Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 36
AHÍI.VSIMÍASÍMINN EK: 22480 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 Al(.l,YSIN(.ASIMIN'N ER: 22480 Ljósm. KAX. Frá málflutningi (iurtmundar- «g Geirfinnsmálanna í sakadómi Roykjavíkur í gær. Lengst til vinstri er saksóknari málsins Bragi Steinarsson og við hlið hans situr Þórður Björnsson ríkissaksóknari. Dómendur eru talið frá vinstri Ármann Kristinsson, Gunnlaugur Briem og Haraldur Henrýsson. Kitari dómsins er f.vrir miðju en hægra megin á myndinni eru verjendur hinna ákærðu. Mikil verðhækkun á öli og gosdrykkjum Öliö hœkkar um 52% VERÐLAGSNEFND heim- ilaði f gær hækkun á öli og gosdrykkjum. Verð á gos- drykkjum hækkar að með- altali um 17% og verð á öli hækkar að meðaltali um 52%. Heimiluó var 17.5% hækkun heildsöluverðs á gosdrykkjum og ennfrem- ur var heimilað að hækka smásöluálagningu úr 22.3% f 25%. Þannig hækkar lítil kók úr 33 kr. í 39 kr. Eins og fyrr segir þá Málflutningur hafinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum: Krafízt þyngstu refeingar Sakbomingamir hafa dregið til baka játningar í Guðmundarmálhm Sjá frásög;n af málflulniiiKÍ í Ouönuinriarmálinu á hls. 18 <>k 27 „Af ákæruvaldsins hálfu er þess krafizt að ákærðu verði dæmd til þyngstu refsingar að lögum," sagði Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari er hann hóf sóknarræðu sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í sakadómi Reykjavíkur í gærmorgun. Þar með er hafinn lokaþáttur þessara umfangsmestu sakamála seinni ára fyrír héraðsdómi. Reiknað er með þvf að Bragi Steinarsson Ijúki sóknarræðu sinni á morgun og hefst þá vörn lögfræðinga hinna ákærðu. Gæti málflutn- ingurinn staðið út alla þessa viku. Stefnt er að þvf að dómur falli í málinu fyrir áramót en dómend- ur eru sakadómararnir Gunnlaug- ur Briem, sem er dómsforseti, Ár- mann Kristinsson og Haraldur Henrýsson. Við málflutninginn i gær voru þrír fiinna ákærðu í málinu við- staddir, þeir Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðars- son og Tryggvi Rúnar Leifsson. Það kom ljósfega fram í sóknar- Framhald á bls. 28 Ökuferðin kostaði 120 þúsund kr. GLÆPIR borga sig ekki, jafnvel ekki þeir sem sumum kunna að þykja heldur smávægilegir. Að þessu komst t.d. maður einn í gær, þegar hann fór út að aka með konu sína og börn. Gallinn var sá að maðurinn var rétt- indalaus en hafði ítrekað verið tekinn viö akstur þrátt fyrir réttindaleys- ið. Þegar síðan einn rannsóknalögreglumað- urinn sá til ferða manns- ins i umferðinni í gær var langlundargeð rétt- vísinnar á þrotum. Bíll- inn var stöðvaður og maðurinn umsvifalaust fluttur í sakadóm, þar sem mál hans var þegar tekið fyrir af dómara. Maðurinn hlaut 120 þús- und krónu sekt fyrir ökuferðina — og er það með allra þyngstu sekt- um við umferðarlaga- brot. TT /»• ' 1 _ 1 Hefia íslenzk skin fiskí 3Ölu í l írlandi? ALLT frá því í byrjun sfðasta þorskastríðs hefur íslenzkum fiski- skipum verið meinað að selja isaðan fisk i höfnum f Englandi og í Skotlandi, og hefur afstaða hafnarverka- manna í Grimsby og Hull ekkert breytzt þrátt fyrir að Bretar sjálfir hafa tekið sér 200sjómílna fiskveiði- lögsögu. Hins vegar bendir nú margt til þess, að íslenzk skip i muni á næstunni selja fisk í írska lýðveldinu og mun hluti af aflan- um verða sendur þaðan beint til Bretlands og eru boðnar 213 kr. fyrir hvert kg af þorski. Með því væru islendingar búnir að öðlast sess á brezka markaðnum á ný. Kristinn H. Kristins- son í Keflavík er umboðsmaður á íslandi fyrir írska fyr- irtækið John Dohran, sem er í New Rossie. í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Kristinn að írska fyrirtækið vildi borga fast verð fyrir hvert Framhald á bls. 28 hækkar öl að meðaltali um 52% í verði. Pilsner- flaskan hækkar úr 52 kr. í 79 kr. eða um 51.9% og hver flaska af Thule hækk- ar úr 67 kr. í 102 kr. Síðast varð verðhækkun á öli í febrúar 1975, þannig að verð á öli hefur ekki hækkað frá verksmiðju í tæp tvö ár. Kísiliðjan: Bygging er hafin á garðinum I GÆRKVÖLDI eöa snemina í morgun áttu jarðvinnslutæki að taka til starfa við að koma upp varnargarði umhverfis Kísiliðj- una í Mývatnssveit. Ekki er vitað hve langan tíma verkið tekur, né hvað það kostar, en því verður Framhald á bls. 28 Alþingi kemur saman eftir helgi Forseti íslands hefur sam- kvæmt tillögu forsætisráðherra kvatt Alþingi til fundar mánudag- inn 10. október 1977, og fer þing- setning fram að lokinni guðsþjón- ustu i Dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30. 85% þátttaka í kosningum BSRB um sáttatillöguna „ÞAÐ LIGGUR ljóst fyrir að 85—90% félaga innan BSRB tóku þátt í kosningunni, en erfitt er að segja með neinni vissu hve marg- ir það voru sem kusu enn sem komið er,“ sagði Haraldur Stein- þórsson, framkvæmdastjóri BSRB, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á miðnætti f nótt. At- kvæðagreiðslu BSRB um sáttatil- löguna lauk kl. 21 í gærkvöldi og var kosningaþátttaka miklu meiri en menn áttu von á fyrirfram. Kosið var á 45 stöðum utan Reykjavíkur og var þatttaka sums staðar yrir 90% eins og í Nes- kaupstað þar sem hún var 95%. 1 Reykjavík kusu 6927 eða 83.8% þeirra sem voru á kjörskrá. Strax í gærkvöldi var byrjað að safna saman kjörgögnum ulan af landi, en að sögn Haralds Stein- þórssonar er ekki vitað hvort taln- ingu atkvæða lýkur i dag eða s morgun, en talið verður f Reykja- vík. Haraldur Steinþórsson sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann i nótt, að þvi miður væri Framhald á bls. 28 Mikil biðröð myndaðist þegar kjördeild BSRB f Reykjavík var opnuð á laugardag og gáfust sumir upp við að hfða og kusu utankjörstaðar í nágrannasveitarfélögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.