Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÖBER 1977 12 Heimsmeistaraeinvíg- id á íslandi 1978 Blaðamenn Morgunblaðsíns gerðu fyrir skömmu athyglis- verða könnun á því hvort nokkrir aðilar væru reiðubúnir til að stuðla að því að fyrirhug- aðeinvigi milli skákmeistarana Spassky — Kortsnoj færi fram hér á landi þannig að Skáksam- bandi tslands væri gert kleift að bjöða í einvígi þetta. Allir aðilar tóku mjög jákvætt undir þessa hugmynd og voru fúsir til að leggja sitt af mörkum til þess að einvígið gæti farið fram hér á landi, „auk þess, sem þeir töldu, að stefna bæri að þvf að heimsmeistaraeinvlgið vrði einnig haldið á Islandi." Þeir aðilar sem Morgunblaðið ræddi við-voru menntamálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og talsmenn Flugleiða, Sambands íslenzkra samvinnufélaga og Olíufélagsins. Allir viðmælend- ur Morgunblaðsins töldu enn- fremur að margir yrðu reiðu- búnir til að leggja hönd á plóg- inn ef af þessy yrði og hefði biaðið rætt við fleiri aðila hefðu svörin ugglaust orðið svipuð. Því miður var runnin út fresturinn til að bjóða í þetta einvígi og enda búið að ákveða núna, að það fari fram í Júgó- slavíu um miðjan nóvember n.k. En kveikjan að þessum fyr- irspurnum blaðamanna Mbl. var leiðari sem birtist í blaðinu þriðjudaginn 20. þ.m. þar sem rætt var um þennan möguleika og jafnframt mælzt til þess að róið yrði að því öllum árum að sjálft heimsmeistaraeinvígið verði haldið hér á landi 1978. Leiðarahöfundur gat þess að ís- land hefði aldrei fengið jafn- mikla kynningu erlendis eftir einvígi þeirra Fischers og Sþassky ef frá væru tekin eld- gos og náttúruhamfarir. Undir þetta má allt taka og þegar rij- að er upp einvígið hér á landi 1972 minnast menn þess, að ekki einungis hér á landi vakti einvígið athygli heldur um all- an heim og meðan á því stóð var Island og Reykjavík á forsíðum allra helztu dagblaða í heimin- um í margar vikur. Spassky — Kortsnoj — Karpov Matthías Johannessen, rit- sjóti, átti þess kost í sumar að fylgjast með skákmeisturunum Spassky og Kortsnoj að tafli í Svíss og Frakklandi og ræða við þá og birtust hér í blaðinu mjög athyglisverð samtöl við þessa menn, þar sem þeir ræða opin- skátt um sjálfa sig og væntan- legt einvígi þeirra á milli. í samtölum við þá kom fram mik- ill hlýhugur til íslands og fóru þeir miklum viðurkenníngar- orðum um þjóðina, ekki sízt Spassky sem dvalið hefur hér tvívegis og þekkir orðið vel land og þjóð. Þessi jákvæða af- staða skákmannanna sjálfra til landsins er ómetanlegt, því það verða að sjálfsögðu þeir sjálfir sem velja keppnislandið þegar þar að kemur. Verðlaunafé Fischer var brautryðjandi á mörgum sviðum m.a. í sam- bandi við verðlaunafé í skák- mótum. Hann var sá fyrsti sem krafðist þessara gifurlegu upp- hæða í verðlaun sem menn höfðu aldrei látið sér detta í hug áður. Að hugsa í milljónum er algengt hjá bandaríkjamönn- um og Fischer vildi auka hróð- ur skáklistarinnar með þessu; hann vildi ekki láta meta hana minna en box eða golf. Fyrir vikið hafa verðlaun í skákmót- um orðið svo gífurleg að for- ystumönnum hrýs orðið hugur við. En skák er orðin gífurlega vinsæl fyrir bragðið út um all- an heim, þó að hvergi í heimin- um séu fleiri áhorfendur en hér á landi, sérstaklega þegar um er að ræða erlenda kepp- endur. Þegar heimsmeistara- einvigið 1972 var boðið út bár- ust 15 tilboð. Voru verðlauna- upphæðirnar allt frá 40.000 dollurum og upp í 152.000 sem kom frá Júgóslaviu. Buenoes Aires bauð 150.000 dollara og íslendingar buðu 125.000 doll- ara. Verðlaunafé tslendinga var þá í íslenzkum krónum um 11 milljónir. Engum getum skal að því eytt hversu há verðiauna- upphæðin