Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 21 Lýkur keppnistíma- bilinu uf fljótt? MEÐ 0—2 tapi Valsmanna fyrir norður-irska liðinu Glentoran í Evrópubikar- keppni meistaraliða s.l. fimmtudaRskvöld lauk þátt- töku íslenzkra liða í Evrópu- bikarkeppni í knattsp.vrnu að þessu sinni. Og árangur þeirra var heldur óburðugur. t aðeins einum leik af sex vannst sigur, en hinir fimm töpuðust allir og var markatalan í leikjunum ís- lenzku liðunum sérlega óhag- stæð. Þau skoruðu áðeins eitt mark, en fengu hvorki fleiri né færri en fimmtán mörk á sig. Það er raunar ekki ný bóla að íslenzk lið fái skell í Evrópu- keppninni, en þá hafa mót- herjarnir oftast verið þraut- þjálfaðir og vellaunaðir at- vinnumenn frægra liða. Að þessu sinni var þvf ekki til að dreifa. tslendingar mættu nú jafningjum sinum að þessu leyti, með þeirri undantekn- ingu þó, að leikmenn írska liðs- ins Glentorans munu fá greiðsl- ur fyrir æfingar sfnar með lið- inu, svo og „bónusa" fyrir unna leiki. Enginn getur trúað þvf að munur á norskri og fslenzkri knattspyrnu sé svo mikill sem úrslitin í leikjum Eram og IA við Start og Brann segja til um. Snemma f sumar léku tslend- ingar landsleik við Norðmenn á Laugardalsvellinum og unnu þá 2—1 sigur og f fyrra unnum við sigur yfir Norðmönnum í Osló, 1—0. Þeirsem sáu leikina við norsku liðin á dögunum hafa sjálfsagt sannfærst um að þau voru mjög svipuð að styrk- leika og íslenzku liðin undir venjulegum kringumstæðum. Sigur norsku liðanna orsakað- ist ekki af góðri knattspyrnu þeirra, heldur fyrst og fremst og eingöngu af því að íslenzku liðin voru langt frá Snu bezta, og raunar óþekkjanleg, eins og t.d. Eramliðið í leik sínum við Starl á Laugardalsvellinum. Skýringarnar sem leita þarf eru þvf fyrst og fremst þa*r, hvernig á því stendur að fs- lenzk lið hafa dottið algjörlega niður í meðalmennsku, eða vel það, þegar að Evrópukeppninni kemur. Hvernig á þvf stendur að ár eftir ár endurtekur sama sagan sig að okkar lið eru öra- langt frá sínu bezta þegar þau koma f þessa keppni, og verða með frammistöðu sinni til þess að íslenzk knattspyrna setur ofan. Ástæðurnar eru eflaust fleiri en ein og tvær. En mikið má vera ef frumorsökin er ekki sú sem þjálfari Akranesliðsins, George Kirby benti á í viðtali við undirritaðan sem birtist ný- lega í Morgunblaðinu; sú, að það Ifður alltof langur tfmi frá því að Islandsmótinu lýkur unz að þessari keppni kemur. Akur- nesingar voru til að m.vnda verkefnalausir f na>r mánaðar- tíma frá þvf að tslandsmótinu lauk unz þeir léku við Brann i Evröpukeppninni. og slfkt verkefnaleysi er ótrúlega fjótt að setja svip sinn á leik liða. Bæði er, að leikmenn stunda æfingar tæpast af eins miklum krafti við slfkar kringumstæð- ur og eins hafa þeir misst keppnistaktinn, ef svo má að orði komast. Valur stóð sig bezt íslenzku liðanna f Evrópukeppninni f ár, töpuðu naumlega fyrir norður-írska liðinu Glentoran. Myndin er úr leik liðanna á Laugardalsvellinum. Ingi Björn sækir að írska markverðinum. Ein af ástæðum þess að ts- landsmótinu er lokið af á eins skömmum tfma og verið hefur undanfarin ár er sögð sú að gefa þurfi liðunum rúm fyrir a>fingar vegna Evrópukeppn- innar, en í ijósi þess sem áður er sagt væri ekki úr vegi að endurskoða mótakerfið með það fyrir augum að keppni Is- landsmótsins standi alveg fram undir Evrópuleikina, eða jafn- vel fram vfir þá. Keppnistíma- bilið hér hefur verið mjög stutt að undanförnu, óþarflega stutt, og hefur álagið á leikmenn meðan á þvf stendur verið geysilega mikið. Þarf engan að undra þótt upp komi leiði hjá leikmönnum, og sú tilhneiging að slaka aðeins á við æfingarn- ar þegar mótunum er lokið, jafnvel þótt framundan séu Evrópuleikir. ______ _ Með því að iengja keppnis- timabil Islandsmótsins um svo sem hálfan mánuð ætti einnig að gefast betra tóm til undir- búnings landsliðsins fyrir þá leiki sem það leikur. en f sumar gafst því nánast enginn tfmi til æfinga, auk þess sem meiri hvíld gæfist milli leikja hjá liðunum og leikmennirnir ættu þvf ekki að verða eins útpfskað- ir. Vitanlega er margra hiuta vegna erfitt að keppnistimabil- ið hérlendis standi langt fram í stepember. Þá væri aðeins unnt að leika um helgar og að auki má búast við að vellir séu farn- ir að spillast mjog mikið þegar svo er orðið áliðið. En skipulag 1. deildar keppninnar hérlend- is hefur verið þannig undanfar- in ár að flestir leikir fara fram um helgar, hvort sem er, og