Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1977 STANDARD Liege, liðið sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með í Belgíu vann sigur yfir Winterslag á úti- velli um helgina 2—0, og er Standard þar með komið Asgeir — lið hans er nú komið í annað sætið. í 2. sætið í belgísku 1. deildinni í ár. Að sögn belgískra blaða leikur Standard nú betur en nokkru sinni fyrr, og segja blöðin Ásgeir Sigurvinsson vera lykilmann í leik liðsins, og oftast er hann talinn bezti maður valiarins. Úrslit í leikjunum í belgísku 1. deiidinni um helgina urðu þessi: Charleroi — Lokeren 1—0 Anderlecht — Antwerpen 0—0 Beveren — La Louviere 2—0 Waregem — Beringen 0—2 Beerschot — FC Briigges 2—0 Lierse — Molenbeek 5—0 FC Liegois — Boom 3—1 CS Briigge — Courtrai 2—2 Winterslag — Standard Liege 0—2 kappakstrinum ustu 20 hringirnir voru erfiðastir, og ég var þá farinn að halda að ég hefði þetta ekki. Ég var aldrei verulega hræddur við Mario Andretti, heldur fremur við Lauda, sem ég vissi að gat komið upp eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Eftir á að hyggja þá skil ég Lauda mjög vel. Hann ók að- eins til þess að tryggja sér heims- meistaratitilinn. Sigur i Watkins Glen skipti hann ekkí megin máli og þvi fór hann varlega, sagði Hunt. Helztu úrslit í Watkins Glen urðu þessi. 1. James Hunt, Bretlandi (McLaren) 1:58.23.267 klst. 2. Mario Andretti, Bandar. (Lotus) 1:58.25.293 klst. 3. Jody Scheckter, S-Afríku (Wolf-Ford) 1:59.42.146 klst. 4. Nicki Lauda, Austurríki (Ferrari) 2:00.03.882 klst. 5. Clay Regazzoni, Sviss (Ensign) 2:00.11.405 klst. 6. Carlos Reutemann, Argent. (Ferrari) 7. Jacques Laffite, Frakklandi (Matra) 8. Rupert Keegan, Bretlandi (Heskegh) 9. Jean-Pierre Jarier, Frakklandi (Shadow) 10. Brett Lunger, Bandaríkjunum (McLaren). Hinn nýi þjálfari Valsmanna aðgangsharður við Framara I leik liðanna á sunnudaginn. / ” Guy Hunt vann Masterkeppnina BRETINN Guy Hunt sigraði í „Masters“ golf- keppninni sem lauk í Lindrick í Englandi um helgina. Lék Hunt á sam- tals 291 höggi og sýndi mikið öryggi í keppninni sem fram fór við afleitar aðstæður. Landi Hunts, Brian Barnes, sem langi hafði forystu i keppn- inni, misheppnaðist aigjöriega síðasta keppnisdaginn og hætti. Annað sætið féll því i hlut Spánverjans Manuel Pinero sem lék á 292 höggum, og þriðji varð Peter Butler frá Bretlandi sem lék á 294 höggum. Að miklu var að keppa í móti þessu, þar sem fyrstu verðlaun voru 8.000 pund, og næstu verð- laun lítið eitt lægri. Kúvæt sigraði í HM leik KÚV/ET sigraði Hong Kong með þremur mörkum gegn einu i leik liðanna i undankeppni heims- meistarakeppninnar i knatt- spyrnu, en leikur þessi fór fram i Hong Kong á sunnudaginn. Staðan i hálfleik var 1 — 1. Mark Hong Kong skoraði Chung Chori Wai, en þeir Gaisal Al Dakleel, Jasem Yacob Salian og Hamed Bo Homod skoruðu fyrir Kúvæt. Ahorfendur að •leiknum voru 25.000. Eftir leik þennan er staðan i úrslitariðli þessi: Asfuundankeppninnar Íran 3 2 10 3:0 5 S-Kórea 2 110 1:0 3 Ástralla 2 10 1 3:1 2 Kúvæt 110 0 3:1 2 Hong Kong 4 0 0 4 1:9 0 Landsliðsmaður fótbrotnar Knattspyrnulandslið Wales varð fyrir miklu áfalli um helgina er einn þeirra leikmanna sem jafnan hefur veriS I hópi beztu leikmanna liSsins. lan Evans. fótbrotnaSi í leik Crystal Palace og Fulham í 2. deildar keppninni ensku. Lenti Evans I árekstri viS George Best og lá óvlgur eftir. Kom I