þarf að vera vera há til þess að við fengjum einvigið hingað til lands, en sennilega þyrfti að hafa svipaðar tölur í huga og boðnar voru í dollurum siðast. Fyir utan $125.000 sem Islendingar buðu í verðlaun, buðu þeir einnig 60% af nettó- tekjum þeim, sem skáksam- bandið fengi fyrir sjónvörpun og kvikmyndir frá einviginu. Þessi viðbótarákvæði áttu eftir að valda mikilli misklið, en eins og menn muna þoldi Fischer ekki neinar kvikmyndavélar suða i kringum sig. Ekki eru hinir sovézku skákmenn eíns viðkvæmir fyrir slikum smá- munum, sérstaklega þegar þessar vélar ganga orðið hljóð- laust. 1 bók þeirra Freysteins Jóhannssonar og Friðriks Ól- afssonar „Fischer gegn Spassky" er rakin saga heims- meistaraeinvígisins og verða menn nú að fara að kynna sér og rifja upp hvernig staðið var að málum þá. Baknefnd og rádgjafanefnd Ætli Skáksamband tslands að bjóða í einvígið væri ráðlegast að velja stóra baknefnd, en i henni ættu sæti fulltrúar frá þeim aðilum sem væru reiðu- búnir að leggja fram drjúgan skerf tii einvígisins. Siðan þyrfti að kjósa sérstaka ráð- gjafanefnd eins og gert var síð- ast sem fjallaði um hin ýmsu tæknilegu vandamál. Akvörðun um að bjóða í einvígið 1972 var tekin 30. október 1971 svo við höfum enn góðan tíma, enda er ráðlegt að bíða eftir aukafundi FIDE, sem haldinn verður bráðlega i Caracas, en þar verð- ur meðal annars fjallað um keppnisreglur í einviginu, hversu margar skákirnar eiga að vera o.s.frv. Umsóknarfrest- ur verður sennilega til 1. janú- ar 1978. En einvigið mun hefj- ast í júli eða ágúst. Keppnisstaðurinn Síðasta einvigi var haldið í Laugardalshöllinni, sem hafði vissulega marga kosti en jafn- framt marga galla. Húsið er vissulega mjög rúmgott og svið- ið var mjög skemmtilegt, en t.d. var aðstaða til skýringa ekki nærri nógu góð. Loftleiðahótel- ið er að mörgu leyti gott og kemur til greina, en áhorfenda- rými er takmarkað, nema tekn- ir séu í notkun fleiri salir fyrir áhorfendur. 1 Menntaskólanum við Hamrahlið voru tefldar nokkr- ar skákir í einvígi þeirra Hort og Spassky og tókst mjög vel. Salur til skýringa er stór og' langur en ekki að sama skapi eins skemmtilegur og t.d. ráð- stefnusalurinn að Hótel Loft- leiðum. Eflaust eru til fleiri staðir sem til greina koma eins og t.d. Þjóðleikhúsið eða eitt- hvert kvikmyndahúsið, en nóg- ur tími er til stefnu að huga að því, en þessar hugmyndir settar hér fram einungis til umhugs- unar. Sjálfboðavinna skákmanna Þeir skákmenn, sem tekið hafa að sér skýringar við skákir erlendra keppenda hér á landi eru ómetanlegir fyrir áhorfend- ur. Án þeirra væri keppnin talsvert þunglamaleg. Áhorf- endur vilja fá að taka þátt í leiknum og það fá þeir með þvi að taka þátt í umræðum með skýrandanum um skákina. Ýmislegt bendir til þess að við- komandi skákmaður þurfi auk skákkunnáttunnar af hafa skemmtilegan frásagnarstíl og næstum þvi framkomu skemmtikrafts. Lengi verður f minnum haft hin fjörlega fram- koma Larsens í skýringasal Laugardalshallarinnar forðúm. Skipulag á þessum málum fer batnandi, en sjálfboðavinna þessara skákmanna er lofsverð vegna þess að þetta er krefj- andi starf og mjög lýjandi. Lokaorð Stjórn Skáksambands Islands biða mörg og erfið verkefni. I byrjun næsta árs hyggjast þeir efna til Alþjóðlegs skákmóts með 14 þátttakendum og hefur Larsen einh keppenda þegar þegið boðið. Slíkt mótshald kostar sennilega eitthvað í kringum 10 milljónir og þá er- um við komnir að spurning- unni: Erum við að ráðast í of ntikið á einu ári. Höfum við fjármagn til þess? Höfum við næga starfskrafta til þess? Höf- um við ástæðu til að vera án þess?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.