Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 15 I nýja textanum breytast einnig greinarnar sem fjalla um mengun og visindarannsóknir og ekki er búist við að þær valdi verulegum erfiðleikum. Á hinn bóginn ríkir enn mikill ágreiningur um vandamál varð- andi alþjóða hafsbotnssvæðið en iðnþróuðu rikin telja að ekki hafi verið nægilega komið til móts við hagsmuni þeirra. Unnið verður af fullum krafti að lausn þessara vandamála á milliþingafundum. Vegna þessa mikla ágreinings er ekki fyrirsjáanlegt að næsti fund- ur verði sá siðasti fyrir undir- skrift sáttmálans en um þetta atr- iði eru skiptar skoðanir. Ríkisstjórn íslands álítur að al- ger efnahagslögsaga njóti trausts stuðnings samkvæmt þjóðarrétti. Vitaskuld væri þó fengur i því ef það yrði tekið upp í formlegan hafréttarsáttmála. Öllu afli þarf að beita til að ganga endanlega frá þeim efnisatriðum i heildar- samkomulaginu sem eftir eru, einkum og sér. i lagi á sviði al- þjóða hafsbotnssvæðisins. En ekki er hægt að búast við því að þjóðir noti til þess ótakmarkaðan tima og fjármuni. Þar sem hafréttarráðstefnan hefur hingað til einkennst af ákveðnum vilja þátttakenda til að finna hagkvæma lausn allra þeirra málaflokka, sem hún hefur fjallað um, tel ég fyllstu ástæðu til að vona að einnig megi takast að skipa þeim atriðum, sem eftir standa á þann veg að sem flestir megi vel við una, enda er það svo með alla lagasetningu að hún er þeim mun betri, sem hún fellur betur að réttarvitund þeirra, sem eiga að búa við hana. Þess vegna er það von okkar að hægt verði að undirrita hafréttarsáttmála á næsta ári. Mælikvarðinn á stærð og áhrif einstaklinga og þjóða Ég hef minnst á nauðsyn þess að virða frelsi og mannréttindi hvers einstaklings. Ég hef látið i ljós þá von að tími hnefaréttarins heyri brátt til fortfðinni og þá sannfæringu að framtíð mann- kynsins ætti að byggjast á áfram- haldandi alþjóða samvinnu, þar sem allir eru jafnir og þar sem jafnvel hið minnsta framlag getur skipt sköpum. I framhaldi af þessu mætti ef til vill íhuga, hvaða mælikvarða nota skuli á stærð og áhrif einstaklinga og þjóða. Halldór Laxness, ís- lenskur Nóbels verðlaunahafi sagði þetta á eftirfarandi hátt i einni bóka sinna: „Oft finnst mér almættið vera eins og snjótittlingur, sem öll veð- ur hafa snúist í gegn. Svona fugl er á þyngd við frímerki. Samt fýkur hann ekki þó hann standi úti á berangri i fárviðri. Hafið þér nokkurn tíma séð hauskúpu af snjótittlingi? Hann beitir þessu veikbyggða höfði mót veðrinu, með gogginn við jörð, leggur vængina fast upp að síðunum, en stélið vísar upp, og veðrið nær ekki taki á honum heldur klofnar. Jafnvel i verstu hrinunum bifast fuglinn ekki. Hann er staddur i logni. Það hreyfist ekki einu sinni á honum fjöður. Þá er spurt: Hvernig vitið þér að fuglinn sé almættið en ekki vindurinn? Og svarið: Af því frostbylur er sterk- asta afl á Islandi en snjótittlingar vesælastur af öllum hugdettum Guðs. Þess vegna er það skoðun mín að í mörgum tilfellum sé það óráðlegt að útiloka jafnvel þá, sem virðast í fyrstu frekar veiga- litlir, þar sem i þeim getur