Morgunblaðið - 28.08.1977, Síða 37

Morgunblaðið - 28.08.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 37 Nvr bíll á Islandi Komið á mí Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hi. Sudurlandsbraut 14 - lleykjavík - Nimi :iittílNt og skoðið LADA 1600 Nordjass- hljómsveitin i Reykjavík A Nordjassráðstefnunni, sem haldin var í Helsinki f janúar- mánuði sl„ var ákveðið að hljóm- sveit Nordjassleikara færi f hfjómleikaferð um Norðurlönd f sumar. Jasshljómsveit þessi er nú væntanleg til tslands f næstu viku og leikur n.k. þriðjudag 30. ágúst f Norræna húsinu. Umrædda hljómsveit skipa þeir Arild Andersen bassaleikari og Pál Towsen trommuleikari, en þeir eru báðir frá Noregi, Lars Janson píanóleikari frá Svíþjóð og Juhani Aaltonen, finnskur flautu- og saxófónleikari. Eins og fyrr segir kemur Nord- jass hljómsveitin fram í Norræna húsinu á þriðjudag og aðrir tón- leikar verða síðan í Glæsibæ. AVTOEXPORT 14, VOLKHONKA, MOSCOW, USSR Útflytjandi fólksbíla, vörubíla, áætlunarbíla, þungavinnuvéla, sérhæfðra bíla, viðgerðaráhalda og verkstæðistækjabúnaðar. Bergur Eiríksson — Minningarorð HÚSBYGGJ F. 20. júnf 1929. D. 18. ágúst 1977. A morgun verður borinn til moldar í Fossvogskirkjugarði vaskur maður og góður drengur, Bergur Eiriksson frá Akureyri. Hann var fæddur 20. júni árið 1929 og voru foreldrar hans Rut Öfeigsdóttir og Eiríkur Einars- son. Þau hjón voru bæði skagfirzk að æfct, en fluttu til Akureyrar árið 1937. Bergur var 3. í röðinni af 7 systkinum. Hann þótti snemma röskur til allrar vinnu, svo sem hann átti kyn til, en faðir hans var slikur afkastamaður til verka að orð var á haft. Bergur stundaði sjómennsku á unglings- árum sinum og eftir að hann flutti til Hafnarfjarðar rak hann þar útgerð með eigin báta i all- Bergur, Guðmundur, Sigtryggur, Baldvin, Haukur og fleiri, oft að bera stangir og annan útbúnað neðan frá Utgarðsmel upp í Hlíðarfjall og leggja siðan brautir fyrir sjálfa sig og ekki síður fyrir þá yngri. Þá var oft glatt á hjalla og ætið varð þreytan að þoka fyrir glaðværð og hlátrasköllum. Bergur kenndi lasleika hin sið- ustu ár og það mun hafa verið þessum röskleikamanni mikil raun að finna mátt sinn þverra og liggja að síðustu lamaður á sjúkrabeði. En þessu tók Bergur þó með karlmennsku og æðru- leysi, svo sem mörgu öðru mótlæti i lifinu; Bergur var mjög vinmargur sökum glaðværðar sinnar, hjálp- semi og hressilegrar framkomu. Hann gekk til leiks og starfs af fullum dugnaði og atorku, það var hans einkenni og aðalsmerki. Við félagar hans í Knattspyrnu- félagi Akureyrar söknum nú góðs vinar og sendum aldraðri móður hans, börnum hans og systkinum innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar. mörg ár og hafði hann þá öðlast skipstjórnarréttindi á smærri bát- um. Síðar bjó hann í Kópavogi og rak þar prjónastofu með konu sinni, Kristínu Jónsdóttur. Þau hjón eignuðust tvö börn, Rut, nú 18 ára, og Jón Halldór, 12 ára. Auk þess ólu þau upp dóttur hennar af fyrra hjónabandi. Aður hafði Bergur eignast son með Olgu Snorradóttur, Snorra, nú húsgagnasmið á Akureyri. Kristínu konu sína missti Bergur árið 1971 og var það honum þung- bært með börnin enn svo ung. Bergur tók virkan þátt í félags- lífi og iþróttum hér á Akureyri á yngri árum og þótti ætíð dugandi liðsmaður. Hann var vel liðtækur i frjálsiþróttum, sérstaklega spjótkasti og kringlukasti, og voru þeir bræður helztu braut- ryðjendur þess að endurvekja frjálsíþróttir á Akureyri í lok styrjaldaráranna. Nafn Bergs mun þó í hugum okkar félaga hans í K.A. oftast verða tengt skíðum og skiðaafrekum. Hann var i allmörg ár meðal fremstu skiðamanna hérlendis, bæði i skíðastökki og í Alpagrein- um og vann hann til verðlauna bæði á Akureyrar- og Islandsmót- um. Þar bar einkum til dirfsku hans og líkamsstyrk og var hann trauðla sigraður, nema af þeim sem æfðu að staðaldri. A þeim árum tforu engar skíða- lyftur til og urðu eldri kepp- endurnir, t.d. Magnús, Björgvin, 1600 m s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.