Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKT0BER 1977
57
*?Þá stóð **Loksins >>Eg sé englana
þó uppúr hcít sagði hún: Nú vera að koma niður
engilsmynd 99 koma þeirt* W stiga.. .99
HINN DYRÐLEGIDAUÐI
Sigurveig Gudmundsdóttir, Hafnarfirði:
Stúlkan frá Vestmannaeyjum
Vífilstaðir 1928.
Það var autt rúm á stofu fimm. Ekki
stóð það lengi því samdægurs kom sjúkl-
ingur með heila fjölskyldu á eftir sér.
Þetta var einstaklega frið stúlka, dökk-
hærð með bogadregnar augnabrúnir yfir
bláum og bliðlegum augum. Við sáum
strax að hún var illa farin. Hún gat aðeins
staulast yfir gólfið að rúminu með aðstoð
roskinnar konu, sem auðsjáanlega var
móðir hennar, og mjög myndarlegs
manns, sem þessi nýja stofusystir Iíktist
mikið. — Ég kannaðist undireins við
hana. Við höfðum verið samtiða í Kvenna-
skólanum árinu áður, þó ekki I sama bekk.
Þá var hún bústin og blómleg, gullfalleg
stúlka. Hún hét Teódóra, en var alltaf
kölluð Dóra. Faðir hennar hét Jón
Hinriksson, kaupmaður í Garðinum í Vest-
mannaeyjum. Móðir hennar hét Ingibjörg.
Dóra átti mörg systkini og minnir mig að
systir hennar hafi verið með í þessari för á
hælið. Við vorum mjög ánægðar yfir að fá
svona fallega stofusystur og hugðum gott
til að fá hana i okkar hóp.
Dóra hafði líka mikinn hug á að vera á
fótum og ná fullum bata, ekki vantaði það.
En strax fyrsta daginn var hún með nokk-
uð háan hita og þá var loku fyrir það
skotið að hún færi á fætur. Við litum ekki
mjög alvarlega á það mál. Flestir, sem
komu á hælið, voru með hita fyrstu dag-
ana. En timinn leið og ekki losnaði Dóra
við hitann. Hún var orðin mjög mögur,
þegar hún kom. — Það gat líka lagast, það
höfðum við séð.
En Dóra hafði alls enga matarlyst.
Henni velgdi við öllum mat og eins og
algengt var, þá fannst henni matur hælis-
ins vondur, — ef ég fengi sama mat og hjá
henni mömmu, þá gæti ég borðað. — Þetta
var lika viðkvæðið hjá mörgum sjúkling-
um. Veikin tók af þeim alla matarlyst en
samt voru þeir sársvangir. — Bara að
maturinn væir eins og heima.
Frú Ingibjörg var dæmigerð um þær
góðu mæður, sem sátu yfir fársjúkum
börnum sinum, þar til yfir lauk. Þó að hún
þyrfti að yfirgefa heimili sitt i Vest-
mannaeyjum og búa i Reykjavik sem gest-
ur mánuðum saman, þá kom hún uppá
hvern dag til dóttur sinnar, stundum
gangandi í slæmu veðri neðan frá vegmót-
um við Hafnarfjarðarveginn. Alltaf var
frú Ingibjörg jafn glöð og róleg, rétt eins
og dóttir hennar væri þarna á skemmti-
legu hóteli. Þegar Dóra kvartaði undan
matnum þá kom frú Ingibjörg með til-
búinn mat, alla leið frá Reykjavík, fékk
þetta einhvernveginn hitað upp og reyndi
að fá Dóru til að borða. — En þá hafði hún
enga lyst, neyddi sig til að borða fáeina
bita og síðan ekki meir.
Dóra var það þroskuð andlega að hún
gerði sér nokkra grein fyrir veikindum
sínum og bað móður sína að hætta að
koma með mat.
Dóra var mjög glaðsinna og kát stúlka
að eðlisfari. Fyrstu mánuðina naut hún
sín nokkuð og tók þátt i skrafi okkar
jafnaldra sinna. En hún léttist jafnt og
þétt, og brátt gat húh ekki stigið í
fæturna.
Samt hafði hún gaman @f kvæðum eiáis
og við hinar. Og þegar við vorum að stagl-
ast á kvæðabrotum uppáhaldsskálda okk-
ar, þá tók Dóra undir í sama tón og fór
með sín kvæði. — Mér fannst fyrst ein-
kennilegt, hvað hún hélt mikið uppá
skáldskap Bjarna Thorarensen. — En
þegar við heyrðum hana, æ ofani æ,
söngla sömu vísurnar, þá fórum við að
hugsa margt.
Kysstu mig, hin mjúka mær, þú ert sjúk,
því þú deyr.
Glaður drekk ég dauða úr rós, af vörum
þinum, því skálin er svo skær.
Fallega Dóra vissi hvernig komið var en
Leiði Teódóru Jónsdóttur i Vestmannaeyjakirkjugarði Þegar garðurinn huldist
ösku i gosinu stóð engillinn á gröf hennar upp úr.
Reynsla
manna milli
heims
og helju
Sunnudaginn 25. september s.l. birtist í Morgunblaðinu grein
sem þýdd var úr þýzka tímaritinu Der Spiegel og fjallaði hún um
rannsóknir erlendra vísindamanna á því sem kallað er „klíniskur
dauði“ og reynslu manna sem vaktir hafa verið tii lífsins eftir að
þeir voru „læknisfræðilega látnir“, svo og um reynslu manna
sem verið höfðu nærri dauðanum vegna veikinda eða slysa.
