Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKT0BER 1977 w fíæóa Einars Agústssonar utanríkisráóherra á 32 AHsherjarþingi SÞ í New York Einar Ágústsson utanríkisráðherra flytur ræðu sína á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna s.l. föstudag. (AP-símamynd) r Hcrra forseli. Mér er sérstök ánægja að taka undir heillaóskir starfsbræðra minna í tilefni af kjöri yðar til forseta 32. allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Mikil þátttaka yðar í störfum stofnunarinnar fyrír hönd lands yðar er vel þekkt og mun án efa stuðla að heilla- vænlegum árangri við afgreiðslu mála. sem nú eru á dagskrá alls- herjarþingsins. Ég leyfi mér einnig að láta i Ijós sérstakt þakklæti mitt til forseta 31. allsherjarþingsins, Ambassa- dor Hamilton Shirley Amera- shinge, fyrir dugnað hans og vit- urlega meðferð hinna erfiðu mál- efna, sem þá lágu fyrir allsherjar- þinginu. Eg vil enn á ný þakka honum í nafni lands mins fyrir framlag hans til lausnar á marg- þættum verkefnum hafréttarráð- stefnunnar. Tvö ný ríki hafa nú fengið aðild að Sameinuðu þjóðunum, Viet Nam og Djibouti. Mér er mikil ánægja að bjóða þau velkomin i þetta samfélag þjóðanna og veit með vissu að þátttaka þeirra og framlag til stofnunar okkar verð- ur mjög mikilvægt. Aðalframkvæmdastjórinn Kurt Waldheim og starfsmenn hans hafa haldið áfram þrotlausu og einörðu starfi sinu til varðveislu friðar og framkvæmd hinna mörgu verkefna, sem þeim eru falin. Ég leyfi mér, hr. forseti, að láta í Ijós þakklæti mitt og virð- ingu fyrir framkvæmdastjóran- um og samstarfsmönnum hans og ég fullvissa hann um heilshugar stuðning okkar í framtiðinni eins og hingað til. Sið- menningin f veði Ekkí verður sagt að árið, sem liðið hefur siðan við siðast hitt- umst í þessum salarkynnum, hafi einkennst af meiri háttar árangri á sviði alþjóðamála. Samt sem áð- ur hefur ekki orðið neinn aftur- kippur, svo að ef til vill má segja að þróunin hafi verið jákvæð. Sem undantekningu frá þessu vcrður að minnast á bardagana. sem nýlega hafa brotist út á svæð- inu i Eþíópíu. Að sjálfsögðu er ætið hryggðarefni þegar deilur, hverjar svo sem orsakir eru, leiða tii blóðugra vopnaðra átaka, þar sem hvorki er skeitt um mannslíf, né mannlegar þjáningar. Vandamál þau, er Sameinuðu þjóðirnar eiga nú við að etja eru mörg geysilega margþætt og í sumum tilfellum mjög viðkvæm og hættuleg. Siðmenningin, eins og við þekkjum hana í dag, er í veði ef ekki finnst á þeim lausn. Með sáttmála Sameinuðu þjóð- anna er okkur gefinn grundvöllur til þess að byggja á tilraunir okk- ar til þess að finna lausnir og stofnunin er það verkfæri, sem við verðum að nota i þeim tilraun- um. Það er auðvelt að skella skuidinni á stofnunina og kasta fram kenningum um misræmi áhrifamáttar stofnana okkar ann- ars vegar og atburðarásar alþjóða- mála og örra tækniframfara hins vegar. Eg hef sagt þetta áður en leyfi mér að endurtaka það að engin samtök eru betri en aðilarn- ir, sem mynda þau. Við höfum samtök Sameinuðu þjóðanna og við verðum að nota þau til þess að ná markmiðum sáttmálans. Án efa er nauðsyn á einhverjum breytingum á stofnun S.Þj. i hag- ræðingarskyni og af fjárhags- ástæðum, en við teljum ekki ástæðu til endurskoðunar sátt- málans eins og á stendur íslenskur málsháttur segir: ..Artnni kennir illur ræðari". Þeg- ar pólitiskar ástæður heima fyrir, sérhagsmunir eða jafnvel illvilji hindra að vandamál koma til úr- lausnar Sameinuðu þjóðanna, heyrum við allt of oft raddir, er kenna um göllum á kerfi þeirra. En ég endurtek, herra forseti, við höfum verkfærið og við verðum að nota það eins og til var ætlast af þeim. er sömdu sáttmálann. þ.e. að varðveita friðinn í heimin- um. Afvopnum og SALT-samningur Þegar ég sagði áðan að sum vandamálanna, sem við er að glíma, séu mjög hættuleg, átti ég fyrst og fremst við hið stöðugt harðnandi vigbúnaðarkapphlaup, hættuna á útbreiðslu kjarna- vopna, dreifingu kjarnakleifra efna og framleiðslu nýrra gjör- eyðingarvopna, hverju nafni sem nefnast, atóm-vopn, eiturefni eða sýklavopn. Innan fárra ' daga