Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 6
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
Þjóðskjalasafn Islands — Þjóðskjalasafn íslands — Þjóðskjalasafn íslands
WBSBfSSm
Safnahúsið vid Hverfisgötu. Þjóöskjalasafnið er til húsa í þeim enda, sem til vinstri er á mvndinni.
Safnið hefur fení>ið vilyrði fyrir öllu húsinu, þegar Þjóðarbókhlaðan er risin og Landsbókasafnið flyzt
þangaö. En jafnvel sú viðbót yrði aldrei nema til bráðabirgða fyrir Þjóðskjalasafnið. þar sem húsið allt
m.vndi fyllast og vel það, ef hart yrði gengið eftir þeim skjölum, sem á safnið eiga að vera komin, en
liggja hjá hinum ýmsu embættum ennþá vegna húsnæðisleysis safnsins.
Húsnæðisvandræði
hrjá þann menningar-
arf sem skjöl eru
„Menn halda aó hér sé ekkert annað
geymt en kirkjubækur, en það er mikill
misskilningur. Við geymum hér skjöl
frá allri stjórnsýslu landsins, þannig að
segja má, að vió hýsum uppistöðuna úr
íslandssögu síðustu alda. Og þetta eru
ekki bara dauð skjöl, heldur lifandi
fróóleikur um öll svið þjóðlífsins á ís-
landi.“ Það er Bjarni Vilhjálmsson,
þjóðskjalavörður, sem hér hefur oróið,
er Mbl. gekk á hans fund til að fræðast
um þá stofnun, Þjóðskjalasafn íslands.
„Aðallega geymum við hér hér skjöl frá
17ndu, 18ndu og 19ndu öld,“ heldur
Bjarni áfram. „En þessarar aldar skjöl
getum við því miður ekki tekið sem við
vildum, þar sem við höfum ekkert pláss
fyrir þau. Hér í safnahúsinu við
Hverfisgötu hafði Þjóðskjalasafnið
lengi vel rúmt pláss, en nú er svo komið
að þrengslin eru okkur mjög til baga.
Um framtíðarlausn á húsnæðisvandan-
um er erfitt að segja. Við höfum fengið
vilyrði fyrir því að fá allt húsið, þegar
Þjóöarbókhlaðan er komin upp, og
Landsbókasafnið veróur flutt, en jafn-
vel sú viðbót verður aldrei nema til
bráð:birgða, því ef við gengjum fast
eftir þeim skjölum öllum, sem nú liggja
úti í embættunum, þá myndum við fylla
allt safnahúsið og vel það. Þaö er mín
von, að áður en þessi öld er öll, verði
búið að byggja myndarlegt hús til að
varðveita þennan menningararf, sem
skjölin eru.“
Skjöl eru ekki bara
fræðilegir hlutir
heldur hafa þau
og hagnýtt gildi
„Eg held að alit sem vitað er
um hér á landi af skjölum frá
fyrri öldum nema það sem geymt
er í Árnasafni og Landsbókasafni
sé saman komið hjá okkur,“ sagði
Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjala-
vörður, er Mbl. spurði hann, hvort
hann vissi til þe :s að utan safns-
ins væru skjöl frá fyrri öldum.
„Það kann hins vegar vel að vera
að einhverjir lúri á einu og einu
skjali,“ sagði Bjarni, „bréfum,
sem komizt hafa í einkaeign, og
svo eiga ýmsir forn bréf upp á
sínar jarðir. En í Þjóðskjalasafn-
inu held ég, að nú sé allt, sem
máli skiptir, saman komið."
— Hefur á síðari árum
orðió einhver sá skjala-
fundur, sem hefur komið á
óvart?
,,Það var fyrir nokkrum árum,
að í gömlum skáp í stjórnarráðinu
fannst eitt gamalt skjal. Skápur
þessi var ættaður frá landfógeta-
embættinu og skjalið sömuleiðis.
Þetta var nú svo sem ekkert
merkilegt plagg i sjálfu sér, en
þetta er eini skjalafundurinn,
sem ég kann að tíunda frá seinni
árum.“
— En hvernig gengur
svo að innheimta skjöl til
safnsins?
„Embættin eru misjafnlega
erfið að eiga við. Einkum á þetta
við á sveitarstjórnarsviðinu, en í
oddvita- og hreppstjóra-
embættum eru mannaskipti tið og
embættisskjöl oft geymd á einka-
heimilum, þannig að þessi skjala-
söfn vilja nokkuð fara á tvístring.
