengu að. i---------------------- Vélbyssa Að sögn lögregluyfirvalda í New York fundust auk marg- hleypunnar og vélbyssunnar tvær haglabyssur í íbúð Berkowitz og gifurlegt magn skotfæra. Á vegg íbúðar hans var skrifað nafnið sonur Sáms og bók með blaðaúr- klippum af eltingarleik lögregl- unnar við morðingjann sl. 13 mánuöi. Heimildir innan New York lögreglunnar hermdu að Berkowitz hefði við yfirheyrslur tjáð lögreglumönnum að nafnið Sámur væri nafn á 6000 ára göml- um manni, sem hann hefði sam- band við í gegnum hund nágranna síns. Berkowitz var í dag ákærður fyrir morðið á ungfrú Moskowitz og fyrir að hafa með höndum ólögleg vopn og brosti hann breitt er dómarinn skipaði að honum yrði haldið án tryggingar og hann látinn sæta umfangsmikilli geð- rannsókn. Abraham Beame, borgarstjóri New Yorkborgar, hrósaði lög- regluliði sinu á fundi með frétta- mönnum í dag og sagði „engin orð önnur en ósegjanlegur léttir geta túlkað tilfinningar New Yrokbúa á þessum degi“. Heljargreipar óttans Sonur Sáms framdi fyrsta morð sitt 29. júlí á sl. ári er hann skaut Donnu Laurie, 18 ára gamla stúlku, til bana, þar sem hún sat með unnusta sinum i bifreið að kvöldlagi. Hún var með sitt, dökkt hár, en öll kvennfórnarlömb morðingjans voru með þannig hár. Segja má að New York hafi verið i heljargreipum óttans sl. hálfan mánuð eftir að ungfrú Moskowitz var myrt og ungir elsk- endur þorðu ekki að láta sjá sig úti og fjöldi manna létu eiginkon- ur sínar ekki fara út fyrir dyr, nema þeir ækju þeim. David Berkowitz, sem lögrelu- yfirvöld telja víst að sé hinn eftir- lýsti morðingi, er lýst sem ósköp venjulegum ungum manni, öðru sviplausu andliti i fjöldanum. Hann gegndi herþjónustu um þriggja ára skeið og starfaði við ýmis störf, m.a. i varalögregluliði þar til fyrir 6 mánuðum að hann hóf störf á pósthúsi i Bronz við að lesa í sundur bréf. Enginn sam- starfsmanna hans gat fundið nokkuð óvenjulegt við hegðun hans sl. 6 mánuði og komu frétt- 31 irnar um handtöku hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Aðeins einn nágranni hans, Sam Barr, sem átti áðurnefndan hund, kvartaði yfir því að Berkowits hefði sent sér haturs- bréf, kvartað yfir hundi hans og eitt sinn skotið á og sært hundinn. Mörghundruð lögreglumenn hafa unnið dag og nótt undanfar- ið við að leita morðingjans og höfðu á sl. ári sent út 9 teikningar af hinum eftirlýsta skv. lýsingu fólks, sem taldi sig hafa séð hann, þá siðustu í fyrradag. — Panama Framhald af bls. 1 umferðar um skurðinn, en Bandaríkjamenn féllu frá kröfu um yfirráð fram til árs- ins 2025. Panamamenn höfðu lengi haldið fast í kröfu um 1.2 milljarða dollara greiðslu við udnirritun og 300 milljónir dollara á ári, en féllust á áður- greinda upphæð. Bandarikjamenn hafa ráðið Panamaskurðinum frá þvi 1903, er þáverandi yfirvöld í Panama afhentu þéim skurð- inn til ævarandi yfirráða, en miklar óeirðir 1964, sem kost- uðu 24 lífið, 20 Panamamenn og 4 bandariska hermenn, og andúð í garð Bandarikjanna í kjölfar þess atburðar, leiddu til nýrra viðræðna, sem nú virðist lokið. Bandarikjamenn hafa 14 herstöðvar í Panama, en munu nú hafa fallizt á að fækka þeim eitthvað. — Gífurlegur Framhald af bls. 32 með nýjum togurum og hafa þar af leiðandi miklu jafnara hráefni. Hráefnið sem þeir fá er líka ódýr- ara en það sem við kaupum. Þorskurinn, sem þeir fá á þessum stöðum er að mestu millifiskur, en hjá okkur stórfiskur, sem 20% hærra verð þarf að greiða fyrir. Þá er aflinn fyrir norðan og vest- an svo til eingöngu þorskur, sem er verðmætasti fiskurinn. Hjá okkur er þorskur hins vegar ekki nema um 30% af aflanum, ýsa er 20%, ufsi 30% og siðan koma aðrar tegundir eins og karfi. „Þá erum við ennþá með árviss- ar vertiðarsveiflur, þar sem við byggjum hráefnisöflunina á minni bátum. Það er mest um að vera i jan.