Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÖBER 1977 ■ |H| 5IMAK |0 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 wnwm T2 2 1190 2 11 38 Fa /] ni / i i in. i \ HAil 22*0*22- RAUOARÁRSTI'G 31 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson Sími 86155, 32716 FERÐABILAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbilar, stationbilar, sendibil- ar, hópferðabilar og jeppar. BÍLALEIGA JÓNASAR Armúla 28 — Simi 81315 GRENSÁSVEGI 11 SÍMAR 83150 - 83085 Opið frá 9 — 7 laugardaga 10-7 Við viljum vekja at- hygli á eftirtöldum bil- um sem eru til sýnis hjá okkur. Mazda 323 árg. 1977, 3ja dyra. Litur rauður. Verð 1730. þús. (Nýr bíll 1 830 þús). Saab 99 L 4ra dyra, sjálf- skiptur, árgerð 19 74. Ekinn að- eins 20.000 km. Litur blár. Ný sumardekk. Útvarp og segul- band. Verð 2,3 millj. (Nýr bíll 3,5 millj.) Mazda 818 Cupe árg 1975, ekinn 38 þús. km. grá- sanseraður, verð 1450 þús Fiat 131 2ja dyra, árg. 1976, ekinn 32 þús. km. grænn, sumardekk og vetrardekk, verð 1 500 þús. Pontiac Trans-Am árg. 1976, ekinn 1 1 þús mílur, grá- sanseraður 8 cyl., 4ra dyra, beinskiptur, verð 3.5 millj. Dodge Dart Svinger 2ja dyra, árg. 1975, eikinn 33 þús. milur. hvítur, 6 Cyl. sjálf- skiptur, vökvstýri, verð 2.2 millj. Ásamt miklu úrvali góðra bila á sanngjörnu verði. Leggjum áherslu á öruggan frágang afsalsgagna og skuldaviðurkenninga. Útvarp Reykjavlk ÞRIÐJUDbGUR 4. október MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jónsson les þýðingu sína á „Túlla kóngi“ eftir Irmelin Sandman Lilius (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25: Morguntónleikar kl. 11.00: Warren Stannard, Arthur Poison og Harold Brown leika Konsert f d-moll fyrir óbó, fiðlu og sembal eftir Georg Philipp Telemann / Fflharmoníukvartettinn í Vin leikur Kvartett í d-moll eftir Franz Schubert. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Svona stór“ eftir Ednu Ferber. Sig- urður Guðmundsson þýddi. Þórhallur Sigurðsson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveitin Fílharmonía leikur „Preciosa", forleik eftir C:rl Maria von Weber; Wolfgang Sawallisch stjórn- ar. Parísarhljómsveitin leikur „Carmen-svftu“ eftir Georges Bizet; Daniel Barenboim stjórnar. Michael Ponti og Sinfónluhljómsveit- in í Westphalen leika Píanó- konsert í f-moll op. 5 eftir Sigismund Thalberg; Richard Kapp stjórnar. Sinfóníuhljómsveit út- varpsins f Múnchen leikur „Herbúðir Wallensteins". sinfónfskt ljóð op. 16 nr. 2 eftir Bedrich Smetana; Rafael Kubelik stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). ÞRIÐJUDAGUR 4. október 1977 20.00 F'réttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Landkönnuðir Leikinn, breskur heimilda- myndaflokkur 1 10 þáttum um ýmsa kunnustu land- könnuði sögunnar. I. þáttur: Roald Amundsen Leikstjóri Ian Rodger. Handrit David Cobham. Aðalhlutverk Per Theodor Haugen. Arið 1909 fréttir Amundsen, að Bandaríkjamaðurinnn Peary sé kominn til Norður- heimskautsins. Hann breyt- ir umsvifalaust fyrri áætl- unum sfnum um að fara norður, fær lánað Ishafsskip Fridtjofs Nansens, „Fram“, og heldur til suðurhafa. Það er ekki fyrr en hann kemur til Melbourne, að hann lýsir þeirri fyrirætlun sinni að verða fyrstur manna til Suð- urskautsins. Þýðandi Ingi Karl Jóhannes- son. 21.20 Meiissa (L) Breskur sakamálamynda- flokkur, byggður á sögu eft- ir Francis Durbridge. Lokaþáttur. Efni annars þáttar: Mary Antrobus sækir bróður sinn á rakarastofuna. Hún þekkir Foster af Ijósmyndum, sem hafa birst í blöðum. Foster eltir stúlkuna og spýr hana, hvort um annan Peter Antrobus geti verið að ræða. Svo er ekki. Hún þekkti ekki Melissu, en er hins vegar kunnug Joyce Dean, sem vinnur hjá iækninum. Foster vaknar um miðja nótt við simhringingu. Hann heyrir rödd Melissu f sfman- um. Hún segist vera í sumar- bústað þeirra og biður hann að hitta sig. Þegar þangað kemur, finnur hánn lík Mary Antrobus. Ráðist er á Joyce Dean, og Carter lög- regluforingi fréttir, að scst hafi til ferða Fosters f grennd við árásarstaðinn. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Sjónhending Eriendar myndir og mál- efni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.30 Dagskrárlok. 16.20 Popp 17.30 Sagan: „Partrick og Rut“ eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (8). 18.00 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Hugleiðing um forn- sögur og ritskýringar. Hermann Pálsson rektor f Edinborg flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins Rafn Ragnarsson kynnir. 21.00 Iþróttir. Hermann Gunnarsson sér úm þáttinn. 21.15 Píanóleikur f útvarps- sal. Kolbrún Ósk Óskars- dóttir leikur Sónötu f h-moll op. 58 eftir Chopin. 21.40 Ur Ijóðum Maðs Guðmundur Sæmundsson les þýðingar sínar og Arnþór Helgason ræðir við þýðandann. 22.00 Fréttir. 21.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Dægradvöl" eftir Benedikt Gröndal. Flosi Ölafsson leikari les (16). 22.40 Harmonikulög. The Accordeon Masters leika. 23.00 Á hljóðbergi. Sögur af Hrafni, skapara jarðar. Manu Tupoi les þrjár trúarsögur eskimóa í enskri endursögn Ronalds Melzaeks. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Lokaþáttur sakamála- myndaflokksins Melissu Síðasti þáttur bre/.ka sakamála- myndaflokksins Melissu verður á dagskrá sjónvarps kl. 21.20 í kvöld. Þeir tveir þættir sem á undan eru gengnir hafa verið nokkuð viðburðarfkir, og að sögn ætti þátturinn í kvöld ekki að valda á áhorfendum neinum vonbrigðum, því nú dregur til ýmissa tíðinda. Margt virðist benda til að Foster, eiginmaður Melissu, hafi ráðið konu sinni bana og eins og fram kom í síðasta þætti, dró það ekki úr grun- semdum lögreglunnar, að Fost- er skyldi hafa orðið til að finna Mary Antrobus látna í sumar- bústað. Einnig var ráðizt á Joyce Dean sem kunnug var Melissu, og fékk Carter lög- regluforingi þær upplýsingar að Foster hefði sézt við árásar- staðinn. En ýmislegt gerist i kvöld og nú er að sjá hvort úr flækjunni greiðist. Sjónvarp kl. 20.30: Leikin mynd um Amundsen KLUKKAN 20.30 hefur göngu sfna f sjónvarpinu leikinn hrezkur heimildamyndaflokk- ur í 10 þáttum um ýmsa af kunnustu landkönnuðum sög- unnar. t fyrsta þættinum verð- ur sagt frá Norðmanninum Ro- ald Amundsen. Leikstjóri þáttarins i kvöld er Ian Rodger, Per Theodor Haug- en fer með aðalhlutverkið, en handritið samdi David Cobham. Margir eru þeir hérlendis sem lesið hafa sögur af Leið- öngrum Amundsens, og þvi væri það að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um þær hér. Þátturinn í kvöld mun að mestu leyti snúast um ferð Amund- sens til Suðurskautsins. Það var árið 1909 að Amund- sen frétti að Bandaríkjamaður- inn Peary væri kominn til Norðurheimskautsins. Hafði Amundsen lengi undirbúið og skipulagt leiðangur þangáð. Þegar hann frétti um árangur Pearys breytti hann þegar fyrri áætlunum sínum og einsetti sér að verða fyrstur til að ná á Suðurskautið. Fékk hann hinn traustbyggða farkost Fridtjofs Nansens, Fram, að láni og hélt áleiðis. Hvíldi mikil leynd yfir ráðagerðum Amundsens og lét hann umheiminn ekki vita af þessari áætlun sinni fyrr en hann kom til Melbourne, en þar hóf hann lokakafla ferðar sinn- ar á Suðurskautið. Myndin í kvöld ætti að sögn að gefa ágæta mynd af baráttu land- könnuðarins við veðurguðtna og máttarvöldin, þeirri leynd sern hvíldi yfir áætlun hans, svo og þeim vonbrigðum sem árangur Pearys olli honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.