Nefndist grein þessi „Hinn dýrðlegi dauði, — reynsla manna
milli heims og helju.“
Grein þessi vakti mikla athvgli og í framhaldi af henni óskaði
Morgunblaðið eftir frásögnum eða lýsingum frá fólki hérlendis
sem byggi yflr slíkri reynslu. Birtist hér á eftir fyrsta frásögnin
sem Morgunblaðinu hefur borizt, og er hún skráð af Sigurveigu
Guðmundsdóttur, kennara í Hafnarfirði. ítrekar Morgunblaðið
jafnframt óskir sínar um að fólk sem býr yfir slíkri reynslu eða
hefur vitneskju um fólk sem hefur hana, skýri blaðinu frá henni.
Skal tekið fram að ekki er nauðsynlegt að nafna sé getið, þótt
slíkt sé æskilegt, og jafnframt er boðin aðstoð blaðamanna við að
skrá slíkar frásagnir, ef fólk kýs það heldur.
hún talaói aldrei um grun sinn, nema i
ljóðum Bjarna Thorarensen. — Hún elsk-
aði átthaga sína af ástríðu. Aldrei hef ég
kynnst nokkrurri manneskju, sem dáðist
jafnmikið að æskustöðvum sinum. — Það
virðist einkenni margra Vestmanneyinga.
Hún var óþreytandi við að segja okkur
frá ævintýraeyjunni sinni, þar sem allt
var svo gott og allir voru glaðir og kátir. —
Síðan sáum við Vestmannaeyjar í einskon-
ar töfraljóma. — Stundum fór hún með
visur eftir Þorstein Erlingsson, svo sem til
staðfestingar á þvi sem hún var að segja
okkur:
Blómin væn þar svæfir sín
i sumarblænum þýðum
yst í sænum eyjan min
iðjagræn í hliðum.
En alltaf varð það Bjarni Thorarensen,
sem varð þrautalendingin hjá fallegu
Dóru. Hún kunni Sigrúnarljóð:
— Þínar það vist eru varir,
þó verði þær kaldar,
kinnar ég sé þær sömu,
þó sjái ég þær hvítar.
Þegar leið að vori varð augljóst hvert
stefndi með Dóru. Hún var orðin tærð og
máttlaus, þó að móðir hennar teldi í hana
kjarkinn með óendanlegri ástúð. Dóra var
' búin að vera á stofu fimm i sex mánuði.
Þó að hún yrði að iokum lítið annað en
skinnið og beinin, þá hélt hún undra lengi
andlitsfegurð sinni. Hún var svo augnfög-
ur að þar virtist ekkert vinna á. — Þá var
það einn vordaginn, að við vorum að fara
út á siðustu göngu dagsins. Frú Ingibjörg
sat við rúm dóttur sinnar, eins og vant var,
og við gátum ekki séð neina breytingu á
ástandi Dóru.
Þá sagði frú Ingibjörg: Viljið þið koma
að rúminu hennar Dóru, hún vill fá að
kveðja ykkur. Við röðuðum okkur kring
um rúmið og Dóra tók í höndina á okkur
öllum, hverri fyrir sig og þakkaði okkur
fyrir samveruna.
Við vorum sem steini lostnar. Ekki
hafði okkur dottið í hug að Dóra ætti
svona skammt eftir.
Þegar hún var búin að kveðja, stóðum
við allar kyrrar og vissum ekki hvað við
áttum af okkur að gera. Þá brosti Dóra. og
sagði: Ég sé englana vera að koma niður
stiga til að sækja mig. — Og hún horfði til
himins brosandi. Hún virtíst með fullri
rænu, því að móðir hennar svaraði henni
og sagði: Já, Dóra min. auðvitað koma
englarnir að sækja þig. Dóra horfði á
eitthvað, sem engin okkar sá. brosleit og
fagnandi. — Loksins sagði hún: Nú konta
þeir. — Og um leið brustu augun. — Eg
hafði aldrei fyrr séð manneskju deyja. og
þetta var fagur dauði. — Ekkert var að
óttast, fyrst dauðinn var svona fögur
stund.
Frú Ingibjörg veitti dóttur sinni
nábjargirnar og gekk út. Við fórum á eftir
henni. Þegar stofuhurðin lokaðist, þá
fyrst leyfði þessi sterka og kærleiksríka
kona að tárin streymdu. Hún var búin að
harka af sér í það langan tima að tárin
urðu að fá framrás. Nú var óhætt að gráta.
dóttirin góða var farin þangað, sem ekki
er lengur harmur né umbreytingarskuggi.
Siðan hef ég séð marga deyja, stundum
alveg rænulausa, eða þá að þeir hafa séð
eitthvað á dauðastundinni sem fyllti þá
störri undrun. En engan hef ég séð devja
nteð sl^'kum gleðisvip og fallegu Dóru frá
Vestmannaeyjum.
Þegar kirkjugarðurinn i Vestmannaeyj-
um huldist ösku i gosinu og flestir leg-
steinar fóru í kaf þá stóð þó uppúr hvít
engilsmynd. Fjölmargar myndir voru
teknar af þessum hvita engli sem einn
benti ufir svarta eyðimörk.
Þessi varðhaldsengill stendur á gröf
Teódóru Jónsdóttur úr Garðinunt i Vest-
mannaeyjmum.