Ijós aS hann hafSi fótbrotnaS illa og verSur þvi frá keppni lengi. Wales á aS leika viS Skota í heimsmeist- arakeppninni 12. október n.k. og viSTékka 16. nóvembern.k. Lauda tryggði sér titilinn - en Hunt sigraði í Watkins Glen Austurríkismaðurinn Nicki Lauda tryggði sér á sunnudaginn heimsmeistaratitilinn í kapp- akstri árið 1977, en þá varð Lauda í fjórða sæti í Watkins Glen kapp- akstrinum í Bandaríkjunum. Er þetta í annað sinn sem Nicki Lauda verður heimsmeistari í þessari mjög svo erfiðu fþróita- grein, en í fyrra varð hann I öðru sæti í keppninni á eftir Bretanum James Hunt. Er afrek Lauda enn stórkostlegra fyrir það, að í fyrra slasaðist h:nn svo illa í keppni að honum var um tíma ekki hugað líf. Átti enginn von á að Lauda myndi sjást á kappakstursbraut- unum að nýju, en mikill lífsþrótt- ur hans og þolgæði flevttu honum yfir hinn örðuga hjalla og ekki ieið á löngu unz I.auda var aftur með í keppni. Þótt nokkur mót séu enn eftir í heimsmeistarakeppninni í ár hef- ur Lauda þegar hlotið svo mörg stig, aö enginn getur ógnað hon- um. Hefur Lauda hlotið samtals 72 stig, en Mario Andretti frá Bandaríkjunum er i öðru sæti með 47 stig. Þriðji er S- Afríkubúinn Jody Scheckter sem hlotið hefur 46 stig, en næstu menn eru Carlos Reutemann, Ar- gentínu, með 36 stig, James Hunt, Bretlandi, með 31 stig, Jochen Mass, V-Þýzkalandi, með 21 stig, Gunnar Nilsson, Svíþjóð, með 20 stig, Jacques Lafite, Frakklandi, með 16 stig og Alan Jones Ástra- liu með 16 stig. í undankeppni Watkins Glen kappakstursins sem fram fór á laugardaginn náði James Hunt frá Bretlandi beztum brautar- tíma, en í öðru sæti varð svo Hans Stuck frá V-Þýzkalandi og Wat- son frá írlandi náði þriðja bezta timanum. Lauda varð hins vegar nokkuð aftarlega, svo aftarlega að margir töldu að það myndi koma honum alvarlega í koll i keppn- inni. Á sunnudagínn, þegar alvaran hófst hjá kappakstursmönnunum, voru aðstæður hinar verstu i Watkins Glen, — ausandi rigning og brautin því hál og erfið. Þrátt fyrir svo slæmt veður létu áhorf- endur sig ekki vanta og komust raunar færri að en vildu. Vestur-Þjóðverjinn Stuck sem komið hafði á óvart i undan- keppninni hafði forystu til að byrja með á sunnudaginn og ók hann geysilega vel. Var hann kominn vel á undan er vélin i bifreið hans bilaði á 14. hring og hann var þar með úr ieik. James Hunt tók þá við forystuhlutverk- inu, en Scheckter og Andretti fylgdu honum fast á eftir, og Lauda sem byrjað hafði fremur rólega för að vinna á. Þegar um 30 hringir höfðu ver- ið eknir hætti að rigna og skilyrði bötnuðu. Hunt jók þá enn hrað- ann og var kominn með 17 sekúndna forskot á Andretti eftir 30 hringi. Seinni hluta leiðarinnar lentu margir ökumannanna í erfiðleik- um, þar sem þeir höfðu gert ráð fyrir bleytu á brautinni og sett hjólbarða undir bifreiðir sínar með tilliti tíl þess. Þegar brautin þornaði hentuðu hjólbarðar þess- ir ekki, en ekki voru nema fáir ökumannanna sem lögðu samt i að tefja sig á því að skipta. Þegar 10 hringir voru eftir fór Andretti að draga verulega á Hunt, og á lokahringjunum tveim- ur var um hreint einvígi þeirra á milli að ræða. Andretti ók stór- kostlega vel og virtist um tíma að hann ætlaði að komast fram úr Hunt, en Bretinn sýndi þá hvers hann er megnugur og ók erfiðasta hluta brautarinnar af miklum hraða og öryggi, þannig að honum tókst að halda forystunni alla leið í markið. Nicki