Hins vegar hefur þétta batnað
mjög með tilkomu héraðsskjala-
safna, sem einkum taka til skjala,
sem eru sveitarstjórnarlegs eðlis.
Skagfirðingar, Borgfirðingar og
Eyfirðingar hafa komið sér upp
myndarlegum héraðsskjala-
söfnum og Austfirðingar eru að
koma sér upp safni, en annars
staðar eru mál skemmra á veg
komin. Þangað sem góð aðstaða er
fyrir hendi, ber okkur að skila
sveitarstjórnarskjölum og höfum
við til dæmis sent Skagfirðingum,
Borgfirðingum og Eyfirðingum
þeirra hreppabækur og önnur
skjöl.
Langstærsti hluti skjala frá
þessari öld er ennþá úti í embætt-
unum og þar kemur húsnæðis-
leysi Þjóðskjalasafnsins mjög við
sögu. Reynd’ar hafa sýslumenn
undir höndum ýms skjöl frá
19ndu öld, sem þeir verða að hafa
undir höndum, svo sem veðmála-
bækur og landamerkjaskrár, en
þetta er allt á hreinu, þannig að
það stendur það sem ég sagði áð-
an um það, að í okkar vitneskju og
hendur væri komið allt það, sem
máli skiptir frá fyrri öldum.“
— Hvaó með stjórnar-
ráóið?
„Stjórnarráðið hefur skilað
okkur ýmsum skjölum, en þeir
eru nú einmitt að koma sér upp
bráðabirgðageymslum fyrir sin
skjöl. Það er ákaflega miklum
erfióleikum bundið að varðveita
öll þau skjöl, sem myndast nú á
dögum, og þá ekki síður að
ákvarða, hvað á að varðveita og
hvað ekki, þvi auðvitað er ekki
öllu haldið svo til haga, að hvert
snifsi eigi að geymast."
Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavörður, í „helgidóminum“; lítilli
geymslu, þar sem varðveitt er allt það fornasta, sem Þjóðskjalasafnið
á, skinnbréf, skinnbækur og þess háttar. Meðal kjörgripanna er
manntalið frá 1703; elzta manntal á fslandi og að sögn Bjarna elzta
þjóðartal f Evrópu og þó víðar væri leitað, en eldri eru vart til nema
frá nýlendum Frakka í Kanada.
Sigurðarregistur
Reykjaskjalið
Reykholtsmáldagi
í Þjóðskjalasafni íslands
er geymt ýmislegt fornt
efni, þ.á m. á annaö þúsund
skinnbréf; einkum jarða-
skjöl og bréf, sem varða
einstakar kirkjur. Eina
stóra skinnbókin í safninu
er skrá yfir eignir Hóla-
stóls á 16ndu öld í tíð
þriggja biskupa þar. Skrá-
in byrjar, er Jón Arason
verður biskup 1520 og er
haldið áfram eftir aftöku
hans 1550 og síðasti hlut-
inn er svo frá því að Guð-
brandur Þorláksson kemur
að Hólum 1570. Skrá þessi
er kennd við Sigurð, son
Jóns Arasonar, og kölluð
Siguróarregistur. Hún er
skrifuó með fleiri en einni
rithönd, en talið er að
Sigurður hafi haft umsjón
með gerö hennar.
Elzta dagsetta skjalið í
Þjóðskjalasafni íslands er
frá 2Sja júní 1311 og er það
vitnisburður um landa-
merki Reykja í Tungusveit
í Skagafirði. Þetta skjal
eignaðist Þjóðskjalasafnið
1953 og þá frá Ameríku.
Á árunum 1890—1900
dvaldist hér á landi
amerískur verkfræðingur,
Hanson að nafni, og athug-
aði ýms mál fyrir væntan-
legar símalagnir. Hann
keypti þá vitnisburðinn um
landamerki Reykja og
hafði skjaliö heim með sér
vestur um haf. Ekki er
Ijóst, hvar né af hverjum
Hanson keypti skjalið, en
Siguróarregistur
vitað er til þess að Árni
Magnússon reyndi mjög aó
komast yfir þetta skjal í
Skagafirði á sínum tíma,
en árangurslaust. Árni
fékk þá bróður sinn til að
skrifa það af og lengi vel
var önnur gerð en afskrift-
in ekki þekkt.
Það var svo sonur
Hansons, sem gaf skjalið
hingað til lands aftur; í
Þjóóskjalasafn íslands.
Elzta skjal Þjóóskjala-
safns Islands er Reykholts-
máldagi, en sumt efnis
hans er frá dögum Snorra
Sturlusonar. Hann er elzta
frumskjalið sem þekkt er á