Morgunblaðið - 28.08.1977, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.08.1977, Qupperneq 48
Demantur M æðstur eðalsteina ’’*■ (§ull Sc é>iUur Laugavegi 35____ PLAST ÞAKRENNUR ^ Sterkar og endingargóðar Hagstætt verð cSþ Nýborg" Ármúla 23 — Sími 86755 SUNNUDAGUR 28. AGÚST 1977 Flugleiðir: Viðræður um píla- grímaflug frá Alsír „ÞAÐ standa yfir viðræður núna um framhald á leiguflugi okkar til Indlands fyrir Air India,“ sagði Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, í samtali við Mbl. í gær. „Þá hefur verið ákveðið flug með pílagrfma frá Nfgeríu til Saudi-Arabíu, eins og við önnuðumst f fyrra, en þá flutt- um við um 10.000 manns. en fjöldinn verdur eitthvað minni að þessu sinni. Einnig hefur verið rætt um slíkt flug frá Alsír.“ DC-8 lenti á 5000 feta braut ÞEGAR Keflavíkurflugvöllur var lokaður í gær vegna veðurs kom bandarísk DC-8-63 þota, sem hafði ákveðið að taka elds- neyti á íslendi. Er hún kom yfir Keflavík var völlurinn lok- aður og þotan hafði ekki elds- neyti til áframhaldandi flugs til Evrópu. Var ákveðið að láta þotuna lenda á gamalli braut, sem ekki hefur verið í notkun í fjölda ára, og gekk lendingin að óskum. Braut þessi var byggð á stríðsárunum og er aðeins 5500 fet að lengd, en venjuiega lenda þoturnar á 10000 feta brautum. Pílagrfmaflug Flugleiða milli Nígeríu og Saudi-Arabíu í fyrra stóð í tvo mánuði með smáhléi og sagði Sigurður, að vissulega hefðu Flugleiðir áhuga á að kom- ast enn frekar inn í slíka flutninga frá ýmsum múhameðs- trúarlöndum. Væru viðræðurnar Framhald á bls. 47 Heimilið ’77: 2000 manns fyrsta kvöldið GÖÐ aðsókn var að sýningunni .Heimilið ‘77 fyrsta sýningardag- inn, á timabilinu frá þvi kl. 19 og fram til kl. 22 á föstudagskvöld skoðuðu 2000 mannssýmngunaog að sögn forráðamanna sýningar- innar áttu þeir von á mikilli að- sókn nú um helgina. í rokinu í gærmorgun slitnuðu þrír sportbátar frá legufærum sínum i Ellj^?;arga og rak þá á land. Á þessari mynd, sem Friðþjófur tók sést hvar menn eru að einum bátnum úr fjörunni í Elliðaárvogi /drga 220 flugvélar um íslenzka svæðið á einum sólarhring „ÞÆR URÐU 220 flugvél- arnar, sem fóru um ís- lenzka flugumsjónarsvæð- ið sfðasta sólarhring, frá miðnætti aðfararnætur Veiði á steypireyði og hnúfubak ekki heimil- uð í náinni framtíð — segir Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar „ÞAU UMM/ELI Elf Gfslasonar skipstjóra, að steypireyðar- og hnúfuhaksstofninn séu nú á mik- illi uppleið koma mér ekki á óvart, enda er það ósköp eðlilegt þar sem þessar hvalategundir eru alfriðaðar. En þrátt f.vrir aukn- ingu f stofni þessara tveggja teg- unda, þá gefur það enga ástæðu til að veiða þær f náinni framtfð," sagði Jón Jónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar, í sam- tali við Morgunblaðið f gær. Jón sagði, að reynt væri að telja fjölda þessara hvala árlega og síð- ustu ár hefði komið í ljós, að þeim fjölgaði nokkuð. „Enda hefur steypireyður verið friðuð síðan 1960 og hnúfubakur frá árinu 1955.“ Sagði Jón Jónsson, að þessir hvalir væru við Island yfir sumar- tfmann og færu siðan á suðlægari slóðir Norður-Atlantshafsins þeg- ar vetraði, en talið væri að þeir Framhald á bls. 47 stjórninni í Reykjavík. „Og umferðin hefur haldið áfram nokkuð stöðugt í nótt og morgun.“ Vegna verkfalls aðstoð- armanna flugumferöar- stjóra í Bretlandi hefur aukinn þungi flugsins yfir Atlantshaf færzt inn á fs- lenzka flugumsjónarsvæð- ið og sagði Ernst sem dæmi, að inn á Prestvíkur- svæðið væru aðeins teknar tvær flugvélar á klukku- stund, þannig að mestur hluti flugsins fer fram norðan þess og sunnan. Þá þurfa flugvélar, sem eru á leið til London að fara um íslenzka flugumsjónar- svæðið og síðan inn á Stafangurssvæðið og aust- ur fyrir brezka svæðið, sem er mjög mikil lykkja á leið þeirra. Sagði Ernst að fyrir flug- umferðina hefðu verið settar upp „þrjár rútur“ um íslenzka svæðið, yfir og rétt fyrir sunnan landið. Það voru miklar annir f flug- stjórninni í Reykjavík, þegar Ól.K.M tók þessa mynd þar f gær- morgun. föstudags til miðnættis í nótt, en ætli meðaltalið á slíkum tíma að öllu eðli- legu sé ekki um 150 flug- vélar,“ sagði Ernst Gísla- son, varðstjóri hjá flug- Skólastarf hefst í næstu viku MORGUNBLAÐIÐ kannaði f gær, hvenær skólarnir á höfuðborgar- svæðinu byrja. Kennarar mæta til starfa 1. september, en nokkuð er misjafnt hvenær nemendur eiga að mæta. Fara hér á eftir upplýs- ingar um skóla í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi en ekki tókst að ná í forsvarsmenn skóla í Mos- fellssveit. Ragnar Georgsson, skrifstofu- stjóri, tjáði Mbl„ að kennarar við grunnskólana í Reykjavik og framhaldsdeildirnar myndu mæta til starfa 1. september, en nemendur eiga að mæta þriðju- daginn 6. september. Að sögn Ge- orgs verður lítils háttar fækkun nemenda á grunnskólastiginu eins og verið hefur síðustu árin, en þó mun fækkunin eitthvað hægja á sér. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti verður settur 12. sept- ember, en menntaskólarnir byrja allir í byrjun mánaðarins. Andrés Kristjánsson, fræðslu- stjóri i Kópavogi, sagði, að fyrsti kennsludagurinn í Kópavogi yrði miðvikudagurinn 7. september. Ólafur Magnússon, skrifstofu- stjóri, sagði að grunnskólarnir þrír í Hafnarfirði hæfu störf 1. september. Nemendur 1., 2., 3. og 4. bekkjar eiga að mæta í skólana föstudaginn 2. september, nem- endur 5., 6., 7. og 8. bekkjar eiga að koma í skólana mánudaginn 5. Framhald á bls. 47 Spánn íhugar nú aðild að NATO r Aheyrnarfulltrúi frá Spáni í fyrsta sinn á ráðstefnu ATÁ AHEYRNARFULLTRÚI frá Spáni situr nú í fyrsta sinn ársfund Atlantic Treaty Association, áhugamannasam- taka f NATO-ríkjunum um vestræna samvinnu, sem halda árlegan fund sinn hér á landi um þessar mundir. Er þaó de la Mora, fulltrúi frá þriðja stærsta stjórnmálaflokki Spán- ar, Alianza Popular, en ATA- samtökin buðu fulltrúum þriggja stærstu flokkanna á Spáni til þessa ársfundar. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði dr. Karl Momraer, hinn v-þýzki forseti ATA- samtakanna, að eftir því sem stjórnarhættir á Spáni hefðu færzt í átt til lýðræðis, hefði áhugi vaknað innan Atlants- hafsbandalagsins á að Spánn yrði þar aðildarland, þvi að slíkt myndi styrkja bandalagið verulega. Þvi hafi verið ákveðið en þó með skömmum fyrirvara að bjóða þremur stærstu lýð- ræðisflokkunum á Spáni til þessa ársfundar hér á landi, en vegna þess hve fyrirvarinn var stuttur hefði aðeins einn flokk- ur séð sér fært að senda full- trúa. Mommer sagði, að þessi full- trúi væri frá flokki hægri manna, en af hálfu ATA væri lögð megináherzla á að allir stærstu lýðræðisflokkarnir gætu sent fulltrúa til að kynn- ast starfsemi ATA og kvaðst hann vonast til að svo yrði á ráðstefnu ATA sem fyrirhuguð væri í maímánuði nk. Hins veg- ar kvað Mommer það algjört frumskilyrði þess, að Spánverj- ar fengju inngöngu i ATA- samtökin að Spánn yrði form- lega aðili að Atlantshafsbanda- laginu. De la Mora sagði í samtali við Morgunblaðið, að vandamálin varðandi aðild Spánar að Atlantshafsbandalaginu og Eramhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.