Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Byggðastefna og Reykjavík Morgunblaðinu hefur þótt ástæða til að fjalla um erfiðleika at- vinnurekstrar í Reykjavík undanfarið og m.a. vitnað i orð borgarstjóra i máltlutningi sínum. Sumir hafa viljað rangtúlka orð Morgunblaðsins og reynt að mata fólk á þeirri firru, að blaðið hafi reynt að draga úr byggðastefnunni með þessum skrifum sinum og koma í veg fyrir þá uppbyggingu blómlegs atvinnulifs, sem nú blasir við um allt land. Varla tekur þvi að vísu að mótmæla svo staðlausum stöfum, en það skal þó enn gert, ef einhverjir eru eftir, sem trúa þvi i raun og veru, að Morgunblaðið hafi reynt að vega að þeirri stefnu, sem kennd hefur verið við jafnvægi i byggð landsins. Blaðið veit ekki betur en það hafi haft forystu um þessa landsbyggðarstefnu og aldrei vegið að henni, þó að það hafi reynt að sýna fram á, að Reykjavik hafi ekki, undanfarið, setið við sama borð og önnur sveitarfélög í landinu, hvað snertir lán úr opinberum sjóðum. Jafnvægisstefnan á auðvitað ekki að hafa i för með sér, að vegið sé að Reykjavik eða atvinnuöryggi og uppbyggingu i höfuðborginni. Hún á að styðja við bakið á þeim landsbyggðarmönnum, sem sýna f verki að þeir geta eflt atvinnulifið um land allt, auk þess sem jafnvægisstefna er að sjálfsögðu i þvi fólgin, að uppbygging atvinnulifs i Reykjavik — og öðrum landsbyggðum — sé eins og bezt verði á kosið. Eitt er að ráðast að landsbyggðarstefnu, en annað tð rétta reykviskum atvinnufyrirtækjum höndina, en það hefur Morgur .aðiðgert — annað ekki. Morgunblaðið mun halda áfram að benda á það, sem aflaga fer i atvinnulífi höfuðborgarsvæðisins, enda telur blaðið að atvinnuuppbygging þar geti verið framkvæmd á sama tima og áherzla er lögð á alhliða uppbyggingu og atvinnuöryggi i öðrum byggðalögum, eins og átt hefur sér stað á undanförn um árum. Þeir sem halda því fram, að jákvæð afstaða til atvinnuuppbygging- ar i Reykjavik hljóti að hafa i för með sér hrun byggðastefnunnar, gera sér enga grein fyrir þörfum islenzku þjóðarinnar, og þegar þessir sömu aðilar reyna svo að vega að þeim, sem sizt skyldi, Morgunblaðinu i þessu tilfelli, vegna þess að það styður við bakið á reykvisku atvinnulifi og fullyrða i þvi sambandi að það sé i raun og veru hið sama og að vega að byggðastefnunni, þá hafa þeir hinir sömu misskilið, hvað jafnvægi i byggð landsins merkir i raun og veru, og ættu að gera sér grein fyrir þeirri villu, sem þeir vaða í. Það er einkennileg afstaða að snúa út úr orðum manna eða mistúlka þau i því skyni að ná sér niðri á ímynduðum andstæðing. sem í raun og veru hefur aldrei gagnrýnt þá stefnu, sem þeir þykjast berjast fyrir. Fólk ætti að gjalda varhuga við þeim, sem reyna að iðka þá iðju. Ábendingar um það, sem aflaga fer i Reykjavík, eru ekki árásir á fólk úti á landi eða lifshagsmuni þess. Morgunblaðinu dytti aldrei í hug að gagnrýna byggðastefnuna vegna erfiðleika í Reykjavik, þó það hafi á hinn bóginn sýnt fram á, að höfuðborgin hafi ekki setið við sama borð og aðrar byggðir varðandi opinbera lánsfjárút- vegun. Varla getur það verið ámælisvert. Nú mun þetta enn itrekað að gefnu tilefni, og i trausti þess, að menn misskilji ekki orð Morgunblaðsins, heldur taki ábendingum þess, eins og þær eru fram bornar, en ekki eins og einhver heldur eða vill