rennur út svonefndur SALT- samningur milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna. Þetta er mjög alvarleg þróun en sem betur fer er nokkuð dregið úr hættunni með tilkynningu frá báðum aðil- um að þeir muni hlíta ákvæðum samningsins meðan haldið er áfram að gera tilraunir til þess að komast að nýju samkomulagi um takmörkun langdrægra kjarna- vopna. Að mínu áliti er það lífs- nauðsyn að þessi tvö heimsveidi nái samkomulagi um þetta- atriði og að árangur náist i öðrum af- vopnunarviðræðum á takmörkuð- um svæðum þannig að hægt sé að gera þær víðfeðmari svo þær nái einnig til annarra svæða. Sam- komulag á milli þessara tveggja stórveida á sviði afvopnunar er grundvöllur þeirrar slökunar- stefnu, er nefnt hefur verið „détente" en annar aðgengilegur valkostur en „détente" er ekki fyrir hendi í alþjóðamálum. Allt ber að gera á öllum sviðum til að stuðla að framgangi þessarar stefnu. Þess vegna lýsi ég ánægju minni yfir þeim árangri, er náðist á undirbúningsfundinum í Bel- grad og að öryggismálaráðstefna Evrópu kemur saman innan fárra daga. Ég álit að þetta sé mjög mlkilvægt skref i rétta átt. Vegna gjöreyðingarkrafts kjarnavopna er vaxandi áhersla lögð á gerð svonefndra venjulegra vopna og sala þeirra eykst nú hröðum skrefum. Bráðnauðsynlegt er að koma á eftirliti eins fljótt og verða má, hvort sem það er með svæðasamningum eða alþjóða- samningi, eftir því hvort yrði talið árangursríkara. Koma verður í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna og allar þjóðir ber að hvetja til þess að undirrita og staðfesta al- þjóðasamninginn um bann við út- breiðslu atóm-vopna. Á sama hátt þarf að vera strangt eftirlit með dreifingu kjarnakleifra efna sem ætluð eru til friðsamlegra nota til að koma í veg fyrir að þau verði notuð í hernaðarskyni. Slíkt eftir- lit ætti að vera í höndum Samein- uðu þjóðanna. Ennfremur er mjög aðkallandi að gerður verði alhliða samningur um bann við kjarnavopnatilraunum. íslenska sendinefndin mun styðja allar til- raunir til þess að aukaþingið um afvopnunarmál verði sem árang- ursríkast, þar sem afvopnun er mikilvægur þáttur eflingar og varðveislu friðar í heiminum. Nauðsynlegt að koma á virku alþjóðlegu eftirliti með því að mann- réttindi séu virt Störf Sameinuðu þjóðanna að mannréttindamálum eru mjög mikilvæg. Mikið hefur áunnist, enn er marg ógert. Leysa verður vanda pólitiskra fanga og koma i veg fyrir hvers konar pyntingar. Nauðsyn er náinnar samvinnu þjóðanna um virkt alþjóðlegt eft- irlit með því, hvernig mannrétt- indi eru virt eða vanvirt. Gera þarf öflugri ráðstafanir til vernd- ar saklausum gegn allri alþjóða hermdarverkastarfsemi. Með öðr- um orðum, herra forseti, er það enn höfuðhlutverk Sameinuðu þjóðanna að vernda einstakling- inn og réttindi hans. Þótt stofnun okkar sé frá lagalegu sjónarmiði samtök fullvalda rfkja, ætti starf- semi hennar að einbeinast að bættum hag fólksins, sem þau byggir. Búi fólk við hungur, eymd og félagslegt misrétti er þess ekki að vænta að mannréttindi fái not- ið sín að marki. Réttlátari skipt- ing auðæfa heimsins með bættri alþjóðlegri efnahagssamvinnu er þess vegna grundvallaratriði. tsland studdi samþykkt S.þj. um nýja alþjóðlega efnahagsskip- an og efnahagsleg réttindi og skyldur ríkja. Framkvæmd þess- ara samþykkta gengur enn hægt en þó hefur nokkuð áunnist. Við- ræður iðnvæddra ríkja og þróun- arlanda verða að halda áfram i öllum viðkomandi stofnunum. Á framhaldsfundum 31. allsherjar- þingsins tókst ekki að ná sam- komulagi um mat á árangri París- ar-ráðstefnunnar en vona verður að á yfirstandandi þingi verði unnið ötullega að þessu mikil- væga máli og að samkomulag ná- ist um næstu skref, sem stíga skal í átt til réttlátari og jafnari al- þjóðlegrar efnahagsskipunar, er þannig bætir kjör fátæku þjóð- anna i heiminum. Suður-Afríka og stefna Norðurlandanna Þegar minnst er á mannréttindi leiðir það hugann strax að vanda- málinu um apartheit. Ástandið i Suður-Afríku verður sífellt alvar- legra. íslenska sendinefndin mun styðja allar raunhæfar aðgerðir Sameinuðu þjóðanna til þess að binda endi á ómannúðlega mis- réttisstefnu ríkisstjórnarinnar í Suður-Afriku og þá harðneskju- legu valdbeitingu, er við stöðugt heyrum um frá þvi landi. Rétt er að geta þess hér að nýlega ákváðu utanrikisráðherrar Norðurlanda að setja á stofn vinnunefnd til þess að athuga, hvaða nýjum efnahagsþvingunum ætti að beita gegn ríkisstjórn Suður-Afríku. Við viljum einnig lýsa stuðningi okkar við allar tilraunir, sem nú eru gerðar til að finna friðsam- lega lausn á vandamálunum í Namibíu og varast ber að gera nokkuð þar, sem spillt gæti þess- um tilraunum. Við munum halda áfram að vinna að markmiði okk- ar, fullu sjálfstæði landsins í sam- ræmi við samþykkt öryggisráðs- ins númer 385. Það er skoðun íslensku sendi- nefndarinnar að styðja beri allar tillögur, sem leitt gætu til samn- inga um friðsamlega yfirfærslu valds til meirihlutans i Zimbabwe og sem fyrst verði bundinn endir á hið mikla félagslega misrétti, sem minnihlutinn beitir meiri- hlutann. Þvi miður virðist lausnin á vandamáli Kýpur ekki vera á næsta leiti. Framkvæmdastjórinn og starfsmenn hans halda ótrauð- ir áfram tilraunum til að koma deiluaðilum saman og vona verð- ur að hvorugur þeirra með fram- ferði sinu breikki frekar bilið, og geri starf framkvæmdastjórans erfiðara en það nú er. Eins og ég hef sagt hér áður verður lausnin á þessu erfiða vandamáli að fela í sér varðveislu fullveldis og sjálf- stæðis Kýpur og tryggja að landið verði áfram ein heild. Friðar- gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna sýna enn á ný í þessu máli gildi sitt svo sem þær gera i öðrum hlutum heims. Ástandið i Mið-Austurlöndum er ennþá alvarlegt þótt nú sem stendur sé meiri von en áður til að hægt verði að kalla saman á ný Genfar-ráðstefnuna. Við verðum öll að vona að unnt verði að stiga þetta fyrsta spor í áttina að samn- ingaviðræðum um varanlegan frið á þessu hrjáða landssvæði. Ég vil endurtaka þá skoðun mína að lausnina verði að byggja á sam- þykktum öryggisráðsins númer 242 og 338. Það er þess vírði að rifja upp úr þessum samþykktum að landvinningar með valdi eru óþolandi, að ísrael verður að hverfa á brott frá þeim svæðum, sem það tók herskildi 1967, að virða fullveldi og sjálfstæði allra rikja á svæðinu og rétt þeirra til þess að lifa í friði innan tryggra og viðurkenndra landamæra. Ég vil einnig taka fram að hver, sem lausnin verður er nauðsynlegt að hún byggist á viðurkenningu rétt- ar Palestínumanna til heimalands og Palestínumenn verða að sinu leyti að viðurkenna tilverurétt Israels. Það er skoðun fslensku sendinefndarinnar að Palestinu- menn eigi að taka þátt I samn- ingaviðræðum um friðsamlega lausn, á þann hátt, sem samkomu- lag verður um milli málsaðila. Vonir um undirritun nýs hafréttar- sáttmála 1978 Sjötti fundur hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna var haldinn i New York frá 23. maí til 15. júlí 1977. Fyrir ráðstefnunni liggur nú óformlegur heildar við- ræðutexti sem unninn var af for- seta ráðstefnunnar og formönn- um aðalnefndanna á grundvelli viðræðnanna á fundinum. Ákveð- ið var að textinn myndi liggja fyrir á næsta fundi ráðstefnunnar sem hefst i Genf 27. mars 1978 og mun standa í átta vikur. Einnig er gert ráð fyrir þvi, að fundir verði haldnir milli þinga. Textinn sem nú iiggur fyrir styrkir stöðu efnahagslögsögunn- ar. Samkvæmt 61. og 62. grein er það strandríkja að ákveða levfi- legan afla og getu þeirra til að nýta hann. í 69. og 70. grein er gert ráð fyrir vissum réttindum landfræðilega afskiptra ríkja en samkvæmt 71. grein gilda slík réttindi ekki gagnvart rikjum sem eru sérlega háð fiskveiðum á svæðinu. Ennfremur kveður 296. grein á um að ekki beri að vísa deitum varðandi akvarðanir sam- kvæmt 61. og 62. grein (þ.e. varð- andi leyfilegan afla og veiðigetu ríkisins) til úrskurðar þriðja að- ila. Nýi textinn er því mjög hag- stæður strandríkjum, sem átt hafa umfangsmikla samvinnu á ráðstefnunni. Sameinuðu þjóðimar verði áfram brjóstvörn mannréttinda og sjálf- stæðis allra jarðarbúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.