leynst innra afl, sem hinn Sterkasti kraftur fær ekki yfirunnið". Það er ósk min til Sameinuðu þjóðanna nú eins og ætið áður, að þær haldi áfram að vera brjóst- vörn mannréttinda og sjálfstæðis allra jarðarbúa, hvort sem þeir tilheyra stórveldum eða smáþjóð- um, voldugum i hinni venjulegu merkingu þess orðs eða þeim sem minna mega sin, vegna þess að hvössustu snjóbyijir klofna oft jafnvel á hinni vesælustu af öll- um hugdettum Guðs. Ný sjúkrabifreið á Suðurnesjum Grímsstaðir á Fjöllum; Beðið með heykaup- in eftir nýrri hlöðu Grfmsstöðum. Fjöllum. í DAG erum við að flytja fé í seinni slátrun til Kópa- skers og varð að fá hefil okkur til aðstoðar, því dá- lítill snjór var kominn á Hólssand. Dilkar eru vel i meðallagi og eru menn nokkuð ánægðir með það, sem búið er að slátra. I sumar hefur verið unnið i jarðrækt hér og eru það þrír ung- ir bændur, sem hafa látið brjóta um 40 hektara iands. Hér hefur verið alveg einmuna hausttíð með allt aó 17 stiga hita og sumarið varð afbragðs heyskaparsumar, þannig að menn voru almennt búnir að heyja um og upp úr 20. ágúst. Tún eru hér almennt of litil og þar sem siðasti vetur var mjög harður, gekk mjög á fyrn- ingar þá, þannig að menn þurfa að afla meiri heyja nú en í fyrra. Er nú beðið með heykaup eftir nýrri hlöðu, sem er að risa á Grímsstöðum, en það er 300 rúm- metra hlaða við ný og mikil fjár- hús, sem byggð voru í fyrra. — Fréttaritari Fyrir nokkru var Sjúkrahúsi Suðurnesja afhent ný og fullkomin sjúkrabifreið, sem Rauða kross deildirnar á Suðurnesjum gáfu. Bíll- inn, sem kostaði 5,7 milljónir króna, er keyptur fyrir söfnunarfé og var Björn Stefánsson forgöngumaður söfnunarinnar. Er bíllinn, sem er af Chevrolet gerð, mjög fullkominn, meðal annars búinn framhjóladrifi. Var hann keyptur óinnréttaður til landsins, en síðan innréttaður hér, og búinn tækjum. Meðfvlgjandi mynd tók Heimir Stfgsson af bílnum í Keflavík. Fyrirhugud stofnun Samtaka til styrktar þroskaheftum Séra Sigurdur Pálsson hætt- ir í Reykhólaprestakalli Miðhúsum. 3. október. DR. SIGURÐUR Pálsson víglsubiskup og kona hans Stefanía Gissurardóttir láta nú af störfum eftir fimm ára þjónustu hér í Reykhólaprestakalli. Söfnuðum prestakallsins er eft- irsjá að þeim hjónum, bæði vegna ræðusnilli séra Sigurðar og for- söngvarahlutverks frúarinnar, en enginn fastráðinn organisti er hér í sýslunni. Heillaóskir og þakkir fylgja þeim hjónum úr þessari byggð. Sveinn STOFNFUNDUR Samtaka til styrktar þroskaheftum á Suður- nesjum verður 10. október n.k. Talið er að um 100 manns á Suðurnesjum séu að einhverju leyti þroskaheftir og þurfi á aðstoð að halda. Tilgangur samtakanna verður, sem hér segir: 1) Að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroska- heftra og tryggja þeim fulla jafn- réttisaðstöðu á við þjóðfélags- þegna. 2) Að þroskaheftum veitist ákjósanleg skilyrði til að ná þeim þroska sem hæfileikar þeirra leyfa og að starfsorka þeirra verði hagnýtt. 3) Að annast kynningu á mál- um þroskaheftra með útgáfustarf- semi eða á annan hátt. • • Henrik Sv. Björnsson á Or- yggismálaráðstefnu Evrópu 70-80 nemendur eru í barna- og unglinga- skóla Mývatnssveitar Björk, Mývatnssveit. 