að þær séu, þ.e . árás á byggðastefnuna. Tilefnið er ræða Birgis ísleifs Gunnarssonar borgarstjóra, sem hann flutti á degi iðnaðarins, þar sem hann benti á. að framleiðslugreinarnar, landbúnað- ur, iðnaður og sjávarútvegur, hafi orðið verst úti hin seinni ár i sambandi við atvinnuuppbyggingu í Reykjavlk. Borgarstjóri gaf m.a. eftirfarandi upplýs- ingar: á árunum 1972—'76, að báðum meðtöldum, lánaði Fiskveiðisjóður 15,3 milljarða króna. þar af hefur farið til Reykjavikur 1,3 milljarður eða innan við 10% af heildarútgjöldum sjóðsins; höfuðstóll veðlána i árslok 1976 frá Byggðasjóði nam á sama tíma 5,1 milljarð króna. Þar af hafði verið lánað til Reykjavikur 207 milljónir, eða rétt liðlega 4% af útlánum; að þessu leyti stendur Iðnlánasjóður sig bezt, þvi þar virðast Reykvíkingar hafa notið fyrirgreiðslu S hlutfalli við Ibúatölu á þessu svæði. Af 1.9 milljörðum króna, sem lánaðar voru úr Iðnlánasjóði á árunum 1973—'76 fór rúmlega 1 milljarður til ReykjavSkur, eða rösklega heimingur lánanna. Ef saman eru lögð lán úr þessum þremur sjóðum á fyrrnefndu timabili 1973—76 hafa þeir lánað 19.7 milljarða, en þar af hafa 2,3 milljarðar runnið til atvinnulSfs í Reykjavík, eða 11,9% af heildarlánum sjóðanna. Af þvi tilefni sagði borgarstjóri, að tölur þessar sýndu, „svo að ekki verður um villzt, að þvi fer fjarri, að Reykjavík hafi setið við sama borð og aðrir landshlutar um lánveitingar frá þessum þremur mikilvægu sjóðum, sem lána til atvinnullfsins." Borgarstjóri sagði ennfremur, að menn geta haft mismun- andi skoðanir á þvi, hversu hinar einstöku orsakir vega þungt „en fram hjá ‘ þeirri staðreynd verður ekki komizt, að sú byggðastefna, sem rekin hefur verið undanfarin ár, á verulegan þátt i þeirri þróun, sem hér hefur orðið". Hann benti jafnframt á, að undanfarin ár hafi það verið svo, að atvinnurek endur sem vilja stofna fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins, og jafnvel utan Reykjanessvæðisins, „hafa átt völ á betri fyrirgreiðslu, bæði úr einstökum lánasjóðum og bankakerfinu. Það er fyrst og fremst þessi mismunur, sem Reykvíkingar og reyndar íbúar á höfuðborgarsvæðinu öllu geta ekki þolað til lengdar. í þeirri skoðun minni felst á engan hátt andstaða við þá viðleitni að þróa blómlegt atvinnulif i hinum dreifðu byggðum landsins. Ég geri mér þess fullkomlega grein, að það er engum til hagsbóta, hvorki þeim sem á landsbyggðinni búa né Reykvíkingum eða íbúum höfuðborgarsvæðisins, að sá fólkstraumur, sem var hingað á suð-vesturhorn landsins á árunum eftir strið og reyndar til skamms tíma, haldi áfram. Það er því mikill misskilngingur þegar því er haldið fram í blaðagreinum eða fundarályktunum utan af landi, að Reykvikingar vilji á einhvern hátt niða skóinn niður að landsbyggðinni. Skoðanir okkar Reykvíkinga fela ekki í sér neina striðsyfirlýsingu á hendur öðrum hlutum landsins. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að það sé nauðsynlegt, að blómleg atvinna þróist um allt land og félagslif og heilbrigðisþjónusta megi aukast út um landið, m.a. til að koma í veg fyrir, að það fólk, sem slika þjónustu þarf að fá, komi allt hingað til Reykjavíkur og nágrennis. Aðalatriðið er. að allir landsmenn sitji við sama borð, þegar um er að ræða ákvörðun um fjármagnsfyrirgreiðslu til atvinnu- rekstrar. Það á ekki að þurfa að vera ákvörðunarástæða fyrir þann mann, sem hyggst stofna fyrirtæki, að hann geti fengið betri fjármagnsfyrirgreíðslu á einum staðen öðrum. . Morgunblaðið vill taka undir þessi orð Birgis ísleifs Gunnarssonar borgar- stjóra, um leið og það ítrekar, að engum er í hag að atvinnulíf drabbist niður i Reykjavik eða á höfuðborgarsvæðinu, því að án blómlegs atvinnulifs á suð-vesturhorni landsins yrði hrun og atvinnuleysi, sem koma mundi harka lega niður á öðrum landshlutum fyrr en síðar. Atvinnuuppbyggingin úti á landi á að haldast i hendur við atvinnuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ein og sama stefnan, sú stefna sem Morgunblaðið hefur fylgt fastast eftir af öllum fjölmiðlum og á sér langa sögu á siðbm blaðsins Morgunblaðið mun halda áfram að styðja fast við bakið á landsbyggðinni, en það mun ekki siður benda á. ef rikisvaldið rekur illa tryppin fyrir Reykvikinga og fólkið á Reykjanessvæðinu. Hér þarf ekkert að stangast á: uppbygging Reykjavikur svæðisins og blómlegt atvinnulff úti á landi er ein og sama stefnan — sú eina byggðastefna sem sanngjarnir menn og raunsæir eiga og geta fylgt. AGREININGUR Uh ÁTAKANNASEM L MÁLFLUTNINGUR í Guðmundar og Geirfinnsmál- um hófst í sakadómi Reykjavíkur stundvíslega klukkan 9.30 í gærmorgun. Bragi Steinarsson vara- ríkissaksóknari flytur málið af hálfu ákæruvaldsins. Hann hóf sóknarræðu sína á slaginu hálftíu og hélt óslitið áfram til klukkan 12 er hlé var gert til klukkan 13.30. Þá hóf Bragi sóknarræðu sína að nýju og talaði til klukkan 16.30. Hann talaði því samtals í fimm og hálfa klukkustund og á þeim tíma lauk hann við sókn í máli því er varðar drápið á Guðmundi Einarssyni. Eftir er að flytja sókn í nokkrum hliðarmálum Guðmundarmálsins og í Geirfinnsmálinu og er vart við því að búast að Bragi Ijúki sóknarræðu sinni fyrr en á miðvikudaginn enda er hér um að ræða umfangsmestu sakamál á íslandi hin seinni ár. Sakborningar í Guðmundarmálinu voru viðstaddir lokaflutning málsins í gær, þeir Sævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Tryggvi Rúnar Leifsson Gættu þeirra sex lög- reglumenn í réttarsal sakadóms Reykjavíkur Sakborningarnir hlustuðu rólegir á sóknarræðu Braga Steinars- sonar og sýndu sjaldan svipbrigði Þeir voru vel klæddir og snyrtilegir, Sævar í bláum flauelsjakka og Ijósum buxum, Tryggvi Rúnar i grænum jakkafötum og Kristján Viðar í Ijósri peysu og bláum gallabuxum Er þeir yfirgáfu réttarsalinn fór hver þeirra i fylgd tveggja lögreglumanna og var þeim fylgt upp i Siðumúlafangelsi Dómarar eru sakadómararnir Gunnlaugur Briem, sem er dómsforseti, Ármann jKristinsson og Haraldur Henrýsson Sex lögfræðingar voru viðstaddir mál- flutninginn i gær, Benedikt Blöndal |hrl . verjandi Guðjóns Skarphéðinsson- ar, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl . verjandi Erlu Bolladóttur, Páll A Páls- son hdl , verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, Jón Oddsson hrl , verj- andi Sævars Ciesielskis, Hilmar Ingi- mundarson hrl , verjandi Tryggva Rún- ars Leifssonar, og Örn Clausen hrl , verjandi Erlu Bolladóttur Auk þess voru viðstaddir málflutninginn nokkrir blaðamenn og laganemar Krafizt þyngstu refsingar í upphafi sóknarræðu sinnar las Bragi Steinarsson upp úr ákærum í báðum málum, en ákæra í Guðmund- armálinu og