Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 7 íþróttir heil- brigðis- félags- og menningarmál Gísli Jónsson, mennta- skólakennari á Akureyri. skrifaði eftirfarandi for- ystugrein i málgagn sjálf- stæðismanna á Akureyri, íslending: „Þegar rætt er um iþróttir, andlegar sem lik- amlegar, kveður oft vi8 þann tón, aS þær séu svo sem ágætar, meSan ekki sé einblint á yfirburSi og afrek. f litilsvirðingar- skyni hafa menn boriS sér i munn orðið afreksiþrótt- ir. Nú er það vafalitið, að gildi iþrótta er fyrst og fremst fólgið I almennri iðkun þeirra. Einkum er unglingum hollt að temja sér iþróttaiðkanir, og i samfélagi. þar sem tóm- stundum fer fjölgandi. en fjölskyldulifi hnignandi. er það bókstaflega lífsnauð- synlegt. Unglingar hrekj- ast ekki um á villigötum. meðan þeir æfa iþróttir sinar. Leikurinn sjálfur er hverjum manni mikils virði. Hvað er lifið án leiks? En iþróttir eru ekki bara leikur. ekki aðeins fánýtt sport. sem sumir kalla. og iðkendur þeirra sportidjótar, eða betur sagt leikfifl. Þvert á móti. jþróttir eru allt i senn heil- brigðis-. félags- og menn- ingarmál, og þetta er raunar viðurkennt opin- berlega að meira eða minna leyti. T.d. heyra iþróttamál á íslandi undir menntamálaráðuneytið. Fjöldi sveitarfélaga viðurkennir einnig upp- eldis- og heilbrigðisgildi iþrótta með mismunandi riflegum fjárframlögum. Yfirleitt eru þau þó svo við nögl skorin að fjas um bruðl til iþróttamála á við litil rök að stuðjast. Ekki skulum við gleyma þvi. að innan iþróttahreyfingar- innar er unnið geysimikið sjálfboðastarf, sem virða ber og meta með þvi að koma þar til móts með fjárframlögum opinberra aðila." Þá vildu allir Lilju kveðið hafa „En er eitthvað athuga- vert við það að vilja skara fram úr? Er óheilbrigt að vilja vera afreksmaður? 'Hvemig væri þá komið fyrir 220 þúsund manna þjóð i veröldinni, ef eng- um i þeim fámenna hópi þætti ómaksins vert að drýgja dáð? Til þess að > viðhalda svokölluðu i mannsæmandi lifi þurfa þegnar þvilikrar smáþjóð- ar, hver um sig. helst að vera margra manna mak- ar og eru það i afköstum og dug oft og tiðum. Og vikjum svo aftur að „afreksiþróttum", eða öllu heldur iþróttaafrek- um. Þegar þau eru unnin, vildu allir Lilju kveðið hafa. Þá er sama hvort maðurinn heitir Hreinn Halldórsson eða Jón L. Ámason. Húrrahróp og aðdáunarorð berast hvaðanæva. Þá er ekki talað um sportidjóta eða leikfifl. Þá er viðurkennt að afreksmaðurinn eða af- reksliðið er einhver hin besta landkynning, sem Ísland fær á erlendri grund. Bæði einstaklingar og leikhópar islensir hafa Hreinn Halldórsson sýnt það og sannað að þeir eru samkeppnisfærir og boðlegir hvar sem er i veröldinni. En slikt gerðist ekki, slik landkynning fengist ekki. ef enginn maður vildi vera afreks- maður i íþróttum eða teldi það fyrir neðan sina virð- ingu. fslendingar eru að vonum hreyknir af af- rekum manna eins og Jóns og Hreins. og þjóðin má gleðjast yfir þvi og viðurkenna það i orði og verki. að hérlendis eru handboltamenn. knatt- spyrnumenn og skiða- menn vel hlutgengir hvar sem er i heiminum. svo að dæmi séu tekin. Við hér norður á Akureyri metum og þökkum margföld golf- afrek Björgvins Þorsteins- sonar og samfögnum iþróttamönnum okkar öðrum með unna sigra og velgengni. Við skulum al- veg ófeimin viðurkenna afreksgildi iróttanna. ekk- ert siður en heilbrigðis-. félags- og menningargildi þeirra." F I A T * Urvals bíll sem hentar sérlega vel íslenzkum aðstæðum, veðri og vegum. Ný sending er að koma. Nokkrum bílum óráðstafað. Hagstætt ^ vero FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson hí*. SiOUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888 Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888 Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói fímmtudaginn 6. október kl. 20.30 Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikarar: Philip Jenkins Efnisskrá: Beethoven — Coriolan forleikur, Beethoven — þríkonsert f. fiðlu, celló, píanó og hljómsv., Beethoven — Sinfónía nr. 4. Aðgöngumiðar seldir í bókabúðum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Ey- mundssonar Áskriftarskírteini seld á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar Lauga- vegi 1 20. Tónleikar Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndirsf Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Til sölu Vegna endurnýjunar á elztu bílum okkar eru nokkrir Skoda 110 L árgerð '76 til sölu. Bílarnir eru í mjög góðu lagi og fást með mjög góðum greiðsluskilmálum. Bílaleigan Geysir Borgartúni 24 Símar 24460 og 28810. Þiljur í eikar- furu- og palesanderlíki I Verð 2351 per fm. m/sölusk. Hurðir h.f.# Skeifan13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.