3. okt. BARNA- og unglingaskólinn f Mývatnssveit var settur I Skútu- staðakrikju 1. október. Skóia- stjórinn, Þráinn Þórisson, flutti ræðu. Hann bauð m.a. nemendur og kennara velkomna til starfa á komandi námsári og færði þeim þakkir, sem horfið hafa frá skólanum. Eins og undanfarin ár fer kennsla fram i tvennu lagi, á Skútustöðum og i Reykjahlið. Alls verða 8 kennarar við skólann i vetur auk skólastjórans og nemendur verða milli 70 og 80. Kennsla í tónlistarskólanum i Mývatnssveit hefst 3. október. Skólastjóri er Sigriður Einars- dóttir og auk hennar kenna þrír kennarar við skólann. Nemendur Mikið tjón í hlöðubruna í Króksfirði Miðhúsum, 3. októbor. í GÆR kom upp eldur í hlöðu í Bæ í Króksfirði. Um 80 hestar af töðu brunnu og á annað hundr- að hestar skemmdust. Það má þakka haugsugu, sem var þar til staðar, að ekki fór verr, því hún var notuð til að dæla vatni á eldinn. í vor keypti borgfirzkur maður, Jón Guðmundsson, Hábæ og Bæ og sameinaði jarðirnar. Tjón Jóns er mikið, þar sem heyið var óvá- tryggt og þetta er hans fyrsta búskaparár vestur hér. næsta námsár verða 38. Undan- farin ár hefur tónlistarskólinn í Mývatnssveit verið í tengslum við tónlistarskólann á Húsavík. Nú verður sú breyting gerð, að skól- inn starfar eftirleiðis án þeirra tengsla. — Kristján. Öryggismálaráðstefna Evrópu hefst í Belgrad í Júgóslavíu í dag, en ráð- stefnan í Belgrad er haldin í beinu framhaldi af Hel- sinki-ráðstefnunni um ör- yggi og samvinnu í Evrópu. Er þetta fyrsti fundur fleiri fyrirhugaðra funda sem haldnir verða í því skyni að halda áfram þeirri marghliða þróun sem ör- yggisráðstefnan hefur komið af stað, að því er segir í frétt frá utanríkis- ráðuneytinu. I fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu barst i gær, segir að af hálfu íslands muni Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri, sækja fundinn i upphafi sem full- trúi utanríkisráðherra og flytja þar ávarp. Auk hans mun Ölafur Egilsson, deildarstjóri i utanríkis- ráðuneytinu, sitja fundinn fyrstu vikurnar. Heybruni í Klofnings- staðahreppi SÍÐARI hluta laugardags kom upp eld- ur I hlöðu á bænum Sveinastöðum í Klofningsstaðahreppi Guðbjartur Björgvinsson bóndi sagði I samtali við Morgunblaðið i gær að verulegt tjón hefði orðið í brunanum, en tekizt hefði að slökkva eldinn nokkuð fljótlega Þá sagði hann, að ekki væri nákvæmlega Ijóst hve mikið af heyi hefði brunnið, né hve miklar skemmdir væru á hús- STELRAD Stál panelofnar, allar stærðir og gerðir með einföldum og tvöföldum konvektorum, einnig efni í panelofna. Kaupi allar tegundir brotamálma, svo sem: ALÚMÍN KOPAROG NIKKELKROM BLY KOPARSPÆNI PLETT BRONS krom RAFGEYMA EIR KRÓMSTAí, SILFUR GULL KVIKASILFUR STANLEYSTAL HVÍTACiUl.L MANGAN TIN HVÍTMALMUR Messing ZINK OG SPÆNI MONEL ÖXULSTAL NIKKEL VATNSKASSA LANGHÆSTA VERÐ - STAÐGREIÐSLA Matthlas Jónsson Ármúla 28 S-37033 „RAFGEYMAR" Allar stærSir og görðir, margar tegundir í bila, báta, vinnuvélar og rafmagnslyftara. Sveinn ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.