hliðarmálum þess var út- gefin 8 desember s I og ákæra í Geirfinnsmálinu var útgefin 16 marz s I Sagði Bragi, að af ákæruvaldsins hálfu væri krafizt þyngstu refsingar að lögum Auk þess eru Erla Bolladóttir, Sævar Ciecielski, Kristján Viðar Viðars- son og Tryggvi Rúnar Leifsson krafðir greiðslu skaðabóta hvað varðar Guð- mundarmálið, Sævar og Ásgeir Ebenezer Þórðarsyni er ennfremur gert að sæta upptöku á 216 kg af hassi, sem lagt var hald á 12 desember 1975 og krafa er gerð um það, að öll hm ákærðu verði dæmd til þess að greiða sakarkostnað Alvarlegasti þátt- ur ákærunnar í Guðmundarmálinu er ákæran á hendur Sævari Ciesielski, Kristjám Viðari og Tryggva Rúnari Leifssyni fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana og á hendur Albert Klahn Skaptasyni fyrir hlutdeild í þvi að flytja lik Guðmundar á óþekktan stað og fela það þar, en það kom fram í ræðu saksóknarans, að hann lítur á manndrápið sjálft og flutning likams- leifa Guðmundar sem einn og óslitinn atburð Ákært er samkvæmt 211 grein almennra hegningarlaga hvað varðar þennan lið en lágmarkshegning samkvæmt þessarri grein, sem tekur til manndráps, er 5 ára fangelsi en hámarksrefsing er fangelsi til æviloka Ákæra í mörgum liðum Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp nöfn þeirra ungmenna, sem ákæru hafa hlotið í Guðmundarmálinu Fólkið sem hér um ræðir, er sam- kvæmt fréttatilkynningu frá ríkissak- sóknara á sínum tíma Kristján Viðar Viðarsson, Grettisgötu 83, Reykjavík, nú gæzlufangi í Reykjavík, fæddur 21 april 1955 í Reykjavík Sævar Marinó Ciesielski, Þverbrekku 4, Kópavogi, nú gæzlufangi í Reykjavík, fæddur 6 júli 1 955 að Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, Árnessýslu; Tryggvi Rúnar Leifsson, Selásbletti 14, Reykjavik, nú gæzlu- fangi í Reykjavík, fæddur 2 október 1951 i Reykjavik; Albert Klahn Skafta- son, Laugavegi 46 A, Reykjavík, fædd- ur 16. febrúar 1955 i Reykjavík, Erla Bolladóttir, Þverbrekku 4, Kópavogi, fædd 1 9 júlí 1 955 i Reykjavík; Ásgeir Ebenezer Þórðarson, Sigtúni 35, Reykjavik, fæddur 15 ágúst 1950 í Reykjavik, og Guðjón Skarphéðinsson, Rauðarárstíg 32, Reykjavík, nú gæzlu- fangi i Reykjavik, fæddur 19 júli 1 943 i Vantsdal A-Húnavatnssýslu í fréttatilkynningu ríkissaksóknara segir svo: Eru sakarefni ákæruskjals rakin í átta meginþáttum Fjallar fyrsti þátturinn um manndráp, þar sem ákærðu Kristjáni Viðari, Sævari Marínó og Tryggva Rúnari er gefið að sök að hafa aðfararnótt sunnudagsins 27. janúar 1974 í félagi ráðist á Guðmund Einarsson, Hraunprýði, Blesugróf, fæddan 6. október 1955. i kjallara- íbúð að Hamarsbraut 11, Hafnarfirði, þáverandi heimili ákærða Sævars Marinós. og misþyrmt honum svo, þar á meðal með hnífstungum, er ákærði Kristján Viðar veitti honum, að hann hlaut bana af. og komið liki siðan fyrir á ókunnum stað Ákærða Albert Klahn er gefið að sök að hafa átt hlutdeild i fyrrgreindum verknaði með þvi að veita meðákærðu Sævari Marinó, Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari liðsinni við að fjar- lægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins, bæði þegar fyrrgreinda nótt og síðar síðla sumars s á . er líkamsleifar Guðmundar voru fluttar á enn annan stað Fóru flutning- ar þessir fram i bifreiðum er ákærði Albert Klahn hafði til umráða og ók Ákæruefni annarra þátta