vfst er einnig að fslenzkir knatt- spyrnumenn eru orðnir ýmsu vanir hvað knattspvrnuvöllun- um og aðstæðum viðkemur, — þær ættu tæpast að vera verri en gerist f fyrstu leikjum mót- anna á vorin. Að öllu samanlögðu mælir ntjög margt með þvf að keppnistímahilið hér standi lengra fram í septembermánuð en verið hefur, og það ætti í það minnsta að tryggja að lið okkar sem taka þátt í Evrópukeppni stæðu nokkurn veginn jafnfæt- is mótherjanum í keppnisþjálf- un. Steinar J. Lúöviksson. Keegan á erfltt uppdráttar ENSKI knattspyrnumaðurinn Kevin Keegan, sem þýzka liðið Hamburger SC keypti í sumar, á mjög erfitt uppdráttar hjá hinu nýja liði sínu, og er ekki talið ólíklegt að hann verði settur út úr því á næstunni. 1 þeim átta 1. deildar leikjum sem Keegan hef- ur leikið með Hamburger SV hef- ur hann aðeins skorað eitt mark, og blöðin hafa hvað eftir annað tilnefnt hann sem lélegasta leik- mann vallarins. Vilja áhangend- ur Hamburger SV óðir og upp- vægir að Keegan verði settur út, en þjálfari liðsins, Rudi Guten- dorf, hefur haldið hlífiskildi yfir honum, og segir að Keegan geti tekið sig á. Keegan hefur sagt að hann sé mjög einmana i Þýzkalandi. Hann býr þar á hóteli með fjölskyldu sinni, og hefur lítið sem ekkert samband við aðra. Leikmenn Hamburger SV hafa ekki tekið honum sem félaga, og segir Keegan, að andrúmsloftið i þýzku knattspyrnunni sé allt annað en i hinni ensku. — Það hefur líka verið mér mikill fjötur um fót, að ég kann ekki þýzku, og Þjóðverj- arnir vilja ekki tala ansku, jafn- vel þótt þeir kunni hana, sagði Keegan. Það er ekki nýtt að jafnvel beztu knattspyrnumenn lendi ut- angarðs er þeir skipta um félag. Má nefna hinn þekkta Júgóslava Branko Oblak sem dæmi, en hann var oftast á varamannabekknum er hann var hjá þýzka liðinu Schalke 04. Það félag seldi hann síðan til Bayern Múnchen, og þar hefur Oblak blómstrað. Einnig má nefna sænska landsliðsmann- inn Thomas Sjöberg, sem fór til þýzka liðsins Karlsruhe. Hann lék aðeins einn leik með liðinu, og var siðan settur út úr þvi, og hrökklaðist að lokum til Svíþjóðar aftur. Erlendur kastaði 59,51 metra Á KASTMÓTI ÍR á Mela- vellinum á þriðjudaginn, náði Erlendur Valdimars- son KR bezta kringlukasts- árangri ársins er hann kastaði 59.51 metra. Virð- ist aðeins tímaspursmál hvenær Erlendur kastar kringlunni yfir 60 metra í haust því á Kastmóti IR sl. laugardag kastaði hann yf- ir 59.31 metra. Óskar Jakobsson ÍR varð ann- ar i kringlukastinu á þriðjudag- inn með 54.15 metra. Guðni Hall- dórsson KR kastaði þá 46.80 metra, en hann kastaði lengra sl. laugardag, um 49.50 metra. Hulda Halldórsdóttir IR náði at- hyglisverðum árangri í kringlu- kasti kvenna er hún kastaði 34.41 metra á þriðjudaginn. Er það hennar langbezti árangur og með þvi allra bezta i þessari grein, en Hulda hóf frjálsíþróttakeppni og æfingar á miðju þessu ári, og því er ekki ólíklegt að hún eigi eftir að bæta þennan árangur töluvert. Keppt var einnig í kúluvarpi karla á þriðjudagsmóti ÍR-inga, lengst kastaði Ásgeir Þ. Eiríksson IR 13.13 metra, en piltakringlu kastaði Ólafur Arnarson IR 14.53 metra. Hefur hann kastað lengra; haust. ÍS LAN DSMEISTARAR 1 HALFLEIK Evrópubikarleiks Fram og Start á Laugardalsvellin- um s.l. þriðjudag, voru afhent verðlaun fyrir Islandsmót kvenna í knattspyrnu. Var það lið Breiða- bliks sem hreppti meistaratitil- inn að þessu sinni, en Breiða- bliksliðið hefur unnið tslands- mótið innanhúss tvö undanfarin ár. 1 sumar hlaut Breiðabliksiiðið samtals 16 stig í deildinni, en Eramstúlkurnar sem urðu í öðru sæti hlutu 15 stig. Meðfylgjandi mynd tók Frið- þjófur Helgason af Islandsmeist- uruní Breiðabliks. Fremri röð frá vinstri: Ingibjörg Halldórsdóttir, Dóra Hjálmarsdóttir, Ásta M. Reynisdóttir, Jónína Kristjáns- dóttir, Rósa Á. Valdimarsdóttir, fyrirliði, Guðrún Gunnarsdóttir, Erla Rafnsdóttir, Edda Herberts- dóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Heiðrún Þorbjarnardóttir og Bryndís Einarsdóttir. Áftari röð frá vinstri: Sigurður Bragi Stef- ánsson, formaður knattspyrnu- deildar UBK, Haraldur Erlends- son, þjálfari, Kristín S. Valdi- marsdóttir, Svava Tryggvadóttir, Asa Alfreðsdóttir, Sigríður Jó- hannsdóttir, Dagný Halldórsdótt- ir, Arndís Sigurgeirsdóttir, Dóra Vilhelmsdóttir, Anna Margrét Ingólfsdóttir, Astfríður Stefáns- dóttir og Svanfríður M. Guðjóns- dóttir, liðsstjóri. BREIÐABLIKS 1977

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.