—apríl og síðan júni og júlí. Allt þetta þýðir hærri launa- kostnað og útheimtir um leið meiri fjárfestingu I tækjum, hús- um og öðrum búnaði, þvi húsin verða að geta tekið við þessum sveiflum," sagði Guðmundur. Þá sagði Guðmundur, að það mætti vel vera, að þeir aðilar sem ákvæðu rekstrargrundvöll sjávar- útvegsins, ynnu eftir ákveðinni stefnu og ætluðu sér að breyta um útgerðarstefnu, þ.e. úr bátaflota yfir í togara. Það yrði ekki gert á stuttum tima, né án hreinna sam- félagsbreytinga við suðurströnd- ina. „Þá verðum við að ætla að út- færslan í 200 milur og sú friðun sem hún hefur í för með sér, gefi aukinn afla, og þvi verður að skapa minni bátum starfsvett- vang, en með þeim verða grunn- miðin vafalaust nýtt á komandi árum. Byggðastefnan svokallaða hef- ur jafnvel haft einhver áhrif til hins verra fyrir okkur, eða að aðrir landshlutar h.afa átt greiðari aðgang að lánum. En ég held að nú þurfum við að fá úr þvi skorið hvort reka á fiskvinnslu áfram á Suðurlandi og við Vesturland, eða þá hvort við eigum að snúa okkur að einhverju öðru,“ sagði Guð- mundur að lokum. Guðmundur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins í Ölafsvík, sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann, að ógjörn- ingur væri að reka hraðfrystihús í þessum landshluta eins og væri og sem dæmi mætti nefna að þeg- ar væru tvö hraðfrystihús á Snæ- fellsnesi, annað í Grundarfirði og hitt á Rif-i, stöðvuð vegna rekstr- arerfiðleika. Asgrímur Pálsson á Stokkseyri sagði, að rekstrargrundvöllinn vantaði nú algjörlega, og ekkert frystihús gæti nú haldið lengi áfram með þeim taprekstri sem væri. „Það er aðeins dagaspurs- mál þar til húsin stöðvast," sagði hann. — Svæðismót Framhald af bls. 2 Zontakhibbur Selfoss vinnur að málum sjúkrahússins. 1 alþjóð- legu samstarfi Zontaklúbba hefur verið lögð megináherzla á aðstoð við konur í þróunarlöndum. Um 200 þátttakendur verða á mótinu. Svæðisstjóri 13. svæðis er Kata Jouhki skógræktarfræðing- ur frá Finnlandi. Forseti alþjóða- samtakanna France de la Chaise- Mutin frá Frakklandi mun sækja mótið, og einnig varaforsetinn Shirley Schneider frá Bandaríkj- unum auk annarra erlendra Zontakvenna, sem gegna trúnað- arstörfum i samtökunum. — Sjómanna- samningarnir Framhald af bls. 32 sem ákvæðið um mánaðarlegt uppgjör á bátum og togurum hefði ekki tekið gildi fyrr en 1. ágúst s.l. í samningunum stæði að útborgun skuli fara fram 15 dög- um eftir hver mánaðamót á báta- flotanum nema á loðnubátum 30 dögum eftir mánaðamót. Sjómenn á togurum ættu svo að fá uppgert 15 dögum eftir lok hverrar veiði- ferðar. „Togarar á Suðurnesjum hafa varla lokið eða rétt lokið fyrstu veiðiferð í þessum mánuði og þurfa þvi útgerðarmenn þeirra ekki að hafa tilbúið uppgjöf fyrr en 15 dögum eftir á samkvæmt samningum," sagði Kristján. Þá sagði Kristján að nýju sjó- mannasamningarnir væru byggð- ir á því, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að aflaandvirði yrði greitt af veðsetningu í viðskipta- banka. Þetta atriði væri ekki enn komið til framkvæmda og hefði mætt mikilli andstöðu í banka- kerfinu. Ef þetta atriði næðist ekki i gegn á næstunni væri ljóst, að forsendur þessara samninga væru brostnar, en L.Í.U. treysti því að ríkisstjórnin gengi frá mál- inu á næstu dögum. — Auknir Framhald af bls. 3 og bættust tveir við á fundinum. Niels Hafstein var endurkosinn formaður. Aðrir i stjórn eru: Ragnar Kjartansson ritari, Hall- steinn Sigurðsson gjaldkeri og Sigfús Thorarensen varamaður. 1 sýningarnefnd eru, auk ritara og gjaldkera félagsins, Helgi Gisla- son, Ivar Valgarðsson og Sigrún Guðmundsdóttir. (Frétt atilky nning). Karl Svavar Benediktsson NAFN Karls Svavars Benedikts- sonar misritaðist þvi miður i fyrirsögn minningargreinar um hann i blaðinu i gær. — Blaðið biðst velvirðingar á þeim mistök- um. Ljónið er konungur dýraríkisins og tákn þessa stjörnumerkis. Karlmenn fæddir í Ijónsmerki, eiga allir sina koronu þ.e. takmarkalaust stolt. Það versta sem hent getur Ijónskarl, er að tapa virð- ingu sinni, gagnvart öðrum og sé stolt hans ogvirðing að veði, þá þekkir hann ekki hræðslu, heldur berst „eins og Ijón". Hann á vinsældum og velgengni að fagna bæði í viðskipta- og persónulegu lífi sínu, en ailir hafa lært að umgangast hann þannig að hann njóti sín sem bezt, hafa einhvern tíma látið í minni pokann fyrir honum. Napoleon Bonaparte, Fidel Castro, Mussolini, Alfred Hitchcock, Bernard Shaw, Sæmundur Pálsson, lögregluþjónn, Robert Burns, og Walter Scott, eiga það allir sameiginlegt, að vera fæddir i Ijónsmerki. Karlmaður þessa merkis klæðist hefðbundnum fatnaði, dökkum litum og virðuiegum sniðum, það hæfir persónu hans og eykur virðingu hans. LÆKJARGÓTU 2 - SIMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 IJONIÐ: 23. júlí—22. ágúst Litir: Orange, djúpir litir Steinn: Rúbín Lykilorð: Stolt — hugrekki Hvenær ert þú fæddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.