ákæruskjals taka til brennu, nauðgunar og þjófn- aðarbrota Tryggva Rúnars, skjalafals, þjófnaðar og fjársvika Sævars Marinós og Erlu, þjófnaðarbrota Kristjáns Við- ars svo og til brota þeirra Sævars Marinós, Ásgeirs Ebenezers, Alberts Klahn og Guðjóns á löggjöf um ávana- og fikniefni í sóknarræðu sinni í gær lýsti Bragi Steinarsson því yfir, að ekki væri þess lengur af ákæruvaldsins hálfu krafizt að Kristjáni Viðari Viðarssyni yrði refs- að fyrir að veita Guðmundi Einarssyni áverka með hnifi, þar sem við fram- haldsrannsóknir hefði komið í Ijós að hnífur sá er um ræddi hefði ekki verið Kristjáni tiltækur er atburðurinn var framinn Geirfinnsmálið í seinni ákærunni er höfðað mál á hendur þeim Sævari Marinó, Kristjáni Viðari, Guðjóni Skarphéðinssyni og Erlu Bolladóttur vegna Geirfinnsmáls- ins Er þremur fyrstnendu gefið að sök að hafa ráðizt að Geirfinni í Dráttar- braut Keflavíkur aðfararnótt 20 nóv- Frásögn af i málum, sem ember 1974 og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af Sævari, Krist- jáni og Erlu er gefið að sök að hafa flutt lik Geirfinns til Reykjavikur og siðan upp i Rauðhóla. þar sem þau kveiktu i likinu og grófu það siðan Kristjáni Viðari er gefið að sök að hafa stolið veski Geirfinns af líki hans en i því voru 5000 krónur og skilriki ýmiss konar Loks er Sævari, Erlu og Kristjáni Viðar gefið að sök að hafa borið rangar sakargiftir á hendur fjórum tilteknum mönnum og þurftu þeir að sæta lang- varandi gæzluvarðhaldi af þessum sök- um Nánar verður fjallað um Geirfinns- málið þegar um það verður til meðferð- ar í sóknarræðu Braga Steinarssonar Reikull framburður Bragi Steinarsson rakti í sóknarræðu sinni í gær ítarlega Guðmundarmálið, rannsókn þess og frargburð sakborn- inganna. sem hefur verið nokkuð reik- ull í sumum atriðum Við dómsrann- sókn málsins á þessu ári hefur það gerzt, að Tryggvi Rúnar Leifsson hefur algerlega dregið til baka fyrri játningar sinar í málinu og s.l þriðjudag gerði Kristján Viðar slikt hið sama Lét hann m a bóka eftir sér orðrétt: „Ég veit ekkeit um hvarf Guðmundar Einars- sonar." Þá gerðist það í marz s I er tekin var heildarskýrsla um málið af Sævari Ciesielski, að hann dró allar játningar til baka og lét Ijót orð falla um rannsóknarlögreglumenn og dóm- ara, að því er Bragi Steinarsson sagði í réttarsalnum í gær Hafði Sævar gefið mjög greinargóða skýrslu um atburði þá er urðu i Hafnarfirði þetta örlaga- kvöld og var hún í samræmi við fyrri framburð Sævars, sem hann hafði margsinnis vottfest fyrir dómi. Gert var kaffihlé en þegar því lauk hafði Sævar algerlega snúið við blaðinu Dró hann allt til baka og kvaðst ekkert þekkja til þessa máls Þennan framburð hefur hann siðan dregið til baka og staðfest fyrri framburð sinn Bragi Steinarsson sagði í sóknarræðu sinni i gær að sakborningarnir hefðu ítrekað játað á sig öll þau brot i málinu, sem ákæran væri byggð á og fyrri framburður þeirra væri studdur svo mörgum rök- um að telja yrði að lögfullar sannanir lægju fyrir sekt þeirra, þótt þeir nú á síðari stigum málsins neituðu öllum sakargiftum Væri þvi sem áður krafizt þyngstu refsingar af hálfu ákæruvalds- ins. Skulu málavextir nú raktir eins og Bragi Steinarsson greindi frá þeim í sóknarræðu sinni í gærdag Aðeins er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.