Morgunblaðið - 12.08.1977, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. AGUST 1977
17
Plörjjit Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
Reykjavík og landsbyggðin
Enginn vafi er á því að sú byggðastefna, sem núverandi
ríkisstjórn hefur framfylgt, hefur haft mjög jákvæð áhrif fyrir
b.yggðarlög landsins og þjóðarbúskapinn í heild. Staðir, sem áður
áttu við að striða árstíðabundið atvinnuleysi, búa nú við atvinnu-
öryggi og vaxandi grósku. Verðmætasköpun hefur aukizt veru-
lega á þessum stöðum í þeim framleiðslugreinum, er einkum
leggja þjóðarbúinu til erlendan gjaldeyri, og kemur þann veg
þjóðarheildinni til góða. Þessum árangri ber að fagna og tryggja
verður stöðugleika Hans um fyrirsjáanlega framtíð — innan þess
ramma er nýtingarmörk fiskstofna okkar setja.
Hlutlaus og fræðilega unnin skýrsla um atvinnuþróun í Reykja-
vík sýnir hins vegar, að þar hefur hallað undan fæti á undan-
gengnum árum, einkum að því er varðar framleiðslugreinar
atvinnulífsins; svo að atvinnutækifærum hefur ekki fjölgað né
atvinnuöryggi styrkzt í sama hlutfalli og gerzt hefur í strjálbýli
landsíns. Þetta hefur m.a. komið fram í þvi að atvinnutekjur
Reykvíkinga hafa ekki vaxið hlutfallslega jafn mikið og og annarra
og eru nú undir landsmeðaltali.
' Samanburður á atvinnutekjum er þó ekki einhlítur. Aldursskipt-
ing íbúa Reykjavíkur er á þá lúnd að hlutur aldraðra og óvinnu-
færra er mun hærri en í öðrum sveitarfélögum, sem að sjálfsögðu
segir til sin í tekjusamanburði Þjónusta Reykjavíkurborgar við
aldraða er og mun meiri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélög-
um, sem kann að hafa dregið til sin fólk úr öðrum sveitarfélögum,
komið á efri ár. Þessa þjónustu þarf að jafna, þ.e. auka hana
annars staðar, svo að aldrað fólk geti unað sínum hag í
heimasveit, ef það kýs þaráfram að dvelja, sem oftast er.
Hér skal ekki vanmetinn né eftir talinn hlutur ýmissa fjárfest-
ingarsjóða i atvinnuuppbyggingu úti á landi. Hinu verður ekki
fram hjá gengið, eftir skýrslu embættismanna um atvinnumál
Reykjavíkurborgar, að borgin hefur verið sett til hliðar á ýmsan
hátt, varðandi fjármagnsfyrirgreiðslu í atvinnurekstri einkum að
þvi er varðar framleiðslugreinar atvinnulifsins, fiskveiðar og
fiskvinnslu. Þannig segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins, i viðtali við Tímann 5. þ.m.: „Það er
vitanlega rétt, sem fram kemur í skýrslunni, að opinberar
lánastofnanir hafa ekki lánað nægilega mikið til höfuðborgar-
svæðisins, sem aftur hefur leitt til þess.að t.d. útgerðarmenn á
þessu svæði eru ekki samkeppnisfærir við þá, sem úti á landi
búa ."
Höfnin er lifæð framleiðslu í sjávarplássum. Reykjavíkurhöfn,
sem var vagga togaraútgerðar i landinu og er ein stærsta
fiskihöfn landsins, hefur verið sett algjörlega hjá varðandi stofn-
kostnaðarhlut rikissjóðs. Rikissjóður greiðir yfirleitt 75% i stofn-
kostnaði hafna, er sveitarfélög eiga, og allt að 100% í svokölluð-
um landshöfnum. Frá þessu er sú undantekning ein að rikissjóður
tekur alls engan þátt í stofnkostnaði Reykjavíkurhafnar. Þetta
hefur að sjálfsögðu haft sín áhrif á hafnar-, útgerðar- og
fiskvinnsluaðstöðu í Reykjavík. Og það er einmitt í framleiðsluat-
vinnugreinum, sem Reykjavík hefur ekki haldið hlut sínum
Eðlilegt er að nú verði lögð áherzla á að byggja upp þessar
framleiðsluatvinnugreinar í höfuðborginni.
Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, tek-
ur undir með efnisþáttum embættismannaskýrslunnar, eins og
aðrir sem tekið hafa að sér að vera í forsvari fyrir málefni
Reykvíkinga. Öðru máli gegnir um Þórarin Þórarinsson, ritstjóra
Tímans, sem þó var kjörinn til þess að gæta hagsmuna umbjóð-
enda sinna úr Reykjavík á Alþingi. Hann virðist hlakka yfir öllu
saman sem „kærkomnum" höggstað á borgarstjórnarmeirihlutan-
um Einfaldri spurningu um, hvort hann vilji stuðla að því að rétta
hlut Reykjavíkurhafnar, til jafns við aðrar hafnir í landinu,
varðandi stofnkostnaðarhlut ríkissjóðs, hummar hann fram af sér
að svara, en fimubulfambar í þess stað um nauðsyn þess að fá
vinstri stjórn I Reykjavík. Vinstri stjórn í Reykjavík þýddi það m.a.,
að kommúnistar yrðu leiddir þar til öndvegis sem stærstur
stjórnarandstöðuflokkur i borginni í dag. Það virðist helztur
draumur þessa þingmanns Reykvíkinga. Hins vegar tekur hann
enga afstöðu til þess, sem meginmáli skiptir, að rétta hlut
borgarinnar, bæði um stofnkostnaðarhlut fiskihafnarinnar úr
sameiginlegum sjóði landsmanna og aðgang atvinnurekstrar í
borginni að opinberum lánasjóðum. Borgarstjórn Reykjavíkur
stjórnar ekki þessum málum. Það er gert á vinnustað Þórarins, á
Alþingi, en þar hefur hann ekki sem skyldi tekið undir gagnrýni
annarra þingmanna borgarinnar á þessu sviði.
Þingmenn úr öllum þingflokkum og kjördæmum, jafnt úr
þéttbýli sem strjálbýli, hafa stutt þá byggðastefnu, sem byggt
hefur upp atvinnulíf strjálbýlis. Það eiga þeir áfram að gera,
hiklaust og eindregið En jafnframt er rétt, ekki sízt eftir
staðreyndir þær urðu opinberar, sem dregnar voru fram í
embættismannaskýrslunní, að~rétta hlut höfuðborgarinnar, þann
veg að hún sitji við sama borð og önnur byggðarlög landsins.
Undír slíkt munu sanngjarnir strjálbýlisþíngmenn taka. Annað
mál er, hver verður afstaða Þórarins Þórarinssonar, sem Reykvík-
ingar trúðu þó fyrir sínum málum í kjörklefanum. Þar virðist ekki
á vísan að róa — en Reykvíkingar eru reynslunni ríkari
Heimsókn UHRO KEKKONEN
beru heimsókn til íslands fyrir
réttum tuttugu árum. í mynd-
inni er m.a. sýnt, þegar Kekk-
onen í fylgd Ásgeirs Ásgeirs-
sonar þáverandi forseta fer í
Þjóðminjasafnið og dr. Kristján
Eldjárn núverandi forseti tekur
á móti honum þar. Þegar þetta
atriði kvikmyndarinnar var sýnt
hló forseti íslands dátt, en
hvort hann hefur hugsað, eng-
inn veit sína ævina. fyrr en öll
er, er ekki vitað.
Að kvikmyndasýningunni
lokinni var haldið í kjallara
hússins, þar sem sumarsýning
þess stendur yfir og skoðaði
Kekkonen listaverkin og gestir
þágu góðgerðir. Ræddi Kekk-
onen þar m.a. við Steindór
Sigurðson leiktjaldamálara um
leið og hann tyllti sér niður
samstund.
Að heimsókninni í stofnun
Árna Magnússonar og Nor-
ræna húsið lokinni hélt Kekk-
onen og fylgdarlið aftur til ráð-
herrabústaðarins, þar sem for-
setinn undirbjó sig til hádegis-
verðar i boði borgarstjórnar að
Kjarvalsstöðum klukkan 13.
Þar tók á móti honum borgar-
stjóri Reykjavíkur, Birgir ísleif-
ur Gunnarsson og frú.
Frá klukkan 1 5 til 17 hafði
svo Kekkonen tíma til að hvíla
sig smá stund áður en hann tók
á móti löndum sínum búsettum
hérlendis i ráðherrabústaðnum.
Var þar margt manna. Þeirri
móttöku lauk síðan kl. 17.45
og síðasti liður á dagskrá var
kvöldverður í Þingholti. Þar
bauð forseti Finnlands forseta
íslands, forsetafrú og fleirum til
kvöldverðar og lauk máltíðinni
hálftima fyrir miðnætti.
Fimmtán minútum fyrir
klukkan tíu í dag kveðja ís-
lenzku forsetahjónin dr. Urho
Kekkonen í ráðherrabústaðn-
um og lýkur þar með annari
opinberri heimsókn forseta
Finnlands til íslands með réttu
tuttugu ára millibili.
— HÞ.
ið sýnd handritin, var haldið í
kjallara stofnunarinnar þar sem
fleiri fornbókmenntir voru
skoðaðar.
Því næst var haldið i Nor-
ræna Húsið í lögreglufylgd og
tók Erik Söderholm forstöðu-
maður Hússins á móti Kekkon-
en fyrir utan. Þegar inn var
komið færði hann Kekkonen að
gjöf frá Norræna húsinu bók
um íslenzka kortagerð og sagði
að sér væri það mikil ánægja
að sýna forseta Finnlands þetta
hús, þar sem arkitekt þess
hefði verið finnskur. í Norræna
húsinu tóku einnig á móti
Kekkonen finnsk kona og frá
stjórn hússins þeir Sigurður
Þórarinsson og Ármann Snæv-
arr.
Var Kekkonen sýndur lestrar-
salur hússins, þar sem hann
ritaði nafn sitt i gestabók og
síðan var honum sýnd 20 mín-
útna löng litkvikmynd, sem
Vigfús Sigurgeirsson tók þegar
Kekkonen kom i sína fyrri opin-
Ljósm. Rax
Kekkonen snæddi hádegisverð t boði borgarstjórnar að Kjalvalsstöðum. Hér er hann seztur til borðs með Birgi ísleifi Gunnarssyni borgarstjóra og frú Sonju
Bachman, konu hans, sem situr á milli forseta Finnlands og íslands.
„Það kemst enginn með tærnar,
þar sem hann hefur hælana..."
Stundvíslega klukkan 10 í
gærmorgun sóttu íslenzku for-
setahjónin dr. Urho Kekkonen
forseta Finnlands í ráðherrabú-
staðinn og fóru með honum í
stofnun Árna Magnússonar og
síðan í Norræna Húsið. Veður-
guðirnir hafa ekki verið Kekk-
onen og fylgdarliði hans hlið-
hollir hingað til í þessari opin-
beru heimsókn hans, en von-
andi rætist úr því, þegar hann
fer norður í dag til laxveiða í
Viðidalsá.
í stofnun Árna Magnússonar
sýndi Jónas Kristjánsson for-
stöðumaður stofnunarinnar
Kekkonen handritin, Konungs-
bók Eddukvæða, Skarðsbók
Postulasagna, Möðruvallabók,
Sturlungasögu og margt fleira.