Lauda ók seinni hluta leiðarinnar stórglæsilega og hafn- aði í fjórða sæti og hlaut þar með þau stig sem þurfti til þess að hreppa heimsmeistaratitilinn. Þegar Lauda kom í markið hópuð- ust fréttamenn að honum, en hann vildi nú ekkert við þá ræða og hvarf fljótlega af vettvangi. — Þetta var mjög erfiður kapp- akstur, sagði Hunt eftir sigurinn. Brautin var þannig að hún var mjög aðgæzluverð, sérstaklega eftir að hún þornaði, en þá breytt- ust akstursskilyrðin mikið. Síð- Nicki Lauda — ók af varfærni 1 Walkins Glen og tryggði sér heims- meistaratitilinn. Hann varð einnig heimsmeistari árið 1975. Erlendu þjálfararnir atkvæðamiklir í upphafi körfuknatdeiksveití ðarínnar REYKJAVlKURMÓTIÐ í körfu- knattleik hófst um helgina og fóru þá fram fjórir leikir. Voru þeir flestir mjög skemmtilegir og lofa góðu um framhald körfu- knattleiksvertíðarinnar. Mörg lið- anna sem leika í 1. deild hafa nú fengið erlenda þjálfara og mátti sjá svipmót þeirra á liðunum strax í fyrstu leikjum þeirra. Má ætla að 1. deildar keppnin í vetur geti orðið hin skemmtilegasta og bjóði upp á hetri körfuknattlcik en oftast áður. Sá leikur sem vakti hvað mesta athygli um helgina var viðureign KR og Vals, en bæði þessi iið eru með bandaríska þjálfara sem leika með liðunum. Sýndi Valsmaðurinn Rick Hockenson mjög skemmtilegan leik með liði sínu og skoraði hann 28 stig í leiknum. Valsmenn náðu snemma forystu í þessum leik og höfðu 8 stig yfir i hálfleik 33—25, en í $einni hálfleik tókst KR að snúa leiknum sér í vil og sigra 58—56. Á laugardaginn léku einnig lið Fram og Ármanns og kom «trax í ljós að Framararnir voru sterkari aðilinn í leiknum, enda hafa Ar- menningar orðið fyrir mikilli blóðtöku að undanförnu — þrír sterkustu leikmenn liðsins gengn- ir í önnur félög og léku tveir þeirra: Símon Ólafsson og Björn Magnússon með Fram gegn fyrri félögum sinum. Ármann hélt reyndar i við Framara allan fyrri hálfleikinn og staðan að honum loknum var jaöfn 34:34, en i seinni hálfleik tók Fram leikinn í sinar hendur og sigraði 79:67. Skoraði Þorvaldur Geirsson flest stig Framara í leiknum, 22, en Símon Ólafsson skoraói 16. Stig- hæstir Ármenninga voru Atli Arason með 21 stig og Jón Björg- vinsson með 19. Á sunnudaginn léku ÍR-ingar og stúdentar og vann síðarnefnda liðið góðan sigur 89:50, enda virð- ast ÍR-ingar vera í hálfgeróu mannahraki. Leikur þessi var annars fremur daufur. Hjá stúdentum bar mest á þjáflara liðsins, Bandaríkjamanninum Dirk Dunbar, sem skoraði 19 stig, en Erlendur Markússon skoraði flest stig fyrir ÍR-inga, 16 talsins. Að lokum léku svo Valur og Fram og áttu þar flestir von á jafnri og skemmtilegri baráttu. En Valsmennirnir sem léku þann- an leik mjög vel, voru.allan leik- inn betri aðilinn. Þeir höfðu náð 6 stiga forystu i hálfleik og sigruðu siðan 84:75. Enn var það hinn bandariski þjálfari liðsins sem var atkvæðamestur og skoraði hann 27 stig, en stighæstir hjá Fram voru Símon Ólafsson með 22 stig og Þrovaldur Geirsson með 17 stig. Staðan i mótinu að loknum þessum 4 leikjum er sem hér seg- ir. ÍS 1 1 0 89:50 2 Valur 2 1 1 140:133 2 Fram 2 1 1 154:151 2 KR 1 1 0 58:56 2 Ármann 1 0 1 67:79 0 ÍR 1 0 1 50:89 0 Næstu leikir í mótinu fara fram fimmtudaginn 6. október i Iþróttahúsi Hagaskóla. Þá leika ÍR og Valur kl. 19.30 og KR og Ármann kl. 21.00. Standaid í öðru sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.