Morgunblaðið - 28.08.1977, Page 33

Morgunblaðið - 28.08.1977, Page 33
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 33 Dóra Magnúsdótt- ir—Minningarorð F. 2. apríl 1900. D. 22. ágúst 1977. Frú Dóra Magnúsdóttir, Sól- vallagötu 17, fædd í Reykjavík 2. apríl 1900 andaðist 22. ágúst sl. í Landspítalanum. Hún veróur jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun kl. 14:00. Hún hefur orðið friðnum fegin, því lítil von var um afturbata. Hún starfaði um langt skeið á yngri árum á Land- símanum við langlinuafgreiðslu, var framúrskarandi starfskraft- ur, fljót að afgreiða og ákveðin i öllum þeim hraða, sem þessum starfa fylgir. Ung og fram eftir aldri var hún glæsileg kona svo eftir henni var tekið á götum bæjarins. Ég, sem þessar línur skrifa, var oft í gömlu sundlaugunum eftir vinnutíma og sá ég þá Dóru þarf oft. Fljótlega tók ég eftir þvi, að hún var afbragðssundkona, en mest dáðist ég að því, þegar ég sá hana fara uppá háa stökkpallinn, sem var 4—5 m. á hæð og fjaðraði mikið, tók tilhlaupið aftast, hljóp fram brettið og stakk sér, þegar brettið bar hæst, fjaðurmögnuð og fött í baki og kom í vatnið ávallt á sama stað svo ekki skeik- aði nema örfáum cm í hvert skipti. Að þessu lék hún sér, hvort sem hún stakk sér áfram eða aft- ur á bak. Allir sem til sáu dáðust að þessari leikni hennar. Tví- mælalaust var hún meðal beztu leikfimiskvenna bæjarins og sýndi ásamt öðrum fremstu leik- fimiskonum á hátiðarsýningu, sem haldin var fyrir Kristján kón- ung X. og drottningu hans við konungskomuna 1921 og gekk hún í fararbroddi. Foreldrar Dóru voru þau sæmd- arhjónin Magnús Jónsson, skó- smiður í Reykjavik af bændaætt- um úr Húnavatnssýlu, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, ættuð af Snæfellsnesi, komin af sjómönn- um. Þau eignuðust sjö börn, fjór- ar dætur þeirra dóu í æsku, sú elzta 10 ára, fimmta systirin, Elín Helga, dó 30 ára úr spönsku veik- inni 1918 og syfgði Dóra, sem þá var 18 ára, hana mikið. Hin tvö Theodór, bakarameistari, og Dóra, mjög samrýmd, voru þá tvö eftir af þessum stóra systkina- hópi, má því segja að sorgin hafi snemma tekið sinn skatt af þess- ari fjölskyldu. Árið 1924 giftist Dóra elzta bróður mínum, Magnúsi Björns- syni frá Laufási. Eftir nám í Menntaskólanum og síðar að loknu farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum var ævistarf hans lengst af á skipum Land- helgisgæzlunnar, ýmist 1. stýri- maður eða skipstjóri, en seinustu árin eftirlitsmaður i landi hjá henni. í minningargreinum, sem tveir mætir menn, þeir Jón Axel Pétursson, fyrrv. bankastjóri og Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar, rituðu við frá- fall Magnúsar ber þeim saman um, að Magnús hafi verið glæsi- menni svo af bar, vellesinn, öllum velviljaður og elskaður og virtur, jafnt af yfirmönnum sínum sem undirmönnum. Finnst mér því, að verið hafi hið mesta jafnræði með þeim hjónum á flestum sviðum. Þau eignuðust þrjú börn, Jón, hæstaréttarlögmann, Elínu Helgu, gæslukonu á leikvöllum borgarbarnanna, og Magnús Theodór, brunavörð. Mágkona mín var ákaflega greiðvikin og hafði ánægju af að gefa bæði börnum sínum og barnabörnum og mörgum fleiri. Til gamans minnist ég þess, er ég var nýkominn til íslandsbanka auðvitað með lítil laun og þurfti að snúa hverri krónu við og þó minna væri, þá vidi svo til að ég var úti garði með 10 kr. seðil, sem þá þótti stór peningur, hvasst var og ég missti seðilinn út úr hönd- unum og fann hann ekki hvernig sem ég leitaði. Dóra var þá nær- stödd og komst að þessu, kom til mín og sagði Jón minn, hafðu engar áhyggjur út af þessu, tók upp buddu sína og rétti mér 10 kr. seðil og hafði hún þó ekki sjálf úr miklu að spila, frekar en margir aðrir á þeim tima. Mann sinn missti hún 1960, 64 ára að aldri, varð hann bráð- kvaddur. Þau hjón unnust hugást- um og varð henni þetta svo mikið áfall, að hún bar aldrei sitt barr eftir það. Lífsþróttur hennar þvarr ár frá ári unz yfir lauk. Um fimmtiu og eins árs skeið hafa ávallt fleiri eða færri af fjöl- skyldu okkar búið að Sólvallagötu 17 og fullyrði ég, að sambúð allra þar hafi verið með ágætum. Um leið og við kveðjum Dóru minnumst við hennar með sökn- uði og virðingu. I vitund okkar er hún nú komin i hóp ástvina sinna, sem kvatt hafa þessa jarðnesku vist. Blessuð sé minning hennar. Jón. S. Björnsson. Philco býður þurrkara sem getur staðið ofan á þvottavélinni. Þannig nýtist gólf- rýmið til fullnustu og handhægt, út- dregið vinnuborð milli vélanna auð- veldar notkun þeirra. Já — allt sem til þarf eru einfaldar festingar og tvær flugur eru slegnar í einu höggi. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrum þvotti — sama magn og þvottavélin. Hann er auð- veldur í notkun — með fjögur sjálf- virk þurrkkerfi sem henta öllum teg- undum af þvotti og allt aðtveggja klst. tímarofa. Philco þvottavélin tekur inn heitt og kalt vatn, vindu- hraðinn er 850 snúningar á mínútu, sem þýðir mun styttri þurrktíma. Tvær stillingar eru fyrir vatnsmagn, ullarkerfið er viðurkennt og einfalt merkjamál er fyrir hvert þvottakerfi, svo að allt sé á hreinu! Er það furða þó að fleiri og fleiri velji Philco slær tvær f lugur í einu höggi EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Kr. 300 Skattfrjálsir vinningar að verðmæti 4 niilljónir króna. Stöndum saman í haráttunni gegn hjarta- og æöasjúkdómum. Kaupið miða strax í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.