Virtist Kekkonen hafa ánægju
af heimsókninni í Árnastofnun
og hló mikið þegar Jónas Krist-
jánsson sýndi honum forna
teikningu, sem Kekkonen
fannst jaðra við að vera svolítið
klámfengin. Benti Kekkonen á
myndina, sneri sér til blaða-
manna og sagði: „Þessi mynd
yrði eflaust vel þegin í tímaritið
Hyme."
Finnskur sjónvarpsmaður
tjáði blaðamanni Morgunblaðs-
ins að „Hyme" væri tímarit,
sem kæmi mánaðarlega út í
Finnlandi og þætti heldur
hneykslanlegt. „Hann kann að
gera að gamni sínu, forsetinn
okkar", bætti sjónvarpsmaður-
inn við. „Eg er alveg viss um að
hann verður endurkjörinn í
Finnlandi í janúarkosningunum
á næsta ári Það kemst enginn
Þessi unga stúlka var einn
gesta Kekkonens í ráSherra-
bústaðnum síSdegis í gær.
Hún er fimmtán ára og heitir
Anna María Geirsdóttir. MóS-
ir hennar er finnsk og heitir
Marita, gift Geir Gunnars-
syni. Búningur Önnu Marfu
er finnskur.
með tærnar þar sem hann hef-
ur hælana, þrátt fyrir að hann
sé orðinn þetta fullorðinn. Svo
hefur hann einnig gott sam-
band við nágranna okkar i Sov-
étríkjunum og það þýðir ekkert
annað, eins og reynslan hefur
sýnt", sagði sjónvarpsmaður-
inn finnski enn fremur.
Fréttamaður þessi hinn sami
er góðkunningi hins nýkjörna
utanríkisráðherra Finna, Paavo
Váyrynen, en áður en Váyryn-
en fór út i stjórnmálin var hann
blaðamaður. Hann er aðeins
þrítugur að aldri og yngsti ut-
anrikisráðherra Finnlands frá
byrjun. „Hann hlýtur að vera
mjög duglegur?" sagði blm.
Morgunblaðsins og finnski
sjónvarpsmaðurinn svaraði að
bragði: „Já, og einnig i miklu
uppáhaldi hjá Kekkonen."
Paavo Váyrynan var í fylgd
með Kekkonen sem endra nær
í þessari heimsókn og tjáði
blm. Morgunblaðsins að hann
hefði rætt mikið við Einar Ág-
ústsson utanríkisráðherra ís-
lands i veizlunni að Hótel Sögu
kvöldið áður. En viðræður þær
hefðu að sjáflsögðu verið
óformlegar.
í fylgd með Kekkonen og i
bifreiðinni með honum og for-
seta íslands var Henrik Anttila
ofursti. Sagði finnski sjónvarps-
maðurinn að sá hefði bæði
gegnt störfum í Moskvu og
Washington og talaði ein fimm
tungumál reiprennandi.
Eftir að Kekkonen höfðu ver-
Hér ritar forseti Finnlands nafn sitt i gestabók Norræna hússins a8 viðstöddum Erik
Söderholm og forseta íslands.
Björg Vilhjálmsdóttir heim-
sótti einnig Kekkonen. Hún
hefur verið búsett á íslandi
siðan 1958, en er finnsk að
ætt og uppruna. Hér áður hét
hún Aira Kaarina Könönen og
segir ástæðuna fyrir því að
hún fluttist hingað frá Finn-
landi vera atvinnuleysi heima
fyrir á þeim tímum.
Dr. Urho Kekkonen sýndi íslenzku handritunum í stofnun Árna Magnússonar mikinn áhuga. Hér er hann ásamt Jónasi
Kristjánssyni forstöðumanni stofnunarinnar, hr. Kristjáni Eldjárn og einum fylgdarmanna sinna hér á landi, prófessor